Hnykill skrifaði:Að eyða 20-40 þús í SSD disk til að spara nokkrar sekúndur í load time hljómar meira "stoned" fyrir mér
Skil hvað þú átt við, þetta er ekki fríkeypis, en gerir alla vinnslu á tölvunni smooth.
Open world leikir eins og t.d. Skyrim og BF eru stöðugt að sækja gögn.
Ef hikið sem þú verður var við þegar tölvan sækir gögnin af HDD(eða ekki ef þú spilar ekki þessa leiki) truflar þig ekki þá ættir þú ekki að kaupa SSD.
20 þús mun breyta þessu öllu, þarft ekki 500 GB disk.
Móðurborðið er overkill að mínu mati, en gæti hentað þér ef þú ætlar í 3x SLI eða 10x SATA III diska.
Vil óska þess að fólk sé málefnalegra hérna heldur en kemur fram hér að ofan.