cloud þjónusta fyrir backup á ljósmyndum

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1652
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Reputation: 6
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

cloud þjónusta fyrir backup á ljósmyndum

Pósturaf MuGGz » Þri 04. Feb 2014 17:01

Sælir

Er einhver hér að nýta sér einhverja cloud þjónustu til þess að eiga backup af ljósmyndum eða slíku ?

Endilega ef þið eruð að notast við þetta látið ljós ykkar skína :megasmile



Skjámynd

Marmarinn
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Mið 13. Feb 2008 16:57
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: cloud þjónusta fyrir backup á ljósmyndum

Pósturaf Marmarinn » Þri 04. Feb 2014 17:23

er með 50gb hjá box.com sem ég fékk einhverntíman á tilboði hjá þeim ókeypis.

þeir eru með svoleiðis tilboð í gangi núna fyrir þá sem eiga iphone , ipad. til 15.febrúar.




thiwas
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Þri 05. Apr 2005 18:35
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: cloud þjónusta fyrir backup á ljósmyndum

Pósturaf thiwas » Þri 04. Feb 2014 17:31

Ég er að nota Safesync frá Trend,

Keypti aðgang að þessu hjá Advania, það kostar 6.990 á ári og á að vera ótakmarkað
https://www.advania.is/vefverslun/vara/ ... -SafeSync/

Setur bara upp client inn á vél og dælir bara myndunum inn á einhverja tölvu og þetta syncast sjálfkrafa út.
Þetta notar líka 256-bit AES dulkóðun.

Þetta hefur allavega reynst mér mjög vel.



Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: cloud þjónusta fyrir backup á ljósmyndum

Pósturaf Frantic » Þri 04. Feb 2014 17:40

Ég er að synca allt inná Google Drive.
Er að borga $4,99 á mánuði fyrir 100GB sem var það ódýrasta sem ég fann.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: cloud þjónusta fyrir backup á ljósmyndum

Pósturaf AntiTrust » Þri 04. Feb 2014 19:17

SkyDrive, 100GB. Nota File History á vélunum sem bakka upp yfir á file serverinn og svo hendist það þaðan yfir á SkyDrive.




dabbivilla
Græningi
Póstar: 42
Skráði sig: Fim 29. Sep 2011 19:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: cloud þjónusta fyrir backup á ljósmyndum

Pósturaf dabbivilla » Þri 04. Feb 2014 19:17

Ég er að nota CrashPlan, það er hægt að afrita á milli vina, og upp í skýið til þeirra fyrir létta borgun.

Það er ókeypis að afrita á milli vina. virkar mjög vel, encryptar afrit á remote site.

fer í gegnum flestar gerðir varna (eldveggja) þetta onpar nefnilega tunnel á milli aðilana út frá hvorum fyrir sig :)

edit:get boðið upp á afritun á hóflegu magni fyrir sangjarna upphæð :)

kv Dabbi



Skjámynd

Höfundur
MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1652
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Reputation: 6
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Re: cloud þjónusta fyrir backup á ljósmyndum

Pósturaf MuGGz » Þri 04. Feb 2014 20:59

Hafiði eitthvað skoðað sugarsync ?

Virðist allavega vera fá mjög góða dóma

https://www.sugarsync.com/

http://www.sugarsync.com/sync_comparison.html




bigggan
spjallið.is
Póstar: 457
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: cloud þjónusta fyrir backup á ljósmyndum

Pósturaf bigggan » Þri 04. Feb 2014 22:09

Notar OneDrive (skyDrive) vegna þess hve vél það virkar með Office pakkan. er með 25 GB ókeypis þar, og með flott "look" sem skaðar ekki.



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Tengdur

Re: cloud þjónusta fyrir backup á ljósmyndum

Pósturaf Tiger » Þri 04. Feb 2014 22:16

Ég hef notað Crashplan núna í 4 ár. Það er $60 á ári fyrir ótakmarkað magn. Ég er með fyir 800GB af ljósmyndum og video á mínum CrashPlan reikning og aldrei lent í neinu veseni. Ekkert mál þegar maður fær sér nýja vél að adopta hana t.d. láta vini og fjölskyldu backu upp til þín (dulkóðað) ofl ofl. Allt gersti í bakgrunninum, setur þetta upp og þarft aldrei að hafa aftur áhyggjur. Er með Android og IOS app til að skoða ofl ofl. Fær 10/10 frá mér.

Sugarsync er svo miklu miklu dýrara og sé ekki að það bjóði uppá neitt umfram Crashplan, enda hafa þeir þá ekki með í comparision töflunni ( I wonder why). 250GB þar eru $250 á ári meðan ótakmarkað hjá Crashplan er $60 á ári

https://www.code42.com/store/




steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: cloud þjónusta fyrir backup á ljósmyndum

Pósturaf steinarorri » Þri 04. Feb 2014 22:19

Crashplan er algjör snilld.
Eina er að niðurhraðinn er ekkert rosa góður, lenti í því að harður diskur með 250GB af ljósmyndum krassaði og það tók örugglega 3 vikur að ná í það aftur. Skiptir svo sem litlu svo lengi sem maður fær þetta á endanum.




steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: cloud þjónusta fyrir backup á ljósmyndum

Pósturaf steinarorri » Þri 04. Feb 2014 22:24

thiwas skrifaði:Ég er að nota Safesync frá Trend,

Keypti aðgang að þessu hjá Advania, það kostar 6.990 á ári og á að vera ótakmarkað
https://www.advania.is/vefverslun/vara/ ... -SafeSync/

Setur bara upp client inn á vél og dælir bara myndunum inn á einhverja tölvu og þetta syncast sjálfkrafa út.
Þetta notar líka 256-bit AES dulkóðun.

Þetta hefur allavega reynst mér mjög vel.


Hvernig geta þeir boðið þetta svona ódýrt og ótakmarkað... mikið ódýrara heldur en er auglýst á safesync.com (sem notabene er takmarkað geymslupláss)

Ef ég má spyrja:
Ertu með mikið magn af gögnum þarna inni á? Er þetta á íslenskum server?
Hver er upp&niðurhraði á þessari þjónustu?



Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Tengdur

Re: cloud þjónusta fyrir backup á ljósmyndum

Pósturaf Tiger » Þri 04. Feb 2014 22:25

steinarorri skrifaði:Crashplan er algjör snilld.
Eina er að niðurhraðinn er ekkert rosa góður, lenti í því að harður diskur með 250GB af ljósmyndum krassaði og það tók örugglega 3 vikur að ná í það aftur. Skiptir svo sem litlu svo lengi sem maður fær þetta á endanum.


Ef þú þekkir einhvern í USA, þá senda þeir harðan disk með dótinu á innan USA.

Trend Micro SafeSync
Vörunúmer: SAFESYNC
Veittu sjálfum þér ótakmörkaða gagnageymsla á internetinu með SafeSync frá Trend Micro


Þetta hljómar nú eins og google translate :)