Elko vs Tölvutek

Allt utan efnis

Höfundur
mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 387
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 83
Staða: Ótengdur

Elko vs Tölvutek

Pósturaf mainman » Fim 30. Jan 2014 23:30

Langaði bara að deila hérna smá reinslu minni af þessum tvemur fyrirtækjum og hvernig þeir bregðast við á mismunandi máta.

Annað dæmið er myndavél sem konuna mína langaði í og hún fékk hana nokkra mánaða gamla á bland.is og ekkert með henni.
Síðan þegar vélin er að verða árs gömul héldum við þá hætti vélin að fókusa svo ég fór með strípaða vélina í elkó og vissi ekkert hvort hún hefði verið versluð þar. Viðbrögðin voru þessi.

Ég: Ég er með vél sem ég veit ekki hvort hún var versluð hérna eða hvort hún sé enn í ábyrgð.
Stelpan: Já ekkert mál, Lánaðu mér vélina, ég ætla að skanna kóðann. *blibb* Jú heyrðu hún var versluð hérna og er enn í ábyrgð (svo prentaði hún út sölunótuna til að láta fylgja með verkbeiðninni). Þetta tekur svona eina og hálfa til tvær vikur, sagði brosandi stelpan.
Fjórum dögum seinna var hringt í mig og það var sama stelpan.
Stelpan: Heyrðu. vélin er biluð og við getum ekki lagað hana, við eigum ekki til þessar 7 megapixla vélar lengur en má bjóða þér 12 megapixla vél í staðin ? Við mundum þá láta 32 gígabæta minniskort fylgja með fyrst við gátum ekki skaffað þér sömu vélina?
Ég: Það er alveg frábært!. Fór og sótti nýju vélina og var alveg himinlifandi og ákveðinn í að versla alltaf í framtíðinni af þessu fyrirtæki og er búinn að versla þar síðan þá 140 þúsund króna þvottavél, helling af tölvuleikjum fyrir börnin og mig, tösku utan um myndavélina og flatskjá handa börnunum.

Hitt dæmið er nokkra mánaða gömul spjaldtalva sem ég verslaði líka notaða, þetta var svaka pakki, Asus transformer TF700T með lyklaborðsdokku, tvemur hleðslutækjum, 9 þús króna tösku, bílafestingu, tvemur minniskortum og ég veit ekki hvað og hvað.
Allt fékk ég þetta nokkra mánaða gamalt og með kössum og sölunótum og inn í því var kaskótrygging fyrir vélina.
Núna ári seinna dettur vélin í gólfið og skjárinn brotnar, kemur hárfín sprunga þvert yfir en alveg hægt að nota vélina, samt brotin.
Ég tala við sölumennina í búðinni og segi þeim hvað gerðist og að ég eigi kaskó á vélina og þeir segja mér að tala við þjónustudeildina og að svona taki eina til tvær vikur.
Ég sendi konuna mína með nótuna og tölvuna og hún tala við einhvern í afgreiðslunni þar sem var með stæla og segir við hana.
Afgreiðslumaður: Þú ert ekki xxxxxx xxxxSON !
Konan mín nett og ljóshærð: Uhh nei.
Afgreiðslumaður; Þá gildir ekki kaskóið, það gildir bara fyrir þann sem kaupir vélina.
Hún hringir í mig á staðnum og ég tala við þennann mann og útskýri fyrir honum að á nótunni sé búið að kaupa kaskó fyrir þetta serialnúmer af spjaldtölvu og það skipti engu máli hver eigi vélina, þetta er trygging á þetta tæki en ekki á fyrsta eiganda eingöngu.
Hann var ógeðslega fúll og skráði vélina inn.
Viku seinna hringi ég að tékka á vélinni því hún er gps tækið í jeppanum hjá mér og mig vantaði gps ið.
Fæ þá samband við strákinn sem var að gera við og hann segir mér að vélin sé sannarlega biluð og að það þurfi að bíða eftir að eitthvað fyrirtæki úti sendi þeim hvað varahlutirnir kosti svo það sé hægt að láta tryggingarfélagið vita.
Ég sagði honum þá að ég ætlaði bara að nota vélina þangað til allir væru búnir að finna verð á öllu og ákveða hvað þeim langaði að gera en þá sagði hann mér að vélin hefði brotnað endanlega þegar hann tók hana í sundur og væri ekki lengur hægt að nota hana.
þá bað ég hann um að reyna að reka solldið á eftir hlutunum því mig vantaði svo gps ið og sagðist hann ætla að gera það (hann mátti nú eiga það þessi strákur að hann var alltaf kurteis og virtist alltaf reyna að gera allt fyrir mann sem hann gæti)
Síðan hringir drengurinn í mig glaður í bragðí og sagði.
Drengur: Hey! góðar fréttir! tryggingarnar ætla að bæta þér upphæðina á nótunni svo þú mátt koma hérna í búðina og taka eitthvað út að andvirði 83 þúsund!
Ég: Uhhh, kostar ekki svona vél 119 þús ?
Drengur: Jú en sko sá sem verslaði vélina upphaflega er starfsmaður hjá okkur og með afslættinum sínum þurfti hann bara að borga 83 þúsund svo þú færð ekki meira.
Ég; Ok. þá langar mig bara að fá nýja vél í staðin, hef ekkert við þennann pening að gera.
Drengur: Sko, við eigum ekki til þessar vélar lengur og getum ekki pantað hana handa þér.
Ég: Á ég þá að henda lyklaborðinu mínu, töskunni minni, þremur hleðslutækjum og öllu stuffinu sem ég á bara fyrir þessa vél ?
Drengur: Veit ekki. Ég þarf að tala við tryggingarnar.
Þegar þrjár vikur voru komnar og enginn hringir í mig þá hringi ég í drenginn aftur og þá var þetta orðið svona.
Drengur: já sko, tryggingarnar ætla að borga út vélina en þeir geta bara borgað stráknum sem verslaði hana upphaflega sem er starfsmaður okkar á akureyri en þar sem hann er ennþá starfsmaður hjá okkur þá erum við búnir að semja við hann um að hann millifæri síðan inn á þig.
Þarna var ég orðinn verulega fúll yfir þessu og biðtímanum svo ég bað hann um að græja þessa hluti strax, hringja í mig seinna um daginn og láta mig vita, sagði honum að mér væri alveg gjörsamlega sama hvernig þeir leistu sín innanhúsmál en ég ætti þessa tölvu og ég ætti trygginguna og ég vildi fá peninginn borgaðann.
Hann hringdi svo í mig seinna um daginn og sagði mér að það væri búið að borga þessum strák á akureyri og hann mundi svo millifæra á mig seinna um kvöldið.
Það stóðst alveg eins og hann sagði en hvað mig varðar þá á það bara ekkert að koma mér við hvernig þeir leisa svona mál hjá sér. Þessi trygging er versluð af þeim en ekki tryggingarfélagi og þeir eiga síðan bara sjálfir að sjá um að fá bætt það sem þeir þurfa að fá bætt, það á ekki að draga kúnnann á asnaeyrum í lengri tíma út af svona smámálum.
núna er ég kominn með 83 þús kall sem dugar ekki til að kaupa nýja vél hérna heima svo núna þarf ég að brasa við að flytja sjálfur inn svona vél, lenda í öllu veseninu sem fylgir þvi, kaupa auka tjónstryggingu á vélina ef hún skemmist á leiðinni heim, rífast við tollinn þangað til þeir sjá eitthvað CE merki á henni og allt þar framm eftir götunum.
Allt þetta ferli hefur verið hundleiðinlegt, Viðskotaillt starfsfólk (Nema þessi drengur sem var að gera við tölvuna,) Alltaf verið að rekast á vegg og allir að reyna að fría sig ábyrgð frá þessu öllu og reyna að komast hjá því að þurfa að sinna þessu eða bæta það og lengsta leið farin í þessu máli í staðin fyrir að hreinlega redda hlutunum hratt og öruglega svo allir séu ánægðir.

Reynið þið nú að geta af hvoru fyrirtækinu ég muni versla í framtíðinni ?
Ég mun aldrei stíga inn í annað fyrirtækið aftur og er hættur að versla allt inn þar fyrir fyrirtækið sem ég vinn hjá og það er alltaf einn til tveir hundrað kallar á ári sem ég hef verslað þar.
Hitt mun ég alltaf fara í og segja öllum söguna mína og vísa fólki þangað, Ekki vegna þess að varan sé eitthvað betri heldur bara að ef maður þarf þjónustu eða að fá eitthvað bætt þá færðu það bara á öðrum staðnum.



Skjámynd

hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf hakkarin » Fim 30. Jan 2014 23:58

Sorry en finnst þetta vera soldið frekju rant hjá þér. Eins og til dæmis þetta með spjaldtölvuna, þeir virðast alveg hafa reynt það að bæta þér skaðan eins og hægt var þótt svo að það hafi ekki verið hægt að gera það 100%. Leiðinlegt kanski en gerir þá ekkert af worst company ever.

Þetta er til dæmis ekki NÁLÆGT því rugli sem að ég lenti í með tölvulistanum, þar sem að ég fór með tölvuna mína í rykhreinsun og þeir reyndu síðan að ljúga því að mér að tölvan væri í fokki og að ég þyrfti að kaupa nýja. Í staðinn fyrir að samþykkja það strax fór ég með tölvuna til TR og bað þá um að gá hvort að þetta sem að vitleysinganir í tölvulistanum sögðu væri rétt, og þá var mér sagt að það væri bara einn vifta sem að væri eitthvað leiðinleg og að það þyrfti bara að skipta um hana. Kostaði svona 2-3 þús krónur...



Skjámynd

FuriousJoe
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1623
Skráði sig: Mið 24. Mar 2010 20:34
Reputation: 20
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf FuriousJoe » Fös 31. Jan 2014 00:00

Auðvitað er tryggingin á hans nafni ef hann er skráður fyrir nótunni og tryggingunni, og tryggingarfélögin meiga aldrei borga út á aðra en kennitölu eiganda. (sem er skráður á nótunni)

Tölvutek á ekki þessar tryggingar heldur sér sjóva um það minnir mig, eða vís eða eitthvað. - Þeir eru í samstarfi við þessi tölvufyrirtæki og þegar tölva er tryggð er það gert í gegnum tryggingarfélagið.

Svo bara næst þegar þú verslar á aðra kennitölu til að spara pening skaltu muna þetta, og passa uppá vöruna frekar en að vera svona dómharður og reiður yfir því að fá ekki 120þús kall bættan fyrir vöru sem þú keyptir á 83 þúsund.

Voðalega er lagt mikið á þessa vöru annars.


Flott hrós á Elko annars, starfsfólk fær samt oftast voða sjaldan um svona mál að ráða og eru í flestum tilfellum bara að koma skilaboðum áleiðis frá tæknimönnum.


Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD


hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf hkr » Fös 31. Jan 2014 00:12

FuriousJoe skrifaði:Tölvutek á ekki þessar tryggingar heldur sér sjóva um það minnir mig, eða vís eða eitthvað. - Þeir eru í samstarfi við þessi tölvufyrirtæki og þegar tölva er tryggð er það gert í gegnum tryggingarfélagið.

Ef tölvutek selur þér trygginguna að þá eiga þeir að þjónusta hana en ekki Sjóva eða Vís, er það ekki?
Það er eins og að segja að ef þú kaupir MSI móðurborð og það bilar að þú þurfir að hafa samband við MSI í UK til að fá það skipt út. Þeir bera ábyrgð á því sem þeir selja, hvort sem það sé trygging eða vara.

FuriousJoe skrifaði:Svo bara næst þegar þú verslar á aðra kennitölu til að spara pening skaltu muna þetta, og passa uppá vöruna frekar en að vera svona dómharður og reiður yfir því að fá ekki 120þús kall bættan fyrir vöru sem þú keyptir á 83 þúsund.

Hann segir aldrei að hann hafi keypt hana á 83 þús., heldur að starfsmaðurinn hafi fengið hana á því verði.



Skjámynd

FuriousJoe
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1623
Skráði sig: Mið 24. Mar 2010 20:34
Reputation: 20
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf FuriousJoe » Fös 31. Jan 2014 00:19

hkr skrifaði:
FuriousJoe skrifaði:Tölvutek á ekki þessar tryggingar heldur sér sjóva um það minnir mig, eða vís eða eitthvað. - Þeir eru í samstarfi við þessi tölvufyrirtæki og þegar tölva er tryggð er það gert í gegnum tryggingarfélagið.

Ef tölvutek selur þér trygginguna að þá eiga þeir að þjónusta hana en ekki Sjóva eða Vís, er það ekki?
Það er eins og að segja að ef þú kaupir MSI móðurborð og það bilar að þú þurfir að hafa samband við MSI í UK til að fá það skipt út. Þeir bera ábyrgð á því sem þeir selja, hvort sem það sé trygging eða vara.

FuriousJoe skrifaði:Svo bara næst þegar þú verslar á aðra kennitölu til að spara pening skaltu muna þetta, og passa uppá vöruna frekar en að vera svona dómharður og reiður yfir því að fá ekki 120þús kall bættan fyrir vöru sem þú keyptir á 83 þúsund.

Hann segir aldrei að hann hafi keypt hana á 83 þús., heldur að starfsmaðurinn hafi fengið hana á því verði.


Tryggingafyrirtæki starfar ALLT öðruvísi en MSI, skalt fá það á hreint félagi. Og þarna ertu að bera saman ábyrgð fyrirtækis á móti tryggingu og tryggingafélagi, tveit GJÖRólíkir hlutir.
Tölvutek þjónustar auðvitað þær tryggingar sem fyrirtækið selur, enda kostar tjónamat um 9000kr ef mig minnir rétt, sem viðskiptavinur þarf ekki að greiða, ferlið fer af stað strax og viðskiptavinur mætir með vöru og þarf viðskiptavinur ekki að hugsa um neitt fyrr en greitt er út bætur fyrir vöruna. (eða vara lagfærð) Vandamálið hjá OP er hinsvegar það að hann vildi 40þús kr meira fyrir vöruna heldur en hann borgaði. (eða var upprunalega borgað, hvortsem hafi verið svindlað á OP eða ekki, ég veit ekkert um það)


Ok, hann kannski keypti hana dýrari af öðrum gaur, en það er ekki í verkahring Tölvutek né tryggingafyrirtækis að bæta upp þann kostnað sem myndast á sölu vöru frá einstaklingi til einstaklings.
Síðast breytt af FuriousJoe á Fös 31. Jan 2014 00:26, breytt samtals 3 sinnum.


Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD

Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf Baldurmar » Fös 31. Jan 2014 00:22

Þarna finnst mér nú sá sem seldi þér vélina vera að svindla aðeins á þér. Þ.e.a.s ef að hann sagði ekki að vélin væri tryggð fyrir nema 70% af andvirði hennar.


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX


Haflidi85
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 389
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf Haflidi85 » Fös 31. Jan 2014 00:33

Tölvutek var fín búð, en er orðin skítaverslun með hörmulega þjónustu og reyna bara að selja og selja og nenna ekki að standa í neinum ábyrgðarmálum.

Fór með tölvu sem var um það bil eins árs og í ábyrgð í viðgerð útaf aflgjafa, borgaði fyrir flýtiþjónustu á viðgerð og (btw viðgerðin tók samt viku) svo ég neitaði að borga fyrir flýtiþjónustuna, þar til afgreiðslustrákurinn var næstum farinn að gráta þá sættist ég við að borga helminginn af flýtiþjónustunni.

Fyrst fór ég með hana útaf hávaða í aflgjafa og hávaða í skjákorti, eins og ég segi þá tók það viku sem átti að taka 2 daga, það var logið að mér svona 3x í síman "hann var að byrja að vinna í henni" daginn eftir: "hún er næst á borðið hjá honum" blablabla. - Fæ hana til baka og hann skiptir um viftu á skjákorti en fær ekki fram þennan hávaða í aflgjafa - sem var kannski alveg skiljanlegt því lætin komu frekar randomly. - var svona lala sáttur, allavega sáttur við að þeir kíktu á hana og var náttúrulega bara að vonast til að lætin kæmu aldrei aftur og mér var þá btw lofað að ef þetta kæmi aftur þá myndi strax vera kíkt á vélina og hún færi í einhvern forgang hjá þeim.

Svona viku síðar koma lætin aftur, ég hringi um morgunin kl svona 9 og segi þeim sem svarar hvernig mál standa og lætin séu komin aftur, ég spyr hann hvort ég græði eitthvað á að koma með tölvuna á þessum tímapunkti eða hvort ég eigi að koma með hana seinna því það var einhver skíta "áramótabombu útsala", segi honum að ég nenni ekki að skilja bara vélina eftir í viku ef þeir kíki ekki strax á hana. Hann segir mér að koma bara "núna", ég kem 10 mín seinna, en viti menn búðin er fucking lokuð útaf þessari skíta útsölu og opnar ekki fyrr en kl 12:00, ég stend úti í svona 10 mín og banka á gluggana og það eru svona 20 starfsmenn en engum dettur í hug að opna fyrr en einhver vorkennir mér og spyr hvað sé málið, ég segi honum hvað málið sé, hann fer fram og kemur aftur og segir "yfirmaðurinn minn segir að þú verðir bara að koma kl 12", ég orðinn frekar pirraður bið um að tala við þennan yfirmann, þá fer stráksi aftur og kemur til baka og hleypir mér inn og ég spyr hann hvort þessi yfirmaður sé í alvöru hræddur við að tala við mig eða hvað sé málið, strákurinn segir nottlega eitthvað "nei nei höfum bara ekki tíma í þetta" eða álíka. Þá lofa þeir mér að kíkja á hana samdægurs, ég hringi seinna um daginn um svona 6 leytið, en ekkert hafði verið gert. Fer þarna og hugsa bara að helvítis aflgjafinn sé farinn og ætla bara að taka tölvuna, læt þá vita að ég nenni ekki að standa í þessu og ætli bara að versla nýjan aflgjafa því ég sé viss um að hann sé ónýtur þó þeir fái þetta ekki fram. Þá bjóða þeir mér að kaupa nýjan aflgjafa ef ég er svona viss um að gamli sé ónýtur og þeir muni svo endurgreiða gamla ef þeir finna út að hann sé ónýtur, ég hugsa mig um og ákveð svo að taka þessu boði bara, lét þá henda þessu í á staðnum sem auðvitað tók svona 20 eða 30 mín og þeir gleymdu meirisegja að tengja portin framan á kassanum við móðurborðið og gleymdu að láta mig hafa kassan sem fylgdi með aflgjafan (já svo góð er þjónustan).

Svo var hringt í mig 3 vikum síðar og þeir láta mig vita að aflgjafinn sé bilaður og þeir muni endurgreiða mér hann. En vegna þess að þetta eru tölvuhlutir sem ég keypti notað og því skráðir á aðra kennitölu þá var mega vesen að fá þá til að leggja beint inná mig og tók það nokkra daga. BTW þeir vissu allan tíman að þetta var skráð á aðra kennitölu.


Allt þetta vesen fyrir ENERGON aflgjafa sem kostar 12.900, í alvöru vinnan á bak við þetta hefur alls ekki verið þess virði og já ég mun ekki versla þarna aftur næstu árin og mæli ekki með að neinn geri það.

Ég held að það sé samt ekki hægt að kenna starfsfólkinu sjálfu um, ég held bara að reglurnar í þessu fyrirtæki varðandi ábyrgð séu bullshit.


Videoin sem ég tók af aflgjafanum með hljóðinu sem var ekki nóg sönnun til að greiða hann bara út strax : http://www.youtube.com/watch?v=xHbfIKHDw70 og http://www.youtube.com/watch?v=A5afrQqxcgc




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf Tbot » Fös 31. Jan 2014 00:35

" Allt fékk ég þetta nokkra mánaða gamalt og með kössum og sölunótum og inn í því var kaskótrygging fyrir vélina."

Hvaða upphæð var/er á sölunótunni og gerð af vél. Það er aðalmálið.

Þar sem ég veit ekki um textann á tryggingunni, get ég ekki fullyrt en það væri rétt að athuga hvort ekki stendur ef að það þurfi að skipta út vélinni á það að vera eins vél eða sambærileg.

Ef það er ekki gildir verðið á sölunótunni.



Skjámynd

MrSparklez
Tölvutryllir
Póstar: 635
Skráði sig: Lau 04. Maí 2013 16:01
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf MrSparklez » Fös 31. Jan 2014 00:56

Mér finnst alveg ágæt þjónusta þarna, þoli bara ekki hvernig þeir auglýsa sig og svona, "rosa" tilboð annan hvern dag, og margir íhlutir sem þeir selja sama hvort þeir séu high-end eða low-end eru auglýstir sem einn af þeim bestu hlutum í heimi. Annars geta þeir reyndar verið ekkert smá lengi að koma sér að verki þegar maður kemur með bilaðann hlut til þeirra, fór með tölvuna mína til þeirra á mánudegi og þeir byrja ekki að gera neitt í henni fyrr en viku seinna s.s. 7 dagar sem hún situr bara í búðinni.




Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf Gislinn » Fös 31. Jan 2014 01:12

Tölvutek er skítaverslun, ég fór með konu frænda míns í tölvutek nýlega þar sem hún ætlaði að kaupa spjaldtölvu fyrir son sinn. Þegar við komum þá er einhver útsala á B-vörum, fínustu verð og 3 mánaða ábyrgð á vörunni, henni leyst vel á þetta og slær til. Innan við viku eftir kaup þá hættir hleðslutækið á tölvunni að virka og hún fer með hana í tölvutek, þeir segja að það sé ekki hægt að gera við hleðslutækið og neita að bæta henni hleðslutækið þar sem ábyrgðin var bara á spjaldtölvunni (eða eitthvað álíka rugl, þau sögðu mér frá þessu stuttu eftir þetta).

Skítakompaní. :-"

EDIT: Einnig efast ég um að Jörmundur sé sáttur með þetta kompaní (linkur) \:D/


common sense is not so common.

Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 798
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf Baldurmar » Fös 31. Jan 2014 01:28

Gislinn skrifaði:Tölvutek er skítaverslun, ég fór með konu frænda míns í tölvutek nýlega þar sem hún ætlaði að kaupa spjaldtölvu fyrir son sinn. Þegar við komum þá er einhver útsala á B-vörum, fínustu verð og 3 mánaða ábyrgð á vörunni, henni leyst vel á þetta og slær til. Innan við viku eftir kaup þá hættir hleðslutækið á tölvunni að virka og hún fer með hana í tölvutek, þeir segja að það sé ekki hægt að gera við hleðslutækið og neita að bæta henni hleðslutækið þar sem ábyrgðin var bara á spjaldtölvunni (eða eitthvað álíka rugl, þau sögðu mér frá þessu stuttu eftir þetta).

Skítakompaní. :-"

EDIT: Einnig efast ég um að Jörmundur sé sáttur með þetta kompaní (linkur) \:D/


Beint með þessa tölvu til baka. Það má að sjálfsögðu ekki takmarka ábyrgðina svona


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - AMD 7900XTX


Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf Gislinn » Fös 31. Jan 2014 01:32

Baldurmar skrifaði:Beint með þessa tölvu til baka. Það má að sjálfsögðu ekki takmarka ábyrgðina svona


Það er kannski betra að láta það fylgja að þau fóru aftur með tölvuna, veit ekki nákvæmlega hvernig þetta endaði en þau eru allavega með hleðslutæki sem virkar en þau eru hundfúl útí tölvutek.


common sense is not so common.

Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 837
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 146
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf Hrotti » Fös 31. Jan 2014 02:12

Ég hef ekki lent í neinu veseni með tölvutek en verð að segja að ég versla helst ekki þarna lengur. Ég er nokkrum sinnum búinn að heyra einhverja stráka sem að vinna þarna hreinlega ljúga að kúnnum sem að hafa lítið vit á tölvum til þess að selja þeim eitthvað. Það má vel vera að það þyki eðlileg sölumennska einhversstaðar en ég fæ óbragð í munninn við svoleiðis vinnubrögð. Ég þurfti líka að skipta ónýtum hlut þarna um daginn sem að ég hafði keypt sjálfur, var með nótu fyrir og var bersýnilega gallaður. Ég fékk nýjann hlut þannig að ég get í rauninni ekki kvartað en þeir reyndu samt að hanka mig á öllu sem að þeir gátu til að þurfa ekki að bæta þetta.

Mér finnst líka súrt að þetta var uppáhalds tölvubúðin mín í nokkur ár og því leiðinlega að upplifa þetta.


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf Viktor » Fös 31. Jan 2014 03:36

tl;dr

Mér hefur alltaf fundist Elko og Tölvutek bjóða mjög góða þjónustu, og ég hef verslað margsinnis við báða aðila, fengið skipt út gölluðum og biluðum vörum og sé farir mínar sléttar. Við skulum þó ekki gleyma því að fólk í þjónustustarfi er í 90% tilvika að reyna að gera sitt besta, þó að sérþekking þeirra sé ekki eins og margir vildu kjósa, enda launin lág og starfið á sumum tímum mjög erfitt og taugatrekkjandi. Sérstaklega þegar viðskiptavinir ætlast til þess að þjónustufólk svari flóknum tæknilegum spurningum og verður svo bálreitt þegar þau átta sig á því að þeirra kröfur eru til of mikils að ætla.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Skaz
Nörd
Póstar: 111
Skráði sig: Lau 14. Sep 2013 01:48
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf Skaz » Fös 31. Jan 2014 07:20

Verð að segja að reynsla mín af Tölvutek er allt í lagi svona framan af en finnst hún hafa farið downhill undanfarin ár.

Þurfti að fara með tölvu þangað í 4 skipti þangað til að þeir föttuðu hvað var að henni og það var svo langt í frá það sem að þeir duttu niður á í upphafi. Maður fékk það svolítið á tilfinninguna að það hefði ekki verið fagmaður sem var í bilanatékkinu og að hún hefði ekki verið testuð eftir "lagfæringar" vegna þess að alltaf þegar að ég kom með hana heim tók það vandamálið innan við 15 mín að birtast. Sölumenn eiga kannski ekki að vera tæknilegir sérfræðingar en common, verkstæðið á að vera aðeins betra en þetta.

Reyndar fíla alveg búðina á Akureyri, fínt að versla þar. Finnst búðin hér fyrir sunnan hafa breytt svolítið mikið um áherslu og þá til verri vegar. Meiri áhersla á sölu en þjónustu, og "tilboðin" sem að þeir auglýsa eru brandarar og oft ekki eiginlegar verðlækkanir þegar út í það er farið. Sem og að eins og var minnst á hér fyrir ofan að þeir auglýsa frekar oft low til mid range dæmi sem "það besta í dag" sem að er vafasamt.

Hef samt alltaf fengið það bætt sem að er í ábyrgð hjá þeim, þurfti að vísu aðeins að humma og heyja þegar að ég fór með heyrnartól (ekki kaupa Tt esport) sem að ég var nokkuð viss um að það hefði farið lóðning í settinu sjálfu á meðan sölumaðurinn vildi meina að þetta væri snúran. Þeir tóku þetta á endanum í sundur og sáu að ég hafði rétt fyrir mér (ef ekki hefði ég þurft að borga eitthvað skoðunargjald btw) og þá fékk ég þetta bætt.

En já vonandi les einhver frá þeim þennan þráð og tekur þetta til sín að þjónustan er aðeins farin að slugsast, oftast fínir strákar að vinna þarna en þeim virðast frekar þröngar skorður settar af yfirmönnum sínum. Og auglýsingarnar/tilboð eru eitthvað sem að fyrirtæki eins og það sem að ég vinn hjá myndu lenda í vandræðum með opinbera aðila vegna orðlagsins og misvísanir.



Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1570
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 44
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf Benzmann » Fös 31. Jan 2014 08:14

þú hefðir aldrei átt að fá kaskótrygginguna með í kaupunum þegar þú keyptir hana notaða. veit ekki hvaða vitleysa það er.


Þú kaupir ekki notaðann bíl og færð fría kaskótryggingu með honum, bara því fyrri eigandinn var skráður með hann í kaskó.


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 2x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit


Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf Garri » Fös 31. Jan 2014 08:16

Benzmann skrifaði:þú hefðir aldrei átt að fá kaskótrygginguna með í kaupunum þegar þú keyptir hana notaða. veit ekki hvaða vitleysa það er.


Þú kaupir ekki notaðann bíl og færð fría kaskótryggingu með honum, bara því fyrri eigandinn var skráður með hann í kaskó.

Elko er að selja svona tryggingar. Þær eru á vöruna, ekki á eigandann.

Það er alveg hægt að selja tryggingu til eigenda sem og það er hægt að tryggja hlut.




Höfundur
mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 387
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 83
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf mainman » Fös 31. Jan 2014 08:21

Ég held að þið séuð eitthvað að misskilja mig.
Ég vildi ekki fá 119 þúsund í pening og mig langaði ekkert að græða neitt á þessu. Ég vildi bara fá bætta spjaldtölvuna mína.
Ég er að benda á hvað það er mikill munur þarna á þjónustu.
Annað fyrirtækið reddar hlutnum strax
Hitt dregur lappirnar og reynir að komast hjá því að bæta hlutinn í byrjun.
Þeir reyna síðan ekkert að panta hlutinn til að redda málunum.
Og eftir að tryggingarnar eru búnar að ákveða að bæta þessa upphæð þá tekur samt óratíma fyrir þá að græja þetta og kúnnin látinn bíða þangað til peningurinn kemur frá tryggingunum í staðin fyrir að redda þessu strax fyrir kúnnann svo hann þurfi ekki að bíða lengur og þeir græja svo sín mál við tryggingar.
það kallast þjónusta að reyna að láta kúnnann bíða sem styðst, eiginleiki sem mörg af þessum fyrirtækjum virðast hafa glatað fyrir mörgum árum síðan.
Auðvitað er kaskóið á tækinu sjálfu en ekki eigandanum.
Þetta er fartölvutrygging, ekki fartölvueigendatrygging, ég er búinn að vera í bréfaskriftum við neitendasamtökin þar sem ég fékk að vita að tryggingin væri á tækinu en ekki upprunalega kaupandanum.
Og þið sem talið um að það sé svo mikil frekja hjá manni að vera að heimta hitt og þetta, ég var ekkert að heimta hitt eða þetta, það er trygging á þessari vél og þá á að bæta mér vélina, það er engin frekja við það, þið munduð líka vilja fá tjónið bætt ef þið ættuð tryggingu á því. Enginn að tala um að græða neitt á þessu, bara fá tjónið bæt.
Einhver hérna talar um að ég eigi ekki heimtingu á að fá meira en 83 þús. vegna þess að fyrri eigandi hafi ekki borgað meira fyrir hana en það. Tryggingin er fyrir SVONA tölvu, ég er ekki starsmaður í tölvuverslun og get ekki verslað mér SVONA tölvu fyrir þennann pening, ég þarf að fara út í búð og versla mér tölvu fyrir 119 þús. þar með er ég ekki að fá tjónið mitt bætt að fullu og það má ekki gleima því að svona trygging kostaði 9990 krónur á vél upp að 200 þúsund þannig að tryggingin dekkar vél upp að þeirri upphæð.

Bottom lænið er það að annað fyrirtækið gerir allt sem það getur til að redda hlutunum strax og halda kúnnanum ánægðum.
Hitt fyrirtækið reynir undanskot, starfsmenn með stæla, tekur langann tíma og allir óánægðir.
Það er munurinn á þessum tvemur fyrirtækjum varðandi þjónustu.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf dori » Fös 31. Jan 2014 08:51

Samt bara til að benda á það þá hefur maður séð nákvæmlega eins sögur og þú ert að segja um Tölvutek sagðar um Elko. Það ætti ekki að taka mikla leit á þessari síðu til að finna nokkrar þannig.

Öll fyrirtæki hafa óánægða kúnna. Þetta dæmi dregur mjög greinilega upp vandamál sem koma upp þegar eitthvað er endurselt og bilar, það þarf virkilega að skerpa á reglum og almenni þekkingu á þeim hvað þetta varðar (svo að það sé ekki svona verið að reyna að weasla sig útúr einhverju). Svo er það náttúrulega að þú vildir fá nákvæmlega þessa tölvu og sættir þig ekki við neitt annað og það hefur væntanlega verið ljóst frá upphafi. Ætli þeir hefðu ekki getað selt þér "sambærilega eða betri vél" á 83 þúsund kall en þú hefðir aldrei orðið sáttur af því að þú áttir aukahluti með þessari sem virka ekki áfram með nýrri hlutum. Það er síðan annað mál sem er rosalega erfitt að redda (þú hefðir kannski átt að keyra yfir allt draslið á bílnum þínum til að fá allavega tryggingar fyrir öllu dótinu en ekki bara spjaldtölvupartinum).

Er þetta ekki líka með sjálfsábyrgð? Það er alltaf einhver sjálfsábyrgð á kaskótryggingum. Mín reynsla er að það sé yfirleitt um 20 þúsund kall fyrir hluti af þessari stærðargráðu. Var upphæðin á nótunni þá 103 þúsund?



Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1570
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 44
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf Benzmann » Fös 31. Jan 2014 09:01

Garri skrifaði:
Benzmann skrifaði:þú hefðir aldrei átt að fá kaskótrygginguna með í kaupunum þegar þú keyptir hana notaða. veit ekki hvaða vitleysa það er.


Þú kaupir ekki notaðann bíl og færð fría kaskótryggingu með honum, bara því fyrri eigandinn var skráður með hann í kaskó.

Elko er að selja svona tryggingar. Þær eru á vöruna, ekki á eigandann.

Það er alveg hægt að selja tryggingu til eigenda sem og það er hægt að tryggja hlut.


Já er ekki að segja að það sé ekki hægt.

En vélin þarf að vera skráð á "ÞIG" sem eign, myndi ég halda, alveg eins og allar aðrar tryggingar

Tryggingin sem upprunalega eigandi keypti á tölvuna selst ekki sjálfkrafa með vörunni til nýja eigandans, nýji eigandinn þar að fara sjálfur í tryggingafélagið og kaupa sjálfur tryggingu á vélina, og þarf væntanlega þar að láta fylgja kaupnótu á sínu nafni með. (virkar ekki ef þú kaupir hana svart)

Annars er 2ára ábyrgð á raftækjum, sem fylgir tækinu sjálfu óháð rétthafa. En ef annar aðili, sem er ekki upprunalega skráður fyrir vörunni kemur með vélina í viðgerð. Þá geta fyrirtæki neitað að taka hana inn, nema beiðni frá upprunalega eiganda fylgir. því varan gæti alveg eins hafa verið stolin.


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 2x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit


magubu
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Fös 31. Jan 2014 09:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf magubu » Fös 31. Jan 2014 09:21

Tölvan og lyklaborðið er hvort selt sér, hef alldrei séð TF700 tölvuna á íslandi á 119.900, man að hún var á um 90-100 þús i tölvutek og lyklaborðið á 20-30 þúsund.




Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf Tbot » Fös 31. Jan 2014 09:23

Benzmann skrifaði:
Garri skrifaði:
Benzmann skrifaði:þú hefðir aldrei átt að fá kaskótrygginguna með í kaupunum þegar þú keyptir hana notaða. veit ekki hvaða vitleysa það er.


Annars er 2ára ábyrgð á raftækjum, sem fylgir tækinu sjálfu óháð rétthafa. En ef annar aðili, sem er ekki upprunalega skráður fyrir vörunni kemur með vélina í viðgerð. Þá geta fyrirtæki neitað að taka hana inn, nema beiðni frá upprunalega eiganda fylgir. því varan gæti alveg eins hafa verið stolin.


Fyrirtæki geta neitað en það stenst ekki fyrir lögum. 2. ára ábyrgð tilheyrir hlutnum og það er ekki fyrirtækja að vera í lögguleik.

Þetta er nákvæmlega ástæða þess að ég fæ í hausinn á nótum staðgreitt. Og til að benda á er það fullkomlega löglegt.
Eina þörfin til að vera með nafn í hausnum á nótu er vegna virðisaukaskatts. Til að geta notað þær í innskatt þurfa allar nótur sem eru hærri en 2.000 að hafa það.



Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1570
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 44
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf Benzmann » Fös 31. Jan 2014 09:26

Finnst frekar asnalegt þegar fólk, gefur sér ekki tíma til að kynna sér sinn rétt í svona málum og fer með að bölva yfir lélegri þjónustu hjá fyrirtækjum, þegar þú átt ekki rétt á henni. Áhættan liggur hjá þér þegar þú verslar notaða vöru.

Ábyrgð og trygging er ALLS ekki sami hluturinn.

Ábyrgð coverar framleiðslugalla og þess háttar, og dettur út ef það er sjáanlegar rispur/slæm meðferð á hlutnum.

Trygging Coverar tjón sem þú veldur á hlutnum og kostar X mikið til að fá.

Þú átt náttla engann veginn að fá nýja vél eða 119þús kr til baka, þar sem þú tjónaðir vélina.

Því þú tjónaðir vélina, Tæknilega séð átt þú ekki rétt á bótum frá tryggingafélagi því kaupnótan er ekki skráð á þína kennitölu, best hefði verið að þú hefðir átt að hafa samband við fyrri eiganda vélarinnar og látið hann græja þetta fyrir þig, þar sem vélin er tæknilega skráð á hann og tryggingin. þá hefði allt gengið solid í gegn. Eða að þú hefðir átt að fara og kaupa nýja tryggingu hjá Tölvutek á vélina á þínu nafni, en ég stórefast um að þeir séu að selja tryggingar á notaðar vörur.


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 2x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf Tbot » Fös 31. Jan 2014 09:33

Getur einhver birt skilmálana á þessari tryggingu sem tölvutek býður/bauð.



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 837
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 146
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Elko vs Tölvutek

Pósturaf Hrotti » Fös 31. Jan 2014 09:35

Benzmann skrifaði:Finnst frekar asnalegt þegar fólk, gefur sér ekki tíma til að kynna sér sinn rétt í svona málum og fer með að bölva yfir lélegri þjónustu hjá fyrirtækjum, þegar þú átt ekki rétt á henni. Áhættan liggur hjá þér þegar þú verslar notaða vöru.

Ábyrgð og trygging er ALLS ekki sami hluturinn.

Ábyrgð coverar framleiðslugalla og þess háttar, og dettur út ef það er sjáanlegar rispur/slæm meðferð á hlutnum.

Trygging Coverar tjón sem þú veldur á hlutnum og kostar X mikið til að fá.

Þú átt náttla engann veginn að fá nýja vél eða 119þús kr til baka, þar sem þú tjónaðir vélina.

Því þú tjónaðir vélina, Tæknilega séð átt þú ekki rétt á bótum frá tryggingafélagi því kaupnótan er ekki skráð á þína kennitölu, best hefði verið að þú hefðir átt að hafa samband við fyrri eiganda vélarinnar og látið hann græja þetta fyrir þig, þar sem vélin er tæknilega skráð á hann og tryggingin. þá hefði allt gengið solid í gegn. Eða að þú hefðir átt að fara og kaupa nýja tryggingu hjá Tölvutek á vélina á þínu nafni, en ég stórefast um að þeir séu að selja tryggingar á notaðar vörur.





mainman skrifaði:Þetta er fartölvutrygging, ekki fartölvueigendatrygging, ég er búinn að vera í bréfaskriftum við neitendasamtökin þar sem ég fékk að vita að tryggingin væri á tækinu en ekki upprunalega kaupandanum.


hvort eru benzman eða neytandasamtökin að rugla?


Verðlöggur alltaf velkomnar.