Finnst líka alveg frábært hjá Vodafone núna eftir að þeir settu Mínar síður aftur í gang eftir "innbrotið" og ólöglegu upplýsingasöfnunina þeirra.
Þá setja þeir Mínar síður í loftið og nota "Öryggið" sem afsökun fyrir því að einungis notendur með gsm númer hjá þeim komist inn á mínar síður. Það þarf heimabanka staðfestingu til að stofna reikning en svo þarf líka símanúmer hjá þeim til að komast þar inn. Mér finnst fnykur af þessu, ég sjálfur var nálægt því að skipta bara yfir í gsm hjá vodafone til að geta nýtt internet þjónustuna hjá þeim til fulls, og ég er viss um að margir aðrir óþolinmóðir skipti hreinlega yfir á meðan þeir eru að reyna að koma Mínum síðum í loftið.
Svona sé ég markaðsfundinn fyrir mér sem tók þessa ákvörðun:
"Hmm, hvað ef við segjum að við getum ekki tryggt öryggi á "mínar síður" nema þú sért með gsm síma hjá okkur, þannig getum við notað markaðráðandi stöðu í ljósleiðaratengingum og innbrotið hjá okkur almennilega, og að sjálfsögðu verðum við að segja að það sé tímabundið, gætum pikkað upp 5-600 áskrifendur á farsímum hjá óþolinmóðum einstaklingum..."
svar vodafone:
Trúðu mér, Arnór, markaðsdeildin hefur ekkert með öryggismál eða innskráningu á Mínar síður að gera.
Það er enginn að neyða neinn til neins - eins og segir í blogginu og eins og segir í svarinu frá mér hér neðar er það tímaspursmál hvenær þeir sem eru ekki með farsímaþjónustu geta líka skráð sig inn á Mínar síður.
Það er einfaldlega verið að fara af stað með þetta á eins öruggan máta og hægt er og því miður þýðir það að við náum ekki að opna á þjónustuna strax fyrir alla viðskiptavini.
Bestu kveðjur, Kristinn, starfsmaður Vodafone