Nvidia Geforce 8600m GS - ofnbakað


Höfundur
klikan
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Fös 08. Okt 2010 21:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Nvidia Geforce 8600m GS - ofnbakað

Pósturaf klikan » Þri 14. Jan 2014 00:53

Sælir.

Ég er með Pakcard Bell Easynote fartölvu með Nvidia GeForce 8600m GS skjákort sem virkar ekki sem skyldi.
Ég fæ mynd á skjáinn en DVI og HDMI útgangar eru ekki að gera sig. Þetta er víst algent vandamál og er í raun
þess eðlist að skjákortið er hreinlega ekki að virka. Ég fór á youtube og fann þá þetta myndband:

http://www.youtube.com/watch?v=HYQgHSyKvwk

Menn eru hreinlega að ofnbaka skjákortið og fá það aftur í gangið. Þetta er kannski í anda þess sem menn
eru að gera með PS3 vélar sem eru með Yeallow light of death. Þá fixa þeir þetta með hitabyssu.

Hafa menn einhverja skoðun á þessu? Á á þess kost að reyna eitthvað annað til að fá skjákortið í gagnið á ný?

Með von um góð viðbrögð.

Kveðja,
Maggi




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Ótengdur

Re: Nvidia Geforce 8600m GS - ofnbakað

Pósturaf Klemmi » Þri 14. Jan 2014 10:27

Hef gert þetta við nokkur skjákort, 2 fartölvur og 1 síma, tækin hrukku í gang í öllum tilfellum.

Hins vegar gáfust þau öll upp aftur eftir nokkrar vikur svo ég er hættur að standa í þessu :)




Höfundur
klikan
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Fös 08. Okt 2010 21:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Nvidia Geforce 8600m GS - ofnbakað

Pósturaf klikan » Þri 14. Jan 2014 12:33

Ok. Þetta er kannski happa glappa Klemmi. Mig langar að "give it a go".
Þá er spurningin, í videoinu talar kauði um "Cover the GPU with thermal paste, and then re-install the GPU into the computer".

Veit einhver hvar ég festi kaup á thermal paste og hvert er íslenska heitið yfir þetta glundur :)

Kveðja,
Maggi



Skjámynd

BjarkiB
Of mikill frítími
Póstar: 1947
Skráði sig: Fim 26. Nóv 2009 19:02
Reputation: 15
Staðsetning: C:\Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Nvidia Geforce 8600m GS - ofnbakað

Pósturaf BjarkiB » Þri 14. Jan 2014 12:43

klikan skrifaði:Ok. Þetta er kannski happa glappa Klemmi. Mig langar að "give it a go".
Þá er spurningin, í videoinu talar kauði um "Cover the GPU with thermal paste, and then re-install the GPU into the computer".

Veit einhver hvar ég festi kaup á thermal paste og hvert er íslenska heitið yfir þetta glundur :)

Kveðja,
Maggi


Hitaleiðandi krem, fæst í öllum tölvuverslunum.



Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 725
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 42
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Nvidia Geforce 8600m GS - ofnbakað

Pósturaf gRIMwORLD » Þri 14. Jan 2014 14:26

Ég tók vélina hjá tengdó í gegn fyrir nokkrum vikum síðan. Dell XPS 1530 vél einmitt með biluðu Nvidia skjákorti.

Tók móðurborðið úr, fjarlægði plastfilmur sem límdar voru á móðurborðið og mundaði svo hitabyssu í rúmar 10 mín á kubbinn. Passaði að hita jafnt yfir.
Þurfti reyndar að lagfæra skrúfufestingarnar fyrir kæliplötuna í leiðnni því önnur var alveg laus af og hin var að losna.

Vélin hefur ekki klikkað hingað til en var að bluescreena einu sinni til tvisvar á dag fyrir viðgerð.

20131119_223812.jpg
20131119_223812.jpg (121.5 KiB) Skoðað 1010 sinnum


IBM PS/2 8086

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Nvidia Geforce 8600m GS - ofnbakað

Pósturaf dori » Þri 14. Jan 2014 14:32

Svona viðgerðir geta enst frá nokkrum dögum upp í mánuði eða jafnvel ár (rosalega erfitt að segja til um hvert tilfellið er) þannig að ef þú ert að fara að dunda þér við þetta sjálfur þá er um að gera að prófa þetta (sértu nógu vandvirkur til að geta tekið fartölvu í sundur augljóslega).

En ef tölvan virkar fyrir en bara ekki einhver takmarkaður hlutur þá er gott að hafa í huga að ef allt fer á versta veg geturðu grillað dótið (það er fín lína á milli "nóg" og "grilluð chip" þegar þú gerir þetta með hitabyssu eða slíku).



Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 725
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 42
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Nvidia Geforce 8600m GS - ofnbakað

Pósturaf gRIMwORLD » Þri 14. Jan 2014 14:45

dori skrifaði:Svona viðgerðir geta enst frá nokkrum dögum upp í mánuði eða jafnvel ár (rosalega erfitt að segja til um hvert tilfellið er) þannig að ef þú ert að fara að dunda þér við þetta sjálfur þá er um að gera að prófa þetta (sértu nógu vandvirkur til að geta tekið fartölvu í sundur augljóslega).

En ef tölvan virkar fyrir en bara ekki einhver takmarkaður hlutur þá er gott að hafa í huga að ef allt fer á versta veg geturðu grillað dótið (það er fín lína á milli "nóg" og "grilluð chip" þegar þú gerir þetta með hitabyssu eða slíku).


Þessi aðgerð sem ég fór í var einmitt "calculated risk" þar sem tölvan var hér um bil ónothæf í þáverandi ástandi. Þau voru jafnvel farinn að skoða nýjar vélar. Verulega ánægður að hún skuli enn hanga saman :)


IBM PS/2 8086


Höfundur
klikan
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Fös 08. Okt 2010 21:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Nvidia Geforce 8600m GS - ofnbakað

Pósturaf klikan » Þri 14. Jan 2014 20:02

Þakka ykkur fyrir upplýsingarnar. Ætli ég leggist ekki undir feld og hugsi málið. Kannski málið að fá einhvern með mér í þetta sem hefur gert þetta áður :)

Kveðja,
Maggi