Góðan daginn,
þar sem ég þarf að kaupa mér fartölvu í fyrsta skipti í mörg ár þarf ég smá aðstoð.
Þannig er mál með vexti að ég vil öfluga tölvu sem ræður við "þunga" myndvinnslu (Photoshop, Illustrator, AutoCad) en er jafnframt góð fyrir leikina.
Ég er búinn að skoða aðeins og hef þrengt leitina og þetta eru þær tölvur sem mig grunar að séu það besta á íslenskum markaði fyrir þennan pening.
Ef þið vitið um aðra þá má endilega skjóta þeim á mig en ég vil helst ekki fara mikið yfir 250þúsund.
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2507 <- Þetta er sú tölva sem mér persónulega lýst best á.
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=2355 <- Finnst einsog ég færi að borga meira fyrir verri tölvu heldur en tölvuna frá Tölvutækni með þessari (leiðréttið ef rangt er)
http://www.tolvutek.is/vara/acer-aspire ... -silfurlit <- Örgjörvinn í þessari ýtir mér örlítið frá henni, en snertiskjárinn gæti verið snilld í myndvinnslunni.
Með þökkum,
Davíð Hannes
Hver af þessum fartölvum fær vinninginn?
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 3
- Skráði sig: Sun 22. Des 2013 13:50
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur