Jæja, þá er ég búin að fá mér skjákort...er aðallega að spila Ghost Recon og GTA 3 og var með Geforce MX 32 mb sem var nú alveg merkilega gott en ekki nóg samt.
Nú er ég komin með frá Abit, Siluro GeForce 5600TD 256mb og virkar það þrælvel. Nema eftir ca. 5-10 mín. í leikjunum þá frýs allt í ca. 30 sek. og eftir það eru skemmdir í skjánum...svona línur og truflanir. Get samt spilað leikinn, bara erfiðara.
Er búin að prófa sjálfan Nvidia driverinn, driverinn frá Abit og svo Forceware nýjasta fyrir þetta kort í þessarri röð. Það breytir engu, þarf ég kannski að uninstalla driver til að setja nýjan inn?
Kannast einhver við þetta vandamál
Ofurlæðan
Í vandræðum með FX5600TD Drivers
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1702
- Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Farðu í "Display Properties"->"Advanced" og "Troubleshoot"-flipan og prófaðu að slökkva á "Hardware Acceleration" (dregur það alveg til vinstri) og 'af-haka' "Enable write combining". Ef það virkar geturðu prófað að hækka "Hardware Acceleration" um eitt skref í einu og prófa hvort það virkar.
Svo má prófa að lækka DirectX og OpenGL performance eða breyta um refresh rate.
Hugsanlega er þetta kælingin, hugsanlega er þetta einhver orkuskortur, eða kannski bara gallað kort og þá er málið að skila því fyrst það er nýtt.
Svo má prófa að lækka DirectX og OpenGL performance eða breyta um refresh rate.
Hugsanlega er þetta kælingin, hugsanlega er þetta einhver orkuskortur, eða kannski bara gallað kort og þá er málið að skila því fyrst það er nýtt.