Elisviktor skrifaði:Jæja þá er ég búinn að vera með net hjá 365 í nokkra daga og það er alveg svakalegur munur á því og þessu rusl neti hjá hringdu. Hef ekki enn lent í neinu laggi í tölvuleikjum og netið hefur aldrei dottið út so far (gerðist oft hjá hringdu).
Mæli mjög mikið með 365. Eina sem ég gæti mögulega sett útá hjá þeim er að þegar ég var að skrá mig hjá þeim þá gaf ég upp allar upplýsingar osfv í síma og mér var sagt að þetta væri komið eftir sirka 7 virka daga. Svo var hringt í mig um 5 dögum síðar og var mér þá sagt að það vantaði upplýsingar til að koma ferlinu af stað en það voru upplýsingar sem ég hafði gefið 5 dögum áður, þegar ég var búinn að gefa þær upp var sagt að þetta væri komið eftir sirka 7 virka daga. Svo var hringt í mig daginn eftir það og sagt að það vantaði þessar nákvæmlega sömu upplýsingar. Ég sagði þjónustufulltrúanum frá þessu og hann sagði bara já heyrðu ég skal fara á fullt í málið og þú sækir bara routerinn þinn eftir klukkutíma, ég set þig fyrst í röðina.
Þetta kalla ég rosalega góða þjónustu þegar misskilningur eða léleg þjónusta kemur upp! þeir fá stórann plús hjá mér fyrir þetta.
Hvert einasta skipti sem ég hringdi í Hringdu og spurði hvenær ég ætti von á að fá netið mitt í lag var logið að mér endalaust, ég beið í rúmar 8-10 vikur og alltaf var mér sagt "já miðvikudaginn í næstu viku erum við að fá þetta og blablabla og þá verða engin vandamál þar eftir". Ég heyrði þetta svona 10 sinnum.
Ég er að borga 3500kr fyrir 100mbit ljósleiðara með 10gb gagnamagni og borga svo 1000kr fyrir hver 40gb. 250gb kosta þá 9500kr en reikna með að ég verði í kringum 100-180gb þannig ég mun borga eitthvað um 6-7þkr á mán sem er sama og hjá hringdu. Þetta er mjög þæginlegt því þegar þú ert lítið heima eða ferð erlendis þá borgaru minna. Og 40gb bætast við sjálfkrafa, þarft ekkert að spá í því.
Þú áttir að prófa VPN kostar 500-2000 kr fyrir ótakmarkað gagnamagn.
Nokrir ég hef séð tal um:
TorGuard (Ekki viss hvort þeir eru með server á íslandi, en synist það.)
HideMyAss
IPVanish
BoxPN
Annars geturu googlað VPN+Iceland og fundið einhver með servera á íslandi.