Að laga bremsur, tómt vesen!
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Að laga bremsur, tómt vesen!
Fékk endurskoðun um daginn þar sem bíllinn bremsaði ójafnt að framan.
Keypti klossa í AB varahlutum og ákvað að skipta um í dag, en þegar ég tók dekkið af þar sem "betri" bremsan var þá blasti við mér heldur ljótur
bremsudiskur. Ég lokaði þeim megin án þess að skipta um klossa, ætla að kaupa nýjan disk fyrst.
Þá kom að því að taka dekkið af bílstjóra megin, þeim megin sem bíllinn bremsaði "minna", þá kemur í ljós að klossinn sem er fyrir innan var pikkfastur!
Ytri klossinn var hins vegar meira slitinn. Ég endaði með að rífa allt unitið af til að ná innri klossanum úr.
Ég setti svo riðolíu (sambærilegt við wd40) á dæluna til að liðka hana, sprautaði m.a. undir gúmíið, annað gúmíið var örlítið rifið.
En þegar ég ætlaði að setja klossana í þá pössuðu þeir ekki! Á kassanum stendur Subaru Legacy og Outback, minn er Impreza.
Þannig að ég varð að skrúfa allt saman með gömlu klossunum! PIRRRR. Það er kannski í lagi þar sem 5-6mm eru eftir af þeim 10mm sem nýju eru.
En til þess að klossarnir væru liðugri þá losaði ég spennur sem voru uppi og niðri, ætli það sé ekki í lagi? Klossarnir eru doldið "lausir" í ... en það
hlýtur að vera skárra en að lemja þá í með hamri og hafa þá svo pikkfasta að dælan ráði ekki við að þrýsta þeim að diskunum.
Keypti klossa í AB varahlutum og ákvað að skipta um í dag, en þegar ég tók dekkið af þar sem "betri" bremsan var þá blasti við mér heldur ljótur
bremsudiskur. Ég lokaði þeim megin án þess að skipta um klossa, ætla að kaupa nýjan disk fyrst.
Þá kom að því að taka dekkið af bílstjóra megin, þeim megin sem bíllinn bremsaði "minna", þá kemur í ljós að klossinn sem er fyrir innan var pikkfastur!
Ytri klossinn var hins vegar meira slitinn. Ég endaði með að rífa allt unitið af til að ná innri klossanum úr.
Ég setti svo riðolíu (sambærilegt við wd40) á dæluna til að liðka hana, sprautaði m.a. undir gúmíið, annað gúmíið var örlítið rifið.
En þegar ég ætlaði að setja klossana í þá pössuðu þeir ekki! Á kassanum stendur Subaru Legacy og Outback, minn er Impreza.
Þannig að ég varð að skrúfa allt saman með gömlu klossunum! PIRRRR. Það er kannski í lagi þar sem 5-6mm eru eftir af þeim 10mm sem nýju eru.
En til þess að klossarnir væru liðugri þá losaði ég spennur sem voru uppi og niðri, ætli það sé ekki í lagi? Klossarnir eru doldið "lausir" í ... en það
hlýtur að vera skárra en að lemja þá í með hamri og hafa þá svo pikkfasta að dælan ráði ekki við að þrýsta þeim að diskunum.
- Viðhengi
-
- Bremsudæla.jpg (129.38 KiB) Skoðað 5038 sinnum
-
- Bremsuklossi passar ílla í.jpg (92.95 KiB) Skoðað 5038 sinnum
-
- Gamall og nýr bremsuklossi.jpg (57.54 KiB) Skoðað 5038 sinnum
-
- Vitlausir bremsuklossar.jpg (61.11 KiB) Skoðað 5038 sinnum
-
- Spennur sem ég tók í burtu.jpg (168.48 KiB) Skoðað 5038 sinnum
-
- Slæmur diskur.jpg (71.24 KiB) Skoðað 5038 sinnum
-
- Góður diskur.jpg (104.51 KiB) Skoðað 5038 sinnum
-
- Besserwisser
- Póstar: 3089
- Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
- Reputation: 65
- Staða: Ótengdur
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Alveg er það merkilegt að þó maður sé með allar m ö g u l e g a r upplýsingar um bílinn þá getur maður a l d r e i treyst því að fá rétta varahluti.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
lukkuláki skrifaði:Alveg er það merkilegt að þó maður sé með allar m ö g u l e g a r upplýsingar um bílinn þá getur maður a l d r e i treyst því að fá rétta varahluti.
Ég gaf upp bílnúmer. Hefði átt að lesa á pakkann en ekki treysta blint. Hendi þessu í þá á morgun.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3089
- Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
- Reputation: 65
- Staða: Ótengdur
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
GuðjónR skrifaði:lukkuláki skrifaði:Alveg er það merkilegt að þó maður sé með allar m ö g u l e g a r upplýsingar um bílinn þá getur maður a l d r e i treyst því að fá rétta varahluti.
Ég gaf upp bílnúmer. Hefði átt að lesa á pakkann en ekki treysta blint. Hendi þessu í þá á morgun.
Hef svo oft lent í svipuðu ef þú hefðir sagt "en ég er á Imprezu" þá hefði hann sennilega sagt "já þetta passar einmitt líka í Imprezu"
Símamyndavélar eru algjört must í dag þá getur maður borið saman. Maður vill geta treyst þeim en nei oftar en ekki þá kostar þetta aðra ferð í búðina.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
-
- Vaktari
- Póstar: 2485
- Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
- Reputation: 235
- Staðsetning: NGC 3314.
- Staða: Ótengdur
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Ef það er nóg eftir af klossunum þá ertu eflaust ekkert að fara laga vandamálið með nýjum klossum. Held það sé einmitt meira vit í því að fara bara hringinn og liðka allar dælurnar; ýta þeim inn og út nokkrum sinnum.
Þessar spennur eru til þess að halda klossunum í. Ef þú átt í erfiðleikum með að setja (rétta) klossa í, þá gætirðu einfaldlega bara þurft að taka vírbursta á sætin og hreinsa þau aðeins til. Er ekki frá því að skoðunarstöðvar setji út á það ef svona hlutir eru ekki til staðar, uppá það að klossarnir losni.
Þessar spennur eru til þess að halda klossunum í. Ef þú átt í erfiðleikum með að setja (rétta) klossa í, þá gætirðu einfaldlega bara þurft að taka vírbursta á sætin og hreinsa þau aðeins til. Er ekki frá því að skoðunarstöðvar setji út á það ef svona hlutir eru ekki til staðar, uppá það að klossarnir losni.
Main -> || Windows 11 || Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || RTX 3070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 || 34" IPS 3440x1440 180Hz ||
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
NAS -> || Truenas Scale || i7 8700 || 64GB DDR4 2666 || 2x 12 TB ||
"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
GullMoli skrifaði:Ef það er nóg eftir af klossunum þá ertu eflaust ekkert að fara laga vandamálið með nýjum klossum. Held það sé einmitt meira vit í því að fara bara hringinn og liðka allar dælurnar; ýta þeim inn og út nokkrum sinnum.
Þessar spennur eru til þess að halda klossunum í. Ef þú átt í erfiðleikum með að setja (rétta) klossa í, þá gætirðu einfaldlega bara þurft að taka vírbursta á sætin og hreinsa þau aðeins til. Er ekki frá því að skoðunarstöðvar setji út á það ef svona hlutir eru ekki til staðar, uppá það að klossarnir losni.
Já, ég liðkaði dæluna með því að þvinga hana inn og pumpa svo létt á bremsurnar og smyrja.
Ég hefði kannski átt að hafa aðra spennuna á sínum stað en taka hina úr, líklegast hefði það verið passlegt.
En bremsan bílsjóramegin, þ.e. klossar og diskur voru alveg í hönk enda tvöfalt álag á þeim þar sem hin bremsan var nánast föst og bara 30% hemlun þar.
Á samt ekki von á því að klossarnir detti úr og efast um að skoðunarkallarnir spái eitthvað í þetta, þeir mæla bara hemlunarkraftana.
Það var reyndar eitt sem annað sem hann setti út á, honum fanst bremsupedalinn fara of langt niður áður en bíllin byrjaði að hemla, ég held það sé nú eðlilegt á 10 ára gömlum bíl.
Stundum gera þessir kallar óraunhæfar kröfur á gamla bíla.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 387
- Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
- Reputation: 83
- Staða: Ótengdur
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Þú þarft að liðka upp færslurnar sem dælan hreyfist á, þær eru byrjaðar að festast hjá þér og þá byrjar annar klossinn að slitna hraðar.
Á einni myndinni þarna sést líka að dælugúmmíið utan um einn stimpilinn er rifið. Þarft að kaupa sett í allavega þá dælu, jafnvel hina líka því þú skemmir gúmmíin í dælunum með olíu, wd40 eða koppafeiti, þau tútna út við það, hætta að þétta og festa stimplana aftur. Mátt bara smyrja þetta með bremsuvökva og sérstakri gúmmífeiti, yfirleitt kölluð á bílaverkstæðum bara "rauða gúmmífeitin" Hún skemmir ekki þessi gúmmí.
Mér þykir líklegt að þegar þú losar upp gúmmíið og nærð stimplunum úr dælunum að þá séu þeir ryðgaðir og með tæringarpolla, allavega þar sem gúmmíin eru rifin.
Þú þarft þá að skipta um þá stimpla líka.
Til að ná öllum stimplunum úr dælunumborgar sig að gera það í bílnum, losaðu dæluna, láttu hana liggja upp á bremsudiskinum og fáðu þér spítu eða eitthvað til að setja í dæluna þar sem klossarnir voru áður, þarft að sirka út hvað stimplarnir ná langt út og þú vilt stoppa þá rétt áður en þeir klára að fara út. Pumpar svo bremsuna þantað til allir stimplarnir eru komnir næstum því alveg út. Eftir það ætti að vera auðvelt að ná þeim úr með normal verkfærum.
Hafa síðan allt löðrandi í bremsuvökva þegar þú setur saman og vera viss um að dauðhreinsa og skafa upp úr öllum raufum þar sem einhver gúmmí leggjast, það er riðið undir þeim sem festir dælurnar og skemma allt.
Þarft síðan að skafa rækilega sætin undir stálfjöðrunum sem þú tókst úr með þjöl og pússa allt ryðið þar úr svo klossarnir verði lausir og liðugir þegar fjaðrirnar og allt er komið á sinn stað.
Það er hægt að gera þessa aðgerð bæði rétt og rangt. Ef þú tekur þér ekki allann þann tíma sem þarf í þetta eða þrífur og skefur ekki nógu mikið eða reynir að taka þér eitthvað shortcut í þessu þá skilar það sér í því að dælurnar festast fljótlega og það sem verra er að diskarnir byrja að aflagast á ótrúlega stuttum tíma og þá byrjar bremsupedalnn að titra og stýrið að hristast þegar þú bremsar og það er alveg hundleiðinlegt.
Gangi þér annars vel með þetta.
Á einni myndinni þarna sést líka að dælugúmmíið utan um einn stimpilinn er rifið. Þarft að kaupa sett í allavega þá dælu, jafnvel hina líka því þú skemmir gúmmíin í dælunum með olíu, wd40 eða koppafeiti, þau tútna út við það, hætta að þétta og festa stimplana aftur. Mátt bara smyrja þetta með bremsuvökva og sérstakri gúmmífeiti, yfirleitt kölluð á bílaverkstæðum bara "rauða gúmmífeitin" Hún skemmir ekki þessi gúmmí.
Mér þykir líklegt að þegar þú losar upp gúmmíið og nærð stimplunum úr dælunum að þá séu þeir ryðgaðir og með tæringarpolla, allavega þar sem gúmmíin eru rifin.
Þú þarft þá að skipta um þá stimpla líka.
Til að ná öllum stimplunum úr dælunumborgar sig að gera það í bílnum, losaðu dæluna, láttu hana liggja upp á bremsudiskinum og fáðu þér spítu eða eitthvað til að setja í dæluna þar sem klossarnir voru áður, þarft að sirka út hvað stimplarnir ná langt út og þú vilt stoppa þá rétt áður en þeir klára að fara út. Pumpar svo bremsuna þantað til allir stimplarnir eru komnir næstum því alveg út. Eftir það ætti að vera auðvelt að ná þeim úr með normal verkfærum.
Hafa síðan allt löðrandi í bremsuvökva þegar þú setur saman og vera viss um að dauðhreinsa og skafa upp úr öllum raufum þar sem einhver gúmmí leggjast, það er riðið undir þeim sem festir dælurnar og skemma allt.
Þarft síðan að skafa rækilega sætin undir stálfjöðrunum sem þú tókst úr með þjöl og pússa allt ryðið þar úr svo klossarnir verði lausir og liðugir þegar fjaðrirnar og allt er komið á sinn stað.
Það er hægt að gera þessa aðgerð bæði rétt og rangt. Ef þú tekur þér ekki allann þann tíma sem þarf í þetta eða þrífur og skefur ekki nógu mikið eða reynir að taka þér eitthvað shortcut í þessu þá skilar það sér í því að dælurnar festast fljótlega og það sem verra er að diskarnir byrja að aflagast á ótrúlega stuttum tíma og þá byrjar bremsupedalnn að titra og stýrið að hristast þegar þú bremsar og það er alveg hundleiðinlegt.
Gangi þér annars vel með þetta.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
mainman skrifaði:Þú þarft að liðka upp færslurnar sem dælan hreyfist á, þær eru byrjaðar að festast hjá þér og þá byrjar annar klossinn að slitna hraðar.
Já ég gerði það, baðaði þetta í olíu og þá fór unitið að ganga fram og aftu, mjög liðugt.
Á einni myndinni þarna sést líka að dælugúmmíið utan um einn stimpilinn er rifið. Þarft að kaupa sett í allavega þá dælu, jafnvel hina líka því þú skemmir gúmmíin í dælunum með olíu, wd40 eða koppafeiti, þau tútna út við það, hætta að þétta og festa stimplana aftur. Mátt bara smyrja þetta með bremsuvökva og sérstakri gúmmífeiti, yfirleitt kölluð á bílaverkstæðum bara "rauða gúmmífeitin" Hún skemmir ekki þessi gúmmí.
Mér þykir líklegt að þegar þú losar upp gúmmíið og nærð stimplunum úr dælunum að þá séu þeir ryðgaðir og með tæringarpolla, allavega þar sem gúmmíin eru rifin.
Þú þarft þá að skipta um þá stimpla líka.
Það er eitt gúmmí rifið á annari dælunni að framan, það voru þá mistök að nota olíuna sem ég notaði (Sonax MoS2).
Ég hef þó tækifæri á að henda honum í gengum endurskoðun áður en ég geri tilraun til að fixa dæluna.
Til að ná öllum stimplunum úr dælunum borgar sig að gera það í bílnum, losaðu dæluna, láttu hana liggja upp á bremsudiskinum og fáðu þér spítu eða eitthvað til að setja í dæluna þar sem klossarnir voru áður, þarft að sirka út hvað stimplarnir ná langt út og þú vilt stoppa þá rétt áður en þeir klára að fara út. Pumpar svo bremsuna þantað til allir stimplarnir eru komnir næstum því alveg út. Eftir það ætti að vera auðvelt að ná þeim úr með normal verkfærum.
Hvað eru normal verkfæri? Er ekki mikið mál að rífa svona dælu í sundur og setja saman aftur án þess að fokka öllu upp?
Þarft síðan að skafa rækilega sætin undir stálfjöðrunum sem þú tókst úr með þjöl og pússa allt ryðið þar úr svo klossarnir verði lausir og liðugir þegar fjaðrirnar og allt er komið á sinn stað.
Það er hægt að gera þessa aðgerð bæði rétt og rangt.
Já ég á fjaðrirnar, var bara orðinn of þreyttur og pirraður til að setja þær í aftur.
Ef þú tekur þér ekki allann þann tíma sem þarf í þetta eða þrífur og skefur ekki nógu mikið eða reynir að taka þér eitthvað shortcut í þessu þá skilar það sér í því að dælurnar festast fljótlega og það sem verra er að diskarnir byrja að aflagast á ótrúlega stuttum tíma og þá byrjar bremsupedalnn að titra og stýrið að hristast þegar þú bremsar og það er alveg hundleiðinlegt.
Gangi þér annars vel með þetta.
Bremsudiskarnir á kangoo eru orðnir svona riðgarðir, enda þegar ég stíg á bremsuna þá nötrar hann eins og það sé kominn 7 á richter, þessi vibrar ekkert ennþá en það surgar í bremsunum þeim megin sem diskurinn er riðgaður.
Takk fyrir infóið
- Viðhengi
-
- olía.jpg (40.36 KiB) Skoðað 4886 sinnum
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Ég er svo latur í þessu, nýjir diskar í annað hvort skipti sem skipt er um klossa...
Ég nenni ekki stífu úr sér gengnu bremsudrasli.
Met líf mitt og familíunar meira ...
Það góða við ameríska bíla virðist vera hvað sömu hlutirnir ganga í margar týpur af bílum og alltaf hægt að fá ýmsar variationir af stuffi m.v. budget sem maður hefur...
Ég nenni ekki stífu úr sér gengnu bremsudrasli.
Met líf mitt og familíunar meira ...
Það góða við ameríska bíla virðist vera hvað sömu hlutirnir ganga í margar týpur af bílum og alltaf hægt að fá ýmsar variationir af stuffi m.v. budget sem maður hefur...
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
rapport skrifaði:Ég er svo latur í þessu, nýjir diskar í annað hvort skipti sem skipt er um klossa...
Ég nenni ekki stífu úr sér gengnu bremsudrasli.
Met líf mitt og familíunar meira ...
Það góða við ameríska bíla virðist vera hvað sömu hlutirnir ganga í margar týpur af bílum og alltaf hægt að fá ýmsar variationir af stuffi m.v. budget sem maður hefur...
Hann er keyrður 145 þúsund og þetta eru original diskarnir að framan!
Skipti um að aftan í fyrra en þeir voru alveg búnir
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 387
- Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
- Reputation: 83
- Staða: Ótengdur
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Þetta sonax sprey hjá þér skemmir gúmmíin. Þau bólgna upp og verða númeri of stór.
Skelltu honum í skoðun en ég mundi drífa í að laga þetta síðan ef þú ætlar að eiga bílinn eitthvað áfram.
Getum leiðbeint þér hérna ef þig vantar upplýsingar.
Skelltu honum í skoðun en ég mundi drífa í að laga þetta síðan ef þú ætlar að eiga bílinn eitthvað áfram.
Getum leiðbeint þér hérna ef þig vantar upplýsingar.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
mainman skrifaði:Þetta sonax sprey hjá þér skemmir gúmmíin. Þau bólgna upp og verða númeri of stór.
Skelltu honum í skoðun en ég mundi drífa í að laga þetta síðan ef þú ætlar að eiga bílinn eitthvað áfram.
Getum leiðbeint þér hérna ef þig vantar upplýsingar.
Takk fyrir það, fyrsta skref er að fara á morgun og fá rétta klossa og disk þeim megin sem allt er í rugli.
Mér sýnist ég verði að kaupa 32mm topp á boltann í miðjunni, en ég reikna með því að hann haldi disknum á sínum stað.
Skipta út disk/klossum þar...fara með bílinn í skoðun og eftir það þá get ég fixað dæluna sem ég vara að spreyna með Sonax.
En var ekki í lagi að nota Sonax á liðina sem færast aftur og fram með dæluna? það er eitthvað gúmmí í því líka.
Allaveganna, þá veit ég meira núna en í morgun. Það verður gaman að sjá hvort þessi aðgerð gefi meiri en 30% bremsustyrk.
-
- BMW
- Póstar: 2511
- Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
- Reputation: 14
- Staðsetning: Mosó
- Staða: Ótengdur
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Hmm, nú er ég enginn sérfræðingur í bremsum.. en er ekki alltaf skipt um báða diskana að framan þegar skipt er um þá?
Þannig, ef annar er ónýtur þá skiptir maður um báða til þess að hann bremsi ekki skakkt
Þannig, ef annar er ónýtur þá skiptir maður um báða til þess að hann bremsi ekki skakkt
Tölvan mín er ekki lengur töff.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Glazier skrifaði:Hmm, nú er ég enginn sérfræðingur í bremsum.. en er ekki alltaf skipt um báða diskana að framan þegar skipt er um þá?
Þannig, ef annar er ónýtur þá skiptir maður um báða til þess að hann bremsi ekki skakkt
Er það???
-
- BMW
- Póstar: 2511
- Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
- Reputation: 14
- Staðsetning: Mosó
- Staða: Ótengdur
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
GuðjónR skrifaði:Glazier skrifaði:Hmm, nú er ég enginn sérfræðingur í bremsum.. en er ekki alltaf skipt um báða diskana að framan þegar skipt er um þá?
Þannig, ef annar er ónýtur þá skiptir maður um báða til þess að hann bremsi ekki skakkt
Er það???
Hef dundað mér slatta í bílaviðgerðum.. en bremsur hef ég alveg sloppið við hingað til, verður að fá svar frá fróðari mönnum en mér með þær..
en ef ég væri að gera þetta við minn bíl þá myndi ég ekki hika við að kaupa báða diskana, nema náttúrulega að þeir væru báðir splunku nýjir og annar hefði skekkst eftir ofhitnun..
Síðast breytt af Glazier á Sun 08. Des 2013 23:33, breytt samtals 1 sinni.
Tölvan mín er ekki lengur töff.
-
- /dev/null
- Póstar: 1457
- Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
- Reputation: 163
- Staðsetning: Júpíter
- Staða: Ótengdur
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Glazier skrifaði:GuðjónR skrifaði:Glazier skrifaði:Hmm, nú er ég enginn sérfræðingur í bremsum.. en er ekki alltaf skipt um báða diskana að framan þegar skipt er um þá?
Þannig, ef annar er ónýtur þá skiptir maður um báða til þess að hann bremsi ekki skakkt
Er það???
Verður að fá svar frá fróðari mönnum en mér..
en ef ég væri að gera þetta við minn bíl þá myndi ég ekki hika við að kaupa báða diskana, nema náttúrulega að þeir væru báðir splunku nýjir og annar hefði skekkst eftir ofhitnun..
Ég hefði skotið á það, fer bíllinn ekki bara að bremsa skakkt og vitlaust annars?
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
GuðjónR skrifaði:Mér sýnist ég verði að kaupa 32mm topp á boltann í miðjunni, en ég reikna með því að hann haldi disknum á sínum stað.
Átt ekki að þurfa þess... diskurinn er bara settur upp á felguboltana... þarft sennilega bara að banka á diskinn til að hann losni. 32 mm róin heldur öxlinum.
-
- Nörd
- Póstar: 120
- Skráði sig: Fim 03. Jún 2010 00:07
- Reputation: 14
- Staða: Ótengdur
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
teitan skrifaði:GuðjónR skrifaði:Mér sýnist ég verði að kaupa 32mm topp á boltann í miðjunni, en ég reikna með því að hann haldi disknum á sínum stað.
Átt ekki að þurfa þess... diskurinn er bara settur upp á felguboltana... þarft sennilega bara að banka á diskinn til að hann losni. 32 mm róin heldur öxlinum.
Rétt.
Diskurinn er annaðhvort ekki festur eða festur með litlum undirsinkuðum boltum
Ef það eru svona boltar þá mæli ég ekki með því að nota venjulegt skrúfjárn heldur nota höggskrúfjárn
Annars væri líka sniðugt að skipta um báða diska. Það er hægt að finna mál yfir hámarksslit diska á tilteknum bíl, en yfirleitt skipti ég um báða.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Gæti hjálpað þér í framtíðinni.
http://opposedforces.com/parts/impreza/
http://opposedforces.com/parts/impreza/
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1251
- Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
- Reputation: 68
- Staðsetning: 192.168.1.254
- Staða: Ótengdur
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
AB varahlutir eru yfirleitt með aftermarket dót, sem að mér sýnist þessir klossar vera. Ég lenti í því sama enn með BMW, skilaði þessu til þeirra og heimtaði að fá endurgreitt, keypti mér síðan orginal, mæli með því að þú gerir slíkt hið sama, þó það kosti þig nokkrum þúsund krónum meira
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1797
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Ég vinn á verkstæði sem þjónustar alla bíla BL, þar með talið Subaru, og hef tekið í gegn bremsur í ótal mörgum Subaru bifreiðum (og bílum yfir höfuð).
Til að byrja með, þá má alls ekki nota svona smurolíu á stimplana í bremsudælum. Smurolían bæði blandast við bremsuvökvan og eyðileggur hann sem og með tímanum eyðileggur hún gúmmíið (eins og er búið að koma fram). Það eru til sér til gerð feiti, frá mörgum framleiðendum, sem á að nota inn fyrir gúmmí á stumplum í bremsudælum. Sú feiti er gerð til þess að blandast rétt við bremsuvökva og halda gúmmíinu inní dælunni og utanum stimpilinn þéttu, er í allskonar litum en rauða feitin en klárlega sú besta.
Þessi feiti má hins vegar ekki nota inní færslurnar, þar sem þær eiga að vera lausar og liðugar en ekki þéttar og stífar. Það er í lagi að nota venjulega koppafeiti þar.
Hreinsaðu fjaðrirnar með vírbusta. Venjulega á mínu verkstæði er kjömmunum síðan skellt í sanblásturskassa til að hreinsa þá, síðan spreyjaðir með zink grunni sem þornar á nokkrum mínútum og síðan smurt með álfeiti á sætin undir fjöðrunum. En þar sem þú hefur væntanlega ekk tök á því er nauðsynleg (eins og mainman sagði) að fara með þjöl yfir sætin þangað þú sérð í beran málm. Síðan verður að smyrja sætin eftir það og setja fjaðrirnar ofaná. Þá á eiga klossarnir að renna vel í og vera lausir og færanlegir.
Stimpillinn þar sem gúmmíið er rifið er ónýtur. Það verður að taka dæluna úr bílnum, skipta um hann og dælusettið (gúmmísettið). Það er ekki vitlaust að kíkja á hina stimplana í leiðinni þar sem þeir geta verið orðinir ryðgaðir þrátt fyrir að gúmmíið er ekki rifið. Það gerir ekkert að þrýsta stimplinum inn og út nokkrum sinnum, ef eitthvað þá skemmir það gúmmíið fyrir innan bara meira og gerir stimpilinn óþéttari fyrir vikið = hætta á leka.
Diskarnir í svona Subaruum geta verið alveg djöfulli fastir á. Þeir eru ekki festir með neinum boltum, bara settir á og þegar þegar felgan er hert uppað þá er diskurinn festur í leiðinni. Með tímanum ryðgar þetta pikkfasst saman. Síðan rygðar diskurinn bakvið og það myndast brún sem fer utanum navið sem gerir þetta ennþá fastara á. Í sumum tilfellum hef ég þurft að skera tvær rendur í diskana með slípirokk og berja þá þangað til þeir brotna í tvennt svo þeir komi af. 32mm toppurinn heldur öxlinum, legunni og navinu við bílinn.
Það á alltaf að skipta um báðu megin þegar það kemur að bremsum, annað er tóm vitleysa.
Það að pedallinn fer of neðarlega er alls ekki eðlilegt þó að bíllinn er gamall. Það bendir til þess að það sé loft inná kerfinu og að það vanti bremsuvökva.
En ég verð að taka undir með "NiveaForMen", það er spurning um að fá fagmann í verkið. Áður en ég lærði þetta og fór að vinna við þetta hefði ég sagt að það væri óþarfi, bremsuviðgerðir væru ekkert mál að gera inní skúr heima, en núna get ég ekki ímyndað mér annað en að vinna í bremsum á bíl á almennilegu verkstæði með öllum verkfærum sem til þarf, ásamt lyftu og öllu sem til þarf.
Þetta er álíka eins og ef einhver sem hefur aldrei snert vélbúnað í tölvum ákvæði að setja saman tölvu með vatnskælingu. Það hljómar eins og ekkert mál að segja það en það er svo mikið sem maður þarf að hafa á hreinu og passa sig á til þess að allt gangi smurt fyrir sig.
Til að byrja með, þá má alls ekki nota svona smurolíu á stimplana í bremsudælum. Smurolían bæði blandast við bremsuvökvan og eyðileggur hann sem og með tímanum eyðileggur hún gúmmíið (eins og er búið að koma fram). Það eru til sér til gerð feiti, frá mörgum framleiðendum, sem á að nota inn fyrir gúmmí á stumplum í bremsudælum. Sú feiti er gerð til þess að blandast rétt við bremsuvökva og halda gúmmíinu inní dælunni og utanum stimpilinn þéttu, er í allskonar litum en rauða feitin en klárlega sú besta.
Þessi feiti má hins vegar ekki nota inní færslurnar, þar sem þær eiga að vera lausar og liðugar en ekki þéttar og stífar. Það er í lagi að nota venjulega koppafeiti þar.
Hreinsaðu fjaðrirnar með vírbusta. Venjulega á mínu verkstæði er kjömmunum síðan skellt í sanblásturskassa til að hreinsa þá, síðan spreyjaðir með zink grunni sem þornar á nokkrum mínútum og síðan smurt með álfeiti á sætin undir fjöðrunum. En þar sem þú hefur væntanlega ekk tök á því er nauðsynleg (eins og mainman sagði) að fara með þjöl yfir sætin þangað þú sérð í beran málm. Síðan verður að smyrja sætin eftir það og setja fjaðrirnar ofaná. Þá á eiga klossarnir að renna vel í og vera lausir og færanlegir.
Stimpillinn þar sem gúmmíið er rifið er ónýtur. Það verður að taka dæluna úr bílnum, skipta um hann og dælusettið (gúmmísettið). Það er ekki vitlaust að kíkja á hina stimplana í leiðinni þar sem þeir geta verið orðinir ryðgaðir þrátt fyrir að gúmmíið er ekki rifið. Það gerir ekkert að þrýsta stimplinum inn og út nokkrum sinnum, ef eitthvað þá skemmir það gúmmíið fyrir innan bara meira og gerir stimpilinn óþéttari fyrir vikið = hætta á leka.
Diskarnir í svona Subaruum geta verið alveg djöfulli fastir á. Þeir eru ekki festir með neinum boltum, bara settir á og þegar þegar felgan er hert uppað þá er diskurinn festur í leiðinni. Með tímanum ryðgar þetta pikkfasst saman. Síðan rygðar diskurinn bakvið og það myndast brún sem fer utanum navið sem gerir þetta ennþá fastara á. Í sumum tilfellum hef ég þurft að skera tvær rendur í diskana með slípirokk og berja þá þangað til þeir brotna í tvennt svo þeir komi af. 32mm toppurinn heldur öxlinum, legunni og navinu við bílinn.
Það á alltaf að skipta um báðu megin þegar það kemur að bremsum, annað er tóm vitleysa.
Það að pedallinn fer of neðarlega er alls ekki eðlilegt þó að bíllinn er gamall. Það bendir til þess að það sé loft inná kerfinu og að það vanti bremsuvökva.
En ég verð að taka undir með "NiveaForMen", það er spurning um að fá fagmann í verkið. Áður en ég lærði þetta og fór að vinna við þetta hefði ég sagt að það væri óþarfi, bremsuviðgerðir væru ekkert mál að gera inní skúr heima, en núna get ég ekki ímyndað mér annað en að vinna í bremsum á bíl á almennilegu verkstæði með öllum verkfærum sem til þarf, ásamt lyftu og öllu sem til þarf.
Þetta er álíka eins og ef einhver sem hefur aldrei snert vélbúnað í tölvum ákvæði að setja saman tölvu með vatnskælingu. Það hljómar eins og ekkert mál að segja það en það er svo mikið sem maður þarf að hafa á hreinu og passa sig á til þess að allt gangi smurt fyrir sig.
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
sammála danna! ég myndi fá fagman í verkið, þetta eru bremsur ekki stefnuljósapera!
Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16576
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2137
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
Danni V8 skrifaði:-fullt af góðum upplýsingum-
Takk fyrir allar upplýsingarnar!
Ég var að tala við AB varahluti, fer þangað á eftir og fæ nýja (rétta) klossa.
Ætla að kaupa tvo nýja diska líka 11.220 kr. settið með 15% afsl.
Þeir selja rauða olíu í béfum, ætla að fá svoleiðis hjá þeim til að smokra undir gúmmíið sem ég var búinn að fokka upp með Sonax sprayinu.
Kannski bjargast gúmmíið frá því að stækka um eitt númer.
Síðan ætla ég að pússa upp kjálkann sem spennan gengur í og setja þetta saman, og reyna að fá skoðun á bílinn.
En það sem þarf að gera í framhaldinu er að skipa um dælusett og stimpil, ég hugsa að ég láti fagmann um það, sé fyrir mér að bremsuvökvi leki út um allt ef ég fer að taka stimpilinn úr. Dælusett og einn stimpill kosta 7300 saman.
Það er líka rifin öxulhosa þeim megin sem þetta er bilað, það væri sennilegast best að láta laga þetta tvennt í einu þá þarf bara að rífa þetta einu sinni í sundur.
Re: Að laga bremsur, tómt vesen!
GuðjónR skrifaði:Danni V8 skrifaði:-fullt af góðum upplýsingum-
Takk fyrir allar upplýsingarnar!
Ég var að tala við AB varahluti, fer þangað á eftir og fæ nýja (rétta) klossa.
Ætla að kaupa tvo nýja diska líka 11.220 kr. settið með 15% afsl.
Þeir selja rauða olíu í béfum, ætla að fá svoleiðis hjá þeim til að smokra undir gúmmíið sem ég var búinn að fokka upp með Sonax sprayinu.
Kannski bjargast gúmmíið frá því að stækka um eitt númer.
Síðan ætla ég að pússa upp kjálkann sem spennan gengur í og setja þetta saman, og reyna að fá skoðun á bílinn.
En það sem þarf að gera í framhaldinu er að skipa um dælusett og stimpil, ég hugsa að ég láti fagmann um það, sé fyrir mér að bremsuvökvi leki út um allt ef ég fer að taka stimpilinn úr. Dælusett og einn stimpill kosta 7300 saman.
Það er líka rifin öxulhosa þeim megin sem þetta er bilað, það væri sennilegast best að láta laga þetta tvennt í einu þá þarf bara að rífa þetta einu sinni í sundur.
þú skiptir um báða stimplana og öll gúmmí fyrst þú ert að gera þetta og ég myndi gera það um leið og þu setur nýja diska og klossa í annars gæti þetta endað svipað eða allavega að einn klossinn fari að eyðast
Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |