Garri skrifaði:GuðjónR skrifaði:Ég held að lögreglan hafi ekkert haft neitt val nema að verjast og stoppa manninn.
Það sem mér finnst hins vegar vanta svör við er:
1) Hvað var svona fárveikur maður að gera í fjölbýli?
2) Hvar fékk hann byssu og skotfæri?
3) Af hverju voru hótanir hans um að skaða aðra ekki teknar alvarlega af lögreglunni á Akureyri?
4) Hvað eru margir í hans sporum út í samfélaginu og hvað á að gera í því?
Samkvæmt yfirlýsingu systur mannsins þá var hann ítrekað búinn að hóta því að skaða fólk en þrátt fyrir að lögreglan hafi fengið upplýsingar sagðist hún ekkert geta gert nema það kæmi formleg kæra? Þá spyr maður hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta með því að taka mark á hótunum hans?
Það virðist oft vera erfitt á þessum klaka að vera með fyrirbyggjandi aðgerðir, það er yfirleitt unnið með afleiðingar en ekki orsakir því miður.
Finnst þér eðlilegt að það séu engin úrræði önnur en þau að skjóta menn með blý-kúlum á milli þess að tala við þá?
Sem dæmi:
Hvað um það að skjóta í þá gúmmíkúlum?
Hvað um það að skjóta í þá deyfi-örvum?
Hvað um það að henda/skjóta á þá gasi sem sljóvgar þá eða svæfir?
Og ef það gengur ekki í eitt skipti, þá endurtaka aðgerðina?
Hvað um það að blinda þá tímabundið með flass-sprengjum?
Hvað um það að nota hátíðni sprengjur sem lætur fórnarlömb missa meðvitund tímabundið vegna sársauka?
Svo eru til búningar ásamt skjöldum sem taka við haglaskotum. Hvers vegna er slíku ekki til að dreifa?
Hvers vegna er þessi víkingasveit ekki fyrst útbúin þannig að hún ráði við að leysa svona mál án þess að drepa áður en hún er útbúin með mestu drápstólum sem til er?
Og auðvitað má síðan lengi bæta við, enda úrræðin margfalt fleiri en bara skjóta svona andlega veika menn til bana.
Fyrir utan það úrræði að hægt hefði verið að bíða.. og eitthvað meir en einn klukkutíma allavega. Maður sem er búinn að vera vakandi í rúmlegan sólahring, hlýtur að sofna fyrr en síðar.
Talar þú við mann áfram sem skýtur á þig með haglara? Þeir reyndu gas sem hafði ekki tilætluð áhrif
Setti þig í spor lögreglunnar. Hvað hefðir þú gert ef að brjálaður maður myndi skjóta á þig og vinnufélaga og eina sem þú hefur til að verja þig með eru skot til baka, eða leyfa honum að drepa ykkur alla því að þú ert ekki með flassbang og þótt hann sjái ekki né heyri ekki neitt og er vankaður er lítið mál að taka í gikkinn og skjóta út í bláinn.
Það er alltaf hægt að hugsa eftirá "af hverju gerðu þeir ekki þetta, er ekki hægt að gera svona??" en þetta er búið og gert, það eina sem var í stöðunni á þessum tímapunkti var að yfirbuga hann eða taka áhættuna á að fólk deyji.
Ég þekki fólk sem býr í stigagangnum við hliðiná og þau voru hræddust um að hann myndi skjóta niður einhverja hurðina hjá nágrannanum og skjóta t.d. barn eða heila fjölskyldu. Þá værir þú ekki að gagngrýna hvernig farið var að þessu.
Já, það eru til leiðir til þess að komast hjá þessum leiðinlega atburði, en aðgerðir lögreglu voru ekki rangar miðað við aðstæður.