Garri skrifaði:Þarna er lögreglan greinilega að skjóta á móti. Eitthvað af skotunum er eftir haglabyssu í byrjun, samt ekki viss. Heyrist miklu meir í haglabyssu en auðvitað getur hljóðið verið bæklað. Skotið sem kveikir hinsvegar á þjófavarnakerfinu er eftir öflugan riffil mundi ég halda. Hinn látni er ekki á stæðinu þarna þegar þetta myndband er tekið upp, hann er inn í íbúðinni því "vitnið" eða sá sem tók þetta upp segir.. "shiiiitt.. ætla þeir að drepa gæjann" og myndbandið sýnir lögreglubílana beint fyrir utan gluggann hjá "upptökumanninum"
Svona við fyrstu sýn sýnist mér hér vera um klaufaskap að ræða. Byssugleði lögreglunnar er með ólíkindum í þessu myndbandi allavega.
Og varðandi skotin. Þá segir mogginn þetta orðrétt:
Meðal annars fundust tvö forhlöð, annars vegar í tólf metra fjarlægð frá húsinu og hins vegar tuttugu metra fjarlægð. Forhlöðin eru úr plasti og skjótast úr haglabyssum þegar hleypt er af og ýta höglunum út úr hlaupinu. Forhlaðið missir fljótlega ferðina og fellur til jarðar, enda létt og hefur mikla loftmótsstöðu. Höglin hafa því farið töluvert mikið lengra en tuttugu metra frá húsinu.
Reyndar er fréttaflutningur af þessu voða lítt marktækur. Spurning líka hvort ferlið verði gert opinbert.
Mín giskun er sú að þeir skjóta rúðurnar út, til þess að skjóta gashylkinu inn..
Og m.v viðtal við vitni þá skaut löggan fyrst í vitlaust herbergi, þ.e.a.s eldhúsið þar sem þeir töldu manninn vera, en var í raun í svefnherberginu sínu, þessvegna sjáiði 2 rúður brotnar.
Það var búið að rýma helling, en eins og sjá má á þessum videoum, var fólk enþá í nágrenni og í hættu. Það er ekki hægt að leyfa þetta og lögreglan verður að stöðva mann sem gefur skít í allt, skýtur á lögreglu og aðra hluti sem hann sér.
Sérstaklega þegar lögreglan kemur inn í íbúð mansins og er skotin, þá á ekki að draga neitt í land og lögreglan gerði rétt sem var að svara til baka.
Meiraðsegja skv íslenskum lögum máttu verja þig á sama máta og þér er ógnað, þ.e.a.s ef það er skotið á þig þá máttu skjóta viðkomandi árásamann.
Þarna voru 2 lögreglumenn særðir, og blæddi vel úr öðrum þeirra. Þetta er gríðarleg ógnun og þarna getur lögreglan ekki stoppað og bakkað, það gefur árásamanni tækifæri til þess að vera enþá meira ógnandi og yfirvaldandi.
Og það er gæfi lögreglunni merki um veikleika, þarna sýndi lögreglan að ef þú skýtur á okkur, skjótum við á móti. Sem er alveg eftir bókinni.
Lögreglan er hérna til þess að lög standist, ekki til þess að segja við menn "hey þú braust lögin skamm skamm" og hlaupa í burt. Þeir fara ekki fyrr en þú gefst upp og verður dæmdur, eða í þessu tilviki fellur í skotbardaga.
Styð lögregluna 100% í þessu.
Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD