vargurinn skrifaði:tveirmetrar skrifaði: bablbabl
slakur, við erum að tala um starf sem hvert einasta barn hefur á einum tíma dreymt um að verða. En jájá, bönnum konum í þetta, flott mál. Kvenkynslöggur skara líka fram úr okkur körlunum á mörgum sviðum s.s hugsa og gera 2 hluti í einu, svo þó þær séu ekki eins líkamlega sterkar þá geta þær ýmislegt. Lögreglulífið er ekki allt um að lemja gæja.
Ég leitaði á netinu (auðvitað) til þess að athuga hvað þú segir, og þær litlu rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessu benda ekki til þess að konur séu betri né verri í því að hugsa og gera 2 hluti í einu, þær eru aftur á móti betri en karlar í að gera 2 hluti sem þarf ekki að gera á sama tíma, og aðrar rannsóknir sem benda á að þær séu verri á vitlausum tíma mánaðarins.
Ef við reynum að nota heilan á okkur til þess að framkvæma 2 hluti á sama tíma (prófaðu að teikna hring með einni hendi og línu með hinni) þá fer allt í rugl, alveg sama hvort þú sért kona eða maður.
Tala í síma og keyra annað dæmi.
Ég veit ekki alveg hvernig það ætti samt að gagnast lögreglumanni, hugsa um kleinuhringi og framkvæma handtöku á sama tíma?
Einbeiting á verkefninu fyrir hendi ætti að hafa forgang.
Aftur á móti, þá hugsa konur ólíkt karlmönnum og sjá oftar en ekki aðrar leiðir til þess að leysa sömu þraut.
Fólk er almennt ekki tilbúið til þess að fara í slag við kvenfólk, og ættu þá ofbeldishandtökum að fækka myndi ég telja ef lögreglan hefði frekar konur innbirðis.
Við erum kannski að tala um 0.1% af þeim atvikum sem lögreglumenn lenda í sem krefst virkilega á líkamlegum styrki, en þar má líklegast notast við óbreytta borgara (t.d dyraverði) sem eru skyldugir að hjálpa lögreglu ef um það er beðið.