Lenti í því áðan þegar ég opna youtube myndband að myndin á skjánum dettur út og tölvan (turn) gefur frá sér 3 píp hljóð.
Ég endurræsi tölvuna og fæ sömu píp hljóðin en heyri windows startup hljóðin í headphones svo það sem virkar ekki á þessum tímapunkti er display.
Fæ ráðleggingar um að prófa vinnsluminnin (er með tvö), skipta um slot og prófa eitt í einu. Þá breytast pípin í 4 löng píp (þrjú rúmlega 2 sek píp og eitt 1.5 sek) sem endurtaka sig stanslaust. Þegar ég set vinnsluminnin aftur í upprunaleg slot breytir að engu, hljóðin frá tölvunni eru ennþá 4 píp.
Fæ aðra ráðleggingu um að flasha BIOS-inn með því að taka út cmos batterýið. Finn leiðbeingingar hvernig eigi að gera það og tek það út í 30 mín og prófa að setja það aftur í en engin breyting.
Einhverjar uppástungur? Ég er enginn tölvumógúll svo allt "very hi-Tech" tal kem ég ekki til með að skilja. Minnir að tölvan sé 3 ára frekar en 4 ára. Móðurborðið er gigabyte.
Fyrirfram þakkir.
Grillað móðurborð?
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 5
- Skráði sig: Sun 17. Nóv 2013 18:23
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
-
- Gúrú
- Póstar: 526
- Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
- Reputation: 6
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Grillað móðurborð?
Augljóslega skjákortið sem var vandamálið til að byrja með svo engin ástæða til að vera að fikta í minnunum. Ætti ekkert að vera að minnunum miðað við lýsingarnar nema þú hafir verið svo óheppinn að skemma minnin þegar þú fórst að fikta í þeim fyrst. Vertu bara viss um að minnin séu rétt sett í, ef þú ert með 2 eins minniskubba þá eiga þeir að vera í hvítu minnisraufunum.
Til að resetta CMOS áttu að nota jumperinn sem er á móðurborðinu, dæmi hér: http://www.youtube.com/watch?v=Pdp_L5IxaNI, stundum er líka takki sem er merktur Reset CMOS/Clear CMOS/ CMOS sem hægt er að ýta á til að cleara CMOS, þá þarf ekki að nota jumperinn. Að taka batteríið úr á líka að virka en það þarf líka að taka tölvuna úr sambandi og slökkva á power supplyinu til að það virki.
Þú ættir allaveganna að komast aftur í það að fá windows startup hljóð, en þá er vandamálið skjákortið. Þarft að athuga hvort það sé ekki almennilega sett í, allar tengingar og svo framvegis. Best svo að prófa hvort það virki að setja annað skjákort í, eða ef þú ert með skjákort og innbyggða skjástýringu að prófa að skipta yfir í innbyggðu skjástýringuna.
Ef þú ert enn í vandræðum eftir þetta væri gott að vita hvaða móðurborð þú ert með, hvaða örgjörva, hvaða skjákort og hvernig minniskubba.
Til að resetta CMOS áttu að nota jumperinn sem er á móðurborðinu, dæmi hér: http://www.youtube.com/watch?v=Pdp_L5IxaNI, stundum er líka takki sem er merktur Reset CMOS/Clear CMOS/ CMOS sem hægt er að ýta á til að cleara CMOS, þá þarf ekki að nota jumperinn. Að taka batteríið úr á líka að virka en það þarf líka að taka tölvuna úr sambandi og slökkva á power supplyinu til að það virki.
Þú ættir allaveganna að komast aftur í það að fá windows startup hljóð, en þá er vandamálið skjákortið. Þarft að athuga hvort það sé ekki almennilega sett í, allar tengingar og svo framvegis. Best svo að prófa hvort það virki að setja annað skjákort í, eða ef þú ert með skjákort og innbyggða skjástýringu að prófa að skipta yfir í innbyggðu skjástýringuna.
Ef þú ert enn í vandræðum eftir þetta væri gott að vita hvaða móðurborð þú ert með, hvaða örgjörva, hvaða skjákort og hvernig minniskubba.
Corsair Carbide 400Q| MSI Nvidia 2080| AMD R9 5900X| Gigabyte X470 Aorus Gaming 5| EVGA SuperNOVA 750 G3
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1251
- Skráði sig: Fim 10. Des 2009 17:06
- Reputation: 99
- Staða: Ótengdur
Re: Grillað móðurborð?
væri fínt að vita hvernig hardware er í tölvunni og þá aðalega hvernig bios þú ert með
bíbin þýða ákveðið og það er hægt að vita hvað er að með að hlusta á þau og google hvað þau þýða, en það er mismunandi eftir hardware
edit : skoðaðu þetta
http://www.gigabyte.com/support-downloads/faq-page.aspx?fid=816
veit ekki hversu gamalt þitt er
edit 2:
eftir smá search er þetta það sem á að gera
1st. prufa annað minni bara í einni rauf, (helst minni sem þú veist að er í lagi og pasar í borðið)
2nd. minnis controler í móðurborði ónýtur
bioeight : ekki gera við tölvur
bíbin þýða ákveðið og það er hægt að vita hvað er að með að hlusta á þau og google hvað þau þýða, en það er mismunandi eftir hardware
edit : skoðaðu þetta
http://www.gigabyte.com/support-downloads/faq-page.aspx?fid=816
veit ekki hversu gamalt þitt er
edit 2:
eftir smá search er þetta það sem á að gera
1st. prufa annað minni bara í einni rauf, (helst minni sem þú veist að er í lagi og pasar í borðið)
2nd. minnis controler í móðurborði ónýtur
bioeight : ekki gera við tölvur
CPU: Intel i9-14900KS
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x24gb 8400mhz cl40
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB x2
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos
Móðurborð: Asus z790 apex encore
Minni: G.skill 2x24gb 8400mhz cl40
Skjákort: RTX 4090 rog strix
Turn psu: lian li o11d xl rog, Dark Power Pro 1600w13xQL120
Kæling: EK CR360 direct die AIO
SSD: Samsung SSD 980 PRO 1TB x2
Skjár: asus pg32uqr
Lyklaborð Mús heyrnatól : Corsair k100 rgb, corsair Virtuos
-
- Gúrú
- Póstar: 526
- Skráði sig: Þri 31. Mar 2009 22:41
- Reputation: 6
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Grillað móðurborð?
Miðað við að 3 beep er graphic card error og 4 beep real time clock error þá passar þetta nokkuð vel.
Corsair Carbide 400Q| MSI Nvidia 2080| AMD R9 5900X| Gigabyte X470 Aorus Gaming 5| EVGA SuperNOVA 750 G3
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 5
- Skráði sig: Sun 17. Nóv 2013 18:23
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Grillað móðurborð?
Takk fyrir svörin. Eftir að hafa lesið þau yfir ákvað ég að prófa að losa skjákortið til að skoða og rykhreinsa tölvuna. Komst að því að mjög líklega hafði ég ekki ýtt minnunum nógu fast í þegar ég var að prófa þau fyrst svo þar voru pípin 4 leyst. Eftir að hafa hreinsað tölvuna og sett skjákortið og allt annað á sinn stað aftur virkar allt eins og áður . Veit ekki hvað olli því að kortið klikkaði til að byrja með, tölvan var bara á sínum stað eins og alltaf og engin hreyfing á henni þegar display hætti að virka. Kannski rykið?
Vandamálið allavega leyst
Vandamálið allavega leyst