Tbot skrifaði:Garri skrifaði:Er núna farinn að pæla í WIFI switch, hún talar um að það þurfti 'neutral' wire, sem sagt heitt, kalt, ground og neutral, er ekki ólíklegt að maður sé með slíkt í 20-30 ára gömlu húsi?
Neutral wire, oftast hvítur, er eins og annað skautið á geymi eða batterí. Riðstraumur þarf tvo víra rétt eins og jafnstraumur til að mynda hringrás. Riðstraumur fer fram og til baka en jafnstraumur frá mínus í plús.
Þannig að neutral vír er í öllum húsum, hvort sem þau eru gömul eða ný.
Núllið er blátt (ljós blátt) samkvæmt IST 200.
IST 200 var tekið upp fyrir örfáum árum, líklegast 2007 (2006). Hugsa að hér hafi menn notað hvítt sem núll fram að því, allavega er hvítt í mínu húsi sem og fleirum sem ég hef séð menn grautast í.
Höfundur segist vera í 20-30 ára gömlu húsi. Núllið hjá honum er þá væntanlega hvítt líka.