Atvinnuleit: CCNA, MCITP, Comptía A+
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 47
- Skráði sig: Mið 03. Okt 2012 11:10
- Reputation: 4
- Staða: Ótengdur
Atvinnuleit: CCNA, MCITP, Comptía A+
Nú vill svo til að ég hef nýlokið þessum gráðum og er í atvinnuleit tengt þessu: Hef lítið sem ekkert unnið við þetta þannig séð (á launum).
Hef verið að sækja um auglýst störf sem og hjá:
öllum þessum stóru s.s. advanía, nýherja, opnum kerfum og símafyrirtækjunum.
Er að vinna í að sækja um hjá bæjarfélögunum, heilsugæslum og bönkum.
Hérna eru avo margir að vinna hjá hinum ýmsu fyrirtækjum tengt kerfisstjórnun, netkerfisrektri ofl og datt í hug að þið gætuð gefið mér einhver hint um staði sem ég gæti sótt um eða jafnvel heyrt um störf sem eru minna auglýst oþh?
Helstu leitartól sem ég nota er Alfreð (flott application), blöðin og auðvitað atvinnumiðlanir á netinu (sem mér finnst mjög takmarkaðar innan þessa geira)...
Öll hjálp vel þegin
Hef verið að sækja um auglýst störf sem og hjá:
öllum þessum stóru s.s. advanía, nýherja, opnum kerfum og símafyrirtækjunum.
Er að vinna í að sækja um hjá bæjarfélögunum, heilsugæslum og bönkum.
Hérna eru avo margir að vinna hjá hinum ýmsu fyrirtækjum tengt kerfisstjórnun, netkerfisrektri ofl og datt í hug að þið gætuð gefið mér einhver hint um staði sem ég gæti sótt um eða jafnvel heyrt um störf sem eru minna auglýst oþh?
Helstu leitartól sem ég nota er Alfreð (flott application), blöðin og auðvitað atvinnumiðlanir á netinu (sem mér finnst mjög takmarkaðar innan þessa geira)...
Öll hjálp vel þegin
Síðast breytt af NoName á Mán 07. Okt 2013 15:12, breytt samtals 2 sinnum.
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
-
- Kóngur
- Póstar: 6400
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 466
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Tengdur
Re: Atvinnuleit: CCNA, MCITP, Comptía A+
prufaðu að sækja um hjá reykjavíkurborg
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 47
- Skráði sig: Mið 03. Okt 2012 11:10
- Reputation: 4
- Staða: Ótengdur
Re: Atvinnuleit: CCNA, MCITP, Comptía A+
Sensa og reykjavíkurborg komið
ps takk fyrir skjót svör, og fyrirfram þakkir til þeirra sem munu svara.
ps takk fyrir skjót svör, og fyrirfram þakkir til þeirra sem munu svara.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 664
- Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
- Reputation: 17
- Staða: Ótengdur
Re: Atvinnuleit: CCNA, MCITP, Comptía A+
Ef þú ert öflugur í netkerfum gætiru átt möguleika á að komast inn hjá Þekkingu.
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Atvinnuleit: CCNA, MCITP, Comptía A+
Búinn að tala við Nýherja?
CCNA fólk er alltaf vel séð
CCNA fólk er alltaf vel séð
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 47
- Skráði sig: Mið 03. Okt 2012 11:10
- Reputation: 4
- Staða: Ótengdur
Re: Atvinnuleit: CCNA, MCITP, Comptía A+
Já ég var búinn að tala Nýherja en það var áður en ég öðlaðist CCNA gráðuna. Kannski ég fái Second-shot hjá þeim núna
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Lau 06. Des 2008 12:28
- Reputation: 206
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Atvinnuleit: CCNA, MCITP, Comptía A+
NoName skrifaði:Já ég var búinn að tala Nýherja en það var áður en ég öðlaðist CCNA gráðuna. Kannski ég fái Second-shot hjá þeim núna
Reyndu aftur. kannski að senda á þann sem er yfir nethópnum þar
Getur sent mér pm til að fá nafnið
CCNA Collaboration
CCNA Voice
CCNA Video
Re: Atvinnuleit: CCNA, MCITP, Comptía A+
Endilega seigja okkur hvernig fer. Er sjálfur í gráðu pælingum hvort og hvað sé þess virði
-
- Besserwisser
- Póstar: 3089
- Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
- Reputation: 65
- Staða: Ótengdur
Re: Atvinnuleit: CCNA, MCITP, Comptía A+
Hefurðu einhverja reynslu, hefurðu unnið eitthvað við þetta eða ertu bara með gráðurnar?
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 47
- Skráði sig: Mið 03. Okt 2012 11:10
- Reputation: 4
- Staða: Ótengdur
Re: Atvinnuleit: CCNA, MCITP, Comptía A+
Sjálfsagt að segja frá reynslu minni þegar þar að kemur @gunn en fyrir sjálfan mig er/var það alveg þess virði þó það hafi kostað "spariféð" enda aðaláhugamál má segja.
Svarið við @lukkuláki er já og nei, var í vinnu hjá litlu fyrirtæki sem var takmarkað í kerfisstjóra/net málum en því mun meira sem kannski tengdist MCTS og COMPTÍA.
Varðandi MCITP og CCNA þá hef ég reynslu úr skóla, gns3, hyper-v/vm-ware og auðvitað hellings af myndböndum og lesefni. Þannig að ég er að reyna að komast að með gráðurnar fyrst og fremst sem getur verið erfitt.
Endilega koma með ábendingar sem geta gagnast mér og öðrum í svipuðum málum. PM ef það á ekki heima á opnum þræði.
Svarið við @lukkuláki er já og nei, var í vinnu hjá litlu fyrirtæki sem var takmarkað í kerfisstjóra/net málum en því mun meira sem kannski tengdist MCTS og COMPTÍA.
Varðandi MCITP og CCNA þá hef ég reynslu úr skóla, gns3, hyper-v/vm-ware og auðvitað hellings af myndböndum og lesefni. Þannig að ég er að reyna að komast að með gráðurnar fyrst og fremst sem getur verið erfitt.
Endilega koma með ábendingar sem geta gagnast mér og öðrum í svipuðum málum. PM ef það á ekki heima á opnum þræði.
Re: Atvinnuleit: CCNA, MCITP, Comptía A+
fyrirtæki vilja i flestum tilvikum að manneskjan hafi x margra ára reynslu... sem er total bullshit þvi það er ekkert hægt að hafa þannig reynslu strax eftir skóla t.d....
voða fá fyrirtæki gefa fólki sénd til að sanna sig..
voða fá fyrirtæki gefa fólki sénd til að sanna sig..
CompTIA A+/Network+/Security+/PDI+
Re: Atvinnuleit: CCNA, MCITP, Comptía A+
Eitthver sem getur komið með eitthverja gullmola um það hvernig maður myndi ná sér í þessa reynslu? Eitthver sérstök fyrirtæki sem hleypa inn reynslulitlu fólki t.d
-
- spjallið.is
- Póstar: 498
- Skráði sig: Mán 04. Okt 2010 16:42
- Reputation: 3
- Staðsetning: 6° norðar en helvíti
- Staða: Ótengdur
Re: Atvinnuleit: CCNA, MCITP, Comptía A+
gunn skrifaði:Eitthver sem getur komið með eitthverja gullmola um það hvernig maður myndi ná sér í þessa reynslu? Eitthver sérstök fyrirtæki sem hleypa inn reynslulitlu fólki t.d
Ríkið en launin eru kannski ekki það besta í heimi
(\/) (°,,°) (\/) WOOBwoobwoobwoob!
Re: Atvinnuleit: CCNA, MCITP, Comptía A+
Það sem skiptir máli í starfsleit. (á reyndar alment við um starfsleit)
Senda ferilskrá á allar ráðningarstofurnar og þó að þú fáir ekki starfið sem þú sóttir um þá ertu kominn á skrá þar og oft er farið yfir skránna og hringt í nokkra og boðaðir í viðtal útaf öðru svipuðu starfi.(þannig fekk ég mitt seinasta starf)
1. Ferilskrá
Ferilskráin verður að vera nær fullkominn. Ekki gleyma myndinni
2. Meðmælendur
Ekki setja gamlan vinnuveitanda sem þú veist ekkert hvað hefur um þig að segja. Hafðu samband við þá sem þú setur sem meðmælanda og fáðu leyfi, einnig ættirðu að geta metið hvað þeir hafa um þig að segja. Ekki gleyma að heyra í þeim reglulega sérstaklega ef þú ætlar að senda ferilskránna þína á 100+ staði.
Seinasta spurning frá þeim sem hringja í meðmælendur er: mundir þú ráða hann aftur í vinnu?
3. Viðtalið
Reykingalykt nei reyndar öll lykt fyrir utan að vera ný kominn úr baði með góða rakspíra lykt án þess að missa sig í rakspíranum er bönnuð.
Fatnaður verður að vera hreinn, hettupeysa og gallabuxur eða bolur og gallabuxur þetta er ekki Big Bang Theory.
Ný klipptur og vel snyrtur klikkar seint.
Þetta er svona basic þið kunnið þetta flestir en vonandi hjálpar þetta einhverjum.
Kveðja Jón
Senda ferilskrá á allar ráðningarstofurnar og þó að þú fáir ekki starfið sem þú sóttir um þá ertu kominn á skrá þar og oft er farið yfir skránna og hringt í nokkra og boðaðir í viðtal útaf öðru svipuðu starfi.(þannig fekk ég mitt seinasta starf)
1. Ferilskrá
Ferilskráin verður að vera nær fullkominn. Ekki gleyma myndinni
2. Meðmælendur
Ekki setja gamlan vinnuveitanda sem þú veist ekkert hvað hefur um þig að segja. Hafðu samband við þá sem þú setur sem meðmælanda og fáðu leyfi, einnig ættirðu að geta metið hvað þeir hafa um þig að segja. Ekki gleyma að heyra í þeim reglulega sérstaklega ef þú ætlar að senda ferilskránna þína á 100+ staði.
Seinasta spurning frá þeim sem hringja í meðmælendur er: mundir þú ráða hann aftur í vinnu?
3. Viðtalið
Reykingalykt nei reyndar öll lykt fyrir utan að vera ný kominn úr baði með góða rakspíra lykt án þess að missa sig í rakspíranum er bönnuð.
Fatnaður verður að vera hreinn, hettupeysa og gallabuxur eða bolur og gallabuxur þetta er ekki Big Bang Theory.
Ný klipptur og vel snyrtur klikkar seint.
Þetta er svona basic þið kunnið þetta flestir en vonandi hjálpar þetta einhverjum.
Kveðja Jón
CIO með ofvirkni
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 47
- Skráði sig: Mið 03. Okt 2012 11:10
- Reputation: 4
- Staða: Ótengdur
Re: Atvinnuleit: CCNA, MCITP, Comptía A+
Gengur hægt en gengur þó þrátt fyrir að ekkert viðtal hefur borist mér ennþá.
Góðir punktar hérna og persónulega væri ég mjög mikið til í að vinna fyrir hið opinbera til að öðlast frekari reynslu og jafnvel til lengri tíma ef starfsumhverfi er gott, laun skipta ekki öllu en verða þó að vera mannsæmandi.
Nú hefur maður lesið og heyrt að laun kerfisstjóra þ.e.a.s byrjunarlaun eru um 420.000,- hvað segið þið sem vinnið við þetta að séu marktæk "byrjunalaun" svona til að hafa einhverjar hugmyndir? T.d hjá ríkinu?
Það sem ég finn samt mest fyrir er að hlutir fara að gleymast því lengur sem tíminn líður og kemst ekki að í rétt starfsumhverfi enda er ég bara mannlegur ... að vísu fljótlegt að rifjast upp fyrir manni og hvað þá með hjálp netsins
Spurning til kerfisstjóra: Hvað voruð þið settir í þegar þið byrjuðuð fyrst ykkar starfsferil? Hvaða viðhaldsvinnu meina ég enda varla settir beint í að setja upp flókinn kerfi.
Góðir punktar hérna og persónulega væri ég mjög mikið til í að vinna fyrir hið opinbera til að öðlast frekari reynslu og jafnvel til lengri tíma ef starfsumhverfi er gott, laun skipta ekki öllu en verða þó að vera mannsæmandi.
Nú hefur maður lesið og heyrt að laun kerfisstjóra þ.e.a.s byrjunarlaun eru um 420.000,- hvað segið þið sem vinnið við þetta að séu marktæk "byrjunalaun" svona til að hafa einhverjar hugmyndir? T.d hjá ríkinu?
Það sem ég finn samt mest fyrir er að hlutir fara að gleymast því lengur sem tíminn líður og kemst ekki að í rétt starfsumhverfi enda er ég bara mannlegur ... að vísu fljótlegt að rifjast upp fyrir manni og hvað þá með hjálp netsins
Spurning til kerfisstjóra: Hvað voruð þið settir í þegar þið byrjuðuð fyrst ykkar starfsferil? Hvaða viðhaldsvinnu meina ég enda varla settir beint í að setja upp flókinn kerfi.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3835
- Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
- Reputation: 157
- Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
- Staða: Ótengdur
Re: Atvinnuleit: CCNA, MCITP, Comptía A+
Ætli margir kerfisstjórar hafi ekki byrjað sitt "atvinnulíf" sem starfsmenn á helpdeski. Ef maður þarf að öðlast starfsreynslu þá þarf stundum að byrja á botninum.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Atvinnuleit: CCNA, MCITP, Comptía A+
NoName skrifaði:Gengur hægt en gengur þó þrátt fyrir að ekkert viðtal hefur borist mér ennþá.
En hefuru almennt fengið svör við umsóknunum?
johnnyb skrifaði:Það sem skiptir máli í starfsleit. (á reyndar almentvið um starfsleit)
"almennt".
Það geta allir gert stafsetningar, innsláttar- og málfarsvillur.
Fáið fjölskyldu eða einhvern sem þið þekkið til að lesa yfir umsókn/CV m.t.t. stafsetningu og málfars.
Já og ekki vera neikvæð/ir þó þið fáið ekki að byrja strax í því sem þið óskið eftir.
Mkay.
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 47
- Skráði sig: Mið 03. Okt 2012 11:10
- Reputation: 4
- Staða: Ótengdur
Re: Atvinnuleit: CCNA, MCITP, Comptía A+
Þegar öllu er á botnin hvolft... ekkert að því að byrja á botninum og vinna sig upp hjá góðu fyrirtæki.
Svör sem ég hef fengið hafa verið margskonar en yfirleitt að búið hefur verið að ráða í starfið og umsóknin geymd í allt að 6 mánuði. Annars er ég bara bjartsýnn á þetta enda þónokkrar umsóknir inni sem ég á eftir að fá svar við.
Góðir hlutir gerast hægt
Svör sem ég hef fengið hafa verið margskonar en yfirleitt að búið hefur verið að ráða í starfið og umsóknin geymd í allt að 6 mánuði. Annars er ég bara bjartsýnn á þetta enda þónokkrar umsóknir inni sem ég á eftir að fá svar við.
Góðir hlutir gerast hægt
Re: Atvinnuleit: CCNA, MCITP, Comptía A+
Mig langar að benda á:
Persónulega finnst mér akkur í að kerfisstjórar séu með þjónustubakgrunn.
ITIL gengur t.d. að miklu leiti út á að allir skilgreini vinnuna sína þem þjónustu.
Helpdesk gerir t.d. ekkert í ITIL nema til sé viðurkennd lausn frá eiganda kerfis = kerfisstjóra.
Ástæðan er einföld, kerfisstjórinn ber endanlega ábyrgð og það á ekki að fikta í kerfinu hans og hluti af kerfinu er "hugbúnaðarpakki í dreifingu" s.s. setupfællinn eða framendinn á kerfinu, hver svo sem hann er.
Það sem hrjáir suma kerfisstjóra er að það er eins og þeir forðist samskipti við notendur og nota helpdesk sem einhverskonar ritara fyrir sig.
Í tölvuþjónustu þá er ekkert við og þið, ef þú hefur reynslu af tölvuþjónustu þá hefur þú mikiðinput í kerfisrekstur...
Kerfið er í rekstri fyrir notendurna en ekki fyrir kerfisstjórana og því meira sem talað er við notendur, því meira input í að halda rekstri kerfisins góðum.
Frá þjónustborðinu hjá mér á LSH þar sem við erum í dag 17, þá hafa undanfarin 2-3 ár 5 verið ráðnir sem kerfisstjórar.
Maður sem er virkilega góður í þjónustu verður virkilega góður í rekstri.
Það geta allir sem eru með áhuga lært tæknina, það er mannlegi þátturinn sem lærist m.a. þegar fólk vinnur í þjónustustöfum sem skiptir "in the long run" gríðarlega miklu máli.
Fyrir vikið þá mundi ég alltaf ráða mannlegan decent gæja með áhuga á að standa sig vel, frekar en yfirburða tæknihaus sem getur ekki horft í augun á mér í starfsviðtalinu.
Persónulega finnst mér akkur í að kerfisstjórar séu með þjónustubakgrunn.
ITIL gengur t.d. að miklu leiti út á að allir skilgreini vinnuna sína þem þjónustu.
Helpdesk gerir t.d. ekkert í ITIL nema til sé viðurkennd lausn frá eiganda kerfis = kerfisstjóra.
Ástæðan er einföld, kerfisstjórinn ber endanlega ábyrgð og það á ekki að fikta í kerfinu hans og hluti af kerfinu er "hugbúnaðarpakki í dreifingu" s.s. setupfællinn eða framendinn á kerfinu, hver svo sem hann er.
Það sem hrjáir suma kerfisstjóra er að það er eins og þeir forðist samskipti við notendur og nota helpdesk sem einhverskonar ritara fyrir sig.
Í tölvuþjónustu þá er ekkert við og þið, ef þú hefur reynslu af tölvuþjónustu þá hefur þú mikiðinput í kerfisrekstur...
Kerfið er í rekstri fyrir notendurna en ekki fyrir kerfisstjórana og því meira sem talað er við notendur, því meira input í að halda rekstri kerfisins góðum.
Frá þjónustborðinu hjá mér á LSH þar sem við erum í dag 17, þá hafa undanfarin 2-3 ár 5 verið ráðnir sem kerfisstjórar.
Maður sem er virkilega góður í þjónustu verður virkilega góður í rekstri.
Það geta allir sem eru með áhuga lært tæknina, það er mannlegi þátturinn sem lærist m.a. þegar fólk vinnur í þjónustustöfum sem skiptir "in the long run" gríðarlega miklu máli.
Fyrir vikið þá mundi ég alltaf ráða mannlegan decent gæja með áhuga á að standa sig vel, frekar en yfirburða tæknihaus sem getur ekki horft í augun á mér í starfsviðtalinu.
Re: Atvinnuleit: CCNA, MCITP, Comptía A+
rapport skrifaði:Mig langar að benda á:
Persónulega finnst mér akkur í að kerfisstjórar séu með þjónustubakgrunn.
ITIL gengur t.d. að miklu leiti út á að allir skilgreini vinnuna sína þem þjónustu.
Helpdesk gerir t.d. ekkert í ITIL nema til sé viðurkennd lausn frá eiganda kerfis = kerfisstjóra.
Ástæðan er einföld, kerfisstjórinn ber endanlega ábyrgð og það á ekki að fikta í kerfinu hans og hluti af kerfinu er "hugbúnaðarpakki í dreifingu" s.s. setupfællinn eða framendinn á kerfinu, hver svo sem hann er.
Það sem hrjáir suma kerfisstjóra er að það er eins og þeir forðist samskipti við notendur og nota helpdesk sem einhverskonar ritara fyrir sig.
Í tölvuþjónustu þá er ekkert við og þið, ef þú hefur reynslu af tölvuþjónustu þá hefur þú mikiðinput í kerfisrekstur...
Kerfið er í rekstri fyrir notendurna en ekki fyrir kerfisstjórana og því meira sem talað er við notendur, því meira input í að halda rekstri kerfisins góðum.
Frá þjónustborðinu hjá mér á LSH þar sem við erum í dag 17, þá hafa undanfarin 2-3 ár 5 verið ráðnir sem kerfisstjórar.
Maður sem er virkilega góður í þjónustu verður virkilega góður í rekstri.
Það geta allir sem eru með áhuga lært tæknina, það er mannlegi þátturinn sem lærist m.a. þegar fólk vinnur í þjónustustöfum sem skiptir "in the long run" gríðarlega miklu máli.
Fyrir vikið þá mundi ég alltaf ráða mannlegan decent gæja með áhuga á að standa sig vel, frekar en yfirburða tæknihaus sem getur ekki horft í augun á mér í starfsviðtalinu.
Já það er klárlega málið, kunna að þjónusta fólki því þetta er ekkert annað. Finna sér gott helpdesk starf hérna í íslandi hvar sem það nú er, skemmir ekki fyrir ef það væri innan tæknigeirans.
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 47
- Skráði sig: Mið 03. Okt 2012 11:10
- Reputation: 4
- Staða: Ótengdur
Re: Atvinnuleit: CCNA, MCITP, Comptía A+
Jæja þá er leitin á enda og er ég sáttur með útkomuna.
Fyrirtækið sem réði mig tók mig í 3 starfsviðtöl og í því þriðja var ég ráðinn.
Starfsviðtal nr 1: Hitti ég aðal gæjan og gékk það vel. Það var mikið spurt út í tæknilegu hliðina á því starfi sem ég sótti um sem mér fannst mjög þæginlegt enda vissi ég hvað ég var að fara út í og kunni það Einnig var farið út í persónulegu hliðina þó ekki óþæginlega. Viðtalið var 30 mín.
Starfsviðtal nr 2: Þá voru þeir tveir sem tóku mig í viðtal sá fyrrnefndi og sá sem er yfir þeirri deild sem ég var ráðin í s.s. yfirmaður minn í dag og var það sá sem tók að mestu það viðtal enda hans deild og var það mjög svipað því fyrra og jafnvel farið í aðeins meira enda tók það um korteri lengur eða um 45 mínútur
Starfsviðtal nr 3: Ráðning og vissi maður óbeint að um ráðningu var að ræða enda allt komið á hreint. Þá var samið um ráðningu til reynslu, laun ofl. í lokin var farið um vinnustaðinn og mér sýnt svona það helsta.
Ráðleggingar mínar eru að hafa tæknilegu atriðin á hreinu og hafa áhuga á því sem þú ert að sækja um, kynna þér fyrirtækið og þá sem taka viðtalið og ekki verra að vita hvaða gráður eru skráðar á heimasíðunni um starfsfólk til að vita hvar þú stendur. Í mínu tilfelli átti ég og á í góðu samskiptum við fyrri vinnustað/vinnuveitanda og held ég að það hafi hjálpað allavega var haft samband við fyrri vinnuveitanda þannig að það má búast við því. Hafa punkta hjá sér og vera snyrtilegur til fara.
ps ekki spyrja mig um hvar ég var ráðinn því ég tel það ekki viðeigandi.
Fyrirtækið sem réði mig tók mig í 3 starfsviðtöl og í því þriðja var ég ráðinn.
Starfsviðtal nr 1: Hitti ég aðal gæjan og gékk það vel. Það var mikið spurt út í tæknilegu hliðina á því starfi sem ég sótti um sem mér fannst mjög þæginlegt enda vissi ég hvað ég var að fara út í og kunni það Einnig var farið út í persónulegu hliðina þó ekki óþæginlega. Viðtalið var 30 mín.
Starfsviðtal nr 2: Þá voru þeir tveir sem tóku mig í viðtal sá fyrrnefndi og sá sem er yfir þeirri deild sem ég var ráðin í s.s. yfirmaður minn í dag og var það sá sem tók að mestu það viðtal enda hans deild og var það mjög svipað því fyrra og jafnvel farið í aðeins meira enda tók það um korteri lengur eða um 45 mínútur
Starfsviðtal nr 3: Ráðning og vissi maður óbeint að um ráðningu var að ræða enda allt komið á hreint. Þá var samið um ráðningu til reynslu, laun ofl. í lokin var farið um vinnustaðinn og mér sýnt svona það helsta.
Ráðleggingar mínar eru að hafa tæknilegu atriðin á hreinu og hafa áhuga á því sem þú ert að sækja um, kynna þér fyrirtækið og þá sem taka viðtalið og ekki verra að vita hvaða gráður eru skráðar á heimasíðunni um starfsfólk til að vita hvar þú stendur. Í mínu tilfelli átti ég og á í góðu samskiptum við fyrri vinnustað/vinnuveitanda og held ég að það hafi hjálpað allavega var haft samband við fyrri vinnuveitanda þannig að það má búast við því. Hafa punkta hjá sér og vera snyrtilegur til fara.
ps ekki spyrja mig um hvar ég var ráðinn því ég tel það ekki viðeigandi.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1702
- Skráði sig: Þri 27. Apr 2004 14:03
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Re: Atvinnuleit: CCNA, MCITP, Comptía A+
Flott.
Held þetta sé einmitt mjög eðlilegt ferli, viðtal 1 er notað til að síja út svona 3-5 efnilegustu af starfsmannastjóranum sem hitta svo deildar/sviðstjórann svo hann geti valið þann sem honum lýst best á.
Held þetta sé einmitt mjög eðlilegt ferli, viðtal 1 er notað til að síja út svona 3-5 efnilegustu af starfsmannastjóranum sem hitta svo deildar/sviðstjórann svo hann geti valið þann sem honum lýst best á.