Mér áskotnaðist gömul tölva sem ég ætla að nota sem media-"server". Ég er búinn að setja upp Ubuntu Desktop 12.04 og Plex media server á vélina en ég er ekki viss um að hún sé nógu öflug til að keyra þetta hnökralaust, sérstaklega þegar kemur að því að transkóða efni á meðan verið er að streyma yfir í önnur tæki. Gætuð þið komið með ykkar faglega álit um það hvort þessi tölva hafi það sem þarf, og ef ekki, hverjir eru helstu flöskuhálsarnir og hvernig gæti ég, fyrir lítið fé, gert hana nógu öfluga?
Hér er yfirlit yfir tölvuna:
Þetta er gömul ThinkCentre M52 (Type 8215-CTO) að ég held: http://support.lenovo.com/en_US/detail. ... MIGR-60453
CPU: Intel(R) Pentium(R) D CPU 2.80GHz
RAM: 1gb DDR2, 333 eða 533 mHz (veit ekki hvort, hvar get ég séð það? og skiptir það máli?)
HDD: 80gb
Þetta eru þær upplýsingar sem mér datt í huga að láta fylgja með, ef ykkur vantar fleiri upplýsingar endilega látið mig vita.
Endilega komið með input ef þið hafið einhverjar skoðanir á þessu.
Er tölvan nógu öflug?
-
- Skrúfari
- Póstar: 2401
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Reputation: 153
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: Er tölvan nógu öflug?
hugsa að með aðeins meira minni ætti þetta að sleppa
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
-
- Nörd
- Póstar: 113
- Skráði sig: Mán 12. Jan 2004 23:46
- Reputation: 0
- Staðsetning: Kópavogur
- Staða: Ótengdur
Re: Er tölvan nógu öflug?
Þessi tölva fer létt með þetta en þú getur létt talsvert á bakgrunnsvinnslu með því að nota annað léttara distro t.d. Lubuntu
Ég er með "höfuðlausa" (=keyrir bara í terminal, startar ekki desktop) ArchLinux vél en ef þú ert ekki Linux vanur gæti það verið dálítið mikill pakki til að byrja á. Snarvirkar á gamalli Netbook með Ion örgjörva.
PS
hef prufað nokkra media servera en er núna sökker fyrir UPNP uppsetningu - þá geturðu stýrt öllu húsinu þínu, hljóð/vidoe/myndir, með símanum þínum.
minidlna heldur þá utan um safnið og er source
gmediaredner renderinn
BubbleUPNP controller á símanum þínum
Meira hér
http://blog.scphillips.com/2013/07/play ... revisited/
Ég er með "höfuðlausa" (=keyrir bara í terminal, startar ekki desktop) ArchLinux vél en ef þú ert ekki Linux vanur gæti það verið dálítið mikill pakki til að byrja á. Snarvirkar á gamalli Netbook með Ion örgjörva.
PS
hef prufað nokkra media servera en er núna sökker fyrir UPNP uppsetningu - þá geturðu stýrt öllu húsinu þínu, hljóð/vidoe/myndir, með símanum þínum.
minidlna heldur þá utan um safnið og er source
gmediaredner renderinn
BubbleUPNP controller á símanum þínum
Meira hér
http://blog.scphillips.com/2013/07/play ... revisited/
Re: Er tölvan nógu öflug?
Ég var að keyra Ubuntu 12.04 LTS + PMS á 3.6GHz P4 (socket 775, hyperthreading) með 2gb af minni og streymdi efni yfir í Plex á ATV2.
Háskerpuefni hökti hjá mér, sérstaklega ef það var með surround hljóði. Ég gat stundum komist hjá hökti í 720p efni með því að downmixa surround hljóðið niður í stereo (bætti því við sem rás í containerinn) og spila svo stereo rásina í stað surround en það var frekar leiðigjarnt.
Fyrst hélt ég að þetta væri vegna þess að ég var með ATV2 tengt þráðlaust inn á 300mb net sem hefði ekki undan en sá svo fyrir tilviljun að örgjörvinn var alltaf í 100% þegar ég var að streyma. Höktið hætti alveg þegar ég "uppfærði" í Core2Quad örgjörva og nú spila ég allt án vandkvæða.
Ath. að hjá mér var vélin uppsett sem almenn desktop vél en ég held samt ekki að það hafi gert útslagið.
Mín reynsla væri sú að þessi örgjörvi væri ekki nægjanlega öflugur til að transkóða háskerpuefni "on the fly" nema þá kannski yfir í mjög lág bitrate. Fyrir SD efni eða ef ekki þyrfti transkóðun væri þetta fullnægjandi.
Háskerpuefni hökti hjá mér, sérstaklega ef það var með surround hljóði. Ég gat stundum komist hjá hökti í 720p efni með því að downmixa surround hljóðið niður í stereo (bætti því við sem rás í containerinn) og spila svo stereo rásina í stað surround en það var frekar leiðigjarnt.
Fyrst hélt ég að þetta væri vegna þess að ég var með ATV2 tengt þráðlaust inn á 300mb net sem hefði ekki undan en sá svo fyrir tilviljun að örgjörvinn var alltaf í 100% þegar ég var að streyma. Höktið hætti alveg þegar ég "uppfærði" í Core2Quad örgjörva og nú spila ég allt án vandkvæða.
Ath. að hjá mér var vélin uppsett sem almenn desktop vél en ég held samt ekki að það hafi gert útslagið.
Mín reynsla væri sú að þessi örgjörvi væri ekki nægjanlega öflugur til að transkóða háskerpuefni "on the fly" nema þá kannski yfir í mjög lág bitrate. Fyrir SD efni eða ef ekki þyrfti transkóðun væri þetta fullnægjandi.