oskar9 skrifaði:Er nýlega fluttur svo það á eftir að leggja lokafrágang á ýmislegt, er samt helvíti sáttur og mun betra útsýni en úr gamla herberginu mínu haha.
[img]mynd[/img]
Gamall tréskápur sem afi keypti sem unglingur, hann var smíðaður af gömlum trésmið á Dalvík og afi sigldi með hann til Akureyrar á lítilli trillu, skápur sem verður með mér þangað til ég verð gamall. Í honum er geymd vínglös, taflborð sem pabbi gaf mér og Prince Hubert de Polignac XO koníak sem boðið er uppá við tilefni, auk þess situr þarna gömul Brothers ritvél í MINT ástandi og yamaha magnarinn minn
[img]mynd[/img]
Mikið rosalega er þetta fallegt hjá þér! flott útsýnið, hvar ertu staddur?