Komið sæl
Ég er að vona að einhver geti hjálpað mér og miðlað af þekkingu sinni. Í stuttu máli sagt þá þarf ég ráðlegginar með ljósleiðara. Ég bý á 2. hæð í átta hæða blokk. Ég er að setja gervihnattadisk upp á þak (ekki hægt að setja á svalir) og þarf að koma kapli niður í íbúð en oftast er notaður loftnetskapall. Þetta er 30 ára gömul blokk og ekki mikið um möguleika.
Helst vil ég taka ljósleiðara frekar en loftnetskapal frá disk og síðan niður í gegnum rafmagnstöflu og síðan draga inn í íbúð og beint inn í stofu. Þá er spurning hvar er ódýrast og best að kaupa slíkan ljósleiðara sem og endabúnað. Þetta getur verið ansi dýrt skilst mér.
Auðvitað geta Eico, Öreind og þessir aðilar hjálpað en spurning hvort það séu aðrir sem bjóði upp á þetta og þá á lægra verði?
Mér þætti vænt um að heyra innlegg frá sem flestum :-)
Takk kærlega
Gervihnattardiskur - ljósleiðari og endabúnaður
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1795
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
Re: Gervihnattardiskur - ljósleiðari og endabúnaður
Ég held þú ættir að gleyma ljósleiðarapælingum, græðir ekkert á því nema léttari buddu. Ef þú ert með lagnaleið niður á fyrstu hæð frá þakinu og síðan inní íbúð til þín þá er ekkert vandamál að nota coax. Ef deyfingin er of mikil skellirðu línumagnara.
Electronic and Computer Engineer
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 37
- Skráði sig: Mið 22. Jún 2011 15:10
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
Re: Gervihnattardiskur - ljósleiðari og endabúnaður
Sæll. Já málið er að það er engin góð lagnaleið niður því miður. Mér er sagt að ekki megi leggja þetta í lyftugöng svo annaðhvort að taka þetta í gegnum lofttúðu inn í baðherbergi sem er frekar leiðinlegt dæmi eða ofan í vatnsrennu utan á húsi og niður með húsinu og í gegnum svalir. Það þýðir þó að kapalinn endist ekki lengi í frosti og útivið.
En þetta virðist því vera dýr lausn að taka ljósið?
En þetta virðist því vera dýr lausn að taka ljósið?
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Gervihnattardiskur - ljósleiðari og endabúnaður
vafrari skrifaði:Sæll. Já málið er að það er engin góð lagnaleið niður því miður. Mér er sagt að ekki megi leggja þetta í lyftugöng svo annaðhvort að taka þetta í gegnum lofttúðu inn í baðherbergi sem er frekar leiðinlegt dæmi eða ofan í vatnsrennu utan á húsi og niður með húsinu og í gegnum svalir. Það þýðir þó að kapalinn endist ekki lengi í frosti og útivið.
En þetta virðist því vera dýr lausn að taka ljósið?
Miðað við að þetta sé 30 ára blokk þá hlýtur að vera lagnaleið frá loftneti í deili/magnara yfir í allar íbúðir.
Segi það sama og fyrir ofan er ekki þá hægt að nota coaxið?
-
- has spoken...
- Póstar: 185
- Skráði sig: Mið 13. Maí 2009 19:58
- Reputation: 31
- Staða: Ótengdur
Re: Gervihnattardiskur - ljósleiðari og endabúnaður
ég er með þetta.. bara flytja í annað húsnæði
en ég get allveg lofað þér því að það er ekkert auðveldara að draga ljós í gegnum rafmagnstöfluna.. hef unnið við að koma ljósleiðara í allar gerðir íbúða og það er ekki alltaf auðvelt.. þar sem að það er pottþétt loftnet á þessari blokk þá væri auðveldast að reyna draga coax niður einhvernveginn..
og að fá mann til að sjóða saman ljósið og ganga frá því kostar allan peninginn.. og plús að finna endabúnað í þetta er pottþétt mega dýrt..
Þannig að já reyna koma Coax í þetta..
en ég get allveg lofað þér því að það er ekkert auðveldara að draga ljós í gegnum rafmagnstöfluna.. hef unnið við að koma ljósleiðara í allar gerðir íbúða og það er ekki alltaf auðvelt.. þar sem að það er pottþétt loftnet á þessari blokk þá væri auðveldast að reyna draga coax niður einhvernveginn..
og að fá mann til að sjóða saman ljósið og ganga frá því kostar allan peninginn.. og plús að finna endabúnað í þetta er pottþétt mega dýrt..
Þannig að já reyna koma Coax í þetta..