Hvora spjaldtölvuna skal velja?? Allar ábendingar vel þegnar


Höfundur
Notandanafn
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Lau 20. Júl 2013 14:57
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hvora spjaldtölvuna skal velja?? Allar ábendingar vel þegnar

Pósturaf Notandanafn » Mið 04. Sep 2013 13:31

Heilir og sælir allir saman.

Þannig eru mál með vexti að ég þarf að kaupa mér spjaldtölvu til notkunar í skóla, en það koma tvær vélar til greina en ég get einfaldlega ekki valið á milli þeirra þar sem ég hreinlega skil ekki hver munurinn á þeim er!

1) Sú fyrri er Samsung B2B 11,6" Smart Pc Pro XE700T1C-H01SE
Slóðin á þessa vél (specs) hjá Samsungsetrinu er: http://www.samsungsetrid.is/vorur/644/
- Tek það fram að ég er búinn að hringja þrívegis í Samsungsetrið til að reyna að fá upplýsingar um muninn á þessari vél og Microsoft Surface Pro 128 GB sem er hin vélin sem kemur til greina, en þrátt fyrir að hringja þrisvar og bíða í símanum í samtals yfir 50 mínútur - þá hefði ég ekki fengið minni upplýsingar þó ég hefði hringt í Domino's pizza til að biðja um aðstoð!

2) Sú seinni er eins og áður segir Microsoft Surface Pro 128 GB
Slóðin á specs fyrir Surface Pro hjá Microsoft er: http://www.microsoft.com/surface/en-gb/surface-with-windows-8-pro/specifications


Ef það er einhver spjaldtölvu-fróður maður hér sem gæti sagt mér hvora vélina hann teldi réttara að taka, þá eru allar ábendingar vel þegnar - en vélina þarf ég að kaupa í dag.

Með fyrirfram þökkum!



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7403
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1128
Staða: Ótengdur

Re: Hvora spjaldtölvuna skal velja?? Allar ábendingar vel þe

Pósturaf rapport » Mið 04. Sep 2013 14:49

Dunno, ef þær eru eins tæknilega, þá er það þjónusta, ábyrgð og bið í síma sem ræður úrslitum...



Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Hvora spjaldtölvuna skal velja?? Allar ábendingar vel þe

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Mið 04. Sep 2013 15:23

Ég myndi klárlega taka Surface Pro, það eru sömu speccar á báðum tölvunum nema Surface-inn er ódýrari.




Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvora spjaldtölvuna skal velja?? Allar ábendingar vel þe

Pósturaf Tesy » Mið 04. Sep 2013 16:10

Þær eru mjög svipaðar. Eini munurinn sem ég sá var að Samsung tölvan er með 1" stærra skjá annars eru þær nákvæmlega eins (specs, þyngd og fl.). Ef ég væri að kaupa myndi ég taka Surface Pro eiginlega bara útaf því að mér finnst hún flottari í útliti :) Einnig kostar hún minna hérna á Íslandi.




Höfundur
Notandanafn
Nýliði
Póstar: 16
Skráði sig: Lau 20. Júl 2013 14:57
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvora spjaldtölvuna skal velja?? Allar ábendingar vel þe

Pósturaf Notandanafn » Mið 04. Sep 2013 16:31

Þakka ykkur öllum kærlega fyrir! Surface Pro skal það vera. Og aftur, ááástarþakkir fyrir álitin á þessu;)