Xbox One Vs PC

Skjámynd

Höfundur
bjornvil
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 361
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Xbox One Vs PC

Pósturaf bjornvil » Mið 12. Jún 2013 10:56

Sælir félagar

Eitt sem ég hef verið að hugsa... Hvort ætti maður að skella sé á Xbox One (eða jafnvel PS4, en er Xbox maður í dag) eða fara í það að búa til nýja öfluga PC vél?

Í dag er ég með 6 ára gamla PC vél við sjónvarpið (HD ready 42" Panasonic plasma) sem ég nota sem Media Center og vafra á netinu o.s.frv. bara þetta standard. Svo er ég með Xbox360 sem að ég spila leiki á.

Ég er svo sem ekki mikið að spila leiki, en tek skorpur í leikjum þegar ég fæ dellu. Mig langar í Xbox One, en þegar ég sé að hún mun væntanlega kosta eitthvað um 100 þúsundkall hérna heima þá fór ég að hugsa hvort maður ætti frekar að fara í það að kaupa sér nýja PC vél og losa mig við gömlu PC vélina + Xboxið. Ég hef notað Steam og gæti vel hugsað mér að nota það til að kaupa leiki, og mundi klárlega halda áfram að hafa PC vélina tengda við sjónvarpið og spila með Xbox fjarstýringu.

Hvað segið þið herramenn?

Kv. Björn




Gilmore
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mán 05. Feb 2007 14:44
Reputation: 4
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Xbox One Vs PC

Pósturaf Gilmore » Mið 12. Jún 2013 12:09

Ef ég skil það rétt er ekki hægt að spila Xbox360 leiki á nýju vélinni. Þannig að þú þarft að hafa Xbox360, XboxOne OG PC vélina í kringum sjónvarpið.
´
Held það væri lang snyrtilegst og praktískast að smíða góða PC vél til að nota sem mediacenter og allt annað í leiðinni. Getur líka alltaf uppfært hana þegar fram líða stundir.


Intel 486 80mhz, 2MB RAM, VGA 256k skjákort, Soundblaster AWE 32, WD 730MB HDD, 28k modem, 14" Samsung monitor.


darkppl
Gúrú
Póstar: 543
Skráði sig: Mán 12. Júl 2010 21:40
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Xbox One Vs PC

Pósturaf darkppl » Mið 12. Jún 2013 14:27

það sem ég myndi gera er að fá mér ps4 eða pc... því xbox er að skíta svo feitt á sig að það er ekki fyndið... þú þarft að vera online fyrir xbox one en pc og ps4 ekki...


I7-8700K|Corsair H-150i|Asus Maximus X Hero (Wifi) |32GB G.Skill Tridend Z RGB|GTX 1080ti |
Coolermaster Mastercase 5|

Skjámynd

gissur1
Geek
Póstar: 858
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 20:36
Reputation: 12
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Xbox One Vs PC

Pósturaf gissur1 » Mið 12. Jún 2013 18:06

darkppl skrifaði:það sem ég myndi gera er að fá mér ps4 eða pc... því xbox er að skíta svo feitt á sig að það er ekki fyndið... þú þarft að vera online fyrir xbox one en pc og ps4 ekki...


Eru menn ekki orðnir vanir því að þurfa að vera online til að spila leiki, t.d. steam.


Microsoft Surface Pro 2017 [i7 - 16GB RAM - 512GB SSD] + Thinkvision P27Q


arons4
vélbúnaðarpervert
Póstar: 954
Skráði sig: Mið 27. Apr 2011 20:40
Reputation: 127
Staða: Ótengdur

Re: Xbox One Vs PC

Pósturaf arons4 » Mið 12. Jún 2013 18:18

gissur1 skrifaði:
darkppl skrifaði:það sem ég myndi gera er að fá mér ps4 eða pc... því xbox er að skíta svo feitt á sig að það er ekki fyndið... þú þarft að vera online fyrir xbox one en pc og ps4 ekki...


Eru menn ekki orðnir vanir því að þurfa að vera online til að spila leiki, t.d. steam.

En ísland er ekki á lista yfir lönd þar sem xbox live fyrir one er stutt og maður þarf að geta tengst því til þess að spila.
http://www.xbox.com/en-US/xbox-one/pre- ... disclaimer




darkppl
Gúrú
Póstar: 543
Skráði sig: Mán 12. Júl 2010 21:40
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Xbox One Vs PC

Pósturaf darkppl » Mið 12. Jún 2013 19:34

maður ÞARF að vera online til að geta gert einhvað... ef netið dettur út þá lokast leikurinn sjálfkrafa... þú þarft að hafa kinnect. og gétur ekki lánað eða skipt sem er mjög lélegt


I7-8700K|Corsair H-150i|Asus Maximus X Hero (Wifi) |32GB G.Skill Tridend Z RGB|GTX 1080ti |
Coolermaster Mastercase 5|


karlth
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Fös 06. Apr 2012 14:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Xbox One Vs PC

Pósturaf karlth » Þri 03. Sep 2013 10:28

Microsoft er búið að lúffa með þetta allt saman held ég. Mátt spila notaða leiki, lána þá (einu sinni) og þarft ekki að vera online.




Gassi
spjallið.is
Póstar: 499
Skráði sig: Þri 27. Mar 2007 21:33
Reputation: 24
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Xbox One Vs PC

Pósturaf Gassi » Þri 03. Sep 2013 11:05

karlth skrifaði:Microsoft er búið að lúffa með þetta allt saman held ég. Mátt spila notaða leiki, lána þá (einu sinni) og þarft ekki að vera online.


Rétt er það að Microsoft eru búnir að lúffa með allt saman, á fyrsta degi þarf samt sem áður að nettengja vélina og downloada patch til að laga þetta. Þú getur lánað eða skipt leikjum eins og þér sýnist og þarft ekki að vera alltaf online, en þarft samt að borga fyrir Xbox live til að spila online og líka þótt leikirnir sem eru fríir, meðan að á PS4 borgaru bara fyrir online spilun en fríir leikir þarftu ekki að borga.

Þú þarft bara að skoða hvaða leikir höfða betur til þín og hvað þér lýst best á og taka ákvörðun út frá því, ég er persónulega búinn að forpanta mér PS4 og get ekki beðið!




darkppl
Gúrú
Póstar: 543
Skráði sig: Mán 12. Júl 2010 21:40
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Xbox One Vs PC

Pósturaf darkppl » Þri 03. Sep 2013 14:30

fyrir næstum 3 mánuðum var síðast postað en ég held mig bara við pc... því að búnaðurinn er ekki nógu góður í ps4/xbox one... battlefield 4 td, var að runna 720p buinn að heyra að killzone sé að runna 720p líka upscaled upp í 1080p... gæti breyst eftir því sem lengra líður á release en þángað til þá fynst mér þetta sad ef þetta verður svona á next gen...


I7-8700K|Corsair H-150i|Asus Maximus X Hero (Wifi) |32GB G.Skill Tridend Z RGB|GTX 1080ti |
Coolermaster Mastercase 5|

Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Xbox One Vs PC

Pósturaf upg8 » Þri 03. Sep 2013 16:57

Það eina forskot sem PS4 hefur á Xbox One er verðið. Það segja öll helstu nöfnin í leikjabransanum að munurinn er mun minni en fólk heldur og má þar nefna Epic Games og John Carmack og forskot Microsoft kemur betur í ljós í framtíðinni þegar vinnan færist meira yfir í skýið. Xbox One er meira future proof og mun sérhæfðari þótt það sé meira "raw power" í PS4. Allir leikir fyrir One keyra á 1080p @ 60fps... Ég bendi ykkur á að skoða þennan þráð.
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=14&t=56793

Xbox One er með IR repeater á nokkrum stöðum, meðal annars í Kinect myndavélinni og hægt að tengja einn slíkan til viðbótar, hún getur kveikt á sjónvarpinu þínu og öllum græjunum með því að þú segir henni að kveikja á þeim eða einfaldlega Xbox ON. Það er HDMI tengi á vélinni og þú getur tengt gömlu Xbox 360 vélina þar við eða hvaða tækki sem þér dettur í hug og þú þarft aldrei að skipta um stöð á sjónvarpinu/magnaranum.

Ef grafíkin er það sem skiptir þig máli þá er það PC alla leiðina, leikjatölvurnar eru ekki einusinni komnar út og strax eru leikjaframleiðendur að gera samninga við fyrirtæki eins og nVIDIA um að PC útgáfur verði með miklu betri grafík.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"