Föst IP tala og 3G router- stillingar


Höfundur
SBen
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Sun 09. Sep 2012 11:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Föst IP tala og 3G router- stillingar

Pósturaf SBen » Lau 31. Ágú 2013 16:09

Komið þið sæl

Er með vandamál með að tengjast utan að frá í IP-cameru sem ég hef tengda í sveitinni í 3G-router frá Símanum. Er með Huawei 660 router. Get tengst við vélina hér innan húss en fyrir utan á Netinu og í símanum vesen. Var sagt að fá mér fasta Ip-tölu og hef fengið hana frá símanum en þá er spurning hvernig ég set hana á routerinn. Var sagt að ég þyrfti ekki að slá henni inn heldur bara setja í APN:ntm.siminn.is

Getur verið að ég þurfi ekki að setja þessa föstu Iptölu sem mér var úthlutað inn í routerinn. Á hún ekki að koma upp ef ég athuga í "whatismyipaddress.com" þ.e.a.s. sama ip-tala og mér var úthlutað?




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Föst IP tala og 3G router- stillingar

Pósturaf AntiTrust » Lau 31. Ágú 2013 18:32

Þú "þarft" ekki þessa föstu IP tölu, en án hennar veistu í raun aldrei hvaða IP tölu þú átt að tengjast utanfrá. Þegar þú ert búinn að fá úthlutaða IP tölu og breyta APNinum þá áttu að fá IP tölu úr öðru mengi en þessu hefðbundna ef ég man rétt, sem er þín fasta IP. Getur alltaf hringt og spurt hvaða IP tölu þú fékkst úthlutað og borið saman við hvað myip.is er að segja þér.




Höfundur
SBen
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Sun 09. Sep 2012 11:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Föst IP tala og 3G router- stillingar

Pósturaf SBen » Lau 31. Ágú 2013 19:44

Ég veit hvað Ip-tölu ég fékk úthlutaða en hún er ekki sama talan og ég fæ ef ég prófa myip. Sem sagt tvær tölur og hvora á ég að nota til að tengjast utan frá?

á ég sem sagt að slá inn þessa tölu sem myip segir mér í browserinn til að fá samband við Ip-cameruna?




arnara
Fiktari
Póstar: 54
Skráði sig: Fim 29. Des 2011 10:03
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Föst IP tala og 3G router- stillingar

Pósturaf arnara » Lau 31. Ágú 2013 22:26

Þú ert með villu í APN heitinu, og tengist því sjálfkrafa APN internet og færð dynamiska ip tölu.
Réttur APN fyrir fasta ip tölu er mtm.siminn.is.




Höfundur
SBen
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Sun 09. Sep 2012 11:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Föst IP tala og 3G router- stillingar

Pósturaf SBen » Sun 01. Sep 2013 11:01

Takk fyrir þetta arnara, þið eru algerir snillingar. Nú fæ ég ip-töluna til að vera rétta. Þá er næsta vandamál en það er að fá myndavélina til að virka.

Hvaða tölu á ég að setja inn í

Subnet mask:
Gateway:
Primary DNS
Secondary DNS

Er með fasta Ip-tölu á routernum núna og vel fasta ip-tölu inni í myndavélini.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Föst IP tala og 3G router- stillingar

Pósturaf hagur » Sun 01. Sep 2013 11:23

255.255.255.0

Local IP tölu routersins

8.8.8.8

8.8.4.4

Svo stillirðu port forwarding í routernum svo þú komist á cameruna utanfrá.




Höfundur
SBen
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Sun 09. Sep 2012 11:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Föst IP tala og 3G router- stillingar

Pósturaf SBen » Sun 01. Sep 2013 12:09

hvað er þetta 8.8.8.8 og 8.8.4.4?




Höfundur
SBen
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Sun 09. Sep 2012 11:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Föst IP tala og 3G router- stillingar

Pósturaf SBen » Sun 01. Sep 2013 12:14

Takk takk takk þetta er komið. en gaman væri að vita af hverju 8.8.8.8 og 8.8.4.4



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Föst IP tala og 3G router- stillingar

Pósturaf hagur » Sun 01. Sep 2013 12:26

Þetta eru DNS þjónar sem Google er með, opnir öllum ;-)