Bílskúrsverkefnin

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Bílskúrsverkefnin

Pósturaf Yawnk » Mán 26. Ágú 2013 22:32

Sælir, vantar ekki þráð um hvað menn eru að gera við/gera upp/vinna við í bílskúrnum hjá sér?

Ég og pabbi höfum verið að vinna í Ford Bronco 1974 302 sjálfskiptur svona upp á síðkastið, en þetta bílavesen hjá mér hefur fyllt skúrinn seinustu vikur, er með einn Honda Civic 1999 Vti þar inni núna í smá 'viðgerðum', lekur eitthvað afturhlerinn og er bara að dúlla mér að laga það.

http://mynda.vaktin.is/image.php?di=I05W *

Þetta er nýlegasta myndin af Bronconum sem ég á, mjög fjarskafallegur, var ofboðslega ryðgaður þegar við eignuðumst hann.
Öllu leyti original fyrir utan þessi ljótu klipptu afturbretti..
Ýmislegt sem þarf að gera, laga sílsa, nýjar hurðir, fá óklippt bretti, laga ljós og listinn heldur áfram út í það óendanlega.
Skráður 200 hestöfl, er í raun bara 145 samkvæmt handbókum um Bronco sem ég hef lesið, eiginlega bara hljóð, varla neitt annað, en nóg er nú um hávaðann! maður heyrir í honum langar leiðir, enda er pústkerfið ekki í mjög góðu ástandi heldur :megasmile

:happy



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bílskúrsverkefnin

Pósturaf GuðjónR » Mán 26. Ágú 2013 22:41

Holy! FLASSHHBACKK!!! þegar ég var unglingur og bjó á Akureyri þá keyrði ég eitt sinn nákvæmlega svona bíl. Það var fljúgandi hálka og snarvitlaust veður og ég man ennþá hvað hann var duglegur í snjónum. Þegar maður gaf inn þá vantaði sko ekki hávaðann og hann rauk ekkert af stað með neinum svakalegum látum en það var ekkert sem stoppaði hann. Hlakka til að sjá útkonuna hjá ykkur þegar hann verður ready.



Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Bílskúrsverkefnin

Pósturaf Yawnk » Mán 26. Ágú 2013 22:57

GuðjónR skrifaði:Holy! FLASSHHBACKK!!! þegar ég var unglingur og bjó á Akureyri þá keyrði ég eitt sinn nákvæmlega svona bíl. Það var fljúgandi hálka og snarvitlaust veður og ég man ennþá hvað hann var duglegur í snjónum. Þegar maður gaf inn þá vantaði sko ekki hávaðann og hann rauk ekkert af stað með neinum svakalegum látum en það var ekkert sem stoppaði hann. Hlakka til að sjá útkonuna hjá ykkur þegar hann verður ready.

Já þessi bíll vekur upp einmitt svona hjá fólki hehehe, vekur alveg rosalega mikla athygli út á götu, allir horfa og taka myndir og benda, gaman að því :)

Það er bara að vona að hann verði einhverntímann fínn, við höfum varla kunnáttu né aðstöðuna til þess að gera hann mjög fínan, það er ekkert rifið niður að grind og allt gert tip top eins og ætti að gera, eigum ekki einu sinni suðugræjur :/
En maður svona reynir með það sem maður hefur, trefjaplastið kemur að góðum notum, þó það sé ekkert til að vera stoltur af :lol: en hann verður nú bara ansi sæmilegur eftir að maður hefur fundið original afturbretti og lagað þessa endalausu leka sem hrjá hann.

Hann verður náttúrulega aldrei fínn ef hann er ekki sprautaður, lakkið er orðið mjög slæmt, fullt af litlum ryðbólum og blettum, það var pæling hjá okkur að 'spreyja' hann sjálfir, eða jafnvel rúlla, en það er ekki nógu skemmtilegt, en við erum bara ekki að týma þessum peningum sem það kostar að sprauta hann..

Hér eru nokkrar myndir eins og hann var þegar við fengum hann fyrst :

http://imgur.com/C1a0oRD,Bhc34mm - Framan á
http://imgur.com/6pYuoMe,pdZcAUo,V904LaX,WQl9kw1 - Aftan á
http://imgur.com/6pYuoMe,pdZcAUo,V904LaX,WQl9kw1#1 - Þetta blasti við þegar við tókum gólfdúkin af, þykkt ryðhrúður og allt í götum og viðbjóði.
http://imgur.com/C1a0oRD,Bhc34mm#1 - Gólfið eftir viðgerðir, þarna var búið að bera á ryðvarnarefni og grunn, svo var málað og svo sett tectyl yfir.
En það sést alveg hversu illa farið þetta er, það hefði þurft nýtt gólf, en það kostaði rúmlega 190 þúsund kr ef maður keypti erlendis.

http://imgur.com/6pYuoMe,pdZcAUo,V904LaX,WQl9kw1#2 - Farþegagólfið..
http://imgur.com/6pYuoMe,pdZcAUo,V904LaX,WQl9kw1#3 - Frammí..

Svona var þetta allt, fann alltaf meira og meira ryð, margir margir ryksugupokar fylltust af ryði á þessu tímabili ;)

*GuðjónR - Er hann enn til í dag? Hvað var númerið á honum? :catgotmyballs



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Bílskúrsverkefnin

Pósturaf GuðjónR » Mán 26. Ágú 2013 23:20

Ég hef ekki hugmynd hvort hann sé til eða hvaða númer var á honum, skólabróðir minn átti hann og leyfði mér að prófa.
Það er must að sprauta þennan bíl.



Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Bílskúrsverkefnin

Pósturaf Yawnk » Þri 27. Ágú 2013 08:47

GuðjónR skrifaði:Ég hef ekki hugmynd hvort hann sé til eða hvaða númer var á honum, skólabróðir minn átti hann og leyfði mér að prófa.
Það er must að sprauta þennan bíl.

Það væri að sjálfsögðu draumurinn!




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Bílskúrsverkefnin

Pósturaf vesley » Þri 27. Ágú 2013 08:56

Verslaði mér 2001 Alfa Romeo 156 2.0TS í síðustu viku, hann er á verkstæði as we speak.

Var framkvæmt illa unnið verk á honum í júní við skynjaraskipti og varð gúmmihringur eftir og er sama verkstæði að redda því fyrir mig.

Vél og hjólbúnaður er í tiptop standi þarf bara að hjólastilla hann,

Sauð rúðuþurrkubracketið á honum í gær því það var úr sér gengið og voru armarnir lausir, s.s. hann var orðinn rúðuþurrkulaus. Svo verður sprautuð glæra á hægra frambretti í vetur og þá er hann orðinn 100%

Alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera í svona ítalskri drossíu.



Skjámynd

Höfundur
Yawnk
Vaktari
Póstar: 2038
Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
Reputation: 11
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Bílskúrsverkefnin

Pósturaf Yawnk » Þri 27. Ágú 2013 09:10

vesley skrifaði:Verslaði mér 2001 Alfa Romeo 156 2.0TS í síðustu viku, hann er á verkstæði as we speak.

Var framkvæmt illa unnið verk á honum í júní við skynjaraskipti og varð gúmmihringur eftir og er sama verkstæði að redda því fyrir mig.

Vél og hjólbúnaður er í tiptop standi þarf bara að hjólastilla hann,

Sauð rúðuþurrkubracketið á honum í gær því það var úr sér gengið og voru armarnir lausir, s.s. hann var orðinn rúðuþurrkulaus. Svo verður sprautuð glæra á hægra frambretti í vetur og þá er hann orðinn 100%

Alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera í svona ítalskri drossíu.

Áttu til myndir? :)

Alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera í svona ítalskri drossíu.
:lol: Kannski aðeins of mikið??




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Bílskúrsverkefnin

Pósturaf vesley » Þri 27. Ágú 2013 09:23

Yawnk skrifaði:
vesley skrifaði:Verslaði mér 2001 Alfa Romeo 156 2.0TS í síðustu viku, hann er á verkstæði as we speak.

Var framkvæmt illa unnið verk á honum í júní við skynjaraskipti og varð gúmmihringur eftir og er sama verkstæði að redda því fyrir mig.

Vél og hjólbúnaður er í tiptop standi þarf bara að hjólastilla hann,

Sauð rúðuþurrkubracketið á honum í gær því það var úr sér gengið og voru armarnir lausir, s.s. hann var orðinn rúðuþurrkulaus. Svo verður sprautuð glæra á hægra frambretti í vetur og þá er hann orðinn 100%

Alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera í svona ítalskri drossíu.

Áttu til myndir? :)

Alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera í svona ítalskri drossíu.
:lol: Kannski aðeins of mikið??



Smelli inn myndum af honum seinna í dag.

Aldrei hægt að finna of mikið ;)
Annars var skipt um tímareim fyrir 2000km og búið að endurnýja heilann helling í honum þannig ég hef litlar áhyggjur.