Lygar lygar um kostnað við nýja bíla

Allar tengt bílum og hjólum
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Lygar lygar um kostnað við nýja bíla

Pósturaf appel » Fim 08. Ágú 2013 00:39

Hér er bílasali á nýjum bílum að segja hvað það sé frábært að borga morðfé fyrir nýjan bíl:
Ekki endilega dýrara að kaupa nýja bíla
Jón Trausti bendir þó á að margir séu farnir að átta sig á því að ekki sé endilega hagstæðara að fjárfesta í eldri bílum. Þannig séu nýir bílar allt að 30% sparneytnari heldur en sömu bílar fyrir rúmlega fjórum árum. Auk þess séu vörugjöld á sparneytnum bílum oft á bilinu 10-15% í stað 30% áður og til viðbótar bætist ábyrgð og minni bilanir á nýlegri bílum.
http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/201 ... nyja_bila/


Hann gleymir að reikna með inn í dæmið sem þarf ekki fyrir eldri bíla:
- Kaskótrygging sem er algjört must fyrir nýja bíla
- Þjónustuskoðunin, sem er algjört ripoff, en þarft að fara með hann í umboðið til að halda ábyrgðinni í X þús km. Líklega 4-5 sinnum á ábyrgðartímanum, kannski 40-70 þús í hvert skipti!
- Kostnaður við að bóna hann til að passa upp á virði hans
- Allt svo miklu dýrara við nýja bíla, að gera við, varahlutir og svona

Ég er á gömlum bíl, og hef ekki verið sáttari við rekstrarkostnaðinn... hann er enginn nánast. Partar eru ódýrir og manni er sama um hvort bíllinn sé í kaskó eða ekki, og rispur og beyglur eru leiðinlegar en ekki algjör bömmer einsog á nýjum bílum.

Svo má jú ekki gleyma sjálfu verðinu. Þú gætir eytt 4 milljónum í sæmilegan nýjan bíl, eða 500 þús í ágætan notaðan bíl sem dugar í nokkur ár. Á 2-3 árum lækkar þessi nýji bíll í virði um allavega eina milljón, en þú gætir selt sama 500 þús bíl á kannski 200-300 þús.


*-*

Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1457
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Lygar lygar um kostnað við nýja bíla

Pósturaf Lexxinn » Fim 08. Ágú 2013 01:06

Ætli hann þurfi nokkuð að borga tryggingar sjálfur af bílnum og fái ekki alla þjónustu frítt. Með öðrum orðum er hann lang líklegast rúntandi um á nýjum E-class sem er í eigu fyrirtækisins og fyrirtækið sér um 100% á þess kostnað. Mjög algengt í þessum bílaumboðum.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Lygar lygar um kostnað við nýja bíla

Pósturaf AntiTrust » Fim 08. Ágú 2013 01:09

Það má ekki gleyma því samt að viðhaldskostnaður á gömlum bíl yfir stutt tímabil getur jafnað út þjónustuskoðanir allt ábyrgðartímabilið á nýjum bíl.



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Lygar lygar um kostnað við nýja bíla

Pósturaf Hargo » Fim 08. Ágú 2013 02:19

Tjah ef maður liggur á milljónum til að staðgreiða nýjan bíl þá er það allt í góðu finnst mér. En að skuldsetja sig nánast í topp við kaup á nýjum bíl væri ég frekar efins með.

Er sjálfur á Avensis sem er árg. 2000, 1.6 lítra vél. Hefur reynst ótrúlega vel, kostaði mig 550þús fyrir tveimur árum. Ég á hann skuldlaust, engin kaskótrygging. Lögbundna ökutækjatryggingin er að kosta eitthvað um 85-100þús á ári. Ég myndi telja að ég sé búin að eyða um 80-90þús á ári í viðgerðir að meðaltali (skipt um tímareim nýlega) síðan ég fékk hann.

Auðvitað getur maður lent í því að tjóna bílinn á eigin ábyrgð og þá er hann kannski bara ónýtur. Hann gæti líka bilað alvarlega. Það eru sénsar sem maður tekur. Á móti kemur að varahlutir geta verið ódýrari og þú skuldar ekkert í honum.

En ef ég hefði notað þennan 550þús kall og keypt mér nýjan bíl á kannski 3-4 milljónir með restina á lánum. Afskaplega óformlegt reikningsdæmi, segjum 40þús kall mánaðarleg afborgun, dýrar þjónustuskoðanir til að halda ábyrgðinni og sennilega tvöfalt dýrari tryggingar árlega. Á móti kemur þá ertu með ábyrgð á flestu nema slithlutum (sem eru því miður margir), ert tryggður upp að sjálfsábyrgð vegna tjóns, hugsanlega meira öryggi í slysum og bíllinn gæti verið eitthvað ódýrari hvað varðar eldsneytisnotkun. Svo er auðvitað alltaf gaman að vera á nýjum bíl sem lookar vel og er hlaðinn aukahlutum og fídusum sem vantar í gömlu bílana.
En bara afborgun af láni með 40þús kr greiðslubyrði er 480þús kr á ári. Auk þess er aldrei gaman að sjá nýju 3-4 milljón kr fjárfestinguna sína hrynja í verði strax á fyrstu árunum.

Það væri samt fróðlegt að fá einhvern til að setja upp alvöru reikningsdæmi þar sem þetta væri reiknað með nákvæmari tölum og sett upp út frá t.d. 15þús km keyrslu á ári, eldri bíll vs nýr bíll - helstu kostnaðarliðir við að reka skuldlausan eldri bíl vs nýr bíll á lánum.

Ég man eftir því þegar tekið var viðtal við erlendan viðskiptamann hér á landi fyrir nokkrum árum sem var að gera það gott með einhverjum bissness, man ekki nákvæmlega hvað hann var að gera. Hann sagði að honum fyndist svo skrítið að sjá Íslendinga eyða svona miklu í bíla. Hann gerði alltaf ráð fyrir að kaupa sér bíl fyrir 10% af árstekjum sínum, en Íslendingarnir keyptu hann bara strax fyrir árstekjurnar á lánum. Hann svaraði þessu eftir spurningu frá blaðamanni um af hverju hann væri á svona gömlum bíl.




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Lygar lygar um kostnað við nýja bíla

Pósturaf littli-Jake » Fim 08. Ágú 2013 03:00

Hargo skrifaði:. Lögbundna ökutækjatryggingin er að kosta eitthvað um 85-100þús á ári.



Ég var að vinna fyrir ráðgjafafyrirtæki í tryggingabransanum í rúmt ár og þetta er of há upphæð fyrir lögbundna ökutækjatryggingu. Þú ættir að vera að fá Kaskótrygingu á svona 105-110K. Geri ráð fyrir að þú sért ekki 17 ára með bara 1 bíl trygðan


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Lygar lygar um kostnað við nýja bíla

Pósturaf rapport » Fim 08. Ágú 2013 03:16

Reyndar heyrt undarlega góða hluti með Bílabúð Benna og ábyrgðina sem þeir bjóða á Chevrolet...

Vinkona konunar fékk nýja hjólalegu í fimm ára gamlan bíl út á ábyrgð.



Skjámynd

FriðrikH
Geek
Póstar: 895
Skráði sig: Lau 22. Sep 2007 20:25
Reputation: 28
Staða: Ótengdur

Re: Lygar lygar um kostnað við nýja bíla

Pósturaf FriðrikH » Fim 08. Ágú 2013 09:12

30% sparnaður á bensíni dugir nú skammt upp í að covera afskriftir af nýlegum bíl.
Ég segi eins og appel, mér finnst lang praktískast að vera með bíl í eldri kanntinum þó að viðgerðarkostnaðurinn sé alltaf einhver.
Er núna á tæplega 10 ára gamalli Opel Östru, enginn draumur að keyra en hræódýr í rekstri, hann eyðir náttúrulega um 8 innanbæjar, en partar eru hræódýrir, enda nóg til af gömlum östrum.
Ef maður er ekki mikill bílaáhugamaður þá held ég að það sé alltaf praktískast að kaupa 6-9 ára gamlan bíl sem mikið er af á götunum.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Lygar lygar um kostnað við nýja bíla

Pósturaf Daz » Fim 08. Ágú 2013 09:33

En hvað það væri nú skemmtilegt að sjá einhver gera raunverulega (og raunhæfa) úttekt á þessu. Einnig þá með þeim "kostnaði" sem lántöku og staðgreiðslu fylgir. Upphrópanir og þessháttar eru reyndar skemmtilegar, en skila litlu :(




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Lygar lygar um kostnað við nýja bíla

Pósturaf biturk » Fim 08. Ágú 2013 09:37

Bilaeign verður aldrei ódýr nema maður geti gert við sjálfur og panti flesta hluti að utan sjálfur, ég spara mér hundruði þúsunda á ári á að geta þetta

sent úr s2


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Lygar lygar um kostnað við nýja bíla

Pósturaf Danni V8 » Fim 08. Ágú 2013 09:52

biturk skrifaði:Bilaeign verður aldrei ódýr nema maður geti gert við sjálfur og panti flesta hluti að utan sjálfur, ég spara mér hundruði þúsunda á ári á að geta þetta

sent úr s2


Satt. Og þó að maður getur lagað sjálfur þá verður samt dýrt að reka þetta, þó vissulega ódýrara en fyrir þá sem þurfa að láta gera við fyrir sig.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Lygar lygar um kostnað við nýja bíla

Pósturaf hagur » Fim 08. Ágú 2013 10:22

Ég myndi aldrei kaupa mér nýjan bíl úr kassanum nema ég sæti á tugum milljóna. Bílalán er algjört nei í mínum bókum, hef tekið slíkt einu sinni og geri það aldrei aftur.

Ég er sjálfur á 2006 árg. af Toyota Avensis, var svo heppinn að finna eintak sem er alveg eins og nýtt og aðeins einn fyrri eigandi. Solid bíll og tilfinningin er eins og að keyra nánast glænýjan bíl en fyrir brot af kostnaðinum.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2586
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 482
Staða: Ótengdur

Re: Lygar lygar um kostnað við nýja bíla

Pósturaf Moldvarpan » Fim 08. Ágú 2013 10:48

Er líka á bíl 2000 árgerð, ekkert sem hefur bilað enn. Er að borga 65k fyrir árið í skyldutryggingu.

Mjög hagstætt og dettur ekki í hug að kaupa nýjan bil, been there, done that.



Skjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 477
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Lygar lygar um kostnað við nýja bíla

Pósturaf stefhauk » Fim 08. Ágú 2013 12:09

Er sjálfur á 99 árg af Golf mjög fínn bíll æi alla staði og er að borga sirka 80 þús í tryggingar á ári bíllinn eyðir litlu og er í mjög góðu ásigkomulagi gott lakk, bara búið að vera þetta venjulega viðhald á honum bremsudiskar, klossar, spindlar og þannig lagað.
Viðurkenni það alveg að ég væri alveg til í að vera á nýjum og flottum bíl enn líkurnar á því að ég taki mér lán fyrir slíku eru 1 á móti milljón.



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1069
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Lygar lygar um kostnað við nýja bíla

Pósturaf Hargo » Fim 08. Ágú 2013 13:31

littli-Jake skrifaði:
Hargo skrifaði:. Lögbundna ökutækjatryggingin er að kosta eitthvað um 85-100þús á ári.



Ég var að vinna fyrir ráðgjafafyrirtæki í tryggingabransanum í rúmt ár og þetta er of há upphæð fyrir lögbundna ökutækjatryggingu. Þú ættir að vera að fá Kaskótrygingu á svona 105-110K. Geri ráð fyrir að þú sért ekki 17 ára með bara 1 bíl trygðan


Já sennilegar rétt hjá þér. Er með 2 bíla tryggða (hvorugur í kaskó) og mig minnir að þetta sé upphæðin á öðrum þeirra, er þó ekki 100% viss. Hinsvegar þarf ég að láta gera mér tilboð aftur í tryggingar, finnst maður alveg mega reyna að fá meiri afslátt út á að vera með íbúð, líf-og sjúkdómatryggingu og heimilistryggingu ásamt tveimur bílum hjá sama tryggingafyrirtæki. Hélt reyndar alltaf að kaskó trygging á bíl væri aldrei undir 150þús, en svona er maður glær í þessum bransa.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Lygar lygar um kostnað við nýja bíla

Pósturaf appel » Fim 08. Ágú 2013 19:44

Er á '99 árgerð toyota avensis (á auðvitað skuldlaust)
Ég borga 6.846 á mánuði (82.152 á ári) í tryggingar fyrir bílinn.
Ég kaupi bensín fyrir c.a. 14 þús á mánuði.
Lítill viðhaldsskostnaður, kannski hægt að setja 10 þús á mánuði með olíu og dekkjum.
2 þús opinber gjöld

Semsagt kostnaður fyrir mig um 33 þús á mánuði að eiga notaðan bíl.

Jafnvel þó ég ætti splunkunýjan bíl þá væru þessir rekstrarkostnaðarliðir fyrir hendi, olíuskipting, dekkjaskipting, opinber gjöld, bensín, tryggingar o.s.frv.

Svo er alltaf hægt að vera óheppinn með bíl, sem bilar mikið og mikill viðgerðakostnaður. Ekkert súrara að kaupa notaðan bíl á 500 þús og komast að því að hann þarf viðgerð upp á 200 þús.


*-*

Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Lygar lygar um kostnað við nýja bíla

Pósturaf Danni V8 » Fim 08. Ágú 2013 20:25

appel skrifaði:Er á '99 árgerð toyota avensis (á auðvitað skuldlaust)
Ég borga 6.846 á mánuði (82.152 á ári) í tryggingar fyrir bílinn.
Ég kaupi bensín fyrir c.a. 14 þús á mánuði.
Lítill viðhaldsskostnaður, kannski hægt að setja 10 þús á mánuði með olíu og dekkjum.
2 þús opinber gjöld

Semsagt kostnaður fyrir mig um 33 þús á mánuði að eiga notaðan bíl.

Jafnvel þó ég ætti splunkunýjan bíl þá væru þessir rekstrarkostnaðarliðir fyrir hendi, olíuskipting, dekkjaskipting, opinber gjöld, bensín, tryggingar o.s.frv.

Svo er alltaf hægt að vera óheppinn með bíl, sem bilar mikið og mikill viðgerðakostnaður. Ekkert súrara að kaupa notaðan bíl á 500 þús og komast að því að hann þarf viðgerð upp á 200 þús.


'93 BMW 540i
21þús í tryggingar á mánuði (ábyrgðar + kaskó)
Bensín fyrir 35.000 á mánuði (að meðaltali, kostar 17.500 að tanka, tanka oftast tvisvar. Hef mest tankað fyrir 52þús í einum mánuði)
Lágur viðhaldskostnaður. Bara þetta basic, olía, síur, rúðupiss. Eyddi um 100þús kalli í fyrra í að kaupa allt nýtt í bremsurnar og allar fóðringar undir bílinn og skipti um allt sjálfur.
Dreifi ekki bifreiðagjöldum á mánuði, það er um 21 þús per tímabil.

En er alltaf að eyða meira og meira af peningum í hann. Gera hann flottari, skipta um slithluti sem er ekkert að bara til að hafa nýtt :P

Og síðan tek ég hann af númerum og set í geymslu á veturna. Þannig 8 mánuði ársins er ég bara að borga kaskó trygginguna.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4197
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1351
Staða: Ótengdur

Re: Lygar lygar um kostnað við nýja bíla

Pósturaf Klemmi » Fim 08. Ágú 2013 23:14

Danni V8 skrifaði:21þús í tryggingar á mánuði (ábyrgðar + kaskó)


What? Er þetta ekki aaaallt of há upphæð?