Elko misræmi í verðum.

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

Höfundur
kepler
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Fös 01. Jan 2010 06:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Elko misræmi í verðum.

Pósturaf kepler » Lau 03. Ágú 2013 21:23

Hef oft verslað minnislykla af Elko. Mín reynsla er að stundum hefur borgað sig að panta í gegnum vefverslun þar sem verð þar er í betra samræmi við það sem stendur í blaðinu. Það hefur jú komið fyrir ég hef ekki fundið tilboðin í búðinni sjálfri. Veit það er víst fyrirvari með blaðið að gætu reynst vera villur í því. Nýjasta útspil í dag var að þegar ég fór í Elko í dag fann ég ekki auglýst verð á vöru í búðinni og vefnum-einungis í blaðinu. Fann ekki blaðið í búðinni en hefði ég gert og búð væri ekki að loka hefði ég nú spurt sölumenn að þessu. Ein mynd segir meira víst, dæmið sjálf hvort ykkur finnst þetta í lagi, og ætli einhverji fari og eyði bensíni í að endurheimta þessar 300 krónur? En hvað hefðu nú munað verslun að hafa þá frekar þetta verð rétt en að vera græða þetta misræmi af einhverjum viðskiptavinum?

Hafa aðrir orðið varir við misræmi af vefnum hjá þeim og búð annars vegar? Hvaða verð ætti þá að vera réttast? - það sem er í búðinni sjálfri, netverslun, eða blaði - eða í þessari forgangsröð ef misræmi?

Mynd



Skjámynd

rattlehead
Ofur-Nörd
Póstar: 252
Skráði sig: Fös 02. Des 2011 11:01
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Elko misræmi í verðum.

Pósturaf rattlehead » Lau 03. Ágú 2013 22:57

er ekki alltaf fyrirvari með villur í svona blöðum. Einnig getur verið að þessi blessaða síða hjá þeim er ekki uppfærð.



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Elko misræmi í verðum.

Pósturaf Minuz1 » Sun 04. Ágú 2013 01:52

Keypti þetta um daginn, var á 1995


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

FuriousJoe
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1623
Skráði sig: Mið 24. Mar 2010 20:34
Reputation: 20
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Elko misræmi í verðum.

Pósturaf FuriousJoe » Sun 04. Ágú 2013 02:06

Rosalegt! Sparar þér 300kr. (sem er nálægt 0 kr virði í dag.)

Maður er eiginlega kominn með ógeð af svona markaðsbrögðum.


Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD

Skjámynd

Risaeðla
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Lau 25. Feb 2012 01:13
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Elko misræmi í verðum.

Pósturaf Risaeðla » Sun 04. Ágú 2013 06:56

Hef örsjaldan séð mismun á auglýstu verði og verði í verslun.

Ódýrasta verðið ætti að gilda, en fyrirtæki hlífa sér gjarnan á bakvið fyrirvara um villur o.þ.h.




Tesy
</Snillingur>
Póstar: 1075
Skráði sig: Mán 08. Feb 2010 01:20
Reputation: 12
Staðsetning: 108 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Elko misræmi í verðum.

Pósturaf Tesy » Sun 04. Ágú 2013 11:16

Veistu hvað... Þetta var örugglega bara mistök. ELKO græðir ekkert á því að svindla á fólki fyrir auka 300kr.




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Tengdur

Re: Elko misræmi í verðum.

Pósturaf littli-Jake » Sun 04. Ágú 2013 11:24

Tesy skrifaði:Veistu hvað... Þetta var örugglega bara mistök. ELKO græðir ekkert á því að svindla á fólki fyrir auka 300kr.


Þetta er 16 gig usb lykil. Þetta er sjóðheit vara sem selst í þúsundum eintaka. :guy


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180

Skjámynd

g0tlife
1+1=10
Póstar: 1179
Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
Reputation: 166
Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
Staða: Ótengdur

Re: Elko misræmi í verðum.

Pósturaf g0tlife » Sun 04. Ágú 2013 18:15

finnst líka svo magnað afhverju síðan þeirra er alltaf svona lengi að loadast, hugsa, vinna hvað sem það er kallað


Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''

My CPU's Hot But My Core Runs Cold

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Elko misræmi í verðum.

Pósturaf Gúrú » Sun 04. Ágú 2013 19:04

g0tlife skrifaði:finnst líka svo magnað afhverju síðan þeirra er alltaf svona lengi að loadast, hugsa, vinna hvað sem það er kallað


Vefstjórinn (ef ég man rétt) hjá Elko er búinn að pósta á Vaktina að þeir séu já fyllilega meðvitaðir um að vefsíðan
þeirra sé aldagamalt sorp og að ný sé í vinnslu.

Ástæðan fyrir því að hún er enn í notkun er víst að bakendinn sé fínn þó að það sem snúi að neytendum sé hörmung.


Modus ponens


Höfundur
kepler
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Fös 01. Jan 2010 06:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Elko misræmi í verðum.

Pósturaf kepler » Mán 05. Ágú 2013 14:31

bakendinn fínn...en það sem snýr að notendum-tölvurnar þeirra? :sleezyjoe ...nei, ok ég held ég skilji samt

Minuz1 skrifaði:Keypti þetta um daginn, var á 1995


...pöntun eða beint úr búð?



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Elko misræmi í verðum.

Pósturaf KermitTheFrog » Mán 05. Ágú 2013 14:33

kepler skrifaði:bakendinn fínn...en það sem snýr að notendum-tölvurnar þeirra? :sleezyjoe ...nei, ok ég held ég skilji samt

Minuz1 skrifaði:Keypti þetta um daginn, var á 1995


...pöntun eða beint úr búð?


Allar vefsíður og forrit hafa bakenda og framenda. Bakendinn er kóðinn sem vinnur actual vinnuna á meðan framendinn er viðmótið (GUI) og það sem notandinn sér og getur interactað við. Það er það sem hann meinar.




Kosmor
has spoken...
Póstar: 178
Skráði sig: Fös 20. Maí 2011 19:03
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Elko misræmi í verðum.

Pósturaf Kosmor » Mán 05. Ágú 2013 19:38

Þetta er gamalt Javascript drasl þessi síða. Hún er handónýt.



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Elko misræmi í verðum.

Pósturaf KermitTheFrog » Mán 05. Ágú 2013 19:40

Kosmor skrifaði:Þetta er gamalt Javascript drasl þessi síða. Hún er handónýt.


Og eins og vefstjóri Elko hefur sagt þá er verið að vinna í uppfærslu á síðunni.



Skjámynd

audiophile
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 130
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Elko misræmi í verðum.

Pósturaf audiophile » Mán 05. Ágú 2013 20:36

Þetta er villa. Verðið á að vera 1.995 og gildir það réttilega til 18. ágúst eins og blaðið segir. Eitthvað klikkað á síðunni. Verður skoðað strax í fyrramálið.

Það er líka rétt að það er ný síða í vinnslu og hún verður töluvert betri.

Starfsmaður Elko.


Have spacesuit. Will travel.

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5599
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Elko misræmi í verðum.

Pósturaf appel » Fim 08. Ágú 2013 01:45

Bara það að breyta tenglum úr einhverju javascript sulli í venjulega linka væri nægilega góð breyting fyrir mig.


*-*


Höfundur
kepler
Græningi
Póstar: 41
Skráði sig: Fös 01. Jan 2010 06:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Elko misræmi í verðum.

Pósturaf kepler » Lau 10. Ágú 2013 13:28

Jamm, sá það er búið að leiðrétta þetta því- það kom einmitt annað blað frá Elko með sama tilboði. Fór sjálfur 7.ágúst og sá þá að verðið var komið í 1.995 í Elko í Lindum. Breytir því samt ekki að þann 3. ágúst fór ég á nákvæmlega sama stað í verslun og stafræni verðmiðinn var þá 2.295 en ekki 1.995 á nákvæmlega sömu vöru á sama stað.

Niðurstaðan mín er því þessi, verð út úr verslun var ekki rétt á einhverjum tímapunkti innan tilboðstímabils-þegar verð í blöðum áttu að gilda - það var hærra [var jafnvel fyrst lægra ef tekið mark á Minuz1 hér að ofan], en fór síðan niður. Það klikkaði því eitthvað meira en bara á vefsíðunni :shock: :P
Hvet alla sem eiga leið aftur þangað að fá þetta leiðrétt ef versluðu á hærra verði...

Ójá, hentug vara í bíltækið eða sem 'fjölræsari'

Nokkrir gráir Lexar lyklar bilað upp á síðkastið hjá mér, kaupi þá ekki aftur.

Í framtíðinni merki ég kannski bara við í blaðinu og tek það með mér og bið um staðfestingar hjá sölumönnum hvað varðar verð :|

Hrósa Elko þó fyrir þessa tilkynningu er varðar vefinn.