Razer Mamba Spurning


Höfundur
Gypsyh00k
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Fös 26. Júl 2013 17:51
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Razer Mamba Spurning

Pósturaf Gypsyh00k » Fim 01. Ágú 2013 02:08

Sælir,

Strákurinn hjá mér sló í kók glasið mitt um daginn og fór yfir Razer Mamba músina mína og Scroll takkinn hefur verið mjög stífur hjá mér og þegar ég er að scrolla þá á hún af og til að klikka og allt fokkast bara upp hjá mér.


Hafiði eitthverjar ráðlagningar á hvernig ég ætti að laga þetta ?
Hef sjálfur reynt að finna eitthver myndbönd á youtube enn það segir mér ekkert.
Þetta er Razer mamba 2013 gerðin.



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Razer Mamba Spurning

Pósturaf Kristján » Fim 01. Ágú 2013 09:11

kókið verður af einskonar sýupi inni músini, rosalega stíft og klístrað.

mæli með að taka hana bara í frumeindir og þrífa vel




Höfundur
Gypsyh00k
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Fös 26. Júl 2013 17:51
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Razer Mamba Spurning

Pósturaf Gypsyh00k » Fim 01. Ágú 2013 22:40

Hef gert það enn ekkert virkaði, reyndist líka að scrollið virkaði fullkomlega þegar ég tók hana í sundur.
Mér hefur verið bent á að sumir hafa sett músina sýna í vatns og láta hana þorna yfir nótt þá ætti hún að virka hafi þið eitthvað heyrt um það ?




Kull
Nörd
Póstar: 132
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 19:03
Reputation: 9
Staða: Ótengdur

Re: Razer Mamba Spurning

Pósturaf Kull » Fös 02. Ágú 2013 00:57

Ég hellti einu sinni kók yfir lyklaborðið mitt, ég tók það bara og setti undir eldhúsvakinn og þreif vel, henti á ofn yfir nótt og daginn eftir var það einsog nýtt.



Skjámynd

olafurfo
Ofur-Nörd
Póstar: 246
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 16:24
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Razer Mamba Spurning

Pósturaf olafurfo » Fös 02. Ágú 2013 03:14

Gypsyh00k skrifaði:Hef gert það enn ekkert virkaði, reyndist líka að scrollið virkaði fullkomlega þegar ég tók hana í sundur.
Mér hefur verið bent á að sumir hafa sett músina sýna í vatns og láta hana þorna yfir nótt þá ætti hún að virka hafi þið eitthvað heyrt um það ?


Allt vatn er risky business en ef þetta fær að þorna vel yfir nótt eða eins og fyrri aðili sagð setja á ofn þa sakar ekki að prufa :)

Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2



Skjámynd

Talmir
has spoken...
Póstar: 163
Skráði sig: Fös 27. Sep 2002 01:04
Reputation: 1
Staðsetning: RVK
Staða: Ótengdur

Re: Razer Mamba Spurning

Pósturaf Talmir » Fös 02. Ágú 2013 11:23

"þa sakar ekki að prufa"

Það getur vel sakað að prufa.

Það er oft hægt með lyklaborð að setja þau í vatn og baða þau til að hreinsa gorma/gúmmíhettur og annað, en það er undantekning frekar en einhver regla.
Ef raftækið inniheldur þétta, batterý eða einhverja exposed málmbúta þá er möguleiki á að borðið steiki sjálft sig um leið og vatnið myndar tengingu milli þéttis/batterýs og viðkvæmra rafíhluta, því þéttar eiga það til að innihalda afgangsspennu í einhverja stund eftir að hann hefur verið tekinn úr sambandi (sem er ástæðan fyrir að menn sem vinna með magnara eiga það til að sjokka sjálfa sig). Ef vatn kemst á exposed málmflöt þá getur tækið vel klikkað eftir nokkra daga/vikur vegna ryðs. Ég hef held ég ekki séð mús sem inniheldur ekki einhverja raf-íhluti (þétta, viðnám, mcu) svo ég mæli EKKI með að baða hana í vatni.

Einnig má vel taka fram að það er mikið af steinefnum í Íslensku vatni (ef þú eimar það ekki vel). Það þýðir að þó þú þurkir músina vel eftir baðið þá gæti verið búið að mynda tengingu einhverstaðar milli rafíhluta sem ekki eiga að vera tengdir vegna steinefnana (Merkilega mikið af efni leiðir straum nógu vel til að valda vandamálum).

Einn hér að ofan nefnir að það sé í lagi að setja hlutinn á ofn.
Ekki gera það. Málmur expandar og contractar eftir hitastigi. Það er algeng ástæða bilana á móðurborðum að tölvur verða fyrir miklum hitabreytingum (alltaf verið að slökkva og kveikja á henni). Þetta veldur því að málm rákirnar á móðurborðinu geta mögulega lyft sér hreinlega af pcb brettinu og myndað skammhlaup og/eða tengingarleysi. Ef þú setur músina í vatn og svo beint á ofn þá veldurðu miklum hitabreytingum. Það er ólíklegt að það valdi vandamálum strax en það styttir líftíma músarinnar töluvert. Ef þú baðar músina, láttu hana þorna í stofuhita. Það tekur lengri tíma en fer betur með hana.

Ég mæli með tveimur hlutum í þessari aðstöðu.
1. Ef þú ert fiktari og treistir þér í það þá geturðu tekið músina í sundur, einn hlut í einu. Tekið mynd af hverju skrefi (til að auðvelda samsetningu) og hreinsað það sem þarf að hreinsa. Oftast eru mýs frekar einfaldar í samsetningu.
2. Sent hana í viðgerð. Ef hún er ný þá er hún væntanlega í ábyrgð hjá söluaðilanum.