AntiTrust skrifaði:GuðjónR skrifaði:Ég fékk ljósnet Símanns í gegnum Hringdu á föstudaginn og þvílíkur lúxus! Get loksins horft á 1080 á youtube án þess að buffera fyrst!
Ótrúlegur munur, en það er einn böggur sem ég er að reyna að finna út úr, Airties afruglarinn byrjaði á því að slíta nettenginguna hægri og vinstri í gær.
Sá logfæl frá Hringdu, milli 16:30 og 22:00 slitnaði nettengingin 30 sinnum en um leið og ég tók AirTies úr sambandi þá lagaðist allt.
Viðbót:
Er farinn að gruna rafmangstengin, þ.e. AirTies er tengdur Cat5 via rafmagn, tók kubbana úr sambandi í svona klukkustund og "so far so good".
Kannski þarf ég öflugri tengi.
Léleg powerline tengi eiga ekki/geta ekki haft nein áhrif á símalínuna sjálfa eða tenginguna þar á. Grunar frekar að það sé hreinlega það mikil deyfing á línunni að netið hjá þér verði óstabílt um leið og IPTV streymið fer í gang. Myndi frekar tala við Hringdu og láta þá skoða línugæðin hjá þér.
Gat ekkert unnið í þessu þar sem ég fór í bústað á mánudag og kom heim í gær, en jú ég get útilokað powerline dótið. Er búinn að vera í símanum við Hringdu og Símann til skiptis í allan dag án niðurstöðu.
Verð að hafa slökkt á AirTies því annars er ekkert net. Þetta verður skoðað eitthvað betur eftir helgi. Get ekki ímyndað mér hvað er að valda þessu en vandamálið byrjaði með ljósnetinu. Kannski er splitterinn bilaður ... who knows.