hakkarin skrifaði:urban skrifaði:hækka skatta og auka persónuafslátt.
lægstlaunuðu fá mest útúr því og þeir hærralaunuðu greiða sömu prósentu tölu til ríkisins (að frádregnum persónuafslætti)
Þetta væri mjög ósanngjarnt fyrirkomulag.
Ef að allir fá sama persónuafslátt og allir borga sömu háu skattaprósentuna þá er í rauninni bara verið að skattpína þá sem að eiga penning á meðan aðrir borga lítið sem ekkert.
Segjum að það sé 50% flattur tekjuskattur en að það sé hár 100 þús persónuafsláttur.
Fyndið að koma með eitthvað dæmi með fáránlegum tölum og vera svo hissa á því að fá ekki sanngjarna útkomu. 50% skattur og 100 þúsund króna persónuafsláttur á mánuði? Hef aldrei séð jafn absúrd tölur.
Persónuafsláttur
Persónuafsláttur er skattaafsláttur. Allir sem eru 16 ára og eldri og eru heimilisfastir á landinu eiga rétt á persónuafslætti.
Persónuafsláttur er að fullu millifæranlegur á milli hjóna eða sambúðarfólks.
Persónuafslætti má safna upp á milli mánaða og eftir atvikum nýta afslátt sem maki hefur ekki nýtt sér.
Uppsafnaður persónuafsláttur sem ekki er nýttur innan skattárs fellur niður við upphaf nýs árs.
Persónuafsláttur, á vef rsk.is
Allir sem náð hafa 16 ára aldri á tekjuárinu og eru heimilisfastir á landinu eiga rétt á persónuafslætti. Sama gildir um þá sem hafa rétt til að halda hér á landi skattalegu heimili þrátt fyrir dvöl erlendis vegna náms eða veikinda. Hjá þeim sem ná 16 ára aldri á tekjuárinu reiknast fullur persónuafsláttur fyrir allt árið.
Persónuafsláttur er 48.485 kr. á mánuði á árinu 2013
Þetta finnst mér mjög skynsamleg leið til að koma til móts við tekjulága, námsmenn og barnafólk.
Skattur af launum einstaklinga
Skattur af launum einstaklinga skiptist annars vegar í tekjuskatt til ríkisins og hins vegar í útsvar til sveitarfélaga.
Skattleysismörk taka mið af persónuafslætti og staðgreiðsluhlutfallinu og eru það mörkin sem miðað er við áður en skattur er greiddur af laununum.
Atvinnurekandi dregur staðgreiðsluna af launum launþegans og skilar til innheimtumanns ríkissjóðs.
Launþegar sem starfa á fleiri en einum stað þurfa að upplýsa atvinnurekendur um önnur launuð störf til að rétt hlutfall tekjuskatts sé dregið af launum.
Tekjuskattsþrep launþega eru þrjú: 22,9%, 25,8% og 31,8%. Launaþegar greiða því:
22,9% af tekjum undir 241.475 á mánuði,
25,8% af tekjum frá 241.476 til 739.509 og
31,8% af tekjum yfir 739.509.
Launþegar sem fá greidd laun fyrir sjómannsstörf á íslensku skipi eða skipi sem gert er út af íslensku skipafélagi njóta að auki sérstaks afsláttar og kallast hann sjómannaafsláttur.
Útsvarið sem launþegar greiða af launum sínum er einn af tekjustofnum sveitarfélaga og er það mismunandi eftir sveitarfélögum.
Við staðgreiðslu útsvars er miðað við meðalútsvar allra sveitarfélaga. Á árinu 2013 er lágmarksútsvar 12,44% en hámarksútsvar 14,48%.
Staðgreiðsluhlutfall ársins er 37,32% á tekjur í fyrsta þrepi, 40,22% í öðru þrepi og 46,22% í þriðja þrepi.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB