Að flýja ísland... gjaldeyrir.

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Að flýja ísland... gjaldeyrir.

Pósturaf rango » Fim 18. Júl 2013 16:20

Ég er að fara til afríku 29nd júlí næstkomandi. Verð í 3 vikur með ABC barnahjálps hópnum.

Ég ætlaði að fara taka út dollara s.s. fyrir sjálfri ferðinni enn nei ég á víst að sanna að ég sé virkilega að fara út,
Þannig að ég labbaði út. ER ekki að fara sanna eitt né neitt fyrir þennan fasistaskít sem við köllum íslenska ríkið.... Djöfulli sýður á mér. :mad


Get ég reddað gjaldeyri án vandræða í köpen?




shawks
Græningi
Póstar: 45
Skráði sig: Mán 12. Sep 2011 18:25
Reputation: 10
Staðsetning: localhost
Staða: Ótengdur

Re: Að flýja ísland... gjaldeyrir.

Pósturaf shawks » Fim 18. Júl 2013 16:33

hmmm, skil ekki þessa viðkvæmni í þér. Geturðu ekki framvísað flugmiða eða útprentun sem staðfestir pöntun. Það eru gjaldeyrishöft í landinu og mér finnst þetta bara eðlileg krafa. Við Íslendingar teljum svo sjálfsagt að skauta fram hjá lögum og reglum.


"Time is a drug. Too much of it kills you."


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4192
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1323
Staða: Ótengdur

Re: Að flýja ísland... gjaldeyrir.

Pósturaf Klemmi » Fim 18. Júl 2013 16:33

Getur tekið út í Leifsstöð en þeir taka aðeins meira þar fyrir hvern dollar.




steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Að flýja ísland... gjaldeyrir.

Pósturaf steinarorri » Fim 18. Júl 2013 16:40

Mætir bara með flugmiðann, þetta er bara vesen ef þú vilt gera þetta að veseni.



Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Að flýja ísland... gjaldeyrir.

Pósturaf Haxdal » Fim 18. Júl 2013 16:41

Svona ef vera skyldi að þú hafir lifað undir steini undanfarin ár þá eru gjaldeyrishöft í landinu (og eru búin að vera í þó nokkurn tíma), það hafa allir þurft að framvísa flugmiðum eða annarri staðfestingu á utanlandsferð til að fá að umbreyta krónum í erlendan gjaldeyri.


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6795
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Að flýja ísland... gjaldeyrir.

Pósturaf Viktor » Fim 18. Júl 2013 16:55

Fylgist þú ekki með fréttum? Finnst þú hljóma bara eins og argasti dóni.

Það hafa verið gjaldeyrishöft hérna í mörg ár, það vita allir, nema þú greinilega, að það þarf að framvísa flugmiða til þess að geta tekið út gjaldeyri.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Að flýja ísland... gjaldeyrir.

Pósturaf Gúrú » Fim 18. Júl 2013 17:10

Notaðu þinn eigin gjaldmiðil. Það ætti sko að sýna þessu fasistaríki.


Modus ponens

Skjámynd

Höfundur
rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Að flýja ísland... gjaldeyrir.

Pósturaf rango » Fim 18. Júl 2013 17:39

Gúrú skrifaði:Notaðu þinn eigin gjaldmiðil. Það ætti sko að sýna þessu fasistaríki.


Heyrðu já ég er að prenta þá út as we speak, Þetta verður júllakróna.


..Næ sorry bara sauð ekkert smá á mér búinn að taka strætó í bullandi rigningu haldandi það að þetta sé ekkert mál fyrir einstaklinga.



Skjámynd

Farcry
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 18. Apr 2012 16:38
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Að flýja ísland... gjaldeyrir.

Pósturaf Farcry » Fim 18. Júl 2013 18:00

Eins gleymist lika að allur gjaldeyrir er fengin að láni og kostar okkur sem þjóð morðfé



Skjámynd

Höfundur
rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Að flýja ísland... gjaldeyrir.

Pósturaf rango » Fim 18. Júl 2013 18:18

Farcry skrifaði:Eins gleymist lika að allur gjaldeyrir er fengin að láni og kostar okkur sem þjóð morðfé


Er þetta raunverulega svona slæmt? Enn við erum með fiskinn.




Halli13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 21:49
Reputation: 11
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Að flýja ísland... gjaldeyrir.

Pósturaf Halli13 » Fim 18. Júl 2013 18:47

rango skrifaði:
Farcry skrifaði:Eins gleymist lika að allur gjaldeyrir er fengin að láni og kostar okkur sem þjóð morðfé


Er þetta raunverulega svona slæmt? Enn við erum með fiskinn.


Ef að ástandið á Íslandi væri ekki slæmt þá væri engin þörf fyrir gjaldeyrishöftin, án þeirra myndi krónan hrynja í verði.



Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Að flýja ísland... gjaldeyrir.

Pósturaf Haxdal » Fim 18. Júl 2013 21:01

(mest)Allur okkar gjaldeyrir er fenginn að láni frá erlendum bönkum/þjóðum og bera með sér vexti. Raungengi Íslensku krónunnar er ~300% minna en seðlabankagengið segir til um, minnir að það hafi verið í kringum 300kr fyrir 1$ ( í staðinn fyrir 120kr smkvt seðlabankanum) á svarta markaðnum.


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <

Skjámynd

AngryMachine
has spoken...
Póstar: 174
Skráði sig: Sun 15. Jan 2006 23:53
Reputation: 0
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Að flýja ísland... gjaldeyrir.

Pósturaf AngryMachine » Fim 18. Júl 2013 21:32

rango skrifaði:
Gúrú skrifaði:Notaðu þinn eigin gjaldmiðil. Það ætti sko að sýna þessu fasistaríki.


Heyrðu já ég er að prenta þá út as we speak, Þetta verður júllakróna.


Nú eða tekur bara með þér íslenskar krónur, sýnir þessum áttavilltu útlendingum hvernig alvöru peningar líta út.


____________________
Starfsmaður @ hvergi

Skjámynd

Höfundur
rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Að flýja ísland... gjaldeyrir.

Pósturaf rango » Fim 18. Júl 2013 21:47

AngryMachine skrifaði:
rango skrifaði:
Gúrú skrifaði:Notaðu þinn eigin gjaldmiðil. Það ætti sko að sýna þessu fasistaríki.


Heyrðu já ég er að prenta þá út as we speak, Þetta verður júllakróna.


Nú eða tekur bara með þér íslenskar krónur, sýnir þessum áttavilltu útlendingum hvernig alvöru peningar líta út.


Jæja þeir eiga eftir að horfa á mig eins og... tja íslending \:D/


Haxdal skrifaði:(mest)Allur okkar gjaldeyrir er fenginn að láni frá erlendum bönkum/þjóðum og bera með sér vexti. Raungengi Íslensku krónunnar er ~300% minna en seðlabankagengið segir til um, minnir að það hafi verið í kringum 300kr fyrir 1$ ( í staðinn fyrir 120kr smkvt seðlabankanum) á svarta markaðnum.

Nú ókey.

Mér finst helst að það ætti bara að vera einn universal gjaldmiðill, Og í leiðinni taka niður þetta úrelta concept um ríki og landamæri.


Annars bara telja upp á tíu áður enn maður snappar á allt og öllum, Fyrsta sinn sem ég er að fara út fyrir danmörk :oops:
sorry.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Að flýja ísland... gjaldeyrir.

Pósturaf tdog » Fös 26. Júl 2013 21:44

universal gjaldmiðill, sjáðu bara Evruna. Evran er að súnka í hafið. Concept um ríki og landamæri, ólíkir menningarhópar þurfa ólík lönd og hafa aðrar þarfir.



Skjámynd

Höfundur
rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Að flýja ísland... gjaldeyrir.

Pósturaf rango » Fös 26. Júl 2013 21:51

tdog skrifaði:universal gjaldmiðill, sjáðu bara Evruna. Evran er að súnka í hafið. Concept um ríki og landamæri, ólíkir menningarhópar þurfa ólík lönd og hafa aðrar þarfir.


Ég reddaði þessu á endanum,

Er líka búinn að spá í því með menningarhópa. Mín hugmynd um að leggja niður löndum og landamærum er svipað og með öll fylki bandaríkjana. Þaraðsegja ég vill varðveita frakkland enn samt bjóða upp á sömu lög í frakklandi og þýskalandi t.d.
þetta verður einungis hægt ef lögin taka sem minst og jöfn mannréttindi sem gengur yfir menningu.

Ég var búinn að tala við einn um þetta og kom til tals þrepaskipt lög,
Mannréttindi - 1
Menning - 2

etc. Og það sem mannréttindarþrepið segir til um getur menningar þrepið ekki breytt, Og t.d. væri þá einhver munur á frakklandi og íran án þess að gera aðhlaup að mannréttindum eða lögum mikilvægu einstaklingsfrelsi.




straumar
has spoken...
Póstar: 194
Skráði sig: Lau 15. Jún 2013 21:50
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Að flýja ísland... gjaldeyrir.

Pósturaf straumar » Fim 08. Ágú 2013 05:01

abc er kristið starf og því mætti ætla þar sem þú ferð út á þeirra vegum að þú sert kristinn. tók eftir þú ávarpar í þinum upphafspósti djöfulinn. Mér finnst það frekar ekki við hæfi ef þú ert kristinn ??

sbr. ".. Djöfulli sýður á mér."



Skjámynd

Olafst
Ofur-Nörd
Póstar: 285
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 12:29
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Að flýja ísland... gjaldeyrir.

Pósturaf Olafst » Fim 08. Ágú 2013 07:57

straumar skrifaði:tók eftir þú ávarpar í þinum upphafspósti djöfulinn. Mér finnst það frekar ekki við hæfi ef þú ert kristinn ??

Ef Guð er til, þá er Djöfullinn til, ekki satt?
Ætti þá ekki að vera í lagi að nefna hann á nafn, alveg eins og Guð?

Ef það er guðlast að leggja nafn Guðs við hégóma, þá hlýtur hann að fá prik fyrir að (djöflast) leggja nafn Djöfulsins við hégóma.
Það væri ójafnvægi í öðru :)

On topic: Sé að þú ert búinn að redda þessu og farinn út, þá er lítið annað en að segja bara eigðu góða ferð!




DabbiGj
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Að flýja ísland... gjaldeyrir.

Pósturaf DabbiGj » Fim 08. Ágú 2013 10:41

lítið mál að taka út peninga í hraðbönkum erlendis