Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5590
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1051
- Staða: Ótengdur
Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
How Microsoft handed the NSA access to encrypted messages
http://www.guardian.co.uk/world/2013/ju ... -user-data
Þeir segja að gögnin manns eru örugg, og þeir passi upp á privacy manns, en núna er komið í ljós að það eru bara lygar.
Hvernig er hægt að treysta þessu fyrirtæki þegar þeir hafa brotið trúnað og logið um það? Er einhverju hægt að treysta frá þeim? Hvað með þetta Windows Update sem keyrir 24/7 á tölvunni manns og þeir segjast lofa að senda engin persónugreinanleg gögn né gögn um notkun á Microsoft þjónana, á að treysta því? Er þetta ekki allt bara eitt stórt SPYWARE?
http://www.guardian.co.uk/world/2013/ju ... -user-data
Þeir segja að gögnin manns eru örugg, og þeir passi upp á privacy manns, en núna er komið í ljós að það eru bara lygar.
Hvernig er hægt að treysta þessu fyrirtæki þegar þeir hafa brotið trúnað og logið um það? Er einhverju hægt að treysta frá þeim? Hvað með þetta Windows Update sem keyrir 24/7 á tölvunni manns og þeir segjast lofa að senda engin persónugreinanleg gögn né gögn um notkun á Microsoft þjónana, á að treysta því? Er þetta ekki allt bara eitt stórt SPYWARE?
*-*
-
- Vaktari
- Póstar: 2277
- Skráði sig: Fim 02. Sep 2010 18:20
- Reputation: 20
- Staðsetning: Grafarvogur
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
Allir í Linux?
og nota gogoduck.com í staðinn fyrir google
og nota gogoduck.com í staðinn fyrir google
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1521
- Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
- Reputation: 132
- Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
- Staða: Ótengdur
Re: Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
Plushy skrifaði:Allir í Linux?
og nota gogoduck.com í staðinn fyrir google
það eru allveg til 3party dulkóðanir fyrir þá sem ekki vilja Lynux..
appel skrifaði:How Microsoft handed the NSA access to encrypted messages
http://www.guardian.co.uk/world/2013/ju ... -user-data
Þeir segja að gögnin manns eru örugg, og þeir passi upp á privacy manns, en núna er komið í ljós að það eru bara lygar.
Hvernig er hægt að treysta þessu fyrirtæki þegar þeir hafa brotið trúnað og logið um það? Er einhverju hægt að treysta frá þeim? Hvað með þetta Windows Update sem keyrir 24/7 á tölvunni manns og þeir segjast lofa að senda engin persónugreinanleg gögn né gögn um notkun á Microsoft þjónana, á að treysta því? Er þetta ekki allt bara eitt stórt SPYWARE?
þetta er frekar bad move hjá microsoft, fynst mér allavegna.. En ef maður spáir í því kemur þetta lítið á óvart.. því miður
MCTS Nov´12
Asus eeePc
Asus eeePc
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
Það er ekki bara Microsoft! Einnig Google, Apple og Yahoo.
Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 4 Beta
Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 4 Beta
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6795
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Tengdur
Re: Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
Minni líka á https://startpage.com/
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1006
- Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
- Reputation: 19
- Staðsetning: Heima
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
Eru þeir ekki að brjóta þá á rétti manns? Er þá ekki hægt að fara í mál við þá?
Re: Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
hagur skrifaði:Er ég einn um að vera slétt sama um þetta allt?
Nei, það eru sorglega margir á þessari línu.
-
- Kóngur
- Póstar: 6372
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 455
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
halldorjonz skrifaði:Eru þeir ekki að brjóta þá á rétti manns? Er þá ekki hægt að fara í mál við þá?
þetta kemur allt fram í skilmálunum sem þú samþykktir án þess að lesa
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1006
- Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
- Reputation: 19
- Staðsetning: Heima
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
worghal skrifaði:halldorjonz skrifaði:Eru þeir ekki að brjóta þá á rétti manns? Er þá ekki hægt að fara í mál við þá?
þetta kemur allt fram í skilmálunum sem þú samþykktir án þess að lesa
Hvað er þá fólk að væla að þeir séu að brjóta á rétti manns? Ef þetta er í skilmálunum þá er þetta bara okkar og þeirra
Re: Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
halldorjonz skrifaði:worghal skrifaði:halldorjonz skrifaði:Eru þeir ekki að brjóta þá á rétti manns? Er þá ekki hægt að fara í mál við þá?
þetta kemur allt fram í skilmálunum sem þú samþykktir án þess að lesa
Hvað er þá fólk að væla að þeir séu að brjóta á rétti manns? Ef þetta er í skilmálunum þá er þetta bara okkar og þeirra
það er brot á mannrétindasáttmálanum að semja af sér almenn mannréttindi..
Inngangsorð
Þar sem viðurkenning þess að allir séu jafnbornir til virðingar og óafsalanlegra réttinda er undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum,
12. grein
Eigi má að geðþótta raska einkalífi, fjölskyldulífi, heimili eða bréfaskriftum nokkurs einstaklings, né heldur ráðast á æru hans eða mannorð. Ber öllum lagavernd gagnvart slíkum afskiptum eða árásum.
30. grein
Ekkert í yfirlýsingu þessari má túlka á þann veg að nokkru ríki, hópi eða einstaklingi sé heimilt að aðhafast nokkuð það er stefni að því að gera að engu einhver þau réttindi eða frelsi sem hér hafa verið upp talin.
ASRock B650E PG-ITX WiFi AMD Ryzen 9 7950X PowerColor "Red Devil" RX 7900 XTX 24GB G.Skill Trident Z5 RGB 32GB (2 x 16GB) DDR5-6000 stýrikerfi: wd black sn850x 2TB WD RED 4TB WD RED 4TB 65" LG B8 OLED TV
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 342
- Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
- Reputation: 17
- Staða: Ótengdur
Re: Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
Af hverju er microsoft tekið sérstaklega fram í fyrirsögnum þegar þetta á við apple, google, yahoo, facebook ofl. líka?
Eru þeir grófari en hinir eða hvað, hef enga trú á því, allir álíka slæmir held ég.
Eru þeir grófari en hinir eða hvað, hef enga trú á því, allir álíka slæmir held ég.
-
- has spoken...
- Póstar: 160
- Skráði sig: Fös 07. Jún 2013 14:43
- Reputation: 7
- Staða: Ótengdur
Re: Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
Kallið mig kærulausan, mér er bara drullusama um þetta allt á meðan þetta snertir mitt líf ekki beint. Kannski að samsærismenn þurfi að fara nota Linux og gogoduck..
-
- Besserwisser
- Póstar: 3337
- Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
- Reputation: 35
- Staðsetning: /dev/null
- Staða: Ótengdur
Re: Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
Mér er kannski ekki sama, en hvað getur maður gert?
Verið reiði minnihlutinn sem þeir hlusta ekki á? Og notast við einhverja crappy ass leitarvél eða Linux.
Nei takk.
i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64
-
- Besserwisser
- Póstar: 3089
- Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
- Reputation: 65
- Staða: Ótengdur
Re: Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
Maður er orðin smá forvitinn ... við hvað eruð þið hræddir ?
Hvaða geimvísindi eða hernaðarleyndarmál eruð þið eiginlega að geyma á tölvunum ykkar sem USA hefur áhuga á ?
Hvaða geimvísindi eða hernaðarleyndarmál eruð þið eiginlega að geyma á tölvunum ykkar sem USA hefur áhuga á ?
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3162
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 545
- Staðsetning: ::1
- Staða: Tengdur
Re: Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
Allavegana enginn að fara store-a heimatilbúna bláa á þessum græjum
Just do IT
√
√
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5590
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1051
- Staða: Ótengdur
Re: Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
Ég held að fólk sem finnst þetta ekkert merkilegt sé bara ekki alveg búið að fatta hve vel er fylgst með því, né hvernig er hægt að nota þessi gögn og í hvaða tilgangi.
Nú er ég nýlega búinn að setja upp "Ghostery" í Firefox, sem blockar alla trackera, en sýnir mér um leið hvaða trackera voru blockeraðir. Eftir örlitla notkun þá sé ég að nánast allar vefsíður sem ég nota (nema vaktin.is ) eru með líklega 20 trackera og marga þá sömu, s.s. Google Adsense.
Með því að vensla saman þessar tracker upplýsingar út frá ip tölu, smákökum o.fl. á miðlægum stað er hægt að "reconstructa" alla þína netnotkun. Þannig getur einhver hjá NSA, FBI eða álíka fengið prófíl um allt sem þú skoðar, alla tölvupósta þína, allt sem þú hefur skrifað, o.s.frv.
Jafnvel þó engir trackerar eru að fylgjast með þér þá fara IP pakkar um internetið sem PRISM "grípur" frá bakbeinum í BNA, setur í grunninn og getur venslað aftur saman við IP tölu þína, Google accountinn þinn, og Skype notkun.
Þar sem nær öll internetnotkun Íslands fer annaðhvort til BNA eða Bretlands (sem er með álíka program og deilir þeim upplýsingum með BNA) þá er fylgst með öllum íslendingum.
Kannski er þér sama núna, en eftir nokkur ár eða áratugi þegar þú vilt taka þátt í stjórnmálum eða kannski ferðast til BNA þá gæti komið babb í bátinn, því NSA/FBI eiga ítarlegt yfirlit yfir allt þitt "online" líf og atferli, mörg ár eða áratugi aftur í tímann.
Jafnvel þó þér sé skítsama um sjálfan þig, þá þarftu að íhuga það að þetta snertir okkur öll. Hvernig hefur þú fullvissu um að ekki sé fylgst með öllum alþingismönnum okkar, forsætisráðherra, o.s.frv? Hvernig veistu hvort NSA/FBI noti ekki þessi gögn til þess að kúga stjórnmálamenn Íslands, þá sömu og setja lög á Íslandi sem gætu snert þig?
Ég hef t.d. tekið þátt í pólitískum umræðum í mörg mörg ár á internetinu, undir dulnefni, en ekki undir duldri IP tölu né hafa gögnin verið dulkóðuð. Mér datt þetta ekki í hug. En núna veit ég það að hatrömm gagnrýni mín gagnvart stefnu BNA er núna geymd og skrásett að eilífu hjá NSA, og auðvelt er að vensla þetta allt saman við raunverulegt nafn mitt. Næst þegar ég heimsæki BNA kann ég að vera handtekinn eða mér synjað um inngöngu í landið.
Líklegra er að við þurfum að lifa með þessu frekar en að það verði slökkt á þessu (hvenær hefur þú fullvissu um að það sé búið að slökkva alfarið á þessu?). Dulkóðunartækni mun án efa verða mun vinsælli núna. Fólk hefur fengið hressilega raunveruleikasprautu frá honum Snowden hvað persónuvernd á internetinu varðar.
Nú er ég nýlega búinn að setja upp "Ghostery" í Firefox, sem blockar alla trackera, en sýnir mér um leið hvaða trackera voru blockeraðir. Eftir örlitla notkun þá sé ég að nánast allar vefsíður sem ég nota (nema vaktin.is ) eru með líklega 20 trackera og marga þá sömu, s.s. Google Adsense.
Með því að vensla saman þessar tracker upplýsingar út frá ip tölu, smákökum o.fl. á miðlægum stað er hægt að "reconstructa" alla þína netnotkun. Þannig getur einhver hjá NSA, FBI eða álíka fengið prófíl um allt sem þú skoðar, alla tölvupósta þína, allt sem þú hefur skrifað, o.s.frv.
Jafnvel þó engir trackerar eru að fylgjast með þér þá fara IP pakkar um internetið sem PRISM "grípur" frá bakbeinum í BNA, setur í grunninn og getur venslað aftur saman við IP tölu þína, Google accountinn þinn, og Skype notkun.
Þar sem nær öll internetnotkun Íslands fer annaðhvort til BNA eða Bretlands (sem er með álíka program og deilir þeim upplýsingum með BNA) þá er fylgst með öllum íslendingum.
Kannski er þér sama núna, en eftir nokkur ár eða áratugi þegar þú vilt taka þátt í stjórnmálum eða kannski ferðast til BNA þá gæti komið babb í bátinn, því NSA/FBI eiga ítarlegt yfirlit yfir allt þitt "online" líf og atferli, mörg ár eða áratugi aftur í tímann.
Jafnvel þó þér sé skítsama um sjálfan þig, þá þarftu að íhuga það að þetta snertir okkur öll. Hvernig hefur þú fullvissu um að ekki sé fylgst með öllum alþingismönnum okkar, forsætisráðherra, o.s.frv? Hvernig veistu hvort NSA/FBI noti ekki þessi gögn til þess að kúga stjórnmálamenn Íslands, þá sömu og setja lög á Íslandi sem gætu snert þig?
Ég hef t.d. tekið þátt í pólitískum umræðum í mörg mörg ár á internetinu, undir dulnefni, en ekki undir duldri IP tölu né hafa gögnin verið dulkóðuð. Mér datt þetta ekki í hug. En núna veit ég það að hatrömm gagnrýni mín gagnvart stefnu BNA er núna geymd og skrásett að eilífu hjá NSA, og auðvelt er að vensla þetta allt saman við raunverulegt nafn mitt. Næst þegar ég heimsæki BNA kann ég að vera handtekinn eða mér synjað um inngöngu í landið.
Líklegra er að við þurfum að lifa með þessu frekar en að það verði slökkt á þessu (hvenær hefur þú fullvissu um að það sé búið að slökkva alfarið á þessu?). Dulkóðunartækni mun án efa verða mun vinsælli núna. Fólk hefur fengið hressilega raunveruleikasprautu frá honum Snowden hvað persónuvernd á internetinu varðar.
*-*
Re: Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
Það að "hafa ekkert að fela" er engin ástæða til að vera sama um njósnir.
https://www.techdirt.com/articles/20110 ... ment.shtml
https://www.techdirt.com/articles/20110 ... ment.shtml
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 943
- Skráði sig: Sun 08. Mar 2009 16:52
- Reputation: 16
- Staða: Ótengdur
Re: Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
Ég á glænýja Brothers Ritvél, verð: 90 þúsund, annars selst hún til Rússlands fyrir þann pening
"I think the phrase rhymes with Clucking Bell!"
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
intenz skrifaði:
Mér er kannski ekki sama, en hvað getur maður gert?
Verið reiði minnihlutinn sem þeir hlusta ekki á? Og notast við einhverja crappy ass leitarvél eða Linux.
Nei takk.
Nákvæmlega sama hugarfar og hjá mér. Auðvitað er þetta ekki aaaaalveg í lagi, what can you do.
Re: Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
Menn verða að hafa það í huga að þetta eru allt bandarísk fyrirtæki og þar af leiðandi verða að framfylgja lögum í USA. Efast um að þessi fyrirtæki hafi haft frumkvæði af þessu.
Stórefast líka um að þetta PRISM kerfi hafi raunverulega áorkað einhverju/komið í veg fyrir hryðjuverk, þetta er algjört information overflow.
Þessi leynilög eru samin og samþykkt af "framsóknarmönnum" þeirra bandaríkjamanna , svo dansa bara allir með, fullt af verktökum á spena alríkisins sem stórgræða á þessari vitleysu.
Stórefast líka um að þetta PRISM kerfi hafi raunverulega áorkað einhverju/komið í veg fyrir hryðjuverk, þetta er algjört information overflow.
Þessi leynilög eru samin og samþykkt af "framsóknarmönnum" þeirra bandaríkjamanna , svo dansa bara allir með, fullt af verktökum á spena alríkisins sem stórgræða á þessari vitleysu.
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
appel skrifaði:Ég held að fólk sem finnst þetta ekkert merkilegt sé bara ekki alveg búið að fatta hve vel er fylgst með því, né hvernig er hægt að nota þessi gögn og í hvaða tilgangi.
Nú er ég nýlega búinn að setja upp "Ghostery" í Firefox, sem blockar alla trackera, en sýnir mér um leið hvaða trackera voru blockeraðir. Eftir örlitla notkun þá sé ég að nánast allar vefsíður sem ég nota (nema vaktin.is ) eru með líklega 20 trackera og marga þá sömu, s.s. Google Adsense.
Með því að vensla saman þessar tracker upplýsingar út frá ip tölu, smákökum o.fl. á miðlægum stað er hægt að "reconstructa" alla þína netnotkun. Þannig getur einhver hjá NSA, FBI eða álíka fengið prófíl um allt sem þú skoðar, alla tölvupósta þína, allt sem þú hefur skrifað, o.s.frv.
Jafnvel þó engir trackerar eru að fylgjast með þér þá fara IP pakkar um internetið sem PRISM "grípur" frá bakbeinum í BNA, setur í grunninn og getur venslað aftur saman við IP tölu þína, Google accountinn þinn, og Skype notkun.
Þar sem nær öll internetnotkun Íslands fer annaðhvort til BNA eða Bretlands (sem er með álíka program og deilir þeim upplýsingum með BNA) þá er fylgst með öllum íslendingum.
Kannski er þér sama núna, en eftir nokkur ár eða áratugi þegar þú vilt taka þátt í stjórnmálum eða kannski ferðast til BNA þá gæti komið babb í bátinn, því NSA/FBI eiga ítarlegt yfirlit yfir allt þitt "online" líf og atferli, mörg ár eða áratugi aftur í tímann.
Jafnvel þó þér sé skítsama um sjálfan þig, þá þarftu að íhuga það að þetta snertir okkur öll. Hvernig hefur þú fullvissu um að ekki sé fylgst með öllum alþingismönnum okkar, forsætisráðherra, o.s.frv? Hvernig veistu hvort NSA/FBI noti ekki þessi gögn til þess að kúga stjórnmálamenn Íslands, þá sömu og setja lög á Íslandi sem gætu snert þig?
Ég hef t.d. tekið þátt í pólitískum umræðum í mörg mörg ár á internetinu, undir dulnefni, en ekki undir duldri IP tölu né hafa gögnin verið dulkóðuð. Mér datt þetta ekki í hug. En núna veit ég það að hatrömm gagnrýni mín gagnvart stefnu BNA er núna geymd og skrásett að eilífu hjá NSA, og auðvelt er að vensla þetta allt saman við raunverulegt nafn mitt. Næst þegar ég heimsæki BNA kann ég að vera handtekinn eða mér synjað um inngöngu í landið.
Líklegra er að við þurfum að lifa með þessu frekar en að það verði slökkt á þessu (hvenær hefur þú fullvissu um að það sé búið að slökkva alfarið á þessu?). Dulkóðunartækni mun án efa verða mun vinsælli núna. Fólk hefur fengið hressilega raunveruleikasprautu frá honum Snowden hvað persónuvernd á internetinu varðar.
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
Re: Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
Er þetta ekki bara leið fyrir BNA til að minnka atvinnuleysi í landinu ? ^^,
En eg er á þvi að mér er þannig séð allveg sama, samt ekki.. eins og margir segja væri hægt að nota þessar upplýsingar gegn blásaklausu fólki og BNA ein og sér hafa ekkert að gera með upplýsingar frá hvað... 500.000.000 manns? Algjört overflow
Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2
En eg er á þvi að mér er þannig séð allveg sama, samt ekki.. eins og margir segja væri hægt að nota þessar upplýsingar gegn blásaklausu fólki og BNA ein og sér hafa ekkert að gera með upplýsingar frá hvað... 500.000.000 manns? Algjört overflow
Sent from my GT-I9300 using Tapatalk 2
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1020
- Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
- Reputation: 101
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Ekki hægt að treysta Microsoft vörum og þjónustum
Hmmm spurning hvort maður þurfi að fara skipta um email?
http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett ... 90416+and+
http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett ... 90416+and+