27" skjáir - 1440p eða 120hz

Skjámynd

Höfundur
tveirmetrar
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Lau 31. Mar 2012 15:41
Reputation: 19
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

27" skjáir - 1440p eða 120hz

Pósturaf tveirmetrar » Lau 06. Júl 2013 12:02

Sælir vaktarar.

Er búinn að vera skoða skjái á fullu og á í miklum erfiðleikum með að velja á milli IPS 1440p eða TN 120hz 1080p.
Spila mikið leiki og mikið af þeim 1. persónu skotleiki.

Búinn að vera lesa hægri vinstri á netinu og menn tala um betri liti og betra útli í 1440p en aftur á móti ghosting, input lag ofl sem skaðar 1440, sérstaklega í 1. persónu skotleikjum.

Sem leikjaspilari en samt áhugamaður um fallega grafík, hvað væri valið hjá ykkur.

Sem dæmi um 2 skjái:

http://tolvutek.is/vara/dell-ultrasharp ... ar-svartur
Fallegur IPS 1440p

http://tolvutek.is/vara/benq-xl2720t-27 ... ar-svartur
120hz Gaming 1080p

Specs:
I5-3570k
8gb 1600
GTX Titan


Hardware perri

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5593
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: 27" skjáir - 1440p eða 120hz

Pósturaf appel » Lau 06. Júl 2013 12:38

Myndi bara fara og skoða skjáina.


*-*


donzo
spjallið.is
Póstar: 429
Skráði sig: Fim 19. Jún 2008 18:17
Reputation: 1
Staðsetning: Rúminu hans Zedro..
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 27" skjáir - 1440p eða 120hz

Pósturaf donzo » Lau 06. Júl 2013 12:58

Fer eftir því hvernig fps leiki þú spilar, ef það er t.d. (Cod / BF3 / CS) þá mæli ég með 120hz skjánum sem er með 1ms viðbragðstíma miðað við að hinn er 8ms, af eigin reynslu við hardcore fps leiki á sínum tíma skiptir hertzin og viðbragðstíminn við fps leiki.



Skjámynd

demaNtur
Kerfisstjóri
Póstar: 1250
Skráði sig: Þri 30. Nóv 2010 17:18
Reputation: 66
Staðsetning: 192.168.1.254
Staða: Ótengdur

Re: 27" skjáir - 1440p eða 120hz

Pósturaf demaNtur » Lau 06. Júl 2013 14:05

donzo skrifaði:Fer eftir því hvernig fps leiki þú spilar, ef það er t.d. (Cod / BF3 / CS) þá mæli ég með 120hz skjánum sem er með 1ms viðbragðstíma miðað við að hinn er 8ms, af eigin reynslu við hardcore fps leiki á sínum tíma skiptir hertzin og viðbragðstíminn við fps leiki.


Þetta.



Skjámynd

Höfundur
tveirmetrar
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Lau 31. Mar 2012 15:41
Reputation: 19
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 27" skjáir - 1440p eða 120hz

Pósturaf tveirmetrar » Lau 06. Júl 2013 14:07

Já ég er alveg sammála... Samt eitthvað súrt við að kaupa 1080p skjá þegar 1440p er alveg að verða nýji std.


Hardware perri

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: 27" skjáir - 1440p eða 120hz

Pósturaf mind » Lau 06. Júl 2013 14:53

Myndi vissulega ekki kaupa mér BenQ skjáinn með það í huga að hann sé einhverskonar leikjaskjár, hann hefur kannski 120Hz en ekki svartímann til að bakka það upp, svartíminn á honum er verri en á dell.

Mynd
Mynd



Skjámynd

Höfundur
tveirmetrar
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Lau 31. Mar 2012 15:41
Reputation: 19
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 27" skjáir - 1440p eða 120hz

Pósturaf tveirmetrar » Lau 06. Júl 2013 15:06

mind skrifaði:Myndi vissulega ekki kaupa mér BenQ skjáinn með það í huga að hann sé einhverskonar leikjaskjár, hann hefur kannski 120Hz en ekki svartímann til að bakka það upp, svartíminn á honum er verri en á dell.

Mynd
Mynd


Alternatives?


Hardware perri

Skjámynd

Baraoli
FanBoy
Póstar: 765
Skráði sig: Lau 04. Jún 2011 18:09
Reputation: 14
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: 27" skjáir - 1440p eða 120hz

Pósturaf Baraoli » Lau 06. Júl 2013 18:17

Ég er með dell 1440p.. Uss því líkur munur á 1440p og 1080p! Mun adrei geta farið tilbaka:)


MacTastic!

Skjámynd

Höfundur
tveirmetrar
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Lau 31. Mar 2012 15:41
Reputation: 19
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 27" skjáir - 1440p eða 120hz

Pósturaf tveirmetrar » Lau 06. Júl 2013 18:19

Mjög skiptar skoðanir á þessu...
Menn með 120hz skjái sem fara í 60hz 1440p eru margir mjög óánægðir.


Hardware perri

Skjámynd

Baraoli
FanBoy
Póstar: 765
Skráði sig: Lau 04. Jún 2011 18:09
Reputation: 14
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: 27" skjáir - 1440p eða 120hz

Pósturaf Baraoli » Lau 06. Júl 2013 18:29

Ertu að fara í 120hz fyrir 3D? Ætlaru að fara í surround? Ef það er nei við báðum segi ég 1440 alla leið var akkrat sömu pælingum og þú fyrir sirka mánuði;)


MacTastic!

Skjámynd

Höfundur
tveirmetrar
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Lau 31. Mar 2012 15:41
Reputation: 19
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 27" skjáir - 1440p eða 120hz

Pósturaf tveirmetrar » Mið 10. Júl 2013 04:54

Nú er ég búinn að sitja í 6 tíma og skoða skjái og ég er akkúrat engu nær.
Er hægt að fara í 1440p skjá sem er skítsæmilega góður hvað varðar input lag og responsiveness?

Finn ekkert sem nær undir 16ms input lag og er 1440p og 27" eða stærra.
Einhver sem veit um draumaskjáinn?


Hardware perri

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: 27" skjáir - 1440p eða 120hz

Pósturaf SolidFeather » Mið 10. Júl 2013 09:28

Ég spilaði lengi vel alla leikina á Dell 2405 og fann ekki fyrir input laggi/háu response rate, poonaði noobana alveg hægri vinstri.

Ég hefði skellt mér á Dell 2713 ef ég hefði ekki komist að því að þeir þjást flestir af þvílíku backlight bleedi og crosshatching veseni

http://en.community.dell.com/cfs-file.a ... .photo.JPG

Ef maður er í USA þá er ekkert mál að skipta þeim út hjá Dell, en ég efast um að það sé hægt hér á landi. Ég allaveganna vill ekki taka sénsinn á því fyrir 100.000+ skjá.


XL2720T styður 2d lightboost, sem er eitthvað sem þú ættir að skoða frekar held ég.

http://hardforum.com/showthread.php?t=1734114


Svo eru það nottla allir þessir ódýru 1440p IPS skjáir frá Kóreu, sem flestir eru 120hz eða þá hægt er að overclocka þá.



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: 27" skjáir - 1440p eða 120hz

Pósturaf Kristján » Mið 10. Júl 2013 09:42




Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: 27" skjáir - 1440p eða 120hz

Pósturaf mind » Mið 10. Júl 2013 11:01

tveirmetrar skrifaði:Nú er ég búinn að sitja í 6 tíma og skoða skjái og ég er akkúrat engu nær.
Er hægt að fara í 1440p skjá sem er skítsæmilega góður hvað varðar input lag og responsiveness?

Finn ekkert sem nær undir 16ms input lag og er 1440p og 27" eða stærra.
Einhver sem veit um draumaskjáinn?

Skjával er eiginlega bara of einstaklingsbundið til að hægt sé með einhverri vissu að ráðleggja öðrum. Sumir skynja liti mjög vel, aðrir skynja riðin og enn aðrir skynja blæðingar og ljósmismun.
Fyrsta reglan varðandi sjónvörp og skjá er - kíktu á staðinn, sjáðu gripinn, þetta er sjónrænn hlutur!

Finndu skjá sem þér líst vel á hvað varðar liti og lýsingu, hunsaðu allar upplýsingar um svartíma. Þegar þú ert búinn að finna 2-3 skjái sem þér líst vel á farðu þá og flettu upp svartímanum á þeim.
Og hafðu í huga að mjög skammsýnt er að setja svartíma fyrir sig. Það er rosalega þægilegt að hafa eina tölu til að fara eftir og halda að eigin skynjun á svartíma sé rosalega góð, en flest allir falla á blindri prufun. Gerðu ráð fyrir að skynjun þín gæti verið léleg í svartíma en góð í t.d. litum og þar með þú betur settur með litaréttan skjá (til að sjá óvini í skugga t.d.)




ronneh88
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Mán 31. Mar 2008 10:37
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: 27" skjáir - 1440p eða 120hz

Pósturaf ronneh88 » Mið 10. Júl 2013 15:19

mind skrifaði:Myndi vissulega ekki kaupa mér BenQ skjáinn með það í huga að hann sé einhverskonar leikjaskjár, hann hefur kannski 120Hz en ekki svartímann til að bakka það upp, svartíminn á honum er verri en á dell.

Mynd
Mynd


Þessi mynd er algjörlega tilgangslaust rusl þar sem að þetta "test" var gert á 60 hertzum en ekki 120 sem BenQ skjárinn er hannaður fyrir.



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: 27" skjáir - 1440p eða 120hz

Pósturaf mind » Mið 10. Júl 2013 17:01

ronneh88 skrifaði:Þessi mynd er algjörlega tilgangslaust rusl þar sem að þetta "test" var gert á 60 hertzum en ekki 120 sem BenQ skjárinn er hannaður fyrir.

Ef þetta er svona algjört tilgangslaust rusl þá ætti nú að vera lítið mál fyrir þig að hrista betri upplýsingar úr erminni.

120Hz(8,3ms per frame) vs 60Hz(16,7ms per frame). Hámarks mögulegur munur gæti því verið 8ms, eða 36% af heildartímanum.
Og þá erum við að gjörsamlega hunsa allar mögulegar breytur eins og tilbúning rammans og svartíma pixla.




ronneh88
Græningi
Póstar: 48
Skráði sig: Mán 31. Mar 2008 10:37
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: 27" skjáir - 1440p eða 120hz

Pósturaf ronneh88 » Mið 10. Júl 2013 17:27

mind skrifaði:
ronneh88 skrifaði:Þessi mynd er algjörlega tilgangslaust rusl þar sem að þetta "test" var gert á 60 hertzum en ekki 120 sem BenQ skjárinn er hannaður fyrir.

Ef þetta er svona algjört tilgangslaust rusl þá ætti nú að vera lítið mál fyrir þig að hrista betri upplýsingar úr erminni.

120Hz(8,3ms per frame) vs 60Hz(16,7ms per frame). Hámarks mögulegur munur gæti því verið 8ms, eða 36% af heildartímanum.
Og þá erum við að gjörsamlega hunsa allar mögulegar breytur eins og tilbúning rammans og svartíma pixla.



Ég þarf ekki að hrista neitt fram úr erminni þetta review og þetta comment dæmir sig sjálft
http://www.anandtech.com/show/6963/benq ... r-reviewed

Legg til að þú lesir í gegnum þetta review ásamt commentunum og kynnir þér síðan lightboost.
Svo legg ég til að þú prufir 1. persónu skotleiki á svona skjá og svo Dell skjánum fyrrnefnda sem þú sagðir að væri með betri response time :D



Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: 27" skjáir - 1440p eða 120hz

Pósturaf mind » Mið 10. Júl 2013 18:22

ronneh88 skrifaði:Ég þarf ekki að hrista neitt fram úr erminni þetta review og þetta comment dæmir sig sjálft
http://www.anandtech.com/show/6963/benq ... r-reviewed

Legg til að þú lesir í gegnum þetta review ásamt commentunum og kynnir þér síðan lightboost.
Svo legg ég til að þú prufir 1. persónu skotleiki á svona skjá og svo Dell skjánum fyrrnefnda sem þú sagðir að væri með betri response time :D


Legg til að þú, kynnir þér síðan, svo legg ég til að þú, sem þú sagðir að væri...

Ég ætla frekar nota tímann í eitthvað uppbyggilegt, OP hefur vonandi allt sem hann þarf.



Skjámynd

Höfundur
tveirmetrar
Tölvutryllir
Póstar: 651
Skráði sig: Lau 31. Mar 2012 15:41
Reputation: 19
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: 27" skjáir - 1440p eða 120hz

Pósturaf tveirmetrar » Þri 16. Júl 2013 21:31

SolidFeather skrifaði:Ég spilaði lengi vel alla leikina á Dell 2405 og fann ekki fyrir input laggi/háu response rate, poonaði noobana alveg hægri vinstri.

Ég hefði skellt mér á Dell 2713 ef ég hefði ekki komist að því að þeir þjást flestir af þvílíku backlight bleedi og crosshatching veseni

http://en.community.dell.com/cfs-file.a ... .photo.JPG

Ef maður er í USA þá er ekkert mál að skipta þeim út hjá Dell, en ég efast um að það sé hægt hér á landi. Ég allaveganna vill ekki taka sénsinn á því fyrir 100.000+ skjá.


XL2720T styður 2d lightboost, sem er eitthvað sem þú ættir að skoða frekar held ég.

http://hardforum.com/showthread.php?t=1734114


Svo eru það nottla allir þessir ódýru 1440p IPS skjáir frá Kóreu, sem flestir eru 120hz eða þá hægt er að overclocka þá.


Fór í Advania og þeir fullyrtu að backlight bleeding = 100% ábyrgðarmál, 1 dauður pixill = 100% ábyrgðarmál.
Kom mér svolítið á óvart þar sem almennt er þetta ekki svona í tölvuverslunum hérna á Íslandi.
Þetta með 5+ dauða pixla eða álíka lágmark hérna heima er algjört bullshit og yrði aldrei samþykkt úti, nema þá í einhverjum ódýrum kóreyskum skjám.


Hardware perri

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: 27" skjáir - 1440p eða 120hz

Pósturaf SolidFeather » Þri 16. Júl 2013 21:48

tveirmetrar skrifaði:
SolidFeather skrifaði:Ég spilaði lengi vel alla leikina á Dell 2405 og fann ekki fyrir input laggi/háu response rate, poonaði noobana alveg hægri vinstri.

Ég hefði skellt mér á Dell 2713 ef ég hefði ekki komist að því að þeir þjást flestir af þvílíku backlight bleedi og crosshatching veseni

http://en.community.dell.com/cfs-file.a ... .photo.JPG

Ef maður er í USA þá er ekkert mál að skipta þeim út hjá Dell, en ég efast um að það sé hægt hér á landi. Ég allaveganna vill ekki taka sénsinn á því fyrir 100.000+ skjá.


XL2720T styður 2d lightboost, sem er eitthvað sem þú ættir að skoða frekar held ég.

http://hardforum.com/showthread.php?t=1734114


Svo eru það nottla allir þessir ódýru 1440p IPS skjáir frá Kóreu, sem flestir eru 120hz eða þá hægt er að overclocka þá.


Fór í Advania og þeir fullyrtu að backlight bleeding = 100% ábyrgðarmál, 1 dauður pixill = 100% ábyrgðarmál.
Kom mér svolítið á óvart þar sem almennt er þetta ekki svona í tölvuverslunum hérna á Íslandi.
Þetta með 5+ dauða pixla eða álíka lágmark hérna heima er algjört bullshit og yrði aldrei samþykkt úti, nema þá í einhverjum ódýrum kóreyskum skjám.



Ég vissi einmitt af þessu með pixlana, en ekki backlight bleedið. Hefði kannski átt að spyrja betur. Þetta á allaveganna við um Professional og Ultrasharp skjáina veit ég.

Dell taka allaveganna við skjám með backlightbleeding og dauðum pixlum, erlendis. Kannski tekur maður þá sénsinn á einum, hann lítur nefnilega alveg helvíti vel út í búðinni.




ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2542
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: 27" skjáir - 1440p eða 120hz

Pósturaf ÓmarSmith » Mið 07. Ágú 2013 11:24

http://www.philips.co.uk/c/computer-mon ... ab_00/prd/

þessi er til hjá Tölvulistanum á 49990



Er að nota svona sem aukaskjá í dag og hann er meiriháttar.

Hentar mjög vel bæði í myndvinnslu og leikjaspilun.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s