Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5611
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf appel » Sun 02. Jún 2013 02:41

Ég skoða reglulega með að skipta úr Windows og yfir í Linux, og þá prófa ég Ubuntu í Virtualboxi. Er búinn að vera keyra nýjasta ubuntu í tvo daga og er orðinn pirraður á þessu.

Vissulega er margt orðið gott, sérstaklega orðið auðvelt að setja upp forrit með þessu ubuntu app store.

En oh my god hvað allt viðmótið er asnalegt samanborið við Windows 7 sem ég er með.
- Litir ugly... of dökkir og ekki nægilega neutral
- Klunnalegir rammar á gluggunum
- Iconin á rammanum (loka, maximize, minimize) eru ferleg.
- Scrollbarin á gluggum er bara retarded og ónáttúrulegur
- EKKI HÆGT AÐ STAÐSETJA HELVÍTIS LAUNCHERINN NIÐRI!!!
- Nánast enginn "out of the box" möguleiki á að customiza viðmótið, breyta um themes og liti.
- Default fonturinn (Ubuntu font) er klunnalegur.
- Að vera með tvo svona "bars", þ.e. barinn efst uppi og svo launcher bar er algjör sóun á skjáplássi. Windows task bar er mun betri.
- Þoli ekki top barinn, hann breytist alltaf miðað við hvaða gluggi er valinn. Þetta er eins í Mac. En þetta er svo mikið bull að vera með application menuinn ótengdan applicationinu. Þetta meikar kannski sense ef allir gluggar væru alltaf maximized, en þegar þú ert með kannski 4-5 glugga fyrir framan þig í einu þá meikar þetta engan sense.
- Cursors eru viðbjóðslegir.
- Rammar á gluggum alltof mjóir svo erfitt er að grípa í borderinn til að resiza. Í windows 7 er myndarlegur c.a. 7 pixla borði.

Er líklega búinn að eyða 3-4 klst í að reyna fríska aðeins upp á þetta með einhverjum utilities, en það virðist vera ómögulegt að breyta nokkru sem skiptir máli. Tókst reyndar að breyta fontinum, en get ekki fært launcherinn annað þrátt fyrir mikla leit að lausn.


Ég er ekki að segja að Ubuntu/Linux eigi að líta eins út og Windows 7, en ég geri þá lágmarkskröfu að mér líði ekki einsog ég sé í gluggaumhverfi frá 1994... og það eru óteljandi svona "aesthetics" smáatriði í Ubuntu sem minna mig á þá tíma.



TL;DR: Væl væl væl linux ljótt.


*-*

Skjámynd

rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf rango » Sun 02. Jún 2013 02:48

Heyrðu KDE all the way er með ubuntu og kde í staðin fyrir þetta unity/gnome MAC OS ripoff.

Mynd

Getur líka prufað linux mint cinnamon,

Mynd



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1746
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf Kristján » Sun 02. Jún 2013 02:50

þú getur ekki gert neinar helvítis kröfur á hluti sem eru GEFINS!!!!

það segir sig nú sjálft.....



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5611
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf appel » Sun 02. Jún 2013 03:02

Mér finnst KDE nefnilega ekkert flottara, og þessar skjámyndir eru stútfullar af þessu sama rugli hvað hönnun varðar.

Hið súra við Linux desktop er að hann hefur batnað mikið, en það vantar bara áherslumuninn svo hann verði samkeppnishæfur við Windows. Það er einsog þeir sem eyða púðrinu í að þróa Linux desktop séu steingeldir hvað varðar hönnun. Það eru allskonar smáatriði sem þeir hunsa, en gera svo mikið fyrir overall upplifun notandans.

Og ég nenni ekki að eyða tíma mínum í að reyna modifya look n' feelið, þetta á að koma flott "out of the box".


*-*

Skjámynd

rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf rango » Sun 02. Jún 2013 03:06

appel skrifaði:Mér finnst KDE nefnilega ekkert flottara, og þessar skjámyndir eru stútfullar af þessu sama rugli hvað hönnun varðar.

Hið súra við Linux desktop er að hann hefur batnað mikið, en það vantar bara áherslumuninn svo hann verði samkeppnishæfur við Windows. Það er einsog þeir sem eyða púðrinu í að þróa Linux desktop séu steingeldir hvað varðar hönnun. Það eru allskonar smáatriði sem þeir hunsa, en gera svo mikið fyrir overall upplifun notandans.

Og ég nenni ekki að eyða tíma mínum í að reyna modifya look n' feelið, þetta á að koma flott "out of the box".


Linux er ekki "out of the box." eitt né neitt, Þú ert að fara eiða einvherjum tíma í stýrikerfið, Enn aftur á móti þá færðu gazzalega mikið vald.
t.d. hvað keyrir og hvernig það keyrir, Frá enterprise clusteri yfir í 512Mb rasperry pi.

Linux keyrir á hnetu basically.
http://www.extremetech.com/extreme/1242 ... t-linux-pc

Mynd


Kristján skrifaði:þú getur ekki gert neinar helvítis kröfur á hluti sem eru GEFINS!!!!

það segir sig nú sjálft.....


Jú víst upp að einhverju marki, Canonical er comercial fyrirtæki og býður uppá tæknilega aðstoð fyrir ubuntu for a price.

Þetta er ekki eins og ef einvher gefur þér kveikjara, Þá kvartarðu ekkert ef að kveikjarinn er bilaður.

T.d. ef W8 er bilað þá gerirðu kröfu á microsoft að þeir eigi að laga þetta,
ENN ef linux er bilað þá gerirðu kröfu á samfélagið, Samfélagið þarf samt ekki að laga þetta því þetta er jú open-source.

Vissulega ef einhvað er bilað Þá myndi ég ráðleggja þér að laga það sjálfur og gefa til baka í samfélagið,
Þetta flækist auðvitað einhvað þegar þú ert með commercial backing.


Síðast enn ekki síst villtu plís senda Kristján viðvörun, Fyrir ofbóðslega asnalegt og offensive orðalag... or not þúrt löggan ekki ég.

http://en.wikipedia.org/wiki/Canonical_Ltd.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5611
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf appel » Sun 02. Jún 2013 03:21

Kristján skrifaði:þú getur ekki gert neinar helvítis kröfur á hluti sem eru GEFINS!!!!

það segir sig nú sjálft.....


Jú, ég get það víst. And I think I just did! \:D/

Það er hörmung að menn halda að gagnrýni sé alltaf ætluð til niðurrifs. Hið sorglega er að ef þessir Linux menn tækju mark á svona athugasemdum þá myndu mun fleiri nota Linux sem desktop.

Gallinn við linux er þetta "developer mentality", allt einhverjir kerfiskallalúðar sem sjá sólina tvisvar á ári. Þeim mislíkar við allar breytingar og nýjar hugmyndir, þeir telja viðmótið vera aukaatriði, mestu máli skiptir að kóðinn sé fallegur og réttu compile libraries séu uppsett. Komi einhver og kvartar undan viðmótinu þá segja þeir viðkomandi að fara til fjandans, því mannleg samskipti eru ekki þeirra sterka hlið. Þegar þeir gera tilraun til að betrumbæta viðmótið þá byrjar þeir á að tækla vandamál sem eru ekki til og eða púðrinu í að gera enn eitt theme eða einhvern ónauðsynlegan effect sem lætur glugga minimizast/maximizast flottara, og það þarf jú að keyra c.a. 20 skipanir í skelinni og editera 2 config skrár til að fá það til að virka.


*-*

Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf hfwf » Sun 02. Jún 2013 04:13

Átt bara nota linux sem console, það er ekki good for anything else. Win for the rest. IMO ofc.



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3175
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 02. Jún 2013 04:32

hfwf skrifaði:Átt bara nota linux sem console, það er ekki good for anything else. Win for the rest. IMO ofc.


Nokkuð sammála þér með það, Linux distro sem webserver ownar MS web server big time. Hef ekki með nokkru móti náð að venja mig á að nota Linux distro fyrir desktop vélar.

Finnst nokkuð gott move hjá Microsoft að rippa LVM hugmyndafræðina með Storage spaces í win8 og server 2012 þar sem þetta einfaldar það að manage-a diska bæði í desktop vélum og netþjónum (reyndar nokkuð mörgum árum á eftir linux heiminum í þeim fræðum).

Þegar á botnin er hvolft þá er ég tilbúinn að eyða smá í leyfiskostnað Vs að þurfa að pirra mig á viðmóti sem ég er ekki sáttur við.


Just do IT
  √


skoffin
Fiktari
Póstar: 74
Skráði sig: Mán 31. Jan 2011 20:21
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf skoffin » Sun 02. Jún 2013 10:55

Hjaltiatla skrifaði:Þegar á botnin er hvolft þá er ég tilbúinn að eyða smá í leyfiskostnað Vs að þurfa að pirra mig á viðmóti sem ég er ekki sáttur við.


Ef þér líkar ekki við viðmótið í Ubuntu Unity þá geturðu skoðað t.d. KDE, Gnome Shell, LXDE eða XFCE. Ef þér líkar ekki við viðmótið í Windows 8 þá, hvað, kaupirðu start-takka á 5 dollara?



Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3175
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf Hjaltiatla » Sun 02. Jún 2013 11:20

"Start-hnappurinn snýr aftur" :)
http://www.m5.is/?gluggi=frett&id=190953

Tja... þegar ég horfi á tímann sem maður eyðir í að nota tölvuna VS peninginn sem kostar í leyfi þá finnst mér það í raun ekkert stórar upphæðir fyrir stýrikerfi sem mér lýst á og virkar vel. En maður er svo sem enginn fanboy þannig að ef eitthvað af linux distroinum væru með flott UI (að mínu mati) þá myndi ég skipta yfir anyday.


Just do IT
  √


snjokaggl
Fiktari
Póstar: 62
Skráði sig: Lau 10. Júl 2010 00:51
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf snjokaggl » Sun 02. Jún 2013 11:33

Linux getur verið mikið fallegra en mörg stýrikerfi á markaðnum í dag.
Þú þarft bara að hafa fyrir því að breyta því.



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3080
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 48
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf beatmaster » Sun 02. Jún 2013 11:43

Zorin?

Mynd


Mynd


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


topas
Ofur-Nörd
Póstar: 244
Skráði sig: Mið 16. Jún 2010 11:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf topas » Sun 02. Jún 2013 12:18

Ég hef aldrei skilið afhverju menn eru að ætlast til að Linux líti út eins og Windows eða Mac Os X. Þetta eru einfaldlega mismunandi stýrikerfi með sýna kosti og galla. Mætti ekki alveg eins spyrja "af hverju er ekki Os X eins og Windows".

Ég nota Os X og Linux mikið og mér fynnst Windows viðmótið ömurlegt. En það er bara mín skoðun. Ég gæti því eins spurt "af hverju er windows ekki líkara Os X"

Fjölbreyttni er góð. Endalausar stælingar eru af hinu slæma.




Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf Gislinn » Sun 02. Jún 2013 12:25

Ef þú vilt endilega windows look-a-like linux desktop þá geturu þess vegna installað þessum pakka. Þarft að hafa gnome desktop environment áður en þú instalar þessu.

Hvað varðar ubuntu þá er default desktop environmentið á því unity sem er alveg skelfilegt umhverfi (og ástæðan fyrir því afhverju margir Linux notendur færðu sig yfir í önnur stýrikerfi).

skoffin skrifaði:Ef þér líkar ekki við viðmótið í Ubuntu Unity þá geturðu skoðað t.d. KDE, Gnome Shell, LXDE eða XFCE. Ef þér líkar ekki við viðmótið í Windows 8 þá, hvað, kaupirðu start-takka á 5 dollara?


Sammála þessu. Möguleikarnir í Linux er ástæðan fyrir því að ég nota það.


common sense is not so common.

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2730
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf SolidFeather » Sun 02. Jún 2013 12:43

Jebb. Linux er ljótt. Sérstaklega Unity. Linux Mint með Cinnamon er svona skást finnst mér.

Xubuntu er líka fínt, það notar XFCE og er svona stílhreint og minimal.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf tdog » Sun 02. Jún 2013 14:32

Eru menn bara ekki of vanir að fá allt upp í hendurnar?



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf dori » Sun 02. Jún 2013 15:46

Öll þessi kerfi hafa galla í notendaviðmótinu (Windows og OSX alls ekki undanskilin). Það þarf bara að læra að fara framhjá þeim göllum sem hafa áhrif á notkunarmynstrið hjá manni.

Gott dæmi um hrikalegt UX. OSX, opna nokkra glugga frá sama forriti, sá sem þú þarft er falinn á bakvið þann sem er uppi núna -> engin leið að komast í hann nema með því að fela gluggann sem þú ert í núna (þarf hugsanlega að endurtaka ef það eru margir á undan í röðinni) eða með því að opna expose sem tekur miklu lengri tíma en cmd+tab.



Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf Xovius » Sun 02. Jún 2013 15:59

dori skrifaði:Öll þessi kerfi hafa galla í notendaviðmótinu (Windows og OSX alls ekki undanskilin). Það þarf bara að læra að fara framhjá þeim göllum sem hafa áhrif á notkunarmynstrið hjá manni.

Gott dæmi um hrikalegt UX. OSX, opna nokkra glugga frá sama forriti, sá sem þú þarft er falinn á bakvið þann sem er uppi núna -> engin leið að komast í hann nema með því að fela gluggann sem þú ert í núna (þarf hugsanlega að endurtaka ef það eru margir á undan í röðinni) eða með því að opna expose sem tekur miklu lengri tíma en cmd+tab.


Hreyfi nú bara músina mína útí horn skjásins og fæ upp alla glugga sem ég er með opna þegar ég er í makkanum mínum.
Annars er ég hrifnastur af win8 tölvunni minni, hef reyndar ekki prófað linux neitt að viti.
(og fyrir þá sem voru að tala um að kaupa start takka á 5$ þá er alveg tonn af fríum, betri startökkum!)



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5611
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf appel » Sun 02. Jún 2013 16:00

Tökum líka einn STÓRAN galla í notendaviðmóti í Ubuntu:

Þegar þú ALT-TABBAR, þá verður músin þín óvirk og þú getur ekki valið úr ALT-TAB listanum með músinni einsog í Windows heldur þarftu að nota tab hnappinn til að fara í gegnum allt.

Hitt er svo, ástæðan sem ég hef heyrt um afhverju Linux er svona slæmt í notendaviðmóti er sú að Microsoft og Apple eru búin að patenta allt saman. T.d. er Microsoft líklega búið að patenta þessa lausn hérna að ofan að geta smellt á glugga í alt-tab lista með músinni.

En það útskýrir samt ekki afhverju allt annað viðmót er bara ugly as hell burtséð frá productivity aspecti.


*-*

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf dori » Sun 02. Jún 2013 16:18

Xovius skrifaði:
dori skrifaði:Öll þessi kerfi hafa galla í notendaviðmótinu (Windows og OSX alls ekki undanskilin). Það þarf bara að læra að fara framhjá þeim göllum sem hafa áhrif á notkunarmynstrið hjá manni.

Gott dæmi um hrikalegt UX. OSX, opna nokkra glugga frá sama forriti, sá sem þú þarft er falinn á bakvið þann sem er uppi núna -> engin leið að komast í hann nema með því að fela gluggann sem þú ert í núna (þarf hugsanlega að endurtaka ef það eru margir á undan í röðinni) eða með því að opna expose sem tekur miklu lengri tíma en cmd+tab.


Hreyfi nú bara músina mína útí horn skjásins og fæ upp alla glugga sem ég er með opna þegar ég er í makkanum mínum.
Annars er ég hrifnastur af win8 tölvunni minni, hef reyndar ekki prófað linux neitt að viti.
(og fyrir þá sem voru að tala um að kaupa start takka á 5$ þá er alveg tonn af fríum, betri startökkum!)

Það að fá upp alla opna glugga er alveg örugglega kallað expose. Það er líka hægt að ýta á ctrl+down til að fá upp expose með gluggum bara frá virku forriti (fljótlegra en að fá upp alla glugga). Það er samt eitthvað sem gerir alltaf ráð fyrir því að þú þarft að finna gluggann á skjánum og smella á hann (eða fara í að nota örvarnar og enter). Mun seinlegra en alt+tab þegar þú veist hvað þú ert að gera og hvar næsti gluggi er.

En annars er ég mjög sammála appel með það að notendaviðmótið á Ubuntu sé hörmulegt. Ég notaði það síðast af viti þegar Unity var nýtt og mér sýnist það síst hafa skánað síðan þá. Ég myndi uppfæra í Debian og prufa mig áfram með einhverja Gnome stillingarpakka til að finna eitthvað sem þú fílar ágætlega. Svo er hægt að fara í að laga smáatriði sem fara í taugarnar á þér (þykkt á gluggaborða, icon í efri borðanum á gluggum, röðin á þeim iconum o.s.frv. er allt stillanlegt).




thehulk
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Þri 20. Júl 2010 15:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf thehulk » Sun 02. Jún 2013 18:03

Menn eiga bíða eftir Wayland sem Ubuntu er að þróa. Það á eftir að umbylta öllu looki í linux




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf coldcut » Mið 05. Jún 2013 13:45

thehulk skrifaði:Menn eiga bíða eftir Wayland sem Ubuntu er að þróa. Það á eftir að umbylta öllu looki í linux

Ubuntu er ekki að þróa Wayland og ég sé ekki hverju Wayland mun breyta varðandi notendaviðmót.


Annars er unity bæði gott og slæmt. Það eru nokkrir hlutir sem ég fíla við Unity en fleiri hlutir sem ég fíla við Gnome3 þannig að ég nota það.
En ég ætla að segja við þig appel það sama og ég segi við Windows-lið sem ætlar í Linux-desktop: Zorin OS eða Mint með Cinnamon er málið fyrir þig. Ekki einu sinni reyna hitt til að byrja með (jafnvel aldrei!).

Ég er búinn að nota Linux á desktop í 7 ár núna og hefur líkað mjög vel fyrir utan millibilsástandið þegar Unity og Gnome3 komu út en það truflaði mig svosem ekki mikið. Það er ekki orðinn möguleiki fyrir mig að nota Windows desktop og það minnkar allt productivity hjá mér. OS X er fínt til síns brúks en fyrir mér hefur það orðið verra nýlega, Snow Leopard var alveg vel nothæft (Gnome 2 samt betra, svo ég tali nú ekki um tiling-vm með Gnome panel og þjónustum).

appel skrifaði:...allt einhverjir kerfiskallalúðar sem sjá sólina tvisvar á ári. Þeim mislíkar við allar breytingar og nýjar hugmyndir, þeir telja viðmótið vera aukaatriði...


APOLOGIZE!



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5611
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1054
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf appel » Mið 05. Jún 2013 14:31

coldcut skrifaði:APOLOGIZE!


Never! :hnuss


*-*


arnarg
Græningi
Póstar: 31
Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 21:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf arnarg » Mið 05. Jún 2013 18:08

Ég er ósammála flestum hérna, mér finnst Unity bara vera fínt. Nota samt Linux Mint Cinnamon á borðtölvunni því Unity var alltaf að bila með AMD catalyst drivernum eftir kernel update. Held samt að málið sé að fá sér Arch Linux með tiling window manager á borð við i3wm fyrir forritun í skólanum í vetur.

Edit: Oh btw, lærið keyboard shortcuts og að nota terminal. Það er mun fljótlegra heldur en að nota músina í hvaða stýrikerfi sem er.




Zorba
spjallið.is
Póstar: 450
Skráði sig: Fös 09. Feb 2007 16:04
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Afhverju er Linux svona ljótt á desktop?

Pósturaf Zorba » Mið 05. Jún 2013 22:59

Annað atkvæði á linux mint,ubuntu hefur alltaf verið horbjóður.
Þá sérstaklega með gnome 3/unity :pjuke