3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf rooti?


Höfundur
gjemli555
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fös 31. Maí 2013 13:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf rooti?

Pósturaf gjemli555 » Fös 31. Maí 2013 14:00

Keypti galaxy s4 síma hjá nova fyrir um 3 vikum, núna í gær byrjuðu allt í einu nokkrir pixlar að detta út, allir á svipuðum stað. Einni mínutu eftir það er skjárinn alveg dottin út, síminn virkar greinilega allur fyrir utan skjáinn þar sem ég get enþá swipeað puttanum yfir skjáinn og heyrt unlock soundið. Ég prufaði að opna símann til þess að taka batteríð úr í nokkrar mínutur til að sjá hvort það myndi laga þetta og það fyrsta sem ég tek eftir þegar ég geri það eru tvær fjólubláleitar rispur akkúrat á sama stað undir skjánum þar sem pixlanir byrjuðu að detta út.
Nú hafði ég aldrei opnað þennan símann áður ekki einusinni til að setja sim kortið og batteríð í þar sem einhver þjónustufulltrúi hjá nova gerði það fyrir mig þannig að það er augljóst að þessar rispur eru ekki eftir mig.
Ég rootaði símann fyrir 2 vikum og það hefur ekkert verið að honum eftir það, Þannig nú spyr ég er hann dottin úr ábyrgð útaf ég rootaði hann? Ekki getur verið að ég hafi eyðlagt skjáinn með því að roota símann? Hlýtur þetta ekki að vera útaf þessum rispum þar sem þær eru á sama stað og pixlanir byrjuðu að detta út? Síminn hefur alltaf verið í hulstri og ég hefi aldrei misst hann.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf tdog » Fös 31. Maí 2013 14:03

Ábyrgðin er á vélbúnaðinum, ekki hugbúnaðinum. Þér er frjálst að setja upp hvaða hugbúnað sem er á símann rétt eins og tölvu sem þú kaupir.




andrespaba
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 12:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf andrespaba » Fös 31. Maí 2013 14:09

viewtopic.php?f=73&t=53617&p=511915#p511290

Ég lenti í svipuðu, skjárinn dó eftir nokkrar klst. Var ekki með hann rootaðann.


i7-3770 - Z77X-UD5H - 16GB 1600MHz - GTX670 - SSD 256GB 840Pro - Antec CP-850W & P183 - Dell U2412M 22“Acer - ASUS Xonar Essence STX
unRAID NAS Server 10.5TB


Höfundur
gjemli555
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fös 31. Maí 2013 13:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf gjemli555 » Fös 31. Maí 2013 14:14

tdog skrifaði:Ábyrgðin er á vélbúnaðinum, ekki hugbúnaðinum. Þér er frjálst að setja upp hvaða hugbúnað sem er á símann rétt eins og tölvu sem þú kaupir.


Já hef heyrt þetta áður, hef líka heyrt að ábyrgðin detti úr gildi fyrir vélbúnaðin ef maður rootar hann




thehulk
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Þri 20. Júl 2010 15:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf thehulk » Fös 31. Maí 2013 14:14

tdog skrifaði:Ábyrgðin er á vélbúnaðinum, ekki hugbúnaðinum. Þér er frjálst að setja upp hvaða hugbúnað sem er á símann rétt eins og tölvu sem þú kaupir.


Þetta er ekki alveg svo einfalt með síma að gera. Þegar þú kaupir sima þá er hann uppsettur beint frá framleiðanda. Þetta er svipað og þú kaupir sjónvarp og þú ferð að breyta "root" uppsetningum í sjónvarpinu. Síðan þegar fólk er búið að "roota" símana, þá er möguleiki að overclock og annað sem tengist hardware...




Höfundur
gjemli555
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fös 31. Maí 2013 13:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf gjemli555 » Fös 31. Maí 2013 14:17

andrespaba skrifaði:http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=73&t=53617&p=511915#p511290

Ég lenti í svipuðu, skjárinn dó eftir nokkrar klst. Var ekki með hann rootaðann.


úff léttir að heyra þetta, þýðir þetta ekki að það sé eiginlega alveg öruggt að þetta sé þá ekki útaf rootinu?




thehulk
Fiktari
Póstar: 99
Skráði sig: Þri 20. Júl 2010 15:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf thehulk » Fös 31. Maí 2013 14:19

Þú ert samt búinn að eiga við símann - svo það er ekkert víst að þeir eiga eftir að hlífa þér



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2347
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 59
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf Gunnar » Fös 31. Maí 2013 14:38

tengja hann við tölvu og resetta hann?




Höfundur
gjemli555
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fös 31. Maí 2013 13:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf gjemli555 » Fös 31. Maí 2013 14:43

Gunnar skrifaði:tengja hann við tölvu og resetta hann?


það þarf að fara í eitthvað sérstakt mode sem ég get ekki útaf ég sé ekki á skjáinn :cry:
endilega koma með fleiri svör hefur einhver reynslu af nova í svona málum?



Skjámynd

Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf Swooper » Fös 31. Maí 2013 15:27

tdog skrifaði:Ábyrgðin er á vélbúnaðinum, ekki hugbúnaðinum. Þér er frjálst að setja upp hvaða hugbúnað sem er á símann rétt eins og tölvu sem þú kaupir.

Þetta er rétt. Nánari útskýring: Raftækjum (og þar með símum) keyptum innan EES fylgir gjarnan tvenns konar ábyrgð. Annars vegar ábyrgð frá framleiðanda (sem er ekki skylda að bjóða, en margir framleiðendur bjóða hana samt), og hins vegar lögbundin 2 ára ábyrgð seljanda. Fyrri ábyrgðin getur verið með hvaða skilyrðum sem framleiðandinn vill, og í tilviki Android síma dettur hún oft (alltaf? ekki viss) út ef maður rootar eða flashar custom ROM. Sú seinni ógildist ekki nema það sé hægt að sanna það að neytandinn hafi skemmt tækið með fikti.

OP: Þú ert 99% safe sýnist mér, virðist vera galli á sumum eintökum af S4 og root hefur ekkert að gera með þetta, enda vélbúnaðarvandamál.


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1

Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3849
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Tengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf Tiger » Fös 31. Maí 2013 16:24

Er þetta eitthvað öðruvísi en skjákort t.d? Ef þú setur upp moddað bios á skjákort og það brick-ast að þá er engin framleiðandi sem tekur ábyrð á kortinu þannig? Bara spyr.



Skjámynd

rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf rango » Fös 31. Maí 2013 16:57

Tiger skrifaði:Er þetta eitthvað öðruvísi en skjákort t.d? Ef þú setur upp moddað bios á skjákort og það brick-ast að þá er engin framleiðandi sem tekur ábyrð á kortinu þannig? Bara spyr.


Já því android væri nær hugbúnaðinum sem notar skjákortið t.d. er öruglega bios á flestum android tækjum.



Skjámynd

Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf Swooper » Fös 31. Maí 2013 17:00

Tiger skrifaði:Er þetta eitthvað öðruvísi en skjákort t.d? Ef þú setur upp moddað bios á skjákort og það brick-ast að þá er engin framleiðandi sem tekur ábyrð á kortinu þannig? Bara spyr.

Framleiðandinn, nei. En búðin sem seldi skjákortið verður að bjóða ábyrgð nema hún geti sannað að þú hafir skemmt kortið.


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1


wicket
FanBoy
Póstar: 778
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 75
Staða: Ótengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf wicket » Fös 31. Maí 2013 17:08

Unrootar bara símann, þeir sjá ekki að þú hafir gert nokkuð nema að þú hafir flashað nýjum kernel þá sjá þeir það.




Höfundur
gjemli555
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Fös 31. Maí 2013 13:45
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf gjemli555 » Fös 31. Maí 2013 17:49

wicket skrifaði:Unrootar bara símann, þeir sjá ekki að þú hafir gert nokkuð nema að þú hafir flashað nýjum kernel þá sjá þeir það.


Jam það er það sem ég ætla reyna að gera en þar sem maður þarf að fara í eitthvað sérstakt mode til að gera það í símanum sjálfum verður það tricky. Veit einhver hvort það sé hægt án þess að fara í þetta recovery mode eða hvað sem þetta kallast?



Skjámynd

Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf Swooper » Fös 31. Maí 2013 17:52

gjemli555 skrifaði:
wicket skrifaði:Unrootar bara símann, þeir sjá ekki að þú hafir gert nokkuð nema að þú hafir flashað nýjum kernel þá sjá þeir það.


Jam það er það sem ég ætla reyna að gera en þar sem maður þarf að fara í eitthvað sérstakt mode til að gera það í símanum sjálfum verður það tricky. Veit einhver hvort það sé hægt án þess að fara í þetta recovery mode eða hvað sem þetta kallast?

Þarft þess ekkert, síminn er í ábyrgð alveg sama þó þú hafir rootað hann.


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1


hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf hkr » Fös 31. Maí 2013 18:47

Swooper skrifaði:
gjemli555 skrifaði:
wicket skrifaði:Unrootar bara símann, þeir sjá ekki að þú hafir gert nokkuð nema að þú hafir flashað nýjum kernel þá sjá þeir það.


Jam það er það sem ég ætla reyna að gera en þar sem maður þarf að fara í eitthvað sérstakt mode til að gera það í símanum sjálfum verður það tricky. Veit einhver hvort það sé hægt án þess að fara í þetta recovery mode eða hvað sem þetta kallast?

Þarft þess ekkert, síminn er í ábyrgð alveg sama þó þú hafir rootað hann.


Jafn vel þó svo að þú brickar símann með því að roota hann?



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf Gúrú » Fös 31. Maí 2013 20:26

hkr skrifaði:Jafn vel þó svo að þú brickar símann með því að roota hann?


Ef þú brickar símann þá er ekkert mál fyrir verslunina að sýna fram á að þú hafir skemmt hann (vona ég þeirra vegna).

Ef þú installar eldra firmware en var á símanum og skjárinn bilar þá er dálítið erfitt að sýna fram á það að bilunin sé notandanum að kenna,
og það sama með root grunar mig - hvernig ætlar búðin að sýna fram á að þetta sé notandanum að kenna ef hann lætur hann aftur í factory uppsetninguna?


Modus ponens

Skjámynd

Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf Swooper » Sun 02. Jún 2013 17:11

hkr skrifaði:
Swooper skrifaði:
gjemli555 skrifaði:
wicket skrifaði:Unrootar bara símann, þeir sjá ekki að þú hafir gert nokkuð nema að þú hafir flashað nýjum kernel þá sjá þeir það.


Jam það er það sem ég ætla reyna að gera en þar sem maður þarf að fara í eitthvað sérstakt mode til að gera það í símanum sjálfum verður það tricky. Veit einhver hvort það sé hægt án þess að fara í þetta recovery mode eða hvað sem þetta kallast?

Þarft þess ekkert, síminn er í ábyrgð alveg sama þó þú hafir rootað hann.


Jafn vel þó svo að þú brickar símann með því að roota hann?

Breskur vinur minn brickaði símann sinn við að installa CM10.1 nightly. Hann þurfti ekki að borga neitt fyrir viðgerðir hjá Samsung.


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf KermitTheFrog » Sun 02. Jún 2013 18:23

Gúrú skrifaði:
hkr skrifaði:Jafn vel þó svo að þú brickar símann með því að roota hann?


Ef þú brickar símann þá er ekkert mál fyrir verslunina að sýna fram á að þú hafir skemmt hann (vona ég þeirra vegna).

Ef þú installar eldra firmware en var á símanum og skjárinn bilar þá er dálítið erfitt að sýna fram á það að bilunin sé notandanum að kenna,
og það sama með root grunar mig - hvernig ætlar búðin að sýna fram á að þetta sé notandanum að kenna ef hann lætur hann aftur í factory uppsetninguna?


Veit ekki alveg hvernig verkstæðið hjá Tæknivörum er (þeir sjá um viðgerðir á Samsung tækjum hérlendis fyrir símfyrirtækin), en ætli þeir séu með leiðir til að staðfesta að síminn sé brickaður frekar en bara bilað móðurborð?



Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf chaplin » Fim 05. Sep 2013 21:43

Kom eitthver niðurstaða í þetta mál, félagi minn er núna með S3 sem er með eitthvað vesen, talað um að CM10.2 lagi þetta ákveðna vandamál en dettur síminn þá ss. ekki úr ábyrgð?



Skjámynd

gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 726
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 43
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf gRIMwORLD » Fim 05. Sep 2013 22:51

Ef þú sérð ekkert á símann þá annað hvort gerir þú þetta eftir minni, þeas slekkur á símanum, heldur inni þessum og þessum takka og checkar hvort hann er kominn í réttan ham. Setur svo inn stock firmware og hendir honum í viðgerð.

Ef það var triangle á símanum þá kannski viltu keyra triangle away áður, svona til öryggis ef verkstæðið er mega picky.


IBM PS/2 8086

Skjámynd

FuriousJoe
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1623
Skráði sig: Mið 24. Mar 2010 20:34
Reputation: 20
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf FuriousJoe » Fim 05. Sep 2013 22:54

gjemli555 skrifaði:
wicket skrifaði:Unrootar bara símann, þeir sjá ekki að þú hafir gert nokkuð nema að þú hafir flashað nýjum kernel þá sjá þeir það.


Jam það er það sem ég ætla reyna að gera en þar sem maður þarf að fara í eitthvað sérstakt mode til að gera það í símanum sjálfum verður það tricky. Veit einhver hvort það sé hægt án þess að fara í þetta recovery mode eða hvað sem þetta kallast?


Odin, Reboot í Download Mode, (power, home button og vol-down) bíddu svo aðeins bara, smellir svo Vol Up til að accepta, kominn í download mode. Tengir við USB, flashar stock firmware. Nú sést ekki að hann hafi verið rootaður.
Ferð með hann til þjónustuaðila, vera pínu ágengur og enginn mun spá í neinu. (p.s aldrei taka það fram né viðurkenna að þú hafir rootað hann)

http://www.sammobile.com/firmwares/2/

Velur GT-9505 LTE
Svo "Nordic Countries" eða "NEE"

Sækir þetta, þarft að skrá þig.
Keyrir svo ODIN ferlið.


Lenovo Legion Y540 - intel Core i7 9750H HexaCore @3.6Ghz - 16GB DDR4 - Nvidia RTX 2060 - 512MB M.2 + 2TB HDD

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf chaplin » Fös 06. Sep 2013 01:26

Mv. ykkar svör þá mun það fyrna ábyrgðinni að flassa nýtt ROM eða roota, er það rétt?



Skjámynd

Swooper
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 02. Ágú 2008 22:11
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: 3 vikna sími keyptur frá nova dottin úr ábyrgð útaf root

Pósturaf Swooper » Fös 06. Sep 2013 17:03

chaplin skrifaði:Mv. ykkar svör þá mun það fyrna ábyrgðinni að flassa nýtt ROM eða roota, er það rétt?

Nei. Ef raftæki er keypt á Íslandi þá er lögbundin 2 ára ábyrgð á því, sem fyrnist ekki nema það sé hægt að sanna að þú hafir skemmt það með fikti. Það er mjög erfitt að sýna fram á það, svo þú ert frekar safe.

Þessi ruglingur með að root fyrni ábyrgð er kominn frá því að utan Evrópusambandsins er þessi lögbundna ábyrgð ekki til staðar og eina ábyrgðin er gjarnan frá framleiðanda. Sú ábyrgð er ekki lögbundin, heldur bara eitthvað sem framleiðandinn kaus að bjóða upp á og getur því ráðið skilmálum að vild. Þessi ábyrgð fyrnist venjulega ef maður rootar.


PC Fractal Design R4 | Intel 3770K @ 3.5GHz + NZXT Havik 140 | Asus Sabertooth Z77 | Corsair 16GB DDR3 1600MHz | Asus GeForce GTX 670 DirectCU II | Samsung 830 256GB | WD Green 2.0TB | Corsair AX 750W | 2x Dell 27" IPS S2740L | QPAD MK-80 (Cherry MX brown) | Asus RoG Gladius | Win 10 Pro 64bit
Sími OnePlus X | Oxygen OS 3.1.3 [Android 6.0.1]
Tablet Nexus 9 32GB LTE | Stock 6.0.1