So... fór í bíó í gær

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

So... fór í bíó í gær

Pósturaf appel » Fös 24. Maí 2013 21:08

Ég er ekki mikill bíómaður, er ekkert unglamb lengur, en samt margar myndir sem ég vil sjá sem koma í bíó, en ekki samt í cam gæðum.

Þannig að ég fór í bíó í gær á Star Trek Into Darkness í Laugarásbíó, því ég hafði heyrt margt gott um aðalsalinn, 4K tjald, gott 3D o.s.frv. En hvað um það... ég lét mig allavega hafa það að fara á þessa mynd, enda mikill leyni-trekkari og hef séð alla trek þættina (líka upprunalegu). Vildi ég sjá myndina í bíó í alvöru 3D og fá alvöru upplifun. En raunveruleikinn var annar.

Ég keypti miða í lúgunni og fékk hann strax þegar ég var búinn að borga. Labbaði svo inn og kíkti á miðann til að sjá í hvaða sal hún var í, "Salur B" stóð. Þá fékk ég fyrstu umhugsunina, "Er svona ný mynd strax komin í B sal?". Líklega hefur þó verið uppselt í sal A, og fór ég í sal B.

Vá, þvílíkur kofasalur. Tjaldið var líklega bara rétt svo 4x stærra en sjónvarpið mitt heima. Hljóðgæðin ÖMURLEG, einsog það væru bara tveir hátalarar að framan. Þrívíddin var hörmung, lét myndina looka mjög "cheap", og polarized gleraugu lét myndina vera dekkri. Mér fannst einsog ég sæti of framarlega útaf þrívíddinni því ég missti oft fókus, þó ég hafi verið fyrir miðju. Gat ekki fært mig aftar því sætin voru upptekin.

Upplifunin var mun verri en ég hafði búist við, í raun hefði ég líklega fengið betri gæði heima hjá mér, ef stúdíóin myndu drullast til að gera fólki kleift að horfa á nýjar myndir heima hjá sér en ekki bara í bíó.

Þar fyrir utan er hléið bara leiðinlegt, fáránlegt verð á nammi, og að maður getur ekki hallað sér aftur í almennilegum stól, prumpað og sötrað á bjór. Ég skil ekki afhverju bíóin eru ekki dauð, þetta er steinaldarafþreyingarform.


Það er fáránlegt hjá Laugarásbíó að láta mann ekki vita af því að myndin er í sal B, og að upplifunin sem ég var að sækast eftir verði mun síðri. Það er fáránlegt að maður sé að borga jafn mikið fyrir miðann, fyrir lélega útgáfu af bíóupplifun.

Ef ég vil sjá dökka mynd í lélegum hljóðgæðum þá get ég downloadað cam útgáfunni á piratebay.


*-*

Skjámynd

andripepe
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 340
Skráði sig: Fim 13. Ágú 2009 16:39
Reputation: 8
Staða: Ótengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf andripepe » Fös 24. Maí 2013 21:21

Það stendur á skiltunum fyrir aftan afgreiðslu fólkið í hvaða sal myndin er? er það ekki ?.

En allt annað sem þú sagðir er rétt, plús hvað er málið með að þurfa fara sjálfur að sækja vatnsglas í einhverja ruslakompu sem þau kalla salerni ??
Maður er að borga 1550 kr-, og þú getur ekki einu sinni fengið vatnsglas nema að fara í þessa dýflissu og sækja þer vatn úr skítugasta krana á Íslandi.
Svona til að bæta ofan á það þegar þú er rændur þegar þú ætlar að versla þér í sjoppunni.


Gekk út allavega með sting í hjartanu síðast þegar ég fór í Laugarás.


amd.blibb

Skjámynd

Farcry
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 18. Apr 2012 16:38
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf Farcry » Fös 24. Maí 2013 21:27

Ég fór á þessa mynd í Eigillshöll um daginn, sal 1 , mér fannst 3D skemma myndina mikið einmitt blörri og alls ekki nógu vel tekin upp ,hljóðið var reyndar gott.
Vonandi að menn fara að gleyma þessu 3D og fari að hugsa meira um 4K. ætla að horfa aftur á hana þegar hún kemur á Bluray og vonandi að ég fíla hana þá betur.

Ps fílaði fyrri myndina mjög mikið.



Skjámynd

Baldurmar
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Þri 20. Jún 2006 12:07
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf Baldurmar » Fös 24. Maí 2013 21:40

Fór á Star Trek myndina í laugarásbíó, að vísu í Sal A. Það voru mikil mistök að hafa þessa mynd í 3D, allt allt of mikið af auka drasli til að láta þetta 3D virka, auka flair á stöðum sem bara skemmdi fyrir. Ég verð ákaflega feginn þegar þeir ákveða að hætta þessari 3D vitleysu og hætta að láta bíógesti kaupa og bera sólgleraugu á myndunum sínum.


Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf appel » Fös 24. Maí 2013 22:15

Ég hafði efast um að fara í bíó, en lét mig hafa það að fara, enda vildi ég gjarnan sjá þessa mynd.

Eftir þessa upplifun þá er ég alfarið hættur að fara í bíó. Ég fæ sambærilega upplifun úr cam útgáfum á piratebay.


*-*

Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1744
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf Kristján » Fös 24. Maí 2013 22:23

appel skrifaði:Ég hafði efast um að fara í bíó, en lét mig hafa það að fara, enda vildi ég gjarnan sjá þessa mynd.

Eftir þessa upplifun þá er ég alfarið hættur að fara í bíó. Ég fæ sambærilega upplifun úr cam útgáfum á piratebay.


biddu alveg hægur.

er svona erfitt að spura hvar myndin er sýnd eða?



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf appel » Fös 24. Maí 2013 22:25

Kristján skrifaði:
appel skrifaði:Ég hafði efast um að fara í bíó, en lét mig hafa það að fara, enda vildi ég gjarnan sjá þessa mynd.

Eftir þessa upplifun þá er ég alfarið hættur að fara í bíó. Ég fæ sambærilega upplifun úr cam útgáfum á piratebay.


biddu alveg hægur.

er svona erfitt að spura hvar myndin er sýnd eða?


Heyrru... ég fór í _bíó_ og bjóst við bestu upplifun á myndinni. Ég fer ekki oft í bíó, 2ja-3ja ára fresti. Fór síðast á Avatar. Hví á ég að spyrja í hvaða sal myndin er sýnd og bara vita hvaða salur er bestur?

Ég vil fá eitthvað betra en upplifun sem er sambærileg því að hún er sýnd á venjulegum projector með tveimur hátölurunum. Að þeir skuli vera að smala fólki inn í þessa litlu "B" sali er "beyond me". Enginn metnaður í að gefa sem bestu upplifun, bara metnaður í að rukka í botn fyrir ömurlega "B" upplifun.


*-*

Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf lukkuláki » Fös 24. Maí 2013 22:42

Að fara í bíó er bara ekki fyrir alla kannski er bara betra að eyða meiri peningum í góð tæki (Smart Tv. BluRay 3D etc.) og afskrifa bíóin algerlega.
Það er líka ólík upplifun í hvert sinn sem maður fer, stundum er maður heppinn og stundum lendir maður nálægt hálfvitum sem gera ekki annað en éta og tala og láta helst skrjáfa sem mest í umbúðum á meðan, það eyðileggur hvaða mynd sem er !
Egilshöllin ber reyndar af sem frábærasta bíóið í Rvk. ég fór einmitt í Laugarásbíó um daginn og fékk nett sjokk eins og þú.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


halldorjonz
</Snillingur>
Póstar: 1006
Skráði sig: Þri 11. Des 2007 21:23
Reputation: 19
Staðsetning: Heima
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf halldorjonz » Fös 24. Maí 2013 22:51

við strákarnir erum allavega hættir að fara í bíó annarstaðar en í Egilshöll, sal 1, langbestu sætin, og þarft ekki að standa upp eða eitthvað svona vesen þegar manneskja labbar framhjá þér, (nóg pláss)
risa stórt tjald og góð gæði.. Langbesta bíóið, að fara t.d. í sambíóin álfabakka sem ég gerði fyrir svona 2 árum seinast að borga 1500 kr fyir það helviti jesús það er rán



Skjámynd

kazzi
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 372
Skráði sig: Mið 04. Maí 2011 16:20
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf kazzi » Fös 24. Maí 2013 23:10

miðað við það sem er skrifað hér fyrir ofan og eigin upplifun,þætti mér bara sanngjarnt að rukkað væri eitthvað minna þegar myndir eru komnar í b,c eða d sal

Sent from my Nexus 7 using Tapatalk HD




qurr
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Fim 28. Jún 2007 13:38
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavik Iceland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf qurr » Fös 24. Maí 2013 23:23

Ég sver það ég skil svo hvað þið eigið við . . . Þessi bíó hérna á Íslandi má líkja við það þegar ég þurfti að borða kafíarinn upp úr dós ! ! ! Trúið þið þessu OG ég þurfti að opna dósina sjálfur :( Helvítis bötlerinn tók upp á því að drepast og heimsendingar þjónustan klikkaði!


Acer Aspire 5811, i3-530, 8GB DDR3 1333MHz, Radeon HD 7700, Samsung 840 SSD 250GB, WD Green SATA 1TB & Win 7 Home 64bit.
Dual monitor 22" Acer P223w & 19" Dell 1907FPt.
Logitech G110, A4tech X7 Oscar spider edition, Logitech 2+1 sound system, Logitech C910 & Sennheiser RC-120.


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf AntiTrust » Fös 24. Maí 2013 23:24

Þegar ég fer í bíó vel ég alltaf bíóið eftir því í hvaða sölum myndin sem ég ætla á er sýnd. Dettur ekki í hug að mætá staðinn og "wingit" akkúrat afþví að flest bíóin eru með nokkra skítasali sem eru ekki 500kr virði.




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf Garri » Fös 24. Maí 2013 23:47

Við feðganir förum oft í bíó og konan stundum með.. þótt áhugi hennar fari sjaldnast saman við áhuga okkar á myndum.

Eitt er það sem hefur pirrað mig mikið síðustu árin en það er hegðan sumra bío-gesta, sérstaklega þeirra sem eru í yngri kanntinum.

En það er þegar þeir sitja fyrir aftan mann og setja lappirnar upp á stóla í röðinni sem maður er í. Síðan hristist maður út alla myndina í tíma og ótíma. Þetta á sérstaklega við hér á Akureyri þar sem stólarnir eru tengdir saman, þannig að viðkomandi er ekki endilega beint fyrir aftan mann.

Ég hef nokkrum sinnum þurft að snúa mér við og biðja viðkomandi um að hætta.. með misjöfnum árangri.



Skjámynd

kubbur
/dev/null
Póstar: 1395
Skráði sig: Sun 14. Sep 2003 01:36
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf kubbur » Fös 24. Maí 2013 23:50

Alveg löngu Búinn að gefast upp a því að fara i bíó, ef eg fer i bíó þá er það Ekki fyrir sjálfan mig


Kubbur.Digital


capteinninn
Of mikill frítími
Póstar: 1725
Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
Reputation: 20
Staða: Ótengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf capteinninn » Fös 24. Maí 2013 23:55

Lenti líka í þessu í Laugarásbíói að fara í sal B á Iron man 3. Myndin var held ég ekki búin í sal A og þessvegna nota þeir seinni salinn.

Ég ætla framvegis bara að fara í Egilshöll í sal 1 þar. Mæli með að AntiTrust prófi það því það er bara allt annað en allir aðrir salir hérna á landinu.
En ég fer bara í bíó ef ég er mjög spenntur fyrir myndunum og held ég hætti bara að fara á 3D sýningar því þær eru alltaf breyttar úr 2D í 3D og þá eru gæðin skelfileg. Avatar var með mjög góða 3D þótt myndin væri misgóð og ég sá ekki eftir þeirri sýningu.




DabbiGj
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf DabbiGj » Lau 25. Maí 2013 01:56

Fer alltaf í Egilshöll og borga 500 kall fyrir skiptið, sumar myndir eru gerðar til að vera sýndar á stóru tjaldi, 3d er frekar lélegt gimmick og virkar illa í flestum myndum og menn eru ennþá að læra á það í framleiðslu.



Skjámynd

Templar
1+1=10
Póstar: 1183
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 408
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf Templar » Lau 25. Maí 2013 10:25

Fjárfesti í 65" Panas. sjónvarpi og AVR+5.1 kitti vegna akkurat þessara punkta sem hafa komið fram hérna.

1. Myndir fara í B sali fljótt og margir A Salir eru bara ekkert sérstakir.
2. Tillitslaust fólk sem ekki getur setið kyrt og hristir sætaraðir og taka ekki tiltali.
3. Bíósalir eru oft mjög skítugir, fólk hendir dótinu sínu á gólfið, það eina sem vantar er gat í stólinn svo að fólk geti skitið líka á meðan það horfir.
4. Mjög misjöfn gæði hljóðkerfa.

Bíóhúsin eru ekki að uppfylla kröfur um gæði dagsins nema Egilshöllinn, eina bíóhúsið sem ég hef haldið áfram að sækja á einstaka myndir, annars er það bara Blu Ray heima í stofu.

Star Trek myndinn var líka Blurry í Egilshöllinni, reyndi að fara á hana ekki í 3d en ekkert annað í boði og það eyðilagði fyrir henni, bara áminning, ef maður vill topp gæði verður maður að kaupa kit heim til sín.


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf hfwf » Lau 25. Maí 2013 11:23

Er Vaktin að skipta yfir í commentakerfi facebooks? þvílíka vælið alltaf hreint.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf appel » Lau 25. Maí 2013 13:32

hfwf skrifaði:Er Vaktin að skipta yfir í commentakerfi facebooks? þvílíka vælið alltaf hreint.

Við erum að vakta gæði bíóhúsanna :)


*-*

Skjámynd

Templar
1+1=10
Póstar: 1183
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 408
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf Templar » Lau 25. Maí 2013 13:37

hfwf skrifaði:Er Vaktin að skipta yfir í commentakerfi facebooks? þvílíka vælið alltaf hreint.


Fyrir suma skipta gæði máli og því er ekki svona væl, fyrir mig eru svona irrelevant innskot eins og þitt hið ekta væl.
Síðast breytt af Templar á Lau 25. Maí 2013 13:40, breytt samtals 1 sinni.


--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||

Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf hfwf » Lau 25. Maí 2013 13:39

Templar skrifaði:
hfwf skrifaði:Er Vaktin að skipta yfir í commentakerfi facebooks? þvílíka vælið alltaf hreint.


Fyrir suma skipa gæði máli og því er ekki svona væl, fyrir mig eru svona irrelevant innskot eins og þitt hið ekta væl.


Held þú þurfir bara skoða fyrri ummæli hjá þér til að sjá hvað flokkast undir væl :)




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4194
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1338
Staða: Tengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf Klemmi » Lau 25. Maí 2013 14:00

hfwf skrifaði:Er Vaktin að skipta yfir í commentakerfi facebooks? þvílíka vælið alltaf hreint.


Koníaksstofan er fyrir allt utan efnis annara flokka. Ef menn vilja skiptast á skoðunum sínum varðandi bíóferðir er það ekkert nema sjálfsagt á þræði sem stofnaður er til þess.

Ef þér þykir nafnið á þræðinum og fyrstu commentin ekki spennandi, þá einfaldlega lokarðu þræðinum og lest hann ekki aftur.

Næsti/sá sem heldur áfram að ræða hér hvort þetta sé væl eða ekki fær aðvörun á aðgang sinn. Play nice.



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf hfwf » Lau 25. Maí 2013 14:11

Klemmi skrifaði:
hfwf skrifaði:Er Vaktin að skipta yfir í commentakerfi facebooks? þvílíka vælið alltaf hreint.


Koníaksstofan er fyrir allt utan efnis annara flokka. Ef menn vilja skiptast á skoðunum sínum varðandi bíóferðir er það ekkert nema sjálfsagt á þræði sem stofnaður er til þess.

Ef þér þykir nafnið á þræðinum og fyrstu commentin ekki spennandi, þá einfaldlega lokarðu þræðinum og lest hann ekki aftur.

Næsti/sá sem heldur áfram að ræða hér hvort þetta sé væl eða ekki fær aðvörun á aðgang sinn. Play nice.


Ekki spila út banhammer kortinu. Fáðu þér bara bjór og þegiðu.
p.s. Koníakstofan, held mér sé bara alveg frjálst að segja að einhver sé að væla eður ei. Enda er það mín skoðun.




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf Garri » Lau 25. Maí 2013 14:16

Sérðu engan mun á því að skiptast á með skoðanir og því athæfi að segja öðrum að þegja, beint og óbeint með þöggunar-tilburðum?

Hvernig hagar þú þér þegar þú ferð á fundi?



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: So... fór í bíó í gær

Pósturaf hfwf » Lau 25. Maí 2013 14:17

Garri skrifaði:Sérðu engan mun á því að skiptast á með skoðanir og því athæfi að segja öðrum að þegja, beint og óbeint með þöggunar-tilburðum?

Hvernig hagar þú þér þegar þú ferð á fundi?


Tvennt ólíkt eins og þú bara átt að vita ef þú hefur alið þér þann mann.

Fer ekki á fundi.

Finnst þér epli gott?