AciD_RaiN skrifaði:appel skrifaði:Erfitt líka að bera saman skjái nema þeir séu hlið við hlið.
Eitt sem VA panelar hafa umfram IPS skjái er að þeir hafa dekkri svarta. Annars hef ég unnið við VA LED skjái áður og finnst þeir bara ágætir.
En ég hugsaði líka sem svo að best væri að eyða sem minnstu fé í sem bestan skjá, þangað til stærri og flottari skjáir verða ódýrari, vonandi eftir 2-3 ár.
En mestu máli skiptir er að nýji skjárinn sé betri en sá gamli, sem hann er.
Vonandi fyrirgefurðu mér fyrir að stela svona þræðinum þínum en fyrir þennan venjulega notanda sem er hugsanlega að fara að nota solid works og photoshop og auðvitað vafra á netinu og lesa, og segjum sem svo að þeir myndu báðir kosta það sama, myndirðu þá ennþá mæla með benq skjánum? (einn kominn með geðveika bakþanka)
Ég gat ekki borið saman skjáina hlið við hlið, þannig að ég veit ekki. (btw. verslanir eiga að hafa alla sambærilega skjái hlið við hlið fyrir samanburð...rosalegur skortur á því!!).
Miðað við það sem ég hef lesið þá er viewing angle og litir betri í IPS skjáum. Viewing angle er svosem ekki issue á VA skjáum finnst mér, þannig að eftir stendur litir. Fyrir venjulega notkun skiptir ekki miklu máli hvort skjár getur birt 80% af RGB eða 90% af RGB. En líklega skiptir það máli í ljósmyndavinnslu og þvíumlíkt.
En ég get skilið þig, er sjálfur með ákvarðanafælni á háu stigi. Ég er búinn að nota BenQ'inn núna í nokkrar klukkustundir og líkar bara vel við, og sé alls ekki eftir þessum 49.900 kr. sem ég eyddi í hann. Hann er betri en gamli skjárinn minn (Dell 2405FPW) sem gat birt miklu fleiri liti held ég.
Ef peningar er ekki issue, þá myndi maður fá sér 30" dell. En fyrir 49k þá er benq málið.
Svo er það, skjáir verða aldrei betri en augun í þér eru. Heyrnardaufur maður færi aldrei að eyða hálfri milljón í svaka hljómgræjur.