Afglæpavæðing Cannabis

Allt utan efnis
Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3139
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 541
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf Hjaltiatla » Þri 30. Apr 2013 20:45

Manni finnst einnig að það eigi að fara taka á eiturlyfjavandamálinu hér á landi á þann veg að bjóða þeim sem eru að sjá fram á að lenda í fangelsi í fyrsta skipti (vegna vímuefnaneyslu) að fá að taka dóminn út í meðferð frekar en að senda þessa einstaklinga í fangelsi (Þá er ég að tala um einstaklinga sem eru ekki búnir að fremja ofbeldisglæp/i heldur glæpi til að fjármagna neyslu sína á einn eða annan hátt).


Just do IT
  √

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2479
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 459
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf Moldvarpan » Þri 30. Apr 2013 21:13

Fíkn er ekki glæpur. Og um það snýst þetta, ekkert annað. Það eru hinsvegar fíklarnir sem að leiðast útí glæpi(innbrot og þess háttar) útaf refsistefnunni. Fíklarnir eru að reyna fjármagna eigin neyslu.
Með því að afglæpa neysluna mun glæpum eins og innbrotum fækka gífurlega. Lögreglan getur þar af leiðandi einbeitt sér meira að graf alvarlegum glæpum, eins og barnaníð, sem er nú alllllltof mikið af í okkar samfélagi.

Fíkn er heilbrigðisvandamál, hvort það sé fíkn í sykur, áfengi, nikótín, koffín, kannabis, amfetamín og svo frammvegis, þá hafa þessi efni öll sama grunnvandamálið. Neytendur eiga það til að misnota þau.


Svo er hægt að smíða allskonar reglugerðir í kringum þetta, til að hafa aðhald á þessu. Vera með fagfólk á staðnum sem getur veitt fíklum ráðleggingar og viðeigandi hjálp.


Þessi vandi er nú þegar til staðar, hvort sem þetta er glæpur eða ekki. Þetta er bara spurningin hvernig við(samfélagið) viljum tækla fíkni vandamál.

Finnst ykkur þessi refsistefna hafi verið að skila árangri?



Skjámynd

vargurinn
Ofur-Nörd
Póstar: 228
Skráði sig: Mán 02. Jan 2012 01:18
Reputation: 0
Staðsetning: hafnarfijorden
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf vargurinn » Þri 30. Apr 2013 21:14

Stríðið við eiturlyfin er ekki alveg tapað, það deyja miklu færri útaf fíkniefnum en úr áfengi og tóbaki.


HAF 912 PLUS|i5 3570k|Msi 7850 twin frozr III |Asus P8z77-VLX |8GB Mushkin Blackline 1600 MHz|2TB Seagate|CX600 V2|Coolermaster Hyper 212+//Logitech z523|Logitech G500

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf Gúrú » Þri 30. Apr 2013 21:35

vargurinn skrifaði:Stríðið við eiturlyfin er ekki alveg tapað, það deyja miklu færri útaf fíkniefnum en úr áfengi og tóbaki.


Ertu að halda því fram að það sé breyting frá því áður en að fíkniefnastríðið hófst?


Modus ponens

Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf Xovius » Þri 30. Apr 2013 21:36

Margir hérna sem eru að setja samasem merki milli þess að lögleiða kannabis og afglæpavæða kannabisneyslu. Þetta er alls ekki sami hluturinn.
Afglæpavæðingin gengur út á það að vinna úr fíkn sem heilbrigðisvandamáli (eins og fíkn er augljóslega) en ekki dómsmáli eins og gert er í dag. Það myndi þá fela í sér að fíklar yrðu ekki sendir í fangelsi fyrir það eitt að eiga neysluskammta af kannabis heldur frekar vísað á meðferðarúrræði sem hjálpa þeim að taka á fíkninni.

Annars er ég persónulega hlynntur lögleiðingu kannabis efna á forsendum sem hafa verið bornar fram nokkrum sinnum í þessum þræði.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf lukkuláki » Þri 30. Apr 2013 21:49

vargurinn skrifaði:Stríðið við eiturlyfin er ekki alveg tapað, það deyja miklu færri útaf fíkniefnum en úr áfengi og tóbaki.


Það deyja færri úr þessu já er það ekki eðlilegt miðað við að áfengi og tóbak er löglegt og milljón + sinnum fleiri sem nota það en önnur fíkniefni ?
Ef kannabis yrði gert "löglegt" þá hækkar dánartíðni af völdum þess það er ekki nokkur spurning.

Annars er greinilegt að ég eins og margir misskildi op í sambandi við að "afglæpavæða" kannabis en það væri ekkert annað en fyrsta skrefið í lögleiðingu þess er það ?


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf Gúrú » Þri 30. Apr 2013 22:00

lukkuláki skrifaði:Ef kannabis yrði gert "löglegt" þá hækkar dánartíðni af völdum þess það er ekki nokkur spurning.


Úr hverju, skv. þér?

Þú mátt þá henda inn slóð sem bakkar þá tölu/tíðni upp.

Allar tölur sem ég hef lesið sem að tala um kannabis sem áhrifavald eru hverfandi fáránlega lágar, þá sérstaklega m.v. fjölda notenda,
og ekkert segir að hún myndi hækka við afólögleiðingu.


Modus ponens

Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Reputation: 101
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf I-JohnMatrix-I » Þri 30. Apr 2013 22:13

Hahahaha!!! kannabis overdose? held það hafi bara aldrei gerst.



Skjámynd

vikingbay
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 03:07
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf vikingbay » Mið 01. Maí 2013 00:07

lukkuláki skrifaði:Ef kannabis yrði gert "löglegt" þá hækkar dánartíðni af völdum þess það er ekki nokkur spurning.

Er það ekki satt með allt annað sem er ólöglegt? Mér finst ekki hægt að nota þetta sem rök..

Heimurinn myndi ekkert tapa á aukinni dánartíðni, en það er önnur umræða :)



Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 463
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 72
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf daremo » Mið 01. Maí 2013 01:00

Ég hef sennilega meiri reynslu af þessu efni en margir hérna á þessu spjalli. Ég reykti þetta ásamt vinum og jafnöldrum mínum þegar við vorum 15 ára.
Reykti kannski 5-6 sinnum og ákvað að halda ekki áfram. Þeir héldu áfram.

Þeir eru allir aumingjar í dag.
Atvinnulausir eða að vinna við einhverja algjöra skítavinnu. Nördinn ég sem hélt ekki áfram að reykja með þeim og var alltaf "skrítinn" þegar ég reykti, er að þéna margfalt á við þá í dag.




quad
Ofur-Nörd
Póstar: 207
Skráði sig: Fös 22. Jan 2010 15:17
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf quad » Mið 01. Maí 2013 03:38

dæmisögur á la bíblían daremo sem þú kemur með og efast um að þú hafir nokkra reynslu af notkun eiturlyfsins eftir 5-10 prófanir. Þetta er nokkuð einfalt, ef einstaklingur getur neytt mildra eiturlyfja (reykingar, áfengi, kannabis) í hófi þá er erfitt að sýna fram á skaðsemi eins yfir annað, þó óneitanlega allt ofangreint skaðlegt, hins vegar er færri enn fleiri mögulegt að stýra meðalhófi. á það sérstaklega við efni eins og kannabis hér á landi sem skilgreint er sem ólöglegt eiturlyf. nýlega voru transfitusýrur gerðar ólöglegar samkvæmt lögum.... talar einhver um að hafa í den borðað ólöglegar franskar kartöflur á macdonalds? lol


Less is more... more or less

Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 463
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 72
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf daremo » Mið 01. Maí 2013 03:50

quad skrifaði:dæmisögur á la bíblían daremo sem þú kemur með og efast um að þú hafir nokkra reynslu af notkun eiturlyfsins eftir 5-10 prófanir.


Hvers vegna efast þú um það? Ég játaði það að hafa prófað stöku sinnum, en sagðist einnig eiga vini sem hafa lent í mikilli neyslu.
Þú ræður hverju þú trúir.
..og að nefna biblíu í sömu setningu og mitt nick hlýtur að vera einhvers konar guðlast.




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf Garri » Mið 01. Maí 2013 07:40

Hugsa að dæmisaga daremo (enginn?) sé ekki einstæð.

Fólk sem tekur canabis á unga aldrei ber þess merki á efri árum. Hugsa að orðin sljóvgað, lítt áhugasamt, kæurlaust og jafnvel, þunglynt gæti lýst einhverjum hluta þeirra einstaklinga.

Það sem öllu verra er, er sú staðreynd að smá neysla leiðir alltof oft í meiri neyslu.




Sofadyr
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Lau 27. Apr 2013 00:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf Sofadyr » Mið 01. Maí 2013 07:47

Og ég þekki dagreykingamenn sem eru í læknanámi.. svona huglægar frásagnir eins og frá þér daremo eru frekar gagnlausar og hafa ekkert sönnunargildi. Ég held að aðstæður í lífi fólks hafi meira með fólkið sjálft að segja heldur en grasið sem það reykir, þó svo að þeir sem laðast að mikilli grasnotkun séu oftast þeir sem fóta sig illa í lífinu. Sem dæmi má taka þá kenni ég ekki mat fyrir offitu fólks þó svo að offeit fólk laðast að óhollum mat, það er einstakslingsgalli.

Vill samt bæta inn þar sem ég sá svarið frá Garra eftir að ég sendi inn mitt svar að ég er algjörlega sammála því að börn koma sjaldan vel útúr því að taka inn hugbreytandi (kannabis, etc) eða ávanabindandi efni (áfengi/sígarettur/etc), og það er akkúratt ástæðan fyrir því afhverju kannabis ætti að vera löglegt þar sem framboðið á kannabisi í öllum heiminum er fáránlega mikið og aðgengi að því hefur aldrei verið auðveldara. Salar biðja ekki um skilríki en það gerir ÁTVR, það er ekki hægt að stjórna svörtum markaði sem er að rækta illgresi.
Síðast breytt af Sofadyr á Mið 01. Maí 2013 07:55, breytt samtals 1 sinni.




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf Garri » Mið 01. Maí 2013 07:50

Það að þekkja einn og einn sem eitthvað frekar en annað er engin sönnun í sjálfu sér.

Hinsvegar þegar menn eru orðnir eins og ég, hálfrar aldar gamall, þá sjá þeir kannski það sem á ensku er kallað, trend og á Íslensku, fylgni.

Þegar maður sér aftur og aftur unga efnilega einstaklinga fara þessa leið og enda lang flesta á botni samfélagsins, þá já, dregur maður ályktanir og nefnir kannski dæmisögu eða tvær í leiðinni.




Sofadyr
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Lau 27. Apr 2013 00:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf Sofadyr » Mið 01. Maí 2013 07:56

Nákvæmlega, bætti við svarinu mínu afhverju mér finnst að kannabis ætti að vera lögleitt en það er einmitt auðvelt aðgengi þess, kannabis er mjög auðvelt að rækta og salar biðja ekki um skilríki, það er ekki hægt að losna við kannabis, þegar ég var ungur þá var auðveldara fyrir mig að komast í gras heldur en sígarettur því það var alltaf félagi félaga manns sem var að selja.

En ég bendi aftur á að fólkið sem endar svona í svaðinu á oft við persónuleikagalla að stríða og laðast frekar að fíkn. Þó þú myndir fjarlægja efnin úr tilverunni þá væri þessi sjálfseyðingahvöt ennþá til staðar og það vantar betri meðferðarúrræði fyrir þannig fólk.




Garri
1+1=10
Póstar: 1109
Skráði sig: Lau 31. Okt 2009 21:34
Reputation: 3
Staðsetning: Akureyri
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf Garri » Mið 01. Maí 2013 08:07

Sofadyr skrifaði:Nákvæmlega, bætti við svarinu mínu afhverju mér finnst að kannabis ætti að vera lögleitt en það er einmitt auðvelt aðgengi þess, kannabis er mjög auðvelt að rækta og salar biðja ekki um skilríki, það er ekki hægt að losna við kannabis, þegar ég var ungur þá var auðveldara fyrir mig að komast í gras heldur en sígarettur því það var alltaf félagi félaga manns sem var að selja.

En ég bendi aftur á að fólkið sem endar svona í svaðinu á oft við persónuleikagalla að stríða og laðast frekar að fíkn. Þó þú myndir fjarlægja efnin úr tilverunni þá væri þessi sjálfseyðingahvöt ennþá til staðar og það vantar betri meðferðarúrræði fyrir þannig fólk.

Hugsa að þetta með sjálfseyðingarhvötina geti átt við í einhverjum tilfellum, en ekki öllum. Hugsa líka að þú sért ekki orðinn nógu gamall til að geta fullyrt að það sé einasta skýringin út frá eigin reynslu.

Mundi frekar túlka þín skrif og reynslu sem afneitun.

Þú getur einmitt talað við virka alkahólista sem einmitt eiga hafsjó af svona "réttlætingum"

Staða þeirra sjálfra er alltaf einhverjum öðrum að kenna.




Sofadyr
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Lau 27. Apr 2013 00:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf Sofadyr » Mið 01. Maí 2013 08:17

Það er bara alls ekki það sem ég var að segja og ég veit ekki hvernig þú náðir að lesa það úr skrifunum mínum, hvaða réttlætingar ert þú að tala um?

Það þarf ekki masters gráðu til þess að sjá það að lögbannið á kannabis er ekki að virka og það þarf að finna aðar leiðir til þess að draga úr aðgengi barna að fíkniefnum, en eins og staðan er í dag þá geta þau fengið það heimsent með 20 sekúnda símtali . Það er fljótlegra að kaupa sér gras heldur en pizzu á dominos.

Það þarf að ríkis- og regluvæða þetta, því svarti markaðurinn hefur algjöra stjórn á þessu eins og er, það hefur ekki breyst þrátt að "stríðið á fíkniefni" verði harðara með hverju árinu, þvert á móti þá hækkar framboðið og aðgengi, og efnin verða sterkari og ódýrari! Og það er ekkert að fara að breytast fyrst það hefur ekki breyst í 4 áratugi, það er kominn tími til að viðurkenna að bannstefnan voru mistök.

Mín lausn væri að ríkisvæða kannabis, og nota þessa milljarða í hagnað sem myndu annars fara til Jóns og Co. í forvarnarstarsemi og almennilegar meðferðarstofnanir, tala nú ekki um þær hundruðir milljónir sem myndu sparast í löggæslukostnað og dómstóla-ruglið sem kemur af völdum glæpavæðingu kannabiss. En það eru nákvæmlega engin gögn sem benda til þess að afglæpun (og jafnvel lögleiðing!) kannabiss stuðli að aukinni notkun, það er nóg af löndum sem hafa prufað þá stefnu og það eina sem gerist er sparnaður, hagnaður, og minnkuð neysla.

Þannig að ef einhver er í afneitun þá ert það þú, afneitun á því að þú hefur rangt fyrir þér, en það er einmitt ástæðan fyrir því afhverju þetta bölvaða fíkniefnastríð sem tapaðist á fyrsta árinu er ennþá í fullum gangi 4um áratugum seinna og afhverju það hefur aldrei verið auðveldara fyrir börn að kaupa fíkniefni.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf lukkuláki » Mið 01. Maí 2013 09:05

Gúrú skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Ef kannabis yrði gert "löglegt" þá hækkar dánartíðni af völdum þess það er ekki nokkur spurning.


Úr hverju, skv. þér?

Þú mátt þá henda inn slóð sem bakkar þá tölu/tíðni upp.



Þú ert ekkert að grínast eða hvað ?

Ég veit ekki hvort þú nennir að lesa þetta en það koma fram ýmsar upplýsingar um skaðsemi kannabis hér og margt af þessu getur leitt til dauða.
Meðal annars stóraukin hætta á lungnakrabba (Ennþá meiri en hjá tóbaksreykingafólki)

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=242
http://fikno.is/index.php?option=com_content&task=view&id=24&Itemid=24

"Líkamleg og sálræn skaðsemi:

Nú er ljóst orðið að kannabisreykingar auka hættu á ýmsum sjúkdómum. Mótstaða slímhúðar við sjúkdómum í nefi og munni minnkar og aukning verður á sýkingum í nefi, hálsi og lungum. Kannbisreykingar hafa og mjög slæm áhrif á þá sem haldnir eru astma eða öðrum lungnasjúkdómum.

Kannabisefni eru reykt á mjög sérstakan hátt, reyknum er andað snöggt að sér og haldið niðri í lungunum í nokkurn tíma til að ná fram hámarksáhrifum. Þetta orsakar ákveðna ertingu sem skapast af hita reyksins.

Magn tjöru í kannabisefnum er margfalt meira en í tóbaki. Hættan á krabbameini er veruleg og er enn meiri en við tóbaksreykingar. Sú staðreynd að kannabis er yfirleitt reykt með tóbaki dregur síður en svo úr þeirri hættu.

Hæfni blóðsins til að flytja súrefni minnkar þar sem karbondíoxíð binst hemóglóbíni. Það hefur aftur þau áhrif að minna súrefni berst til hjartans og það leiðir svo til örari hjartsláttar (hraðari púls og lækkaður blóðþrýstingur). Þannig ástand er í sjálfu sér ekki skaðlegt fyrir sæmilega hrausta manneskju, sé einungis um tímabundið ásigkomulag að ræða. Hins vegar geta þessi einkenni haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fólk sem haldið er hjarta- og blóðrásartruflunum. Hættan á hjartaáfalli og blóðtappa er veruleg.

Langtímaáhrif vímuefnisins hafa ekki verið rannsökuð nægilega en almennt er álitið að miklar líkur séu á að neytandinn fái fyrrgreinda sjúkdóma."


Þarna á fikno.is kemur einnig meðal annars fram:
"Helge Waal (norskur yfirlæknir) hefur dregið saman hin skaðlegu áhrif kannabis og skipt þeim í þrjá hópa; öruggt, líklegt og hugsanlegt:

1. það er öruggt að kannabisreykingar auka sýkingar á borð við bronkítis, sinusitis og aðra öndunarsjúkdóma.

2. Það er öruggt að kannabisreykingar hafa slæm áhrif á astmasjúklinga og aðra þá sem þjást af öndunarsjúkdómum.

3. Það er öruggt að tíðni lungnakrabbameins er mun hærri hjá þeim sem reykja kannabisefni heldur en tóbaksreykingamönnum.

4. Það er öruggt að karboxyhemóglóbín eykst hjá kannabisneytendum og dregur úr getu blóðsins til að flytja súrefni.

5. Það er öruggt að hjartsláttartruflanir eru í þeim mæli að hjartveikum stafar hætta af.

6. Það er hugsanlegt að endurtekin neysla geti aukið möguleika á blóðþrýstingsbreytingum og leitt til hjartaveilu.

7. Það er öruggt að breytingar verða á hormónabúskap líkamans, sem leiða til minnkandi eggja- og sæðisframleiðslu.

8. Það er hugsanlegt að erfðafræðilegar breytingar verði í genum eða sæðisfrumum sem auka líkur á vansköpun.

9. Það er líklegt en ekki öruggt að neysla kannabisefna á meðgöngu hafi áhrif á fæðingarþyngd, auki líkur á andvana fæddum börnum og geti að auki í einstaka tilfellum, þar sem saman fara fleiri þættir, leitt til vaxandi hættu á vansköpun.

10. Það er líklegt að neysla kannabisefna slævi ónæmiskerfi líkamans og hugsanlegt að ofnæmisástand versni.

11. Það er öruggt að kannabisneysla minnkar námsgetu. Skammtímaminni hrakar. Það er hugsanlegt að mikil og löng neysla spilli námshæfni fyrir fullt og allt í sumum tilfellum.

12. Það er öruggt að vímuefnið hefur slævandi áhrif á neytandann sem að lokinni langvarandi notkun getur leitt til sinnuleysis eða tilfinningaleysis sem hverfur ekki fyrr en mörgum mánuðum eftir að neyslu hefur verið hætt.

13. Fyrir ákveðinn hóp fólks sem er veikt fyrir getur langtímaneysla leitt til heilaskaða.

14. Það er öruggt að undirstöðuefni kannabis sest fyrir í fitufrumum. Það er því ljóst að um umtalsverðan forða er að ræða hjá "venjulegum" neytendum. Það er líklegt að þessi uppsöfnun eigi sér jafnvel stað með lítilli neyslu. Áhrif þessa liggja ekki alveg á lausu þar sem ekki er vitað með vissu hvaða efnasambönd safnast saman og hvort hin virku efni sem áhrif hafa á heilann berist út í blóðrásina eður ei. Það er á hinn bóginn líklegt að þessi forðasöfnun orsaki sinnuleysi það, sem einkennir kannabisneytendur gjarnan.

15. Það er því öruggt að margir neytendur eru undir stöðugum áhrifum þess kannabisforða sem safnast hefur fyrir í líkamanum. Hins vegar hefur ekki verið sýnt fram á það líffræðilega hversu virk þessi áhrif eru. Langtíma heilsufarslegar afleiðingar eru óljósar.

16. Það er öruggt að eituráhrif kannabisefna minnka samhæfingargetuna svo hæfileikinn til að keyra bíl, fljúga flugvél o.s.frv. dofnar.

17. Það er öruggt að notkun kannabisefna framkallar sálræn vandamál s.s. kvíðaköst og þunglyndi. Það er öruggt að meðferð sjúkdóma á borð við geðklofa og þunglyndi er erfiðari og líklegt að neysla vímuefnisins auki lengd og tíðni slíkra kasta.

18. Það er líklegt að neytendur verði fyrir sérstakri tegund andlegrar óreiðu sem lýsir sér þannig að hann getur endurupplifað löngu liðið vímuástand (flash-back).

19. Það er öruggt að kannabisneysla gerir alkóhólisma illviðráðanlegri, eykur skaðleg áhrif alkóhóls á einstaklinga og flækir meðferð þess sjúkdóms verulega. Listinn er býsna yfirgripsmikill. Neysla kannabisefna eykur því hættuna á heilsubresti. Hætta á skaða m.t.t. tíðni neyslu er ekki nægilega rannsökuð enn sem komið er. Svörin við þessari spurningu og ýmsum öðrum varðandi skaðlegar afleiðingar kannabisneyslu velta að ákveðnu marki á því að unnt verði að rannsaka neytendur á mismunandi stigum neyslunnar."


Samt virðast svo margir vera í svo ofboðslegri afneitun gagnvart kannabis að það er ekki til neins að ræða þetta við þá.
(Þessu er ekki beint sérstaklega til þín Gúrú)

Svo er hérna mjög góð lesning á mbl.is um hvernig efnið getur eyðilagt líf fólks.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/04/26/thad_er_ekkert_bara_vid_kannabis/


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf Bjosep » Mið 01. Maí 2013 09:48

lukkuláki skrifaði:
Gúrú skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Ef kannabis yrði gert "löglegt" þá hækkar dánartíðni af völdum þess það er ekki nokkur spurning.


Úr hverju, skv. þér?

Þú mátt þá henda inn slóð sem bakkar þá tölu/tíðni upp.



Þú ert ekkert að grínast eða hvað ?

Ég veit ekki hvort þú nennir að lesa þetta en það koma fram ýmsar upplýsingar um skaðsemi kannabis hér og margt af þessu getur leitt til dauða.
Meðal annars stóraukin hætta á lungnakrabba (Ennþá meiri en hjá tóbaksreykingafólki)

http://www.visindavefur.is/svar.php?id=242
http://fikno.is/index.php?option=com_content&task=view&id=24&Itemid=24



Þú komst með fullyrðinguna að ef kannabis yrði lögleitt þá myndu dauðsföll aukast. Ef a þá b.

Enginn þessara tengla sem þú komst með sýnir að ef a þá b.

Komdu með heimildir sem sýna að dauðsföll kannabisneytenda hafi aukist eftir lögleiðingu, ekki tengla um skaðsemi kannabis. Tenglar um skaðsemi kannabis styðja ekki fullyrðingu þína um að ef a þá b.




Sofadyr
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Lau 27. Apr 2013 00:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf Sofadyr » Mið 01. Maí 2013 10:23

1. það er öruggt að kannabisreykingar auka sýkingar á borð við bronkítis, sinusitis og aðra öndunarsjúkdóma.

- Það er ekki hægt að neyta því að innöndun á hverskonar reyk er skaðsamur starfsemi lungnanna, en það kemur virku efnunum í kannabis jafn minna við og að reykja te, bæði er skaðlegt að reykja því lungun eru ekki gerð til þess að
vinna úr þessum reykefnum. Að setja samasem merki á milli bronkítis og kannabis er rökvilla þar sem það er einungis samasem merki á milli reyks í lungu og bronkítis, en ef það er eitthvað sem neytendur hafa áhyggjur af þá er hægt
að elda og borða kannabis, eða nota það sem heitir "vaporizer", en þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af skaðsemi reyks á lungun þín.

2. Það er öruggt að kannabisreykingar hafa slæm áhrif á astmasjúklinga og aðra þá sem þjást af öndunarsjúkdómum.

- Ef þú ert með astma eða annarskonar öndunarsjúkdóma þá auðvitað ættir þú ekki að anda að þér reyk! En ég minni á punkt númer eitt, þetta kemur virku efnunum í kannabis ekki við.

3. Það er öruggt að tíðni lungnakrabbameins er mun hærri hjá þeim sem reykja kannabisefni heldur en tóbaksreykingamönnum.

- Ég býst við því að þeir notast við gamlar heimildir við þessa staðhæfingu því hér er rannsókn frá því að seinasta ári:

http://healthland.time.com/2012/01/10/s ... ng-damage/

Marijuana does not impair lung function—at least not in the doses inhaled by the majority of users, according to the largest and longest study ever to consider the issue, which was published today in the Journal of the American Medical Association

4. Það er öruggt að karboxyhemóglóbín eykst hjá kannabisneytendum og dregur úr getu blóðsins til að flytja súrefni.

Það ætti að gefa þér smá hugmynd um hversu traust heimild þessi listi er þar sem þeir kunna ekki einu sinni heitin yfir það sem þeir eru að reyna að útskýra. En það sem þeir eru að reyna að koma frá sér er kolmónoxíðmettun í blóði eftir reykingar.

- http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/3821073

Mean COHb values of mice receiving 8 consecutive puffs of marijuana smoke were 18.6 and 22.0% saturation, but CO was rapidly cleared from the blood.
No acute lethal effects were observed in mice receiving multiple daily episodes of 8 puffs per episode of marijuana smoke, whereas mice exposed to a single 8-puff episode of tobacco smoke suffered about 50% acute lethal effects.


Það er annars lítið að marka blóðrannsóknir gerðar strax og reyknum er andað inn en það er svipað og að taka kolmónoxíðmettunina á manni sem var að anda að sér útblástrinum á bíl og miða niðurstöðurnar við manneskju sem sat í loftræstu rými. Þessi rannsókn sýnir hinsvegar fram á það að mýsnar jöfnuðu út kolmónoxíð hlutfallið í blóðinu aðeins klukkutíma eftir innöndun á kannabis reyk, en auðvitað má búast við hærri hlutfalli hjá manni sem var að draga að sér reyk!. Niðurstöðurnar yrðu fyrst skrýtnar ef hlutfallið jafnast ekki út eftir að reyk innöndun hættir, sem er ekki raunin hér.

5. Það er öruggt að hjartsláttartruflanir eru í þeim mæli að hjartveikum stafar hætta af.

- Já það er ekki hægt að neita því að hjartsláttartíðni hækkar á meðan vímuástandi stendur og hjartveikir ættu að forðast það.

6. Það er hugsanlegt að endurtekin neysla geti aukið möguleika á blóðþrýstingsbreytingum og leitt til hjartaveilu.

- Fann engar heimildir sem benda til þess, mátt hjálpa mér að googla en allt sem ég finn er bara lýsandi á vímuástandinu, ekki stöðugum breytingum eftir langtíma notkun.
Finn heldur ekki neitt sem bendir til þess að kannabisreykingar geta leitt til hjartveilu, þetta er reyndar í fyrsta skipti sem ég heyri af því.

7. Það er öruggt að breytingar verða á hormónabúskap líkamans, sem leiða til minnkandi eggja- og sæðisframleiðslu.

- Rétt.

8. Það er hugsanlegt að erfðafræðilegar breytingar verði í genum eða sæðisfrumum sem auka líkur á vansköpun.

- Nákvæmlega engar heimildir sýna fram á þetta, ekki ein rannsókn. Þessvegna er þetta kannski flokkað sem hugsanlega? Svona eina og Coca Cola getur hugsanlega valid eistnakrabbameini en ég get ekki sannað það.

According to the NATIONAL ACADEMY OF SCIENCES,1 "Studies suggesting that marijuana probably does not break chromosomes are fairly conclusive." Cannabinoids in themselves are neither mutagenic nor carcinogenic, though the tars produced by marijuana combustion are. Some laboratory studies have suggested that high dosages of THC might interfere with cell replication and produce abnormal numbers of chromosomes; however, there is no evidence of such damage in realistic situations.

1. NATIONAL ACADEMY OF SCIENCES Report, p. 101.


9. Það er líklegt en ekki öruggt að neysla kannabisefna á meðgöngu hafi áhrif á fæðingarþyngd, auki líkur á andvana fæddum börnum og geti að auki í einstaka tilfellum, þar sem saman fara fleiri þættir, leitt til vaxandi hættu á vansköpun.

- Rétt, enda ættir þú aldrei að nota fíkniefni á meðgöngu, hvort sem það er kannabis, tóbak, áfengi eða verkjatöflur í óhófi.

10. Það er líklegt að neysla kannabisefna slævi ónæmiskerfi líkamans og hugsanlegt að ofnæmisástand versni.

- The recent discovery of a cannabinoid receptor inside rat spleens, where immune cells reside, raises the likelihood that cannabinoids do exert some sort of influence on the immune system.2 It has even been suggested that these effects might be beneficial for patients with auto-immune diseases such as multiple sclerosis. Nevertheless, not a single case of marijuana-induced immune deficiency has ever been clinically or epidemiologically detected in humans.

1. Dr. Leo Hollister, "Marijuana and Immunity," Journal of Psychoactive Drugs 20(1): 3-8 (Jan/Mar 1988).
2. Sean Munro, Kerrie Thomas and Muna Abu-Shaar, "Molecular characterization of a peripheral receptor for cannabinoids," Nature 365:61-5 (Sept. 2, 1993); Leslie Iversen, "Medical Uses of Marijuana?", ibid. pp. 12-3.
3. D. Tashkin, "Is Frequent Marijuana Smoking Hazardous To Health,?" op. cit.
4. Nicholas Cozzi, ibid.
5. Donald Tashkin et al., "Cannabis 1977," Ann. Intern. Med. 89:539-49 (1978).
6. Richard A Kaslow et al, "No Evidence for a Role of Alcohol or Other Psychoactive Drugs in Accelerating Immunodeficiency in HIV-1-Positive Individuals," JAMA 261:3424-9 (June 16, 1989).


11. Það er öruggt að kannabisneysla minnkar námsgetu. Skammtímaminni hrakar. Það er hugsanlegt að mikil og löng neysla spilli námshæfni fyrir fullt og allt í sumum tilfellum.

- Þetta er nú ekki rétt og ég skal leyfa þér að finna þær rannsóknir sjálfur því þær eru útum allt á Google.

12. Það er öruggt að vímuefnið hefur slævandi áhrif á neytandann sem að lokinni langvarandi notkun getur leitt til sinnuleysis eða tilfinningaleysis sem hverfur ekki fyrr en mörgum mánuðum eftir að neyslu hefur verið hætt.

- Vímuástandið sjálft er slævandi, rétt er það, og óhófleg neysla hefur skaðleg áhrif á andlega getu einstaklings ef hann er að misnota efnið, ætla ekki að véfengja það, en allt er óhollt í óhófi.

13. Fyrir ákveðinn hóp fólks sem er veikt fyrir getur langtímaneysla leitt til heilaskaða.

- Hvaða ákveðni hópur er það. Fann eina grein sem staðfesti að kannabis valdi heilaskaða, og svo var restin (cirka 10 og þar af 3 nýlegri en þessi eina grein) með þveröfugar staðhæfingar, þ.e.a.s, kannabis er ekki tengt við heilaskaða.

14. Það er öruggt að undirstöðuefni kannabis sest fyrir í fitufrumum. Það er því ljóst að um umtalsverðan forða er að ræða hjá "venjulegum" neytendum. Það er líklegt að þessi uppsöfnun eigi sér jafnvel stað með lítilli neyslu. Áhrif þessa liggja ekki alveg á lausu þar sem ekki er vitað með vissu hvaða efnasambönd safnast saman og hvort hin virku efni sem áhrif hafa á heilann berist út í blóðrásina eður ei. Það er á hinn bóginn líklegt að þessi forðasöfnun orsaki sinnuleysi það, sem einkennir kannabisneytendur gjarnan.

- Í öðrum orðum heitir þetta "niðurbrotsefni" en þar sem THC er fitusameind þá brýtur líkaminn sameindina niður og geymir fituna í fituforðanum sínum. Þetta samansem merki á milli þess og "sinnuleysis" kannabissnotandans er eitthvað sem skrifandi hefur sjálfur hugsað upp, því það er ekkert í nútíma lyfafræði sem staðfestir það.

15. Það er því öruggt að margir neytendur eru undir stöðugum áhrifum þess kannabisforða sem safnast hefur fyrir í líkamanum. Hins vegar hefur ekki verið sýnt fram á það líffræðilega hversu virk þessi áhrif eru. Langtíma heilsufarslegar afleiðingar eru óljósar.

- Aftur, þetta eru niðurbrotsefni og ástæðan fyrir því að það er ekki verið hægt að sýna fram á það hversu "líffræðilega virk" þau eru (hvað þýðir það í þessu samhengi?) er vegna þess að þetta er fita.. Það er ástæðan fyrir því afhverju nýlega er hætt að geta sektað fólk fyrir að vera undir áhrifum kannabiss fyrir það eitt að vera með niðurbrot efni þess í líkamanum, því þetta eru óvirk efni.

16. Það er öruggt að eituráhrif kannabisefna minnka samhæfingargetuna svo hæfileikinn til að keyra bíl, fljúga flugvél o.s.frv. dofnar.

- Rétt er það enda er kannabis sljóvgandi vímuefni, samhæfingargetan kemur aftur þegar víman rennur af.

17. Það er öruggt að notkun kannabisefna framkallar sálræn vandamál s.s. kvíðaköst og þunglyndi. Það er öruggt að meðferð sjúkdóma á borð við geðklofa og þunglyndi er erfiðari og líklegt að neysla vímuefnisins auki lengd og tíðni slíkra kasta.

- Það er líka öruggt að kannabis er notað við meðferð á kvíða (t.d dauðakvíða hjá krabbameinssjúkum o.fl) svo ég býst við að þetta er einstakslingsbundið?

18. Það er líklegt að neytendur verði fyrir sérstakri tegund andlegrar óreiðu sem lýsir sér þannig að hann getur endurupplifað löngu liðið vímuástand (flash-back).

- Heitir öðrum orðum nostalgía. Ef það er verið að meina Hallucinogen Persisting Perception Disorder, þá hefur aldrei verið tengt það við kannabis, hér er listinn: Drugs that have been associated with HPPD include LSD,[3] 2C-E, 2C-I, 5-MeO-DiPT,[9] MDA, MDMA,[10][11] psilocybin,[12] mescaline,[3] diphenhydramine, PCP, synthetic cannabis, and high doses of dextromethorphan. Additionally there are anecdotal reports of the atypical psychedelic Salvia divinorum causing persisting symptoms consistent with HPPD.

Ég legg áheyrslu á synthetic cannabis, en það er ekki tengt cannabis sjálfu. Getur lesið um það hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Synthetic_cannabis

19. Það er öruggt að kannabisneysla gerir alkóhólisma illviðráðanlegri, eykur skaðleg áhrif alkóhóls á einstaklinga og flækir meðferð þess sjúkdóms verulega."

- Það er ekkert leyndarmál að manneskja með alkóhólisma ætti að vara sig á öðrum vímuefnum.



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf lukkuláki » Mið 01. Maí 2013 11:05

Bjosep skrifaði:Þú komst með fullyrðinguna að ef kannabis yrði lögleitt þá myndu dauðsföll aukast. Ef a þá b.
Enginn þessara tengla sem þú komst með sýnir að ef a þá b.
Komdu með heimildir sem sýna að dauðsföll kannabisneytenda hafi aukist eftir lögleiðingu, ekki tengla um skaðsemi kannabis. Tenglar um skaðsemi kannabis styðja ekki fullyrðingu þína um að ef a þá b.



Dauði af völdum ofneyslu cannabis er ekki líkleg en notkun þess eykur á ýmisskonar líkamleg og andleg vandamál sem auka líkur á dauðsföllum.
Það þarf ekki nein excel skjöl til að sjá hvort þetta efni drepur fólk. Það er í rauninni alveg nóg að hugsa hlutina frá byrjun til enda og líta á skaðsemina sem er augljós og vísindalega staðfest. Hjartasjúkdómar eins og aukinn blóðþrýsingur. Blóðtappi. Geðsjúkdómar (Paranoja ofl.)

Í gegnum tíðina hafa dauðsföll af völdum ökumanna undir áhrifum fíkniefna verið skráð sem "slys" ökumenn undur áhrifum cannabis eru samt að drepa sig og aðra í umferðinni.
Í dag eru dauðsföll af völdum lungnakrabba því miður ekki flokkuð niður eftir því hvort viðkomandi hafi verið að reykja tóbak eða "bara" cannabis en það er samt vitað að cannabis-reykingafólk fær lungnakrabba eins og aðrir reykingamenn jafnvel þó þar reyki "bara" marijuana.

Vissuð þið að cannabis sem er verið að nota í dag td. í Amsterdam er um 40 sinnum sterkara en efnið var á hippatímabilinu ?

Það er í raun alveg sama hvað ég segi hérna meðmælendur þessara efna geta oft gert lítið úr því með því að segja eitthvað svona eins og þú segir
"Komdu með heimildir" ... eða eitthvað eins og "það eru engar sannfærandi vísindaniðurstöður" "það er alltaf hægt að rakka allt niður.

En nota bene þó áfengi sé löglegur vímugjafi þá er ég ekki að segja að það sé neitt betra en cannabis annað er löglegt en hitt ekki og eins og með öll fíkniefni þá er mismunandi hversu vel fólk höndlar vímuna, ég á vin sem býr í DK hann reykir reglulega og hann er í þokkalegu lagi, klár og duglegur en svo þekkti ég annan sem drap sig eftir stutta neyslu á cannabis hann virðist "bara" hafa sturlast.

Þetta verða mín lokaorð í þessari umræðu.
Síðast breytt af lukkuláki á Mið 01. Maí 2013 11:09, breytt samtals 1 sinni.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


Sofadyr
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Lau 27. Apr 2013 00:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf Sofadyr » Mið 01. Maí 2013 11:09

"en það er samt vitað að cannabis-reykingafólk fær lungnakrabba eins og aðrir reykingamenn jafnvel þó þar reyki "bara" marijuana."

- http://healthland.time.com/2012/01/10/s ... ng-damage/




Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf Bjosep » Mið 01. Maí 2013 11:44

lukkuláki skrifaði:Það er í raun alveg sama hvað ég segi hérna meðmælendur þessara efna geta oft gert lítið úr því með því að segja eitthvað svona eins og þú segir
"Komdu með heimildir" ... eða eitthvað eins og "það eru engar sannfærandi vísindaniðurstöður" "það er alltaf hægt að rakka allt niður.


Það er náttúrulega geigvænleg þróun og ber vott um það hversu mikið samfélaginu hnignar að menn séu krafðir um heimildir fyrir fullyrðingum sínum.

:-k



Skjámynd

Frantic
FanBoy
Póstar: 797
Skráði sig: Mið 04. Mar 2009 17:43
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Afglæpavæðing Cannabis

Pósturaf Frantic » Mið 01. Maí 2013 12:01

lukkuláki skrifaði:
vargurinn skrifaði:Stríðið við eiturlyfin er ekki alveg tapað, það deyja miklu færri útaf fíkniefnum en úr áfengi og tóbaki.


Það deyja færri úr þessu já er það ekki eðlilegt miðað við að áfengi og tóbak er löglegt og milljón + sinnum fleiri sem nota það en önnur fíkniefni ?
Ef kannabis yrði gert "löglegt" þá hækkar dánartíðni af völdum þess það er ekki nokkur spurning.

Annars er greinilegt að ég eins og margir misskildi op í sambandi við að "afglæpavæða" kannabis en það væri ekkert annað en fyrsta skrefið í lögleiðingu þess er það ?


:thumbsd
Síðast breytt af Frantic á Mið 01. Maí 2013 13:05, breytt samtals 1 sinni.