RSS feed PHP script fyrir (íslenskar) torrent síður UPDATE!


nesitech
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Mið 24. Apr 2013 13:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: RSS feed PHP script fyrir (íslenskar) torrent síður UPDA

Pósturaf nesitech » Sun 28. Apr 2013 19:28

sofadyr, takk fyrir það ég tékka á þessu :)



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: RSS feed PHP script fyrir (íslenskar) torrent síður UPDA

Pósturaf DoofuZ » Sun 28. Apr 2013 21:30

Sofadyr skrifaði:Deildu.net niðurhalssíðan er jú opin, ég hreinsaði allar kökur og opnaði síðuna í private browsing, hinsvegar er auðkennislykillinn sem er sendur bara eitthvað rugl.

Skrítið, ég afritaði link á torrent skrá, loggaði mig út og opnaði svo linkinn í browser og þá virkaði það ekki í uTorrent útaf "unregistered torrent pass". Furðulegt að það virki hjá þér :-k

Sofadyr skrifaði:Þetta með að þriðji aðili sjái :COOKIES: breytuna sem þarf að bæta aftan á RSS hlekki er ekki rétt nema notandinn sérstaklega opni slóðina í vafranum sínum, ef það er bara bætt við og sett inní uTorrent án þess að opna slóðina, þá sendir uTorrent COOKIES breytuna bara á þá vefsíðu sem er niðurhalað torrentskránni frá. COOKIES strengurinn er parsaður af forritinu til þess að setja í headerinn, hann er ekki sendur í gegnum GET.

Já, það er að vísu rétt en ég skoðaði svo aðeins betur hvert uTorrent setur cookie upplýsingarnar og komst að því að það endar í $_SERVER breytunni undir HTTP_COOKIE þannig að sá sem hýsir kóðann gæti þannig séð nálgast það þar, loggað bara alltaf allt sem kemur inn í HTTP_COOKIE.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Sofadyr
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Lau 27. Apr 2013 00:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: RSS feed PHP script fyrir (íslenskar) torrent síður UPDA

Pósturaf Sofadyr » Sun 28. Apr 2013 22:58

Heyrðu það er rétt hjá þér, ég skoðaði headerana sem uTorrent sendir frá sér og það sendir kökubreyturnar bæði á RSS feedið og niðurhalssíðuna. Afsaka miskilninginn, ég gerði ráð fyrir því að uTorrent gerði það ekki þar sem það er nákvæmlega engin ástæða til þess að RSS feedið sjálft þurfi kökubreyturnar, mér datt það ekki til hugar að uTorrent myndi senda þessar upplýsingar og gáði þessvegna ekki að því.

Þetta er frekar heimskuleg hegðun í uTorrent sem ætti að lagfæra eða að minnsta kosti gefa valkostinn á að sleppa.

Miðlægt feed er semsagt ekki mögulegt nema notendur treysta aðilanum sem stendur á bakvið það fyrir innskráningsupplýsingunum sínum.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: RSS feed PHP script fyrir (íslenskar) torrent síður UPDA

Pósturaf DoofuZ » Mán 29. Apr 2013 00:50

Þetta er nú langt frá því að vera heimskuleg hegðun í uTorrent að senda kökurnar svona með, þetta er í raun bara mjög eðlilegt því einhverstaðar verða kökurnar að fara svo download á torrent skrá virki, það er líklega engin leið hjá því fyrir uTorrent að fela kökurnar einhvernveginn. En já, þess vegna er líklega best að hver og einn setji kóðann inná sína eigin hýsingu, hvort sem það er localhost eða eitthvað annað.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Sofadyr
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Lau 27. Apr 2013 00:55
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: RSS feed PHP script fyrir (íslenskar) torrent síður UPDA

Pósturaf Sofadyr » Mán 29. Apr 2013 03:11

Hvað meinaru að það er engin leið? Ef niðurhalsslóðin er http://deildu.net/download.php/123123/ASD.torrent þá er bara kakan send á http://deildu.net til þess að authenticate'a þig, hún þarf ekki að fara á feedið sjálft, því eina sem feedið gerir er að senda uTorrent hlekkinn á torrentið.. sem er hýst á deildu.net, og það er nákvæmlega það sem gerist í feedinu mínu, kakan er send á feedið (óþarfi), og svo sendir uTorrent kökuna á deildu.net og sækir skránna í gegnum deildu.net/download.php

Ástæðan fyrir því að það þyrfti í þínu feedi er vegna þess að þú ert að nota það til að serva torrentskránna og feedið þarf þar af leiðandi að authenticate'a sig við deildu.net til að hafa aðgang að download.php, mitt feed sendir uTorrent bara á deildu.net/download.php þannig að aðeins uTorrent og deildu.net þurfa að vita köku breyturnar.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1128
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Re: RSS feed PHP script fyrir (íslenskar) torrent síður UPDA

Pósturaf DoofuZ » Mán 29. Apr 2013 10:34

Nei, prófaðu að láta kóðann þinn skrifa $_SERVER['HTTP_COOKIE'] í skrá eða senda þér innihald þess í email eða eitthvað slíkt, þá muntu alltaf sjá þær kökur sem uTorrent sendir áfram þegar það sækir torrent skránna fyrir þig frá download.php. Þannig er auðveldlega hægt að logga allar kökur sem kóðinn sendir áfram. Eina leiðin framhjá því er að hafa kökurnar harðkóðaðar í kóðanum sjálfum en þá er ekki lengur hægt að nota kóðann fyrir fleiri en einn notanda.


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


nesitech
Nýliði
Póstar: 12
Skráði sig: Mið 24. Apr 2013 13:08
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: RSS feed PHP script fyrir (íslenskar) torrent síður UPDA

Pósturaf nesitech » Fös 28. Jún 2013 23:03

Er einhver leið til að setja inn cookie pass and uid inni í kóðann?? fæ þetta ekki til að virka og það er útaf þessum error "Unable to load....torrent is not valid bencoding!" sem getur verið útaf mörgum hlutum, líklegast samt vegna þess að feedið nær ekki beint í torrent filinn heldur nær í upplýsingar í html file eða cookie upplýsingar eru ekki að skila sér

Fæ líka þessa villumeldingu "Only Icelandic IP's can access our tracker, for help, refer to the forums."


Er búinn að fixa þetta með cookie. En núna fæ ég "Unable to load...No connection could be made because the target machine actively refused it."

Hvað veldur því? eitthvað port betra en annað? er nauðsynlegt að hafa port 80 opið fyrir þetta?