Haustið 2005 kaupi ég mér mína fyrstu íbúð, enda 18ára á því herrans ári og með pening í höndunum fyrir útborgun þar sem að ég var búinn að vinna hraustlega og verða mér úti um fé með kaup og sölu (öðru nafni braski) á nokkrum bílum. Allt gott og flott, íbúðin þurfti á endurbætum að halda og fékk ég íbúðina því mun ódýrar en ég átti von á og hafði ég því þarna borgað út í minni fyrstu íbúð um 50% af verði hennar (þá 8,7m.kr, greiddi ~3.9m út í henni eftir að öll gjöld voru greidd).
Ég stofnaði til reikningsviðskipta við BYKO og Húsasmiðjuna sama haust og með vorinu fór ég að setja hinar ýmsu vörur í reikning, sem að ég hafði hugsað mér að greiða seinna með skuldarbréfi frá mínum viðskiptabanka (gegn veði í íbúðinni) og hófust framkvæmdir við að taka íbúðina í gegn. Þegar að kemur svo að því að greiða reikninginn fer ég í minn banka og ætla að sækja skuldarbréf fyrir því sem að ég hafði tekið út (~2,4m.kr) en var þá bent á að ég ætti að fá endurmat á íbúðina og fá hana endurfjármagnaða með nýjum leiðum (sem að ég kynnti mér auðvitað ekki betur en svo að ég sá bara að ég myndi losna við himinháar afborganir af skuldabréfinu blessaða sem að ég hafði ætlað að taka). Næsta skref var auðvitað að fá fasteignasala og matsmann til þess að meta íbúðina, og var íbúðin þá metin á ~21m.kr eftir ekki dýrari endurbætur, fékk ég því endurfjármögnun upp að 90% eignarverðmæti. (sem að ég nýtti reynar ekki til fulls) Við þessar fréttir varð ég bókstaflega himinlifandi, og fór beint í það mál að fá þetta borgað. Þetta var haustið 2006.
Nýtt lán var slegið og var það upp á ~16m.kr og var umframfé sem að var laust notað til þess að borga blessaða reikningana, lifa aðeins á því og gera vel við gamla manninn (Pabba) sem að hafði hjálpað mér að leggja parket og dunda í íbúðinni. Það sem að eftir stóð var svo auðvitað notað til að fjármagna íbúðarkaup nr. 2 sem að voru á svipaða vegu nema í þetta skipti gat ég borgað út 50% í íbúð sem að kostaði 12,4m.kr, lán á henni var um 6,8m.kr þegar að búið var að ganga frá öllu og var sama fléttan notuð, ÍLS átti upprunalega lánið eins og í fyrra skiptið og endurfjámögnunin var síðan gerð í gegnum minn viðskiptabanka vorið 2007, og var þessi íbúð þá metin á ~30m.kr
Aftur var tekið nýtt lán, í þetta skipti var leyst allt fé sem að hægt var að ná í þar sem að ég sá mér leik á borði og var viss um að nú væri málið að fjárfesta í einbýlishúsi (20ára, smart move?). Minn þáverandi viðskiptabanki beginnaði lán upp á ~24m.kr og að frádregnum kostnaði við endurbætur og uppgreiðslu eldra láns var laust ráðstöfunarfé upp á tæpar 14m.kr
Stefnan var tekin á að byggja nýtt hús í heimabæ mínum, Garðinum. Var öllu spanderað í útborgun á því og stefnan tekin á að húsið væri tilbúið í byrjun sumars 2008, svo reyndist raunin ekki því að um leið og í brekkuna var komið var búið að spandera öllu fé í húsakaupin og ekkert var afgangs til að mæta auknum kostnaði sem að fylgdi aukinni verðbólgu, verktakinn sem að var að smíða húsið gat ekki staðið við tímasetningar svo að aldrei var flutt inn..
Fljótlega eftir áramót 2008/2009 flúðu Pólverjarnir sem að leigðu af mér íbúðirnar úr landi og í öðru tilfellinu tóku þeir niður hluta af eldhúsinnréttingum og eyðilögðu parket og veggi...
Illa gekk að fá leigjendur á íbúðirnar þar sem að ég þurfti að fá meira fé til þess að standast afborganirnar (sem að var btw ekkert mál 2007, leigutekjurnar af íbúðunum coveruðu afborganir + skattmann) og var þetta allt sett í "frystingu"... í millitíð fann ég leigjendur á þvílíku undirboði og náði að hanga á eignarsafninu til 2010 ef að mig minnir rétt en þá var spilið búið...
Uppboð...
ÍLS leysti húsið sem að ekki var tilbúið að meira leiti en að það átti eftir að setja upp milliveggi og ganga frá parketi og eldhúsinnréttingu (tilbúið undir tréverk?) til sín á 6,4m.kr.. þó að það væri metið á 38m.kr eins og það stóð... lán á þeirri eign þegar að uppboðið fór fram nam ~42m.kr en var upprunalega ~17m.kr
Minn fyrri viðskiptabanki leysti til sín báðar íbúðirnar á 3,1m.kr og 7,7m.kr þrátt fyrir að raunverulegt verðmæti þeirra væri u.þ.b. ~16,5m.kr (íbúðin sem að Siurek Polski eyðilögðu, og var metin á 21m þegar að hún var í standi) og ~30m.kr... Þegar að uppboðin fóru fram stóðu lánin á þessum íbúðum í ~22m.kr og ~30m.kr og hefði á raunhæfum nótum verið hægt að fá ~50-60% jafnvel meira af lánunum til baka með venjulegri sölu...
Þess í stað ákveða þeir að taka fist-dildo-inn sinn og troða honum svo langt á kaf í rassgatið á mér að mér svíður ennþá
Síðan fékk maður bara fína greiðsluseðla fyrir restinni, einn gjalddagi... eins og ekkert væri sjálfsagðara en að maður drægi yfir 70m.kr út úr nýriðnu rassgatinu og borgaði það bara
Hef ekki einusinni nennt að kíkja á hver staðan er í dag, leiðréttingar... dómar... hættur að hlusta á þetta...