Flugvöllurinn
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 364
- Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 03:07
- Reputation: 13
- Staða: Ótengdur
Re: Flugvöllurinn
Hvernig er sjúkraflug ekki nógu góð ástæða til að hafa völlinn þar sem hann er. Ég skil ekki að þetta skuli enn vera umræða. Það er vitað mál að líf svo margra eiga staðsetningu vallarins að þakka.
-
- Vaktari
- Póstar: 2586
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 482
- Staða: Ótengdur
Re: Flugvöllurinn
Plís ekki byrja með þessa flugvallar tuggu.....
Það er búið að vera rífast um þetta síðan 1946.
Það er búið að vera rífast um þetta síðan 1946.
Orðið skjaldborg er alls ekki svo síðari tíma slagorð í stjórnmálum og Reykjavíkurflugvöllur er heldur ekkert nýtt deilumál, en hann var eitt af kosningamálunum í alþingiskosningunum fyrir 67 árum, árið 1946. Þá, líkt og nú, létu listamenn til sín taka í pólitík og einn framboðslistann prýddi enginn annar en Halldór Laxness.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2784
- Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
- Reputation: 128
- Staðsetning: FL410
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Flugvöllurinn
appel skrifaði:Flytja hann á Hólmsheiði, og leyfa einkaaðilum að byggja hann. Það kostar skít á priki að malbika smá spotta. Væri hægt að gera nýjan flugvöll þarna á Hólmsheiði fyrir milljarð. Ég skil ekki vandamálið. Landssvæðið í Vatnsmýrinni er líklega 10 milljarða virði.
Þú ert greinilega ekki flugmaður
Þessi völlur hefur bara ekkert að gera uppá Hólmsheiði. Fjöll og veður gera Hólmsheiði að mjög slæmri staðsetningu.
Einnig má geta að þegar ég hef flogið í gengum svæðið þá dettur GPS tækið mitt alltaf út ég veit ekki afhverju og
veit ekki hvort stærri vélar verða fyrir þessari truflun en ekki finnst mér að gott að missa GPS í t.d. GPS aðflugi...
Varðandi sjúkraflug, frá því að sjúkraflug lendir í RVK líða 5mín þangað til að bíllinn er kominn uppá spítala.
Á þessum 40 mín sem það tekur frá KEF geti móðir, faðir, bróðir, systur, vinur eða vinnufélagi dáið.....
Tréin í öskjuhlíð? Var að lenda á braut 31 í dag og ég gat ekki betur séð en að svæðið hafi gott af smá grisjun.
Athyglisvert hvernig það má fella eina ösp vegna skugga í Reykjavík en þegar það kemur að öryggi þá má ekki
snerta þessi blessuðu tré sem að svei mér þá ég held að fáir pæli lítið sem ekkert í þeim fyrren einhver nefnir
hvað það sé hræðilegt að missa þau. Ég tel það er fínt að fella þau og rækta ný í staðin. Einnig má benda á að það
er búið að skrifa undir samning og þessi tré verða felld.
Einnig hef ég mikið verið að spá þegar fólk vill byggja í mýrinni er það ekki frekar skammtímalausn?
Afhverju má ekki stækka Reykjavík útávið? Afhverju viljum við troða helling af fólki beint inní miðbæinn?
Því ég er allveg á því að fólk mun ekki vera sækja vinnu í göngufæri og mun keyra til vinnu og þá aðallega
að vetri til á götum sem ráða illa við háanna umferðina einsog er. Miklu frekar ættum við að reikna með
íslendingar gætu hugsanlega fyllt öll húsnæðin í mýrinni og byggja flott gatnakerfi og móta stærri Reykjavík
sem getur séð um meira en 300.000 Íslendinga.
VÖLLINN ÁFRAM Í VATNSMÝRINNI!!!
Kísildalur.is þar sem nördin versla
Re: Flugvöllurinn
Skiptir mig voda litlu mali hvar hann er,notadi thetta litid medan eg bjo a landinu en oryggisins vegna fyrir landsbygdina tha myndi eg vilja hafa hann thar sem er. Tala nu ekki um ef thad er eitthvad slys og hver sekunda thar skiptir mali og menn vilja tha feara letta lengra i burtu sem eg a erfitt med ad skilja.
EInnig til theirra sem benda a ad thad thekkist nanast hvergi annars stadar ad vera med flugvoll i midbae, tha eru nu lika oftast betri samgongur en eru hja okkur. Var ad skoda hvad thad kostadi mig ad fara fra KEF og i baeinn seinast thegar eg kom til landsins og mig minnir ad thad hafi verid um 10 eda 12 thus med taxa, einnig sumir bent a rutu en personulega finnst mer thad hraedilegur ferdamati.
Afsakid ad thad seu engir islenskir stafir herna, a eftir ad setja thad upp a thessari
EInnig til theirra sem benda a ad thad thekkist nanast hvergi annars stadar ad vera med flugvoll i midbae, tha eru nu lika oftast betri samgongur en eru hja okkur. Var ad skoda hvad thad kostadi mig ad fara fra KEF og i baeinn seinast thegar eg kom til landsins og mig minnir ad thad hafi verid um 10 eda 12 thus med taxa, einnig sumir bent a rutu en personulega finnst mer thad hraedilegur ferdamati.
Afsakid ad thad seu engir islenskir stafir herna, a eftir ad setja thad upp a thessari
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1825
- Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
- Reputation: 8
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Flugvöllurinn
Zedro skrifaði:appel skrifaði:Flytja hann á Hólmsheiði, og leyfa einkaaðilum að byggja hann. Það kostar skít á priki að malbika smá spotta. Væri hægt að gera nýjan flugvöll þarna á Hólmsheiði fyrir milljarð. Ég skil ekki vandamálið. Landssvæðið í Vatnsmýrinni er líklega 10 milljarða virði.
Þú ert greinilega ekki flugmaður
Þessi völlur hefur bara ekkert að gera uppá Hólmsheiði. Fjöll og veður gera Hólmsheiði að mjög slæmri staðsetningu.
Einnig má geta að þegar ég hef flogið í gengum svæðið þá dettur GPS tækið mitt alltaf út ég veit ekki afhverju og
veit ekki hvort stærri vélar verða fyrir þessari truflun en ekki finnst mér að gott að missa GPS í t.d. GPS aðflugi...
Varðandi sjúkraflug, frá því að sjúkraflug lendir í RVK líða 5mín þangað til að bíllinn er kominn uppá spítala.
Á þessum 40 mín sem það tekur frá KEF geti móðir, faðir, bróðir, systur, vinur eða vinnufélagi dáið.....
Tréin í öskjuhlíð? Var að lenda á braut 31 í dag og ég gat ekki betur séð en að svæðið hafi gott af smá grisjun.
Athyglisvert hvernig það má fella eina ösp vegna skugga í Reykjavík en þegar það kemur að öryggi þá má ekki
snerta þessi blessuðu tré sem að svei mér þá ég held að fáir pæli lítið sem ekkert í þeim fyrren einhver nefnir
hvað það sé hræðilegt að missa þau. Ég tel það er fínt að fella þau og rækta ný í staðin. Einnig má benda á að það
er búið að skrifa undir samning og þessi tré verða felld.
Einnig hef ég mikið verið að spá þegar fólk vill byggja í mýrinni er það ekki frekar skammtímalausn?
Afhverju má ekki stækka Reykjavík útávið? Afhverju viljum við troða helling af fólki beint inní miðbæinn?
Því ég er allveg á því að fólk mun ekki vera sækja vinnu í göngufæri og mun keyra til vinnu og þá aðallega
að vetri til á götum sem ráða illa við háanna umferðina einsog er. Miklu frekar ættum við að reikna með
íslendingar gætu hugsanlega fyllt öll húsnæðin í mýrinni og byggja flott gatnakerfi og móta stærri Reykjavík
sem getur séð um meira en 300.000 Íslendinga.
VÖLLINN ÁFRAM Í VATNSMÝRINNI!!!
Sammála! Er búsettur úti á landi og í reykjavík og mér finnst alveg nóg að það taki mig klukkutíma að taka flug til Reykjavíkur, tala nú ekki um ef að það er sjúkraflug. Annars nota ég líklegast innanlandsflug mun meira en meðal íslendingurinn(held ég sé kominn í 8-10 flug á þessu ári..) Og hef ekki áhuga á því að lengja ferðina mína til reykjavíkur um 40 mínútur til þess að hægt sé að dúndra niður einhverjum blokkaríbúðum þarna! Plús þá kostar það 22.300 kr að fljúga EGS-RVK, hef lítinn áhuga á að bæta kostnaði af samgöngum frá KEF-RVK ofaná þetta!
Re: Flugvöllurinn
Er þá ekki bara málið að flytja þennan Landspítala nær flugvelli á Hólmsheiði?
*-*
-
- Bannaður
- Póstar: 5677
- Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
- Reputation: 1
- Staðsetning: ;)
- Staða: Ótengdur
Re: Flugvöllurinn
Hvað ef við færum bara alla sem þurfa á spítölunum að halda frá spítölunum appel?
Modus ponens
-
- Stjórnandi
- Póstar: 2784
- Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
- Reputation: 128
- Staðsetning: FL410
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Flugvöllurinn
appel skrifaði:Er þá ekki bara málið að flytja þennan Landspítala nær flugvelli á Hólmsheiði?
Hmmm ég sem hélt að ég hefði vandað mál mitt varðandi afhverju Hólmsheiði er ekki góð staðsetning...
En jújú við getum flutt spítalann þangað Reykvíkingar geta allveg tekið rúntinn og fín staðsetning þegar
flugvél flýgur á næsta fjall í aðflugi að Hólmsheiðarvelli. Styttra að sækja alla slösuðu....
Kísildalur.is þar sem nördin versla
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1268
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Reputation: 143
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Flugvöllurinn
Það er búið að greiða atkvæði um þetta, búið mál.
Fasistmi lýðræðisins vinnur, getið vælt eins mikið um þetta og þið viljið en ef við Íslendingar viljum hafa eins stjórnfyrirkomulag eins og er við lýði þá þurfið þið bara að sætta ykkur við niðurstöðurnar.
Fasistmi lýðræðisins vinnur, getið vælt eins mikið um þetta og þið viljið en ef við Íslendingar viljum hafa eins stjórnfyrirkomulag eins og er við lýði þá þurfið þið bara að sætta ykkur við niðurstöðurnar.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1797
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Flugvöllurinn
GuðjónR skrifaði:Nota KEF völlinn bara, leggja svo hraðlest milli KEF og RVK.
Málið dautt.
Hraðlest
Það tekur 25 mínútur að keyra Reykjanesbrautina sem er án efa besta hraðbraut landsins.
Lest væri bara peningasóun.
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
-
- spjallið.is
- Póstar: 489
- Skráði sig: Mán 16. Mar 2009 16:25
- Reputation: 5
- Staða: Ótengdur
Re: Flugvöllurinn
GuðjónR skrifaði:Nota KEF völlinn bara, leggja svo hraðlest milli KEF og RVK.
Málið dautt.
Þú ert að djóka, ekki satt?
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1860
- Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
- Reputation: 219
- Staða: Ótengdur
Re: Flugvöllurinn
Ekki Vatnsmýri, ekki Hólmsheiði og alls ekki Keflavík. Það þarf að finna annan stað.
En þó að ekkert breytist í flugvallamálunum væri ekki slæm hugmynd að skoða hraðlest milli Kef og Rvk.
Fun fact: Höfuðborgarsvæðið er jafn stórt og New York borg, það er fáránlega strjálbýlt.
En þó að ekkert breytist í flugvallamálunum væri ekki slæm hugmynd að skoða hraðlest milli Kef og Rvk.
Fun fact: Höfuðborgarsvæðið er jafn stórt og New York borg, það er fáránlega strjálbýlt.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1797
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Flugvöllurinn
Hvernig er hægt að réttlæta hraðlest á milli Reykjavíkur og Keflavíkur? Gríðarlegur kostnaður bæði við byggingu og viðhaldi, sem bætist ofaná kostnað við viðhald Reykjanesbrautar. Styttir tímann á milli úr 25 mín í hvað.. 15mín? Og það er síðan án þess að horfa á biðina eftir næstu ferð sem gæti þess vegna verið eftir 20 mín. Síðan þegar þú ert kominn á leiðarenda þá ertu farartækjalaus. Þetta myndi bara hagnast borgarbúum sem nenna ekki að keyra Reykjanesbrautina fyrir flug, engum öðrum. Ekki einusinni túristum.
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Flugvöllurinn
Flugvöllinn áfram í vatnsmýrinni.
Reykvíkingar þurfa að átta sig á því að það að vera höfuðborg Íslands er aðeins meira en cool nafn.
Flugvöllurinn þarf að vera þarna fyrir landsbyggðarfólk sem að þarf að komast í þjónustu í höfuðborginni, þar sem að það er jú alltaf verið að skera niður úti á landi og öll þjónusta færð til höfuðborgarinnar.
á síðasta ári flaug ég 6 sinnum frá eyjum og til reykjavíkur og til baka.
öll skiptin til að sækja ýmiskonar þjónustu sem að er ekki í boði nema eingöngu á höfuðborgarsvæðinu (læknar, námskeið, próf og opinber þjónusta)
Annars er ekkert mál að færa flugvöllinn til keflavíkur, byggja nýtt háskólasjúkrahús þar líka, færa þangað hina helstu þjónustur og færa höfuðborgarnafnið bara líka.
þá geta reykvíkingar rifið óhemju mikið af húsnæði sem að kæmi til með að standa autt og byggt þar einsog þeir vilja.
Reykvíkingar þurfa að átta sig á því að það að vera höfuðborg Íslands er aðeins meira en cool nafn.
Flugvöllurinn þarf að vera þarna fyrir landsbyggðarfólk sem að þarf að komast í þjónustu í höfuðborginni, þar sem að það er jú alltaf verið að skera niður úti á landi og öll þjónusta færð til höfuðborgarinnar.
á síðasta ári flaug ég 6 sinnum frá eyjum og til reykjavíkur og til baka.
öll skiptin til að sækja ýmiskonar þjónustu sem að er ekki í boði nema eingöngu á höfuðborgarsvæðinu (læknar, námskeið, próf og opinber þjónusta)
Annars er ekkert mál að færa flugvöllinn til keflavíkur, byggja nýtt háskólasjúkrahús þar líka, færa þangað hina helstu þjónustur og færa höfuðborgarnafnið bara líka.
þá geta reykvíkingar rifið óhemju mikið af húsnæði sem að kæmi til með að standa autt og byggt þar einsog þeir vilja.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Flugvöllurinn
Nýtingarhlutfall flugvallar uppá Hólmsheiði væri 97%, skv. rannsóknum. (http://www.ruv.is/frett/ekki-haegt-ad-u ... arflugvoll)
Öll stærstu úthverfi og íbúahverfi Reykjavíkur eru austan við kringlumýrarbraut, auk fjölda fyrirtækja, svo það tæki flesta jafn stuttan eða styttri tíma að sinna erindum sínum í Rvk ef flugvöllurinn væri á Hólmsheiði. Ætli þingmenn hafi hér mikið vægi? Fólk bölvar 101 Rvk einn daginn en þann næsta er nauðsynlegt að flugvöllurinn sé þar.
Menn tala um sjúkraflug og ég sé að hér eru einhverjir Eyjamenn ágætir. Hvað staðsetningu Reykjavíkurflugvallar varðar að þá skiptir hver mínúta máli segja menn og nálægð við landspítalann. En svo átta menn sig ekki sjálfir á því að sjúkraflug, eins og í eyjum, er þjónustað út frá Akureyri. Þannig að sjúkraflugvél leggur af stað að norðan, til VEY og síðan til Rvk. Þessi rök falla um sig sjálf. Auk þess þarf ekki að benda á að Hólmsheiði er ekki við Hveragerði. Það tæki sjúkrabíl með forgangsakstri svona 5-8 mínútur að keyra frá Hólmsheiði niðrí Fossvog á spítala.
Samgöngur alveg frá Grafarholti og Norðlingaholti og alla leið í Vesturbæ eru mjög góðar. Fjölmargar akgreinar á Vesturlandsvegi, Miklubraut og nýgerðri Hringbraut og mislæg gatnamót á flestum stöðum. Það tekur íbúa í þessum úthverfum ekki langan tíma að commute-a úr úthverfunum, og það tæki ekki langan tíma að koma sér frá Hólmsheiðarflugvelli og niður í bæ.
Fólk lætur eins og þetta séu rosalegar fjarlægðir, en það er það ekki. Flugvöllur á Hólmsheiði er ekkert annað en málamiðlun í mínum huga. Byggingarsvæði Vatnsmýrar og mikilvægi þess fyrir framtíðarskipulag borgarinnar, auk ofangreindra raka, fella einfaldlega flest rök fyrir því að flugvöllurinn eigi að vera um kyrrt. Norðlingaholt er eitt hverfi Reykjavíkur, og þeir sem vilja fljúga til Reykjavíkur er engin vorkunn að því að þurfa að keyra í 10-15 mínútur til þess að komast í 101 Reykjavík rétt eins og íbúar Grafarholts og Norðlingaholts, ef erindið á yfir höfuð heima í 101, sem það er sjaldnast.
Öll stærstu úthverfi og íbúahverfi Reykjavíkur eru austan við kringlumýrarbraut, auk fjölda fyrirtækja, svo það tæki flesta jafn stuttan eða styttri tíma að sinna erindum sínum í Rvk ef flugvöllurinn væri á Hólmsheiði. Ætli þingmenn hafi hér mikið vægi? Fólk bölvar 101 Rvk einn daginn en þann næsta er nauðsynlegt að flugvöllurinn sé þar.
Menn tala um sjúkraflug og ég sé að hér eru einhverjir Eyjamenn ágætir. Hvað staðsetningu Reykjavíkurflugvallar varðar að þá skiptir hver mínúta máli segja menn og nálægð við landspítalann. En svo átta menn sig ekki sjálfir á því að sjúkraflug, eins og í eyjum, er þjónustað út frá Akureyri. Þannig að sjúkraflugvél leggur af stað að norðan, til VEY og síðan til Rvk. Þessi rök falla um sig sjálf. Auk þess þarf ekki að benda á að Hólmsheiði er ekki við Hveragerði. Það tæki sjúkrabíl með forgangsakstri svona 5-8 mínútur að keyra frá Hólmsheiði niðrí Fossvog á spítala.
Samgöngur alveg frá Grafarholti og Norðlingaholti og alla leið í Vesturbæ eru mjög góðar. Fjölmargar akgreinar á Vesturlandsvegi, Miklubraut og nýgerðri Hringbraut og mislæg gatnamót á flestum stöðum. Það tekur íbúa í þessum úthverfum ekki langan tíma að commute-a úr úthverfunum, og það tæki ekki langan tíma að koma sér frá Hólmsheiðarflugvelli og niður í bæ.
Fólk lætur eins og þetta séu rosalegar fjarlægðir, en það er það ekki. Flugvöllur á Hólmsheiði er ekkert annað en málamiðlun í mínum huga. Byggingarsvæði Vatnsmýrar og mikilvægi þess fyrir framtíðarskipulag borgarinnar, auk ofangreindra raka, fella einfaldlega flest rök fyrir því að flugvöllurinn eigi að vera um kyrrt. Norðlingaholt er eitt hverfi Reykjavíkur, og þeir sem vilja fljúga til Reykjavíkur er engin vorkunn að því að þurfa að keyra í 10-15 mínútur til þess að komast í 101 Reykjavík rétt eins og íbúar Grafarholts og Norðlingaholts, ef erindið á yfir höfuð heima í 101, sem það er sjaldnast.
count von count
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 382
- Skráði sig: Fös 26. Ágú 2011 20:04
- Reputation: 4
- Staða: Ótengdur
Re: Flugvöllurinn
17mín akstur frá KEF international (Hringtorg) og í Hafnarfjörð (Hringtorg) á 90kmh (Tók án gríns tímann, sem að var nákvæmlega 17min 22sek)
fullkomnasta og nýstárlegasta skurðstofa landsins stendur ónotuð hjá HSS í Reykjanesbæ
Allskyns rök sem að segja okkur að innanlandsflug ætti að vera flutt til KEF..
Hólmsheiði er alveg út úr kortinu, eins og Árni Johnsen bendir réttilega á
fullkomnasta og nýstárlegasta skurðstofa landsins stendur ónotuð hjá HSS í Reykjanesbæ
Allskyns rök sem að segja okkur að innanlandsflug ætti að vera flutt til KEF..
Hólmsheiði er alveg út úr kortinu, eins og Árni Johnsen bendir réttilega á
ROG Crosshair V - Formula Z | AMD FX 8350 X8 @ 4.55GHz | Corsair XMS3 32GB DDR3 (4x8GB) | 2x WD 1TB & 1x Seagate Constellation 2TB (4TB storage)
Samsung SSD 840 EVO 750GB | ASUS HD7770 x2 (2GB) | Corsair H100i CPU cooler | CoolerMaster Silencio 650 | Forton Aurum Modular 1200w Pro PSU
Samsung SSD 840 EVO 750GB | ASUS HD7770 x2 (2GB) | Corsair H100i CPU cooler | CoolerMaster Silencio 650 | Forton Aurum Modular 1200w Pro PSU
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Flugvöllurinn
hallihg skrifaði:Nýtingarhlutfall flugvallar uppá Hólmsheiði væri 97%, skv. rannsóknum. (http://www.ruv.is/frett/ekki-haegt-ad-u ... arflugvoll)
Öll stærstu úthverfi og íbúahverfi Reykjavíkur eru austan við kringlumýrarbraut, auk fjölda fyrirtækja, svo það tæki flesta jafn stuttan eða styttri tíma að sinna erindum sínum í Rvk ef flugvöllurinn væri á Hólmsheiði. Ætli þingmenn hafi hér mikið vægi? Fólk bölvar 101 Rvk einn daginn en þann næsta er nauðsynlegt að flugvöllurinn sé þar.
Menn tala um sjúkraflug og ég sé að hér eru einhverjir Eyjamenn ágætir. Hvað staðsetningu Reykjavíkurflugvallar varðar að þá skiptir hver mínúta máli segja menn og nálægð við landspítalann. En svo átta menn sig ekki sjálfir á því að sjúkraflug, eins og í eyjum, er þjónustað út frá Akureyri. Þannig að sjúkraflugvél leggur af stað að norðan, til VEY og síðan til Rvk. Þessi rök falla um sig sjálf. Auk þess þarf ekki að benda á að Hólmsheiði er ekki við Hveragerði. Það tæki sjúkrabíl með forgangsakstri svona 5-8 mínútur að keyra frá Hólmsheiði niðrí Fossvog á spítala.
Samgöngur alveg frá Grafarholti og Norðlingaholti og alla leið í Vesturbæ eru mjög góðar. Fjölmargar akgreinar á Vesturlandsvegi, Miklubraut og nýgerðri Hringbraut og mislæg gatnamót á flestum stöðum. Það tekur íbúa í þessum úthverfum ekki langan tíma að commute-a úr úthverfunum, og það tæki ekki langan tíma að koma sér frá Hólmsheiðarflugvelli og niður í bæ.
Fólk lætur eins og þetta séu rosalegar fjarlægðir, en það er það ekki. Flugvöllur á Hólmsheiði er ekkert annað en málamiðlun í mínum huga. Byggingarsvæði Vatnsmýrar og mikilvægi þess fyrir framtíðarskipulag borgarinnar, auk ofangreindra raka, fella einfaldlega flest rök fyrir því að flugvöllurinn eigi að vera um kyrrt. Norðlingaholt er eitt hverfi Reykjavíkur, og þeir sem vilja fljúga til Reykjavíkur er engin vorkunn að því að þurfa að keyra í 10-15 mínútur til þess að komast í 101 Reykjavík rétt eins og íbúar Grafarholts og Norðlingaholts, ef erindið á yfir höfuð heima í 101, sem það er sjaldnast.
Mér finnst hólmheiði nú fyrst og fremst ekki vera möguleiki vegna fjárhags ríkisins, ekki staðsetningar, enda mætti hann alveg vera þar ef að talið er réttlætanlegt.
en einhver staðar sá ég nú að nýtingarhlutfallið væri 88 - 91 %
man bara því miður ekki hvar ég sá það þannig að ég get ekki bennt þá það, en ef að svo er, þá er það of lítið einfaldlega fyrir nýjan flugvöll.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Flugvöllurinn
Við skulum ekki gleyma því að margir fara í sjúkrabifreið frá suðurlandi og inn í miðborgina. Með því að færa flugvöllinn nær akureyri er ljóst að vegalengdir styttast ef spítalinn er færður þar sem flugvöllurinn er. Þ.e., já, ef flugvöllurinn.... ég held að við ættum að byggja háhýsi við hliðina á spítalanum til að geyma allt fólkið í og flytja allan af landsbyggðinni í spítalann, svo geta þeir búið í háhýsunum á meðan þeir þurfa ekki að vera í spítalanum.
Önnur hugmynd. Hvað ef allir búa bara í spítala, og það er flugvöllur á þakinu?
Önnur hugmynd. Hvað ef allir búa bara í spítala, og það er flugvöllur á þakinu?
*-*
Re: Flugvöllurinn
appel skrifaði:Önnur hugmynd. Hvað ef allir búa bara í spítala, og það er flugvöllur á þakinu?
You sir, are a genius.
Re: Flugvöllurinn
Keflavíkurflugvöllur er ágætis kostur mín vegna fyrir farþegaflug. Svo væri hægt að hafa einhverja litla flugbraut hérna nær spítalanum, hvar sem hún yrði til þess að þjónusta sjúkraflug. Þá væru sterkustu rökin fyrir því að hafa þetta áfram í Vatnsmýri fallin.
count von count
-
- /dev/null
- Póstar: 1339
- Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
- Reputation: 100
- Staðsetning: 109 Rvk
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Flugvöllurinn
mér finnst að það eigi að búa til neðanjarðarflugvöll
Intel NUC Hades Canyon 8Tb NVME +8Tb SSD +80Tb HDD, Nvidia Shield Android TV, Xbox Series X, Xiaomi 4K Projector
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack
CAMS: Insta360 X3, X4, FLOW, GO, ACE Pro, Skydio 2. Rafskjótar: E-20, KS-16S, KS-S22, EB Commander
Búnaður: Lazyrolling Armored Jacket, Alpha Motorsport-pants, TSG Pass Pro, Fox Proframe
187 KP Wrist Guards, Leatt Dual-Axis, Kinetic DL EUC Shoes, P65 BOBLBEE Backpack
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 382
- Skráði sig: Fös 26. Ágú 2011 20:04
- Reputation: 4
- Staða: Ótengdur
Re: Flugvöllurinn
http://www.vf.is/frettir/endalok-skurds ... sinu/56388
http://www.visir.is/hss--skurdstofa-opi ... 8302080050
Koma þessu frekar í nýtingu... Það er bein og greið leið frá flugvellinum og á sjúkrahús
Nýjustu og bestu tæki landsins eru á Suðurnesjum... sé ENGA ástæðu fyrir því að menn ættu á eitthvern hátt að vera VERR settir með að komast á skurðstofu hérna í Keflavík en í Reykjavík...
Þetta verður þá kannski til þess að maður þarf ekki að hringja í 112 til þess að þeir opni dyrnar á sjúkrahúsinu
http://www.visir.is/hss--skurdstofa-opi ... 8302080050
Koma þessu frekar í nýtingu... Það er bein og greið leið frá flugvellinum og á sjúkrahús
Nýjustu og bestu tæki landsins eru á Suðurnesjum... sé ENGA ástæðu fyrir því að menn ættu á eitthvern hátt að vera VERR settir með að komast á skurðstofu hérna í Keflavík en í Reykjavík...
Þetta verður þá kannski til þess að maður þarf ekki að hringja í 112 til þess að þeir opni dyrnar á sjúkrahúsinu
ROG Crosshair V - Formula Z | AMD FX 8350 X8 @ 4.55GHz | Corsair XMS3 32GB DDR3 (4x8GB) | 2x WD 1TB & 1x Seagate Constellation 2TB (4TB storage)
Samsung SSD 840 EVO 750GB | ASUS HD7770 x2 (2GB) | Corsair H100i CPU cooler | CoolerMaster Silencio 650 | Forton Aurum Modular 1200w Pro PSU
Samsung SSD 840 EVO 750GB | ASUS HD7770 x2 (2GB) | Corsair H100i CPU cooler | CoolerMaster Silencio 650 | Forton Aurum Modular 1200w Pro PSU
Re: Flugvöllurinn
Hvað ef svona star trek teleporterar verða fundnir upp á morgun? Hvað þá? Á ekki að leggja niður Reykjavíkurflugvöll? Mér finnst þessi umræða landsbyggðafólks vera frekar fáránleg.
*-*
-
- Geek
- Póstar: 870
- Skráði sig: Mið 25. Mar 2009 20:55
- Reputation: 7
- Staðsetning: Hafnarfjarðarsveit
- Staða: Ótengdur
Re: Flugvöllurinn
angelic0- skrifaði:http://www.vf.is/frettir/endalok-skurdstofa-a-sjukrahusinu/56388
http://www.visir.is/hss--skurdstofa-opi ... 8302080050
Koma þessu frekar í nýtingu... Það er bein og greið leið frá flugvellinum og á sjúkrahús
Nýjustu og bestu tæki landsins eru á Suðurnesjum... sé ENGA ástæðu fyrir því að menn ættu á eitthvern hátt að vera VERR settir með að komast á skurðstofu hérna í Keflavík en í Reykjavík...
Þetta verður þá kannski til þess að maður þarf ekki að hringja í 112 til þess að þeir opni dyrnar á sjúkrahúsinu
Landspítalinn býður uppá ýmislegt fleyra en bara skurðstofur, það er ekki hægt að bara miða alla spítalastarfssemi útfrá því..
Það er ekki alltaf hægt að hugsa til skemmri tíma, það verður að hugsa áfram og ég held að það sé alls ekki skref í rétta átt að fjarlægja eina flugvöllinn á höfuðborgarsvæðinu, svo að fleiri komist fyrir í miðborg sem er nú þegar að springa af margmenni? Vitleysa.
Annar punktur sem er nú ekki búinn að koma sjaldan upp hérna, það er spítala-aðsóknar-tími (heh).. Á meðan svona lítil fjárlög fara í heilbrigðisgeirann þá er nauðsynlegt að halda þessu eins og þetta er, Er ekki bara önnur sjúkraþyrla landsins starfhæf í augnablikinu? það þarf nú ekki mikið að koma uppá til að hin bili líka, og hvaða fjármagn á að nota í að laga þær á stundinni? það yrði dregið í einhverjar vikur og hvað á fólk utan að landi sem þarfnast neyðarflugs í bæinn þá að gera?
Þessi flugvöllur á ekki að fara fet, það á að gera við hann og bæta!
Just a Pc master race member that converted to a simple life as a console peasant