Haxdal skrifaði:appel skrifaði:Maður veltir fyrir sér í þessari umræðu um yfirráð yfir "landsléninu" .is, ef stjórn á þessu landsléni væri í höndum stjórnvalda hvort það væri ekki strax búið að loka á thepiratebay.is? T.d. eftir símhringingu frá ráðherra í forstjóra slíkrar stofnunar?
ISNIC má eiga það, hvernig sem eigandamálum er háttað, að þetta hefur verið ákveðinn klettur í íslenskri internetsögu.
Var einmitt að velta þessu fyrir mér í dag, hvort að Stjórnvöld myndu ekki láta undan þrýstingi erlendra hagsmunaaðila og látið loka á þetta um leið ef ISNIC væri ríkisrekið.
Jamm.... það er ekki gott að segja.
Grænland lét loka á thepiratebay.gl, en það voru ekki stjórnvöld að verki heldur einkarekið fjarskiptafyrirtæki.
En eina sem maður hefur hérna á Íslandi er sagan, það hefur sýnt sig að ISNIC er treystandi, þeir hafa ekki lokað á lén frá stofnun, en ráðamenn eru sífellt að skipta sér af stofnunum, t.d. RÚV og fleiri. I'll go with that.