Góðan daginn.
Ég ákvað að taka það skref að fjárfesta í mínum eigin router við ljósleiðaratenginguna og losa mig við bewan boxið.
Ég efa það ekki að hér er einhver sem hefur gert þetta áður og þekkir inn á stillingarnar á þessu.
Gangaveitan og Vodafone benda hvort á annað þegar maður leitar upplýsinga um stillingar hjá þeim.
Routerinn sem ég er með er Trendnet TEW-691GR og hann er með WAN porti eins og þarf með ljósleiðaranum.
Ég er búinn að komast að því að WAN stillingarnar eiga að vera DHCP og routerinn fær núþegar DNS stillingarnar sendar frá ljósleiðaraboxinu.
Ég er jafnframt búinn að skrá MAC addressu routersins á portal síðuna frá Gagnaveitunni til að hleypa honum í gegn.
Samt sem áður þá næ ég engu sambandi út fyrir ljósleiðaraboxið. Ég fæ alltaf upp portal síðuna frá Gagnaveitunni þegar ég reyni að komast út á netið og ping á allar vefsíður skilar svörun á IP frá ljósleiðaraboxinu.
Er eitthvað skref sem mér er að yfirsjást?
Einhver sem hefur gert þetta sem getur miðlað reynslu sinni?
Tengja sinn eigin Router
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 21
- Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 08:00
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
-
- Geek
- Póstar: 802
- Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
- Reputation: 65
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tengja sinn eigin Router
Ég hef lent í þessu en þá var þetta bara eitthvað caching vesen. Getur þú komist á netið í símanum þínum eða annari tölvu (eða jafnvel bara öðrum browser)? Prófaðu líka að endurræsa all draslið (ljósleiðarabox, router og tölvu).
Annars hef ég aldrei þurft að stilla neitt sérstaklega, bara lent í einmitt þessu.
Annars hef ég aldrei þurft að stilla neitt sérstaklega, bara lent í einmitt þessu.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3125
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 455
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tengja sinn eigin Router
Ef þú færð valid WAN ip-tölu, þá er þetta bara caching issue eins og Dagur réttilega bendir á. Þú ættir þá t.d að geta pingað mbl.is.
Ég lenti í aðeins meira veseni þegar ég skipti sjálfur um router, routerinn nýi fékk aldrei valid WAN IP tölu. Eftir samtal við þjónustuver Vodafone var prófað að slökkva á telsey og router, stinga router í WAN port 2 á telsey boxi og ræsa allt draslið uppá nýtt, þá hrökk þetta í gang.
Ég lenti í aðeins meira veseni þegar ég skipti sjálfur um router, routerinn nýi fékk aldrei valid WAN IP tölu. Eftir samtal við þjónustuver Vodafone var prófað að slökkva á telsey og router, stinga router í WAN port 2 á telsey boxi og ræsa allt draslið uppá nýtt, þá hrökk þetta í gang.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 21
- Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 08:00
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Tengja sinn eigin Router
Takk fyrir þessi svör..
Ef ég pinga einhverja síðu, þá fæ ég alltaf svar frá sömu IP tölunni sem er frá telsey boxinu.
Ég prófaði að tengjast með annari vél og það er sama sagan.
Ég prófaði jafnframt að taka bæði routerinn og telsey boxið úr sambandi, svissa á wan portum en það skilar sömu niðurstöðu..
Þetta lyktar eins og einhversstaðar vanti authentication í tengingarferlinu..
Ef ég pinga einhverja síðu, þá fæ ég alltaf svar frá sömu IP tölunni sem er frá telsey boxinu.
Ég prófaði að tengjast með annari vél og það er sama sagan.
Ég prófaði jafnframt að taka bæði routerinn og telsey boxið úr sambandi, svissa á wan portum en það skilar sömu niðurstöðu..
Þetta lyktar eins og einhversstaðar vanti authentication í tengingarferlinu..
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 960
- Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
- Reputation: 25
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tengja sinn eigin Router
Greykjalin skrifaði:Takk fyrir þessi svör..
Ef ég pinga einhverja síðu, þá fæ ég alltaf svar frá sömu IP tölunni sem er frá telsey boxinu.
Ég prófaði að tengjast með annari vél og það er sama sagan.
Ég prófaði jafnframt að taka bæði routerinn og telsey boxið úr sambandi, svissa á wan portum en það skilar sömu niðurstöðu..
Þetta lyktar eins og einhversstaðar vanti authentication í tengingarferlinu..
Hljómar þannig, kom innskráningarsíða gagnaveitunnar upp þegar þú varst búinn að tengja routerinn?
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 21
- Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 08:00
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 346
- Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
- Reputation: 41
- Staða: Ótengdur
Re: Tengja sinn eigin Router
Sérðu í router hvort þú sért með löglega ip tölu á wan interface eða hvort það sé 10.x.x.x tala?
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 21
- Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 08:00
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Tengja sinn eigin Router
Skv Vodafone er IP talan rétt..
Hún er ekki 10.xx.xx.xx
Vodafone gafst á endanum upp og segir mér að þetta sé ekki þeirra vandamál..
Hún er ekki 10.xx.xx.xx
Vodafone gafst á endanum upp og segir mér að þetta sé ekki þeirra vandamál..
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Tengja sinn eigin Router
Greykjalin skrifaði:Skv Vodafone er IP talan rétt..
Hún er ekki 10.xx.xx.xx
Vodafone gafst á endanum upp og segir mér að þetta sé ekki þeirra vandamál..
Þú átt frekar að hafa samband við þann aðila sem seldi þér routerinn.
Ef Bewan routerinn virkaði á ljósleiðara, og routerinn er kominn með 89. iptölu, þá er vandamálið greinilega router-megin.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Kóngur
- Póstar: 6396
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 463
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Tengja sinn eigin Router
Ef thu faerd alltaf upp gagnaveitu siduna, tha tharftu ad hreinsa history og cookies ur browsernum og jafnvel restarta tolvunni svo.
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 346
- Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
- Reputation: 41
- Staða: Ótengdur
Re: Tengja sinn eigin Router
Þú getur gert einfalt próf til að sjá hvort þetta er dns vandamál eða ekki.
farðu í command line og gerðu "ping 8.8.8.8" (google dns)
Ef þú færð reply frá 8.8.8.8 þá ertu með eðlilegt internet samband og vandamálið er dns cache í tölvunni.
Ef þú færð ekki svar þá er eitthvað annað að.
farðu í command line og gerðu "ping 8.8.8.8" (google dns)
Ef þú færð reply frá 8.8.8.8 þá ertu með eðlilegt internet samband og vandamálið er dns cache í tölvunni.
Ef þú færð ekki svar þá er eitthvað annað að.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 21
- Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 08:00
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Tengja sinn eigin Router
Sælir Vaktarar
Ég þakka kærlega öll svörin og hjálpina.
Þetta small saman hjá mér áðan.
Gallinn var að routerinn virtist vera að fá vitlausar DNS upplýsingar frá telsey boxinu.
Ég þurfti semsagt manually að endurnýja DHCP upplýsingarnar á WAN portinu og þá uppfærðist DNS.
Ég ímynda mér að gallinn hafi verið sá að þegar ég tengi routerinn við telsey boxið þá er MAC addressan á WAN portinu ekki authenticated og boxið gefur routernum einhvern generic gagnaveitu DNS.
Þegar ég svo authenticate-a routerinn þá uppfærist ekki tengingin og boxið hleypir mér ekki í gegnum sig.
DNSinn breyttist úr þessum generic Gagnaveitu DNS og í Vodafone DNS þegar ég uppfærði hann.
Takk aftur fyrir svörin..
Ég þakka kærlega öll svörin og hjálpina.
Þetta small saman hjá mér áðan.
Gallinn var að routerinn virtist vera að fá vitlausar DNS upplýsingar frá telsey boxinu.
Ég þurfti semsagt manually að endurnýja DHCP upplýsingarnar á WAN portinu og þá uppfærðist DNS.
Ég ímynda mér að gallinn hafi verið sá að þegar ég tengi routerinn við telsey boxið þá er MAC addressan á WAN portinu ekki authenticated og boxið gefur routernum einhvern generic gagnaveitu DNS.
Þegar ég svo authenticate-a routerinn þá uppfærist ekki tengingin og boxið hleypir mér ekki í gegnum sig.
DNSinn breyttist úr þessum generic Gagnaveitu DNS og í Vodafone DNS þegar ég uppfærði hann.
Takk aftur fyrir svörin..
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 346
- Skráði sig: Þri 26. Okt 2010 15:01
- Reputation: 41
- Staða: Ótengdur
Re: Tengja sinn eigin Router
Flott mál - skrítið samt að endurræsing á router hafi ekki lagað þetta vandamál...nema auðvita að þú hafir ekki prófað að endurræsa routerinn sem ég trúi nú varla
Kv, Einar.
Kv, Einar.
-
Höfundur - Nýliði
- Póstar: 21
- Skráði sig: Mán 02. Mar 2009 08:00
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Tengja sinn eigin Router
einarth skrifaði:Flott mál - skrítið samt að endurræsing á router hafi ekki lagað þetta vandamál...nema auðvita að þú hafir ekki prófað að endurræsa routerinn sem ég trúi nú varla
Kv, Einar.
Já, frekar furðulegt..
En jú, var búinn að marg endurræsa hann margoft..
-
- Nýliði
- Póstar: 1
- Skráði sig: Fim 30. Maí 2013 11:37
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Tengja sinn eigin Router
Sæll Greykjalín.
Er með nákvæmlega sama routerinn Trendnet TEW-691GR, og sama vandamálið hjá mér, nema hann dettur núna bara út aftur og aftur. Sama hvað ég endurstilli hann oft. Losnaðirðu alfarið við þetta með þessari aðgerð?
"Ég þurfti semsagt manually að endurnýja DHCP upplýsingarnar á WAN portinu og þá uppfærðist DNS."
Er með nákvæmlega sama routerinn Trendnet TEW-691GR, og sama vandamálið hjá mér, nema hann dettur núna bara út aftur og aftur. Sama hvað ég endurstilli hann oft. Losnaðirðu alfarið við þetta með þessari aðgerð?
"Ég þurfti semsagt manually að endurnýja DHCP upplýsingarnar á WAN portinu og þá uppfærðist DNS."