Hardware verslanir á netinu sem senda til Íslands


Höfundur
hsj
Nýliði
Póstar: 6
Skráði sig: Sun 25. Júl 2004 13:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hardware verslanir á netinu sem senda til Íslands

Pósturaf hsj » Sun 01. Ágú 2004 14:41

Ég hef verið að fylgjast með 6800GT kortunum frá NVidia og ætla mér að kaupa eitt svoleiðis um leið og ég get.

Ef þetta verð sem hefur birst hjá tölvulistanum verður normið í öllum búðunum þá er nokkuð ljóst að það mun alveg vel borga sig að panta kortin að utan.

Algengt verð á kortunum úti er $400 og ef við reiknum það komið til landsins þá er dæmið einhvernvegin svona:

dollaraverð*gengidollars*vaskur+sendingarkostnaður

$400*72*1.245+10000 = 45þ

Mig munar alveg um 15þ kall.

Ég veit ekki hvað kostar að senda svona þannig að ég skaut á 10þ.

Þar sem fæstar online hardware búðirnar senda vörur á klakann langar mig að spyrja þá sem hafa pantað að þessu:

Hvaða eru online hardware búðir er sæmilegar og senda vörur til Íslands




Arnar
Staða: Ótengdur

Pósturaf Arnar » Sun 01. Ágú 2004 16:09

http://www.chillblast.com

Þeir eru í bretlandi.

Þeir taka VAT af strax ef þú pantar frá þeim.

Með Fedex þá er pakkinn svona 3 daga að koma (virka)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Sun 01. Ágú 2004 16:44

Þú verður að leggja sendingarkostnaðinn við áður en þú reiknar VSK.




neon_no1
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Fös 30. Júl 2004 12:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf neon_no1 » Sun 01. Ágú 2004 16:50

síðan doom3 benchmarkin komu á [H]ardOCP hefur verðið á 6800gt snarhækkað og eftirspurnin snaraukist. Algengt verð á 6800gt er í kringum $450 í usa, og þeir örfáu staðir sem selja lægra senda mjög ólíklega til Íslands. Ef þú ætlar að panta frá bandaríkjunum myndi ég frekar kaupa frá þeim búðum sem selja gt á 400 en senda bara innanlands og nota þá bara shopusa, en þá tekur það kringum 2 vikur að fá þetta afhent. Hinsvegar virðist vera hentugra að panta frá chillblast, þ.e.a.s. ef þessi sendingarkostnaður er ekki eitthvað brjálæði.
Maður sér illilega eftir því að hafa ekki keypt fyrr frá bandaríkjunum, þar sem verðið er búið að hækka en ekki lækka á miðað við það sem maður var að búast við. Ísland er alveg fáránlega lengi að fá þessi kort og fá þau þá síðan á einhverju fáránlega háu verði. Hinsvegar má ekki gleyma því að ef það er eitthvað að þessum kortum, bila einhverntíman, þá verður meira vesen fyrir þá sem keyptu að utan en fyrir þá sem keyptu innanlands. En ég er ekki að fara að borga 15.þúsund kall fyrir það ...

GuðjónR: 10.000 ætti alveg að covera það, kostar varla 150dollara að senda...



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Sun 01. Ágú 2004 17:02

Ég sagði aldrei að það kostaði 10k eða 15k að senda frá usa....
ég var bara að benda á að reikna VSK af allri upphæðinni....líka sendingarkostnaði.




neon_no1
Nýliði
Póstar: 17
Skráði sig: Fös 30. Júl 2004 12:24
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf neon_no1 » Sun 01. Ágú 2004 18:36

ahh ég skil...my bad :)

allvega, þeir sem hafa einhverja reynslu af því að panta hluti að utan: hafið þið einhverntíman lent í því að hluturinn sem þið pöntuðuð að utan (og er enn í ábyrgð framleiðanda) bilar? Hvað gerið þið þá? Sendiði hlutinn aftur út til framleiðanda?