AntiTrust skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Nú er ég ekki fróður um VPN, get ég setti forritið upp og notað vélina á mörgum WIFI? Ss. bæði heima, hjá öðrum, á hotspots, skólanetum ofl., eða miðast þetta við eina tengingu?
VPNið miðast bara við tölvur, ekki staðsetningar eða ytri IP. Gætir verið tengdur heima hjá þér, tekið lappann í skólann og svo vinnuna, og notað sömu VPN tenginguna allstaðar.
OpenVPN er í raun bara forrit sem beinir netumferð í ákveðinni tölvu í gegnum VPN server, breytir engu hvar forritið er eða á hvaða nettengingu. Skilar sér yfirleitt í aðeins minni hraða og nær alltaf lengra response time af því að merkið þarf að fara auka krók á leiðinni út.(hraðinn fer eftir gæðum þjónustunnar).