Sælir
Myndi vilja koma hérna að ég tel eftirfarandi verslanir vera með topp þjónustu.
Tölvutækni og Kísildalur, allt saman nördar þarna að vinna sem hafa bullandi gaman að þessu, sýnist svona flestar verslanir vera með virkilega góða þjónustu og mér finnst það flott að þetta séu ekki bara stórfyrirtækjabúðir sem eru atkvæðamiklar á þessum markaði. Mikið pláss fyrir nörda og skemmtileg heit.
Sýnist það vera algengara en ekki að fá góða þjónustu og það er hreinlega frábært.
Topp þjónusta í flestum tölvuverslunum?
Re: Topp þjónusta í flestum tölvuverslunum?
Ég get verið sammála því að Kíslildalur veitir topp þjónustu.
Ég keypti um daginn skjákort frá ónefndu fyrir tæki en það virkaði ekki alveg eins og skildi, að vísu var einhver böggur í gamla kortinu líka en það nýrra var enn verra.
Ég fór og talaði við þá hjá ónefnda fyrirtækinu en þeir sögðu mér bara að tölvan væri biluð eða spennugjafin en kortið væri í lagi án þess að þeir vildu kíkja á það.
Ég fór því með það út frá þeim en mig langaði ekkert að fara með tölvuna til þeirra þannig að ég fór með hana í Kísildal, því að ég hafði keypt hjá þeim móðurborð og örgjörva um ári áður. Þeir tóku tölvuna og ætluðu að kíkja á hana og svo tveim dögum síðar fæ ég símtal um að tölvan sé tilbúin.
Ég spurði hvað hefði verið að en hann gat ekki svarað mér sá sem að ég talaði við í símann. Svo þegar ég kem að sækja tölvun spyr ég hvað hefði verið að og hvað viðgerðin kosti. "Ekkert" sagði hann, "Þetta var ábyrgðar mál". Það kom þá í ljós að móðurborðið var gallað og þeir skiptu um það án þess að hafa samband eða að spyrja mig um nokkurn skapaðann hlut. Fékk meira að segja betra og nýrra borð en það sem var, því að þeir áttu ekki gamla borðið lengur. Ég var allavega mjög feginn því að hafa ekki farið með tölvuna í viðgerð í ónefndu búðina.
Ég mun líklega beina mínum viðskiptum í framtíðinni til þeirra.
Kveðja
Einn sáttur við Kísildal
Ég keypti um daginn skjákort frá ónefndu fyrir tæki en það virkaði ekki alveg eins og skildi, að vísu var einhver böggur í gamla kortinu líka en það nýrra var enn verra.
Ég fór og talaði við þá hjá ónefnda fyrirtækinu en þeir sögðu mér bara að tölvan væri biluð eða spennugjafin en kortið væri í lagi án þess að þeir vildu kíkja á það.
Ég fór því með það út frá þeim en mig langaði ekkert að fara með tölvuna til þeirra þannig að ég fór með hana í Kísildal, því að ég hafði keypt hjá þeim móðurborð og örgjörva um ári áður. Þeir tóku tölvuna og ætluðu að kíkja á hana og svo tveim dögum síðar fæ ég símtal um að tölvan sé tilbúin.
Ég spurði hvað hefði verið að en hann gat ekki svarað mér sá sem að ég talaði við í símann. Svo þegar ég kem að sækja tölvun spyr ég hvað hefði verið að og hvað viðgerðin kosti. "Ekkert" sagði hann, "Þetta var ábyrgðar mál". Það kom þá í ljós að móðurborðið var gallað og þeir skiptu um það án þess að hafa samband eða að spyrja mig um nokkurn skapaðann hlut. Fékk meira að segja betra og nýrra borð en það sem var, því að þeir áttu ekki gamla borðið lengur. Ég var allavega mjög feginn því að hafa ekki farið með tölvuna í viðgerð í ónefndu búðina.
Ég mun líklega beina mínum viðskiptum í framtíðinni til þeirra.
Kveðja
Einn sáttur við Kísildal
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1577
- Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
- Reputation: 130
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Topp þjónusta í flestum tölvuverslunum?
Verð að vera sammála. Tölvutækni og Kísildalur reynst mér best gegnum tíðina.
Have spacesuit. Will travel.
-
- Vaktari
- Póstar: 2038
- Skráði sig: Mán 26. Mar 2012 21:26
- Reputation: 11
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Topp þjónusta í flestum tölvuverslunum?
Hef fengið tip top þjónustu í Tölvutek, eftir þetta óteljandi vesen með tölvuna mína, alltaf hressir
Kísildalur fær einnig hrós fyrir hjálpsemi og margt fleira.
Kísildalur fær einnig hrós fyrir hjálpsemi og margt fleira.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16519
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2117
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Topp þjónusta í flestum tölvuverslunum?
Ég verð nú að gefa öllum búðunum fullt hús, nördar eru skemmtilegir hvar sem þeir vinna
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1183
- Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
- Reputation: 408
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Topp þjónusta í flestum tölvuverslunum?
GuðjónR skrifaði:Ég verð nú að gefa öllum búðunum fullt hús, nördar eru skemmtilegir hvar sem þeir vinna
Vel mælt, frábært að hérna þrífast amk. þetta margar nörda búðir, vantar aðeins meira high end í þetta, vatnskælingar og svona en það er kreppa svo maður skilur það, þetta er annars mjög flott bara.
--
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||
|| 14900KS - Z790 - 96GB DDR6600 - 4090 - ||
-
- has spoken...
- Póstar: 188
- Skráði sig: Mið 13. Jan 2010 19:33
- Reputation: 1
- Staðsetning: Eyrarbakki
- Staða: Ótengdur
Re: Topp þjónusta í flestum tölvuverslunum?
Maður er orðinn svo gamall, að ég er búinn að sjá góða sölumenn koma víða við. T.d. búinn að versla við Haffa (Hafþór Helgason) í rúma tvo áratugi (líklega nær þremur áratugum), og elt hann milli tölvuverslana í gegnum árin (nú síðast Tölvulistinn og svo Tölvutek) vegna verða og prýðis búnaðar. Undanfarin misseri hef ég svo lagt hald mitt og traust á Klemenz í Tölvutækni, vegna þekkingar hans og þjónustulundar. Það má því segja að ég horfi frekar til góðra manna en góðra verslana.
CASE: CoolerMaster HAF 922 | PSU: Zalman ZM-1000HP | MOBO: Asus P9X79 Deluxe | CPU: Intel 3930K@3.2GHz | SINK: Stock | RAM: 64GB (8xCrusial 8GB DDR3 1600MHz) | SSD: 720GB (RunCore 480GB; Mushkin MKNSSDCR120GB; OCZ AGT3-25SAT3-120G) | HDD: 24TB (8xSeagate ST3000DM0013) | GPU: Radeon R9 270 | DISP: 2 x Dell 30" (3008WFP)
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1725
- Skráði sig: Sun 12. Sep 2004 16:02
- Reputation: 20
- Staða: Ótengdur
Re: Topp þjónusta í flestum tölvuverslunum?
Hef verið mjög ánægður með Kísildal hingað til, hef líka kíkt í Tölvutek því það er nálægt heimilinu og hef verið ánægður með þá.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 349
- Skráði sig: Fim 04. Feb 2010 15:09
- Reputation: 7
- Staðsetning: Seltjarnarnes
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Topp þjónusta í flestum tölvuverslunum?
Held ég hafi aldrei verið ánægðari með þjónustu en hjá kísildal.
Hringdi í þá og sagði að harði diskurinn í tölvunni minni væri að feila. eða kæmi villa alltaf upp í windowsinu (Sector dæmi minnir mig). Þeir biðja um alla tölvuna. Svosem hægt að skilja það, þannig ég fer með hana á laugardegi og er alveg að búast við því að bíða í nokkra daga eins og ég endaði á að gera útaf vitleysu í mér eiginlega. vill svo til að þeir skiptu bara um disk copy paste allt dótið yfir og hringdu daginn eftir að ég fór með hana. Nema ég náði ekki að svara og já... gleymdi þeim síðan. Eina sem ég gæti sett útá væri að þeir hefðu mátt hringja aftur. Og ég hefði mátt líka muna að ehv hringdi í mig og hringja til baka -.-' hehe... Kísildalur fær mitt prik allavega.
Hringdi í þá og sagði að harði diskurinn í tölvunni minni væri að feila. eða kæmi villa alltaf upp í windowsinu (Sector dæmi minnir mig). Þeir biðja um alla tölvuna. Svosem hægt að skilja það, þannig ég fer með hana á laugardegi og er alveg að búast við því að bíða í nokkra daga eins og ég endaði á að gera útaf vitleysu í mér eiginlega. vill svo til að þeir skiptu bara um disk copy paste allt dótið yfir og hringdu daginn eftir að ég fór með hana. Nema ég náði ekki að svara og já... gleymdi þeim síðan. Eina sem ég gæti sett útá væri að þeir hefðu mátt hringja aftur. Og ég hefði mátt líka muna að ehv hringdi í mig og hringja til baka -.-' hehe... Kísildalur fær mitt prik allavega.
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Tengdur
Re: Topp þjónusta í flestum tölvuverslunum?
Templar skrifaði:GuðjónR skrifaði:Ég verð nú að gefa öllum búðunum fullt hús, nördar eru skemmtilegir hvar sem þeir vinna
Vel mælt, frábært að hérna þrífast amk. þetta margar nörda búðir, vantar aðeins meira high end í þetta, vatnskælingar og svona en það er kreppa svo maður skilur það, þetta er annars mjög flott bara.
Finnst líklegt að það mun aldrei nein verslun hér á klakanum hafa á lager búnað til vatnskælinga, markaðurinn er svo lítill og þróunin svo hröð.
Kæmi mér alls ekki á óvart ef flestar ef ekki allar búðirnar gætu sérpantað fyrir viðskiptavini, flestir með samning við stóra birgja sem eiga þetta allt saman til.
Re: Topp þjónusta í flestum tölvuverslunum?
vesley skrifaði:Templar skrifaði:GuðjónR skrifaði:Ég verð nú að gefa öllum búðunum fullt hús, nördar eru skemmtilegir hvar sem þeir vinna
Vel mælt, frábært að hérna þrífast amk. þetta margar nörda búðir, vantar aðeins meira high end í þetta, vatnskælingar og svona en það er kreppa svo maður skilur það, þetta er annars mjög flott bara.
Finnst líklegt að það mun aldrei nein verslun hér á klakanum hafa á lager búnað til vatnskælinga, markaðurinn er svo lítill og þróunin svo hröð.
Kæmi mér alls ekki á óvart ef flestar ef ekki allar búðirnar gætu sérpantað fyrir viðskiptavini, flestir með samning við stóra birgja sem eiga þetta allt saman til.
Vandamálið við vatnskælingarnar eru líka ábyrgðarmál. Hef svoldið verið að spyrja af þessu hjá hinum ýmsu tölvuverslunum.
Annars fæ ég yfirleitt mjög góða þjónustu þegar ég versla í tölvuverslunum. Hef nú ekki litið við hjá öllum en att.is og tölvutek fá prik fyrir viðskipti mín við þá í gegnum tíðina. Alltaf til í að hjálpa og uppfylla ýmsar sérþarfir