Vatnskælingar: nokkrar spurningar!


Höfundur
xpider
Nörd
Póstar: 128
Skráði sig: Fös 02. Apr 2004 10:42
Reputation: 0
Staðsetning: The DarkSide
Staða: Ótengdur

Vatnskælingar: nokkrar spurningar!

Pósturaf xpider » Mið 28. Júl 2004 22:18

hæbb

Ég er mikið að spá í vatnskælingarkerfum og eru nokkrar spurningar sem mig langar að biðja fólk sem á svoleiðis kerfi að svara.

Sú fyrsta er hvað þarf maður að hafa í huga þegar maður kaupir?
Er einhver munur á að hafa vatnstank eða ekki? ( kannski betra að hafa stóran radiator en vatnstank ?)
Hvað þarf maður að skipta um vatn oft? (hef lesið að það þurfi að skipta um vatn í þessu á 6 mánaða fresti. Er það rétt eða er hægt að vera með það lengur ef maður er með eimað vatn?)
Á maður að panta að utan eða að styrkja einokunina hér á Íslandi?
Hefur einhver reynslu af DangerDen vörum og ef svo er hvernig er það að standa sig?

Þetta er svona byrjunin ef þið hafið einhverjar góðar ábendingar þá endilega segið mér frá þeim!


.::. Intel 6600 Quad @ 3GHz .::. 1xCorsair ssd 120 1xSeagate 2tb .::. 8800GT .::. 4x2GB .::. Shuttle XPC Prima .::.