Gúrú skrifaði:AntiTrust skrifaði:Maríjúana í dag er ekki eins og það var á hippatímabilinu. Það er mikið, mikið meira magn af THC í dag og því fer lítið annað en hækkandi, sem þýðir að first-time neytendur fá mikið sterkari áhrif í dag og eru líklegri til að verða fíklar en áður fyrr.
Nei - þú þarft semí heimildir til að segja svona hluti og líta ekki bara út eins og hver önnur er.is mamma.
Sem neytandi og, eins og þið báðir, búinn að lesa til um kannabis í svo marga klukkutíma að ég get ekki talið þá, þá get ég fullyrt það að AntiTrust fer með rétt mál þegar snýr að því að kannabisefni í heild eru orðin mun sterkari heldur en eins og AT sagði, á hippatímabilinu td.
En það þýðir samt alls ekki þetta ;
AntiTrust skrifaði:sem þýðir að first-time neytendur fá mikið sterkari áhrif í dag og eru líklegri til að verða fíklar en áður fyrr.
Móri kom með gott point í viðtali árið 2003
Í viðtali við DV, sem áður hefur verið vitnað til, segir Móri um afnám banns á sölu kannabisefna: ,,Til að nálgast kannabisefni eins og ástandið er í dag þarf neytandinn að leita til svokallaðra dópsala, sem hafa margir hverjir upp á ýmislegt fleira að bjóða en bara kannabisefni og finnst mér það ekki skrýtið að reykingafólk leiðist út í harðari neyslu undir slíkum kringumstæðum. Ef sala kannabis færi hins vegar fram, t.d. í apótekum, myndi það í mesta lagi hvetja grashausa Íslands til þess að kaupa sér vítamín og hreinlætisvörur og hefðu þeir sjúklingar sem gagn hafa af lækningaeiginleikum jurtarinnar þannig greiðan aðgang að henni. Svo ekki sé minnst á það að ef kannabis væri tekið af svörtum markaði og selt fyrir opnum dyrum væri hægt að nota peningana sem nú renna í vasa dópsalanna til að efla forvarnir gegn notkun harðari efna.
Annar partur af sama viðtali:
,,Fíkniefnalaust Ísland árið 2002 ... Þegar ég heyrði þetta slagorð stjórnvalda í fyrsta sinn var mér hlátur efst í huga. Hvernig í ósköpunum datt þeim í hug að þeir gætu stöðvað útbreiðslu fíkniefna hér á landi, og það fyrir árið 2002? Refsistefna stjórnvalda hefur, einsog í mörgum okkar nágrannalöndum, aðeins gert illt verra. Lengri fíkniefnadómar gera það að verkum að verð á efnunum hækkar út af aukinni áhættu sala og smyglara. Harka verður meiri og menn leggja meira á sig við að forðast handtöku. Gróði salanna eykst, glæpatíðni eykst og vopnum fjölgar. Þetta er raunveruleiki sem margar Vesturlandaþjóðir búa við og eru yfirvöld þeirra landa stöðugt að leita leiða út úr þeim vítahring sem refsistefnan er. Lítið nú í eigin barm, Íslendingar, er ástandið að skána ... eða er það að versna? Það er kominn tími til að taka aðra stefnu þegar kemur að því að leysa þennan vanda, það er augljóst. Af hverju reynið þið alltaf að notast við lausnir sem þegar hafa brugðist öðrum?"
Bara mín (og móra) tvö sent