Hvað ætliði að kjósa?

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Kabal
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 22:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf Kabal » Lau 09. Feb 2013 15:14

Leiðinleg pólítisk spurning, en virkilega samt, hvað ætlið þið að kjósa og afhverju?



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf ManiO » Lau 09. Feb 2013 15:32

Er enn óákveðinn og mun eflaust vera það þangað til að maður veit hvaða flokkar eru að bjóða sig fram og listarnir komnir á hreint.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

Höfundur
Kabal
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 22:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf Kabal » Lau 09. Feb 2013 18:42

En hvað er að koma til greina hjá ykkur og hvað ekki? Framsókn er að koma voða sterkir inn núna í nýlegum könnunum..




blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1775
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 141
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf blitz » Lau 09. Feb 2013 18:47

Miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir, Sjálfstæðisflokkinn.


PS4


axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1794
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 82
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf axyne » Lau 09. Feb 2013 18:49

Hef ekki gert upp hug minn en Besti Flokkurinn gæti verið mín niðurstaða.


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5592
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1053
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf appel » Lau 09. Feb 2013 19:02

Ég veit hvað ég mun EKKI kjósa, og það eru Vinstri-Græn, Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkingu.

Maður hallast annað hvort að ... pírataflokknum eða framsókn... og þá helst vegna Frosta Sigurjóns sem er með http://betrapeningakerfi.is/


*-*

Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf hfwf » Lau 09. Feb 2013 19:18

Eins og er þá finnst mér pírataflokkurinn bestu kostur. Myndi aldrei þó byssu væri beint að mér að kjósa samfylkinguna eða VG, næst væri X-D því miður. Björt framtíð gæti fyrir mér skitið í buxurnar á sér. Sama með framsókn.




Orri
vélbúnaðarpervert
Póstar: 930
Skráði sig: Fim 11. Okt 2007 17:17
Reputation: 137
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf Orri » Lau 09. Feb 2013 19:45

appel skrifaði:Ég veit hvað ég mun EKKI kjósa, og það eru Vinstri-Græn, Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkingu.

Sama hér..




Halli13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 21:49
Reputation: 11
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf Halli13 » Lau 09. Feb 2013 20:38

Ég mun ekki kjósa Samfylkingu né Vinstri græna, enda eru þeir að mínu mati ekki búnir að standa sig næstum því nógu vel á þessu kjörtímabili og litlu munaði að þeir hefðu steypt okkur í djúpar skuldir með Icesave 1.

Svo er ég mjög hræddur um ef ég kýs einn af minni flokkunum þá muni atkvæði mitt detta út vegna 5% reglunar.

Þannig þá standa í rauninni bara þrír flokkar eftir, Sjálfstæði, Framsókn og Björt framtíð.

Mér líst ekki nógu vel á Bjarta framtíð og eins og niðurstöður eru núna þá munu Sjálfstæðis/Framsókn vinna kosningarnar og vel það og þar af leiðandi sé ég lítin mun í endanlegri niðurstöðu eftir því hvorn flokkin ég kýs, en ég mun enda á öðrum hvörum þeirra.


ps.
Go hægri stjórn!



Skjámynd

OverClocker
spjallið.is
Póstar: 419
Skráði sig: Mið 04. Des 2002 22:30
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf OverClocker » Lau 09. Feb 2013 20:43

xB
Eini flokkurinn sem ætlar að taka á skuldavandamálum fólks með verðtryggð lán og eini flokkurinn sem ætlar að afnema verðtrygginguna.
Sigmundur Davíð er líka trúverðugur og mun standa við þessi loforð, ólíkt öðrum.

Hann sá lausnina á sínum tíma með 20% niðurfellingu á lánunum sem hefði eflaust afstýrt skuldavanda heimilanna í dag.

Þetta er auðvitað fyrrverandi skítaflokkur en ég hef trú á Sigmundi.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf dori » Lau 09. Feb 2013 20:50

Ég mun örugglega kjósa pírata. Hvað er málið með að kjósa sjálfstæðisflokkinn/framsókn? Er þetta eitthvað breytt lið síðan þeir voru að úthluta vinum sínum góðum dílum og stela þannig af samfélaginu?

Annars þá á aldrei að láta hræða sig af einhverri 5% reglu. Ég myndi frekar láta atkvæðið mitt "detta dautt niður" og sýna þannig óánægju mína á kerfinu heldur en að kjósa eitthvað sem ég vil ekki (og ég vil ekki Framsóknarflokkinn, Samfylkinguna/Björt Framtíð, Sjálfstæðisflokkinn eða Vinstri Græna - huh, hægri grænir líka þarna... það er eitthvað lítið eftir af hlutum sem ég myndi geta hugsað mér).



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf GuðjónR » Lau 09. Feb 2013 21:37

Ætli ég skili ekki auðu eins og síðast, hef ekki geð í að kjósa lygara yfir mig.



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf natti » Lau 09. Feb 2013 23:42

Atkvæðið tapast annaðhvort í 5% reglunni eða sem autt, ef ég á annað borð "nenni" að mæta á kjörstað fyrir svona skrípaleik.

OverClocker skrifaði:xB
Sigmundur Davíð er líka trúverðugur og mun standa við þessi loforð, ólíkt öðrum.

Að öllu skítkasti slepptu, þá finnst mér þetta einmitt svo áhugavert varðandi stjórnmál almennt, hvenrig fólk getur haft gjörólíka sjón á sama hlutinn (eða einstaklinginn).
Mér finnst Sigmundur "ég er hluti af elítunni" Davíð einmitt hvorki trúverðugur né líklegur til að standa við einhver svona pólitísk loforð sem "allir vilja heyra".

En útilokunaraðferðin mín er basically svona:

Ekki Sjálfstæðisflokkinn.
- Þeir hafa sýnt að þeir hafa ekkert breyst, og sú hugmynd að menn eins og Brynjar Níelsson komist inn á þing hræðir mig.
Ekki Framsókn.
- a) Það hefur ekkert breyst. b) Í viðtölum og öðru sem frá flokknum kemur finnst mér augljóst að seglum er hagað eftir vindi, svör gefin sem haldið er að fólk vilji heyra. + Alltaf auðvelt að gefa flott loforð án þess að gefa neinar útskýringar á hvernig á að útfæra þau m.t.t. hvaða afleiðingar möguleg útfærsla getur haft í för með sér.
Ekki Vinstri-Græn.
- Ég hef nú aldrei átt neina samleið með VG, en fyrir seinustu kosningar trúði ég virkilega að þar væri "prinsipp" fólk að finna. Eftir kosningar var VG til í að fleygja stærstu kosningaloforðunum sínum fyrir bý á aðeins 2 vikum til þess að fá að vera í stjórnarsamstarfi. Og starf þeirra þetta kjörtímabil sýnir að það er enginn grundvallarmunur á aðferðarfræði þeirra og xD. Hræsnarar er eina orðið sem ég hef yfir VG.
Ekki Samfylkinguna.
- "Tækifærissinni" er það orð sem mér finnst lýsa þeim best. Og nú hef ég ekki myndað mér skoðun varðandi ESB, en ég þoli illa hvað þessi flokkur er gjarn á að snúa útúr eða tala í kringum málefni sem "henta" þeim ekki, eins og það megi bara ræða jákvæðu hlutina en ekki þá neikvæðu. (Lesist: það má ekki gefa raunverulega mynd.)

Ég er ekki búin að skoða/kynna mér ný framboð.

Bætt við:
Ekki Hægri Græna
- Ég heyrði viðtal við talsmann þeirra í morgunútvarpi Bylgjunnar á leið í vinnuna um daginn. Fairy dust og bleikir fýlar.


Mkay.

Skjámynd

Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf Jimmy » Lau 09. Feb 2013 23:49

GuðjónR skrifaði:Ætli ég skili ekki auðu eins og síðast, hef ekki geð í að kjósa lygara yfir mig.


Líklegast þetta, sé ekki muninn á kúk og skít.

Kv, Bitrigaurinn.
ég veit að kúkur er mjúkur og skítur flýtur.


~

Skjámynd

Höfundur
Kabal
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 22:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf Kabal » Sun 10. Feb 2013 00:06

Ég ætlaði að kjósa Björt Framtíð reyndar þangað til ég áttaði mig á því hversu mikil naðra Guðmundur Steingrímsson er.. miðað við það sem ég hef séð þá lítur þetta út fyrir að vera maður sem skiptir um skoðun yfir nóttu og ég get ekki með góðri samvisku kosið þannig mann/flokk inn, sem ég held að geri eitthvað en ákveður síðan allt í einu að gera eitthvað annað.

Mér líst vel á það sem pírataflokkurinn er að bjóða upp á, en ég vil hinsvegar sjá að það séu ekki bara einhverjir krakkar að bjóða sig fram í þetta, líður eins og það verði þannig (fyrir utan Birgittu..)

Ég veit ekki hvort það sé markaðssetning eða jafnvel hvernig fjölskyldan mín lítur á þetta, en þá finnst mér eins og þeir einu sem vita eitthvað um hvernig peningar virka séu XD. Þannig að eins og ég sé þetta þá er þetta svona:

a) Fólk sem kann ekki að fara með peninga en vil vel
b) Fólk sem kann að fara með peninga en tekur suma framyfir hina.

Ég veit ekki.. autt kannski..



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf dori » Sun 10. Feb 2013 00:09

Píratar eiga mér vitanlega eftir að velja á lista. En ég held að þetta verði ekki bara "einhverjir krakkar". Þó svo að það eigi auðvitað eftir að koma í ljós.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 6
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf biturk » Sun 10. Feb 2013 07:59

sjálfstæðisflokk eða framsókn


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


Gislinn
FanBoy
Póstar: 769
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 01:07
Reputation: 50
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf Gislinn » Sun 10. Feb 2013 10:05

Ég mun skila auðu þar til þetta flokka bull fer og persónukjör tekur við.


common sense is not so common.


DabbiGj
Gúrú
Póstar: 529
Skráði sig: Mið 10. Mar 2010 16:11
Reputation: 43
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf DabbiGj » Sun 10. Feb 2013 10:19

allt nema framsókn eða hægri græna



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf GuðjónR » Sun 10. Feb 2013 10:59

Fæ hroll þegar mynskeið af þessum flokksráðsfundum birtast í fréttunum, þetta eru eins og öfgatrúarsamkomur, alveg sama hvað bull ratar af munni æðstaprests það klappa allir og hlægja.
Flokkurinn er alltaf númer eitt, flokksmenn númer tvö og fjármagnið sem stjórnar þeim númer þrjú.
Bara ef okkur bæri gæfa til að setja þjóðina í eitt af efstu sætunum.



Skjámynd

Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1068
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf Hargo » Sun 10. Feb 2013 13:16

Framsókn munu eflaust skora vel á loforðum um að taka á skuldavanda heimilanna. Fólk er búið að bíða eftir því síðan þessi "velferðarstjórn" tók við sem lofaði skjaldborg um heimilin í landinu. Það sem spilar líka með Framsókn er að þeir eru búnir að taka ansi mikið til í listunum sínum. Þeir voru með ansi spillta menn innanborðs hér á tímabili, Finn Ingólfsson og fleiri seggi.
http://www.dv.is/frettir/2009/1/23/finnur-faer-200-milljonir-ari/
http://www.dv.is/frettir/2012/12/14/finnur-tok-ser-100-milljona-ard/
http://www.dv.is/frettir/2012/3/28/afskrifar-milljarda-hja-finni-ingolfssyni/


Ég held að sjálfstæðisflokkurinn myndi hagnast á því að skipta Bjarna Ben út. Skoðanakannanir sýna að almenningur myndi frekar geta hugsað sér að kjósa flokkinn með Hönnu Birnu við stjórn heldur en Bjarna. Svo er auðvitað allt annar handleggur hvernig er kosið á þessum öfga samkomum. Þar fá bara flokksbundnir sjálfstæðismenn að kjósa sinn formann og þeirra sýn er ekkert endilega sú sama og almennings - eiginhagsmunapot út í eitt sem ræður ferðinni.

Ég er mjög ánægður að sjá á eftir Jóhönnu úr stjórnmálum, sú kella var komin vel fram yfir síðasta söludag á þingi og gjörsamlega komin með sjálfstæðisflokkinn á heilann. Steingrímur, Ögmundur og fleiri risaeðlur þarna mega líka alveg fara að segja þetta gott og hleypa öðrum að. Mér finnst í raun fáránlegt að það sé ekki einhver regla yfir samfellda setu þingmanna. Ég held það hafi enginn gott af því að hanga of lengi þarna á þingi, 2-3 þrjú kjörtímabil í röð væri alveg meira en nóg að mínu mati. Það myndi tryggja endurnýjun á þingi, en eins og við vitum þá þurfa íslenskir þingmenn aldrei að segja af sér né taka ábyrgð á mistökum sem þeir gera. Þannig að mér finnst svona regla eiginlega möst.

Mér finnst vanta að taka á skuldavanda heimilanna og koma atvinnulífinu meira af stað. Það þarf líka að taka ákvörðun um gjaldmiðil, hvort sem það verður evra í gegnum ESB eða að taka upp einhverja aðra mynt einhliða. Ég held að þeir flokkar sem setja það ofarlega á loforðalistann verði fyrir valinu, en ég hef alltaf talið mig vera meira hægra megin við miðjuna frekar en hitt. Svo er hinsvegar hitt, hvort þau loforð verði ekki svikin eins og alltaf annað frá þessum flokkum - sama hvað þeir heita.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf GuðjónR » Sun 10. Feb 2013 13:40

Hargo skrifaði:Framsókn munu eflaust skora vel á loforðum um að taka á skuldavanda heimilanna. Fólk er búið að bíða eftir því síðan þessi "velferðarstjórn" tók við sem lofaði skjaldborg um heimilin í landinu. Það sem spilar líka með Framsókn er að þeir eru búnir að taka ansi mikið til í listunum sínum. Þeir voru með ansi spillta menn innanborðs hér á tímabili, Finn Ingólfsson og fleiri seggi.
http://www.dv.is/frettir/2009/1/23/finnur-faer-200-milljonir-ari/
http://www.dv.is/frettir/2012/12/14/finnur-tok-ser-100-milljona-ard/
http://www.dv.is/frettir/2012/3/28/afskrifar-milljarda-hja-finni-ingolfssyni/


Ég held að sjálfstæðisflokkurinn myndi hagnast á því að skipta Bjarna Ben út. Skoðanakannanir sýna að almenningur myndi frekar geta hugsað sér að kjósa flokkinn með Hönnu Birnu við stjórn heldur en Bjarna. Svo er auðvitað allt annar handleggur hvernig er kosið á þessum öfga samkomum. Þar fá bara flokksbundnir sjálfstæðismenn að kjósa sinn formann og þeirra sýn er ekkert endilega sú sama og almennings - eiginhagsmunapot út í eitt sem ræður ferðinni.

Ég er mjög ánægður að sjá á eftir Jóhönnu úr stjórnmálum, sú kella var komin vel fram yfir síðasta söludag á þingi og gjörsamlega komin með sjálfstæðisflokkinn á heilann. Steingrímur, Ögmundur og fleiri risaeðlur þarna mega líka alveg fara að segja þetta gott og hleypa öðrum að. Mér finnst í raun fáránlegt að það sé ekki einhver regla yfir samfellda setu þingmanna. Ég held það hafi enginn gott af því að hanga of lengi þarna á þingi, 2-3 þrjú kjörtímabil í röð væri alveg meira en nóg að mínu mati. Það myndi tryggja endurnýjun á þingi, en eins og við vitum þá þurfa íslenskir þingmenn aldrei að segja af sér né taka ábyrgð á mistökum sem þeir gera. Þannig að mér finnst svona regla eiginlega möst.

Mér finnst vanta að taka á skuldavanda heimilanna og koma atvinnulífinu meira af stað. Það þarf líka að taka ákvörðun um gjaldmiðil, hvort sem það verður evra í gegnum ESB eða að taka upp einhverja aðra mynt einhliða. Ég held að þeir flokkar sem setja það ofarlega á loforðalistann verði fyrir valinu, en ég hef alltaf talið mig vera meira hægra megin við miðjuna frekar en hitt. Svo er hinsvegar hitt, hvort þau loforð verði ekki svikin eins og alltaf annað frá þessum flokkum - sama hvað þeir heita.

Vel mælt!
Er 100% sammála hverju orði hjá þér.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf urban » Sun 10. Feb 2013 14:05

Hargo skrifaði:Það þarf líka að taka ákvörðun um gjaldmiðil, hvort sem það verður evra í gegnum ESB eða að taka upp einhverja aðra mynt einhliða. Ég held að þeir flokkar sem setja það ofarlega á loforðalistann verði fyrir valinu, en ég hef alltaf talið mig vera meira hægra megin við miðjuna frekar en hitt. Svo er hinsvegar hitt, hvort þau loforð verði ekki svikin eins og alltaf annað frá þessum flokkum - sama hvað þeir heita.


Atllof margir sem að því miður horfa á evru eða aðra mynnt og halda að hún sé að fara að bjarga okkur.

Fólk þarf að átta sig á því að þó svo að við vildum taka upp evru í næsta mánuði, þá fengjum við það ekki, þar sem að landið er einfaldlega ekki nógu vel stætt til þess.

Við fáum ekki að taka upp evru nema með ákveðið lága verðbólgu, ákveðið hlutfall af skuldum af vergri landsframleiðslu og kominn stöðuleiki á fjármálin hérna en einsog allir ættu að vita þá erum við ekki nálægt stöðuleika í fjármálakerfinu og verðbólga og skuldir eru alltof háar.

TL;DR??
Evran er ekki að fara að bjarga okkur úr skítnum, við þurfum að moka honum í burtu áður en við fáum að taka upp evru.

En annars er ég óákveðinn hvað ég ætla að kjósa.

en ég veit að ég kem ekki til með að kjósa vinstri né hægri græna og líklegast ekki samfylkingu né sjálfstæðisflokkinn

annað er opið og kem ég ekki til með að ákveða eitt né neitt fyrr en maður sér öll loforðin og skoðar hver þeirra er líkleagstur við að standa við það sem að skiptir einhverju máli í þessu þjóðfélagi hérna.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16519
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2117
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf GuðjónR » Sun 10. Feb 2013 14:12

Við getum líka haldið krónunni en þá þarf að festa gengið á henni eða binda það við aðra mynt, t.d. Evru eða Norska/Danska krónu.
Það er ekki til neitt sem heitir "fljótandi" króna eða "fljótand" gengi. Réttnefnið er sökkvandi króna eða fallandi gengi. Umhvernið er bara þannig að krónan getur ekki flotið sama hvernig menn pissa í skóinn sinn með gjaldeyriskaupum og vaxtahækkunum. Það þarf engan stjarneðlisfræðing til að sjá þessar staðreyndir.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvað ætliði að kjósa?

Pósturaf urban » Sun 10. Feb 2013 14:21

Já það er aftur á móti allt annað mál.
Við erum með handónýtan gjaldmiðil og þyrftum að losna við hann sem fyrst (enda hvað í ósköpunum höfum við rúmlega 300þús manns að gera með okkar eigin gjaldmiðil)

en það er samt ekkert að fara að gerast á næstu mánuðum.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !