Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics


Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf AntiTrust » Mán 25. Okt 2010 02:39

Jæja.

Nú fer að líða að því að ég flyt í eigið hús, ekki á næstu dögum eða vikum en það styttist þó. Með kaupum á húsnæði fylgir talsvert mikið meira frelsi en í leiguíbúð og
þá fæ ég loksins tækifæri til þess að ráðast í ýmsar framkvæmdir og uppsetningar sem mig hefur lengi dreymt um. Ég kem til með að flytja í rað/parhús eða jafnvel einbýli, svo frelsið verður talsvert.

Þessi þráður er ekki eingöngu ætlaður til minna eigin pælinga, heldur langar mig yfirhöfuð að vekja áhuga og umtal á þessu sviði þar sem ég hef lítið sem ekkert rekist á
slíkt hérlendis. Fólk má því endilega pósta því sem það hefur gert nú þegar, eru með á plani að gera eða langar einfaldlega hjálp við að útfæra. Þar sem ég hef kynnt mér þetta örlítið (og þá meina ég ör-lítið m.v. magnið af uppl.sem hægt er að lesa um þetta) þá langar mér að útlista nokkur atriði fyrst sem ég hef rekið mig á í sambandi við þetta, ég HVET fólk til að leiðrétta mig og dæla inn upplýsingum, linkum, videoum, reviews og flr. sem tengist efninu. Það eru til nokkrar tegundir af sjálfvirknikerfum :

Rafmagnslínukerfi. Ódýrasta leiðin líklega til að fara í svona setup. Notast við núverandi rafmagnslínur, algengt að nota X10 staðlaðan búnað meðal annars.

Þráðlaus kerfi. Segir sig sjálft, en eru hinsvegar oftast limiteruð við ljósastýringar, hita, læsingar, ekki fýsilegt til notkunar í flóknari uppsetningum.

Víruðkerfi. Yfirleitt stabílustu kerfin en sömuleiðist oft þau dýrustu. Geta notast við Cat5/Cat6 kapla eða sýna eigin bus línur. Oftast kerfin sem eru sett upp þegar húsið er byggt, en auðvitað er alltaf hægt að implementa slík kerfi eftirá en það kostar yfirleitt meiri vinnu. Einn af kostunum við þessi kerfi er líka sá að þau ráða yfirleitt við mörg tasks á sama tíma, og þetta er yfirleitt closed-loop kerfi svo það er þokkalega öruggt. Tengjast líka auðveldlega við mörg mismunandi svið kerfisins.

IP Kerfi. By far flóknustu kerfin, en bjóða sömuleiðist upp á langflestu möguleikana. Öryggi er einnig vandamál eins og á við öll IP kerfi, en fyrir þá sem eru þokkalega vel að sér í netkerfum ætti það ekki að vera stórt vandamál. Með IP kerfum ertu að fá stjórn yfir nokkurnvegin hverju sem þú vilt heima hjá þér, hvaðan sem er. Spurningin er í rauninni bara sú, hversu miklum tíma, hversu mikla vinnu og hversu mikla peninga ertu tilbúinn í að leggja í verkefnið.

Húsin sem við höfum verið að skoða eru öll svipuð í layout-i svo hugsunin á bakvið svona kerfi er alltaf eins í grunninn. Það sem skiptir mig máli er að komast að því hvað
hentar best, í hvernig uppsetningu, hvaða tæki og hugbúnað þarf til.

Afhverju?
Ástæðan fyrir því að ég ætla í slíkt setup er ósköp einfalt. Ég hef alltaf verið hrifinn af því að nota tækni til þess að auðvelda mér og mínum hið daglega líf. Ég hef alltaf
verið mikið fyrir gott privacy, mikið heimaöryggi og upplýsingaflæði. Ég vill vita hverjir það eru sem eru að sniglast í kringum húsið mitt, hver það var sem hurðaði
bílinn minn, hver braust inn til mín, hvaða tæki eru í gangi heima hjá mér, hvaða tæki vill ég að séu í gangi heima hjá mér, hvaða lag er í spilun, hvar það er í spilun, hvaða ljós eru kveikt, hvað það er heitt inni hjá mér .. Þið náið myndinni.

Gróft plan af setupinu.

Lýsing :
Öll lýsing, bæði utan sem innanhús verður hægt að stjórna með hefðbundnum rofum, með raddstýringu, með fjarstýringu/snjallsíma/lófatölvu/fartölvu í gegnum e-rskonar miðlæga hugbúnaðarstýringu. Helst í gegnum netið líka. Sjálfvirk lýsing tengd við tímarofa og hreyfiskynjara við innkeyrslu og utandyra þegar bílum er ekið í stæði eða labbað er inn í garð afturfyrir girðingu, hvort sem það er fyrir framan eða aftan hús.

Hljóðkerfi :
Verða hátalarar í öllum herbergjum, annaðhvort í loftum eða í veggjum. 1-4 hátalarar í hverju herbergi, fer eftir stærð. Allir tengdir saman í eitt unified kerfi. Ég vill geta
sett á hvaða lag sem er af servernum hjá mér í hvaða herbergi sem er, eða e-ð af öðrum input sources í húsinu. Ég vill líka geta sett á sitthvort lagið í sitthvoru herberginu ef mér sýnist, og sömuleiðist vill ég geta sett sama lagið á í öllum herbergjum á sama tíma, aka "Party Mode". Þessu vill ég geta stjórnað með raddstýringu, úr lappa/snjallsíma eða í gegnum netið.

Myndspilun :
Líklega verður sér bíóherbergi þar sem skjávarpinn verður ásamt heimabíókerfi, sem verður ekki partur af húshljóðkerfinu. Hversu mikið þetta tvennt verður stillt inn á
kerfið er aukaatriði, hinsvegar verður HTPC vélin helst raddstýrð eða sími/fartölva til að stjórna XBMC interface-inu. Sérstaklega verður lagt uppúr ljóstastýringum inn í þessu herbergi, líklega myndi ég hafa þarna faldar LED lýsingar útum allt, með bæði breytanlegu birtustigi sem og litum, breytanlegt frá miðlægu stýringunni.

Öryggiskerfi :
Samansafn af hreyfiskynjurum og öryggismyndavélum. Hreyfiskynjarar sjá um að triggera hefðbundin þjófavarnarkerfi og kveikja ljós, garður, bílastæði etc. Öryggismyndavélar yrðu síðan í völdum herbergjum innanhús, og beint á valda staði utanhús svosem á bílastæði, garð og inngang. Verða stilltar á að taka upp við hreyfingu og láta vita með SMSi/MMS/emaili þegar hreyfingar verður vart innan ákveðinna tímaramma. Dyralásinn á hurðinni yrði fingrafaralesari+digital talnalás. Ekki eins dýrt í framkvæmt og margir vilja halda.

Gluggatjöld :
Rafstýrð gluggatjöld allstaðar, stjórnað með raddstýringu eða miðlægri fjarstýringu.

Hitastig :
Hvort sem það endar með gólfhita eða ofnum eru til lausnir til að fjarstýra slíku með aftermarket stýringum. Þessu myndi ég vilja stjórna bæði sjálfur úr miðlægri stýringu sem og láta tengjast við veðurspár og stilla sig eftir því. Þetta er e-ð sem ég hef séð og er vægast sagt svalur fítus.

Símkerfi :
Með hátölurum í hvert herbergi myndi ég setja míkrófóna. Það eru til sérstakir míkrófónar til þessa sem eru echo-canceling. Þeir kosta aðeins meira en nauðsynlegir fyrir svona speakerphone setup. Það verður hægt að hringja/sjá hver er að hringja í hvaða herbergi sem er í gegnum upplýsingar á sjónvarpi eða á miðlægu stýringunni. Hægt verður að senda símtöl á milli herbergja. Vill geta svarað símtölum bæði með fjarstýringu og raddstýringu.

Auðkenni :
Bill Gates-þemað í húsinu. Þetta hljómar óraunverulegt, en ég er búinn að skoða þetta þónokkuð og þetta virkar ekki það flókið né dýrt í uppsetningu. RFID kort sýna hver er í húsinu, og hvar hann er. Kerfið getur fylgt RFID kortinu eftir og veit því alltaf hver er hvar, hvaða raddstýringar eiga við hvar. Bílarnir fengu báðir slík kort og því gæti ég alltaf séð bæði heima og í gegnum netið hvaða bílar eru heima t.d.

Netkerfi :
1-10Gbit lagnir í hvert herbergi. Miðlægur netþjónn sem sér um allar þær virtual vélar sem sjá um húsið og kerfin. Geymir öll gögn, tónlist, ljósmyndir, myndbönd sem hægt yrði að nálgast hvar sem er í húsinu. Stórir/öflugir varaaflgjafar á bakvið þær þjónustur sem mega hvað síst detta út, öryggis og ljósakerfi t.d.

Allt þetta hér f. ofan er nokkurnveginn það sem ég hef í huga sem draumasetup í framtíðarhúsi. Ég geri mér grein fyrir því að margt af þessu er talsvert kostnaðarsamt, en sumt af þessu krefst hreinlega lítils annars en lítilla fjárútláta en mikils fikts, tíma og vinnu.

Aðalvandamálið er ástæðan fyrir því að ég posta þessu hér inn, að finna hugbúnað og hardware til að sjá um sem flest af þessu, og að það tvennt gangi saman með sem minnstu skítamixi og með sem minnstri forritun. Ég kem til með að posta svipuðum þræði á erlend forums þar sem ég veit það fyrir víst að það er lítil reynsla á svona uppsetningum hérna heima. Fyrst og fremst set ég mitt tilvonandi setup hingað inn til að fá inn feedback frá ykkur, hvað af þessu vitiði hvernig er gert, hvað af þessum búnaði sem ég þarf er hægt að fá hérna heima og hvar, hvað af þessu mynduð þið breyta eða hverju mynduð þið bæta við?

Ég kem svo til með að uppfæra þennan þráð eftir því sem ég kynni mér þetta betur, kynnist nýjum kerfum og fer í betaprufur á því sem mér líst best á.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf Gúrú » Mán 25. Okt 2010 02:50

 
[X] Þú ert sjúkur maður :twisted: :)

En af forvitni: Þegar þú segir RFID til að sjá hverjir eru heima - ætlarðu að láta alla græða í sig RFID chip eða hvað? :-s


Modus ponens

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3175
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Tengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf Hjaltiatla » Mán 25. Okt 2010 03:04

Ánægður með þetta framlag hérna á vaktina.Fylgist spenntur með update-i frá þér.
=D>


Just do IT
  √

Skjámynd

Kobbmeister
Tölvutryllir
Póstar: 659
Skráði sig: Sun 24. Feb 2008 00:02
Reputation: 0
Staðsetning: Í himnaríki kobbans
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf Kobbmeister » Mán 25. Okt 2010 03:11

Vá.... Örugglega drauma uppsetning á húsi hjá flestum á þessu spjalli :D


Coolermaster HAFX + Nexus RX-8500 850W , EVGA P67 FTW, I7-2600K@4.6GHz HT on, Gigabyte AMD RADEON HD7950OC 3GB, Gskil sniper 8GB, 2xMushkin Chronos 120GB SSD, 500GB,1TB,Windows 7 64-bita
Starfsmaður @ Tölvutek


Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf AntiTrust » Mán 25. Okt 2010 09:14

Gúrú skrifaði: En af forvitni: Þegar þú segir RFID til að sjá hverjir eru heima - ætlarðu að láta alla græða í sig RFID chip eða hvað? :-s


Satt að segja væri ég viðbjóðslega til í að fá að smella einu hylki í hundinn og konuna - en það gæti hinsvegar orðið trikkí nema svæfa hvorutveggja. Það eru hinsvegar til litlir RFID límmiðar/spjöld sem hægt væri að nota til þessa. Í draumalandinu mínu er líka RFID chip á lyklakippunni minni, fjarstýringum og veski.



Skjámynd

Haxdal
Tölvutryllir
Póstar: 640
Skráði sig: Lau 14. Apr 2007 18:58
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf Haxdal » Mán 25. Okt 2010 09:48

Bara við að lesa þetta fékk mig til að langa að kaupa hús og fikta við svona :)


Atvinnunörd - Part of the 2%
> FX8350 | Gigabyte 990FXA-UD3 | Nvidia GTX 760 | 8GB Somethingsomething | Corsair Graphite 600T <

Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf dori » Mán 25. Okt 2010 10:43

AntiTrust skrifaði:Satt að segja væri ég viðbjóðslega til í að fá að smella einu hylki í hundinn og konuna - en það gæti hinsvegar orðið trikkí nema svæfa hvorutveggja. Það eru hinsvegar til litlir RFID límmiðar/spjöld sem hægt væri að nota til þessa. Í draumalandinu mínu er líka RFID chip á lyklakippunni minni, fjarstýringum og veski.

Eru dælulyklar ekki RFID? Þá ætti fullt af fólki að vera með það fyrir. Annars er það mögnuð hugmynd að hafa rfid á hlutum eins og fartölvum/fjarstýringum/lyklakippum/símum etc. og geta svo fundið út sirka hvar hlutir eru þegar þú týnir þeim :P
Hvað kosta RFID skynjarar?



Skjámynd

AndriKarl
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 346
Skráði sig: Sun 01. Nóv 2009 22:46
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf AndriKarl » Mán 25. Okt 2010 10:53

AntiTrust skrifaði:
Gúrú skrifaði: En af forvitni: Þegar þú segir RFID til að sjá hverjir eru heima - ætlarðu að láta alla græða í sig RFID chip eða hvað? :-s


Satt að segja væri ég viðbjóðslega til í að fá að smella einu hylki í hundinn og konuna - en það gæti hinsvegar orðið trikkí nema svæfa hvorutveggja. Það eru hinsvegar til litlir RFID límmiðar/spjöld sem hægt væri að nota til þessa. Í draumalandinu mínu er líka RFID chip á lyklakippunni minni, fjarstýringum og veski.


Í Mythbusters var þesu bara skotið í (í kringum 3:15)
http://www.youtube.com/watch?v=BXSGqo_uH2g




Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf AntiTrust » Mán 25. Okt 2010 11:03

Það eru til ótal mismunandi RFID týpur, en þær eru yfirleitth hræódýrar. Sendarnir sjálfir sem senda út púlsa í RFID gætu hinsvegar verið e-rju dýrari, á eftir að skoða verðmiðann á þessu. Annars var ég að rekast á helv. töff upps. með RFID, sem virkaði þannig að hurðar opnuðust sjálfkrafa þegar RFID var nálægt. Ef hurðin var opnuð öðruvísi fóru myndavélar að taka upp.

Það fyrsta sem rak mig á þegar ég fór að skoða þetta á sínum tíma var LinuxMCE. Ég skoðaði það voðalega takmarkað á sínum tíma en nú er nýkomin út ný útgáfa sem ég er að setja upp heima á virtual vél as we speak, ætla að skoða það vel. Veit að það býður upp á símkerfi, hljóðkerfi og líklega myndsendingar á milli herbergja og remote stjórnun með ýmsum snerti-interfacum og símum. Pósta svo minni reynslu af þessu hingað inn, eins mikið og ég get fiktað á virtual vél.
Síðast breytt af AntiTrust á Mán 25. Okt 2010 11:07, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

gissur1
Geek
Póstar: 858
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 20:36
Reputation: 12
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf gissur1 » Mán 25. Okt 2010 11:06

AntiTrust skrifaði: Ef hurðin var opnuð öðruvísi fóru myndavélar að taka upp.


Pirrandi ef maður er með gesti ](*,)


Microsoft Surface Pro 2017 [i7 - 16GB RAM - 512GB SSD] + Thinkvision P27Q

Skjámynd

Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf Jimmy » Mán 25. Okt 2010 11:44

Hugsa ad thu gaetir lika fengid hellings uppl. i gegnum felagana hja S.Gudjonsson eda Iskraft um Funkbus/Instabus/In-One, skal alveg endilega fa ad fljota med ef thu akvedur ad kikka a tha ;)


~


Höfundur
AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6354
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 161
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf AntiTrust » Mán 25. Okt 2010 12:40

Jimmy skrifaði:Hugsa ad thu gaetir lika fengid hellings uppl. i gegnum felagana hja S.Gudjonsson eda Iskraft um Funkbus/Instabus/In-One, skal alveg endilega fa ad fljota med ef thu akvedur ad kikka a tha ;)


Það yrði líklega lítið af þessu gert nema með þér hvort sem er ;)

Hinsvegar var húsið sem við vorum að skoða að seljast, svo leitin er byrjuð aftur. Hrmpf.



Skjámynd

Olafst
Ofur-Nörd
Póstar: 285
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 12:29
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf Olafst » Mán 25. Okt 2010 12:41

hefuru skoðað búnaðinn sem Control4 býður uppá?

Sá þetta á einni kynningu fyrir nokkrum vikum. Lúkkaði frekar töff.

promo video:
http://www.youtube.com/watch?v=dOAsE-LG-ic

http://www.youtube.com/watch?v=cG5EiQEA0Po

http://control4.com/



Skjámynd

jagermeister
spjallið.is
Póstar: 489
Skráði sig: Mán 16. Mar 2009 16:25
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf jagermeister » Mán 25. Okt 2010 17:46

Olafst skrifaði:hefuru skoðað búnaðinn sem Control4 býður uppá?

Sá þetta á einni kynningu fyrir nokkrum vikum. Lúkkaði frekar töff.

promo video:
http://www.youtube.com/watch?v=dOAsE-LG-ic

http://www.youtube.com/watch?v=cG5EiQEA0Po

http://control4.com/


vá hvað þetta er óendanlega töff



Skjámynd

birgirdavid
Ofur-Nörd
Póstar: 299
Skráði sig: Sun 24. Maí 2009 21:09
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf birgirdavid » Mán 25. Okt 2010 17:55

Mig minnir að Sense.is sé með svona stjórnkerfi til að stórna ljósum,hita,dyrasíma,öryggi,tónlist,sjónvarp og fleira \:D/
http://sense.is


Turninn : Gigabyte P55A-UD3 - Intel Core i7-860 2.8 GHz - Nvidia GeForce GTS250 1GB og Nvidia GeForce 9500 GT - 4GB Mushkin DDR3 - AXP 500W - 3x Seagate 500GB - Cooler Master HAF X
Jaðarbúnaður : 1x BenQ 22" og 2x 19" Acer - MX510 - Razer Reclusa - Sennheiser HD595

Iphone 4S

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf gardar » Mán 25. Okt 2010 18:22

http://video.google.com/videoplay?docid ... 829&hl=en#

frekar nice setup á íbúð í þessu myndbandi



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7593
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf rapport » Mán 25. Okt 2010 18:35

Þú varst ekkert að skipta um vinnustað var það?

Þetta hljómar skuggalega líkt plönunum hjá einum "nýjum" í vinnunni hjá mér...



Skjámynd

fannar82
spjallið.is
Póstar: 498
Skráði sig: Mán 04. Okt 2010 16:42
Reputation: 3
Staðsetning: 6° norðar en helvíti
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf fannar82 » Fim 18. Nóv 2010 16:12

Hvernig gékk þetta hjá þér Antitrust?

ertu eitthvað búinn að skoða þetta frekar?


(\/) (°,,°) (\/) WOOBwoobwoobwoob!


Arnarr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 367
Skráði sig: Þri 12. Okt 2004 21:28
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf Arnarr » Fim 18. Nóv 2010 16:48

EIB! oft kallað instabus líka. Getur stjórnað öllu frá hljóði yfir í gardínur, allt forritanlegt. Getur fengið samskipta einingar til að tala við síma, ip og margt MARGT fleira!

Margir umboðsaðilar hér á íslandi.

http://www.viking.is/Instabus/index.htm gamalt en
http://en.wikipedia.org/wiki/European_Installation_Bus

Hellingur á youtube líka!



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2350
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 60
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf Gunnar » Fim 18. Nóv 2010 21:28

þetta plan er virkilega út pælt hjá þér. en varstu búinn að hugsa hvernig kerfi það á að vera fyrir gardínurnar, ljósin, hitann og allt það?
myndi halda að instabus væri perfect fyrir það verk. en það kostar nokkuð mikið. ss. einn snertiskjár með 6 rofum kostar sirka 80 þúsund var kennari að segja mér um daginn.
en ef þú ferð í þetta og vantar mann þá er ég game í að hjálpa ef ég er laus!!! :megasmile



Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2409
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 156
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf Black » Fös 19. Nóv 2010 06:03

Hvað segiru konan við þessu ? :D


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |


steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf steinarorri » Fös 19. Nóv 2010 17:17

Hvað sem þú gerir ekki fá þér þetta kerfi: http://simpsons.wikia.com/wiki/Ultrahouse_ Það endaði frekar illa.

Annars er þetta flott hugmynd hjá þér og vonandi fáum við update á því hvernig málin standa í þessu :)




gottlieb78
Nýliði
Póstar: 13
Skráði sig: Lau 28. Feb 2009 01:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf gottlieb78 » Þri 29. Jan 2013 10:22

Hvað er að frétta af þessu projecti???



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf Viktor » Þri 29. Jan 2013 10:42

gottlieb78 skrifaði:Hvað er að frétta af þessu projecti???

Amen.

Þetta er einn áhugaverðasti þráður sem ég hef séð hér á bæ.
Var einmitt að flytja í íbúð sjálfur, væri mjög mikið til í að fara að pæla í svona möguleikum.
Væri mjög gaman að byrja á því að gera automated ljós í loftin.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


Tbot
/dev/null
Póstar: 1476
Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
Reputation: 304
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Heimasjálfvirkni / HomeAutomation / Domotics

Pósturaf Tbot » Þri 29. Jan 2013 11:03

Allt svona kostar gríðarlega. hvert einasta stykki í EIB er í tugum þúsunda.

Man eftir húsi með GE skjástýringu sem bilaði svo það var ekki hægt að kveikja á einu einasta ljósi, nema 2 sem voru bara með gamla góða rofa system-inu.