Sælir aftur piltar,
Þetta liggur í straumnum sem Stöð2 HD er að senda. Þeir eru búnir að eiga við strauminn ( löguðu "kassa" sem flökti á myndinni ) í síðustu viku.
Þetta liggur ekki í neinum snúrum eða endabúnaði því allur ( sami ) búnaður virkar mjög vel með öllum öðrum stöðvum en Stöð2 HD ( meðal annarz Stöð2 Sport HD ). Ég er búinn að prófa tvær gerðir myndlykla hérna, sjá viðhengi og þetta er nákvæmlega eins í báðum þeirra. Týpurnar eru Air 7200l og Air 7120, báðir frá fyrirtækinu AirTies.
Búinn að prófa að skipta um HDMI snúrur bara til að vera 100% viss - það skiptir engu máli, enda bjóst ég ekki við því ... vildi bara vera alveg viss með það.
Þetta er mjög greinilegt, og skiptir engu þó maður lækki í afruglaranum sjálfum og hækki þessi í stað frekar í magnaranum ( eins og einn nefndi hérna á þræðinum ). Ef maður ætti að lýsa hljóðinu á Stöð2 HD þá er þetta er ekki ólíkt "Loudness War" dæminu sem er í gangi í tónlistarheiminum ( http://en.wikipedia.org/wiki/Loudness_war ).
Er einhver frá Stöð2 / 365 miðlum byrjaður að lesa þráðinn hérna ?
kveðja,
Stöð2 HD - hrikalegt hljóð?!
Re: Stöð2 HD - hrikalegt hljóð?!
Væri áhugavert að heyra hvort einhverjir eru að lenda í þessu brenglaða hljóði á Stöð2 HD með gamla gráa Sagem Hlunkinn frá Símanum?
Re: Stöð2 HD - hrikalegt hljóð?!
365 miðlar eru búnir að laga hljóð vandamálið á Stöð2 HD, græjuðu þetta loksins um helgina. Frábært, takk fyrir.