Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf hakkarin » Þri 22. Jan 2013 14:31

Hef aldrei skilið þetta.

Í bandaríkjunum getur þú bókstaflega fætt heila fjölskyldu fyrir lítið sem ekkert ef að þú kaupir skyndibita (er ekki að segja að það sé sniðugt að gera það, er bara að benda á að það er hægt). En hérna á Íslandi er oftar en ekki ætlast til þess að þú borgir 1300-1500 kr fyrir 1 hamborgara, franskar og kók! Og oft fylgir kokteil sósan ekki einu sinni með! :mad

Af hverju er skyndibitamatur svona MIKLU dýrari hérna?

Það er ekki eins og flestir hamborgarar eða samlokunar sem að maður kaupir sé í sjoppum landsins sé eitthvað voða fínn matur.

Segjum að þú farir og kaupir hamborgara máltíðir (borgari, franskar og kók) fyrir þig og fjölskylduna þína (þú, konan og kanski 2 börn). Ef að þú ert heppinn þá færðu kanski eitthvað tilboð og þarft "bara" að borga svona 3400-4000 kr!

Þú gætir líklega keypt MIKIÐ betri og merkilegri mat fyrir það annarstaðar.

Í bandaríkjunum sem er í raun skyndibita land heimsins þá varð skyndibiti vinsæll meðal annars að því að hann er ódýr. Af hverju er hann svona mikið dýrari hérna? Varla getur það verið að því að það þarf að flytja inn hráefni, þótt að það kosti peninga þá getur það varla útskýrt þennan mikla verðmunn.

Af hverju haldið þið að skyndibitinn á Íslandi sé svona dýr?



Skjámynd

Graven
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Mán 21. Nóv 2011 21:59
Reputation: 86
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf Graven » Þri 22. Jan 2013 14:34

Horfðu á Food Inc.


Have never lost an argument. Fact.

Skjámynd

tlord
Tölvutryllir
Póstar: 601
Skráði sig: Mið 30. Nóv 2011 17:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf tlord » Þri 22. Jan 2013 14:35

dýrt hráefni
hár launakostnaður
dýrt húsnæði
háir vextir
og margt annað sem er dýrt

það er EKKERT eins hagstætt á Íslandi og að læra að elda góðan mat..



Skjámynd

hfwf
Vaktari
Póstar: 2026
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Reputation: 79
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf hfwf » Þri 22. Jan 2013 14:35

dont feed the trolls!



Skjámynd

jericho
Geek
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf jericho » Þri 22. Jan 2013 14:40

Fór á sunnudag í Aktu-Taktu og ætlaði að kaupa tvær ostborgaramáltíðir, 1300 kr/máltíðin. Gott og vel. Svo sé ég litla auglýsingu á staðnum, að sunnudagar eru fjölskyldudagar og þá gastu fengið fjóra ostborgara, stóran skammt af frönskum, 2l kók á 2500 kr. Takk fyrir það! Það er ekki mjög dýrt.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf Pandemic » Þri 22. Jan 2013 14:42

Hefur greinilega ekki ferðast mikið.
Í damörku er skyndibiti rándýr og oft mun dýrari en á Íslandi minnir að Big Mac hafi verið á ~1500kr.
Ég var í NY um daginn og Big Mac máltíð var á $8-8.50 minnir mig sem er svipað og metro heimsborgaramáltíð kostar hér á landi.
Þegar ég var í Þýskalandi var sama máltíð að fara á um svona 1600kr.

Svo það er nú kannski ekki alveg hægt að segja að hann sé rándýr hér á landi.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6401
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 470
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf worghal » Þri 22. Jan 2013 14:43

Stutta svarid vid verdlagningu skindibita a islandi er...
A islandi er skindibiti ekki gerdur ur pappamassa.


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

eriksnaer
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 396
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2012 12:28
Reputation: 3
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf eriksnaer » Þri 22. Jan 2013 14:48

hakkarin skrifaði:Segjum að þú farir og kaupir hamborgara máltíðir (borgari, franskar og kók) fyrir þig og fjölskylduna þína (þú, konan og kanski 2 börn). Ef að þú ert heppinn þá færðu kanski eitthvað tilboð og þarft "bara" að borga svona 3400-4000 kr!

Af hverju haldið þið að skyndibitinn á Íslandi sé svona dýr?


Hráefni er svo dýrt að sjoppur geta ekki verið ódýrari...

Er að vinna í einni sjoppu, og við erum með ostborgara franskar og 0.5L gos á 900,- í hádeginu (frá opnun til 15:00) Og svo 1090,- eftir kl. 15:00

Fjölskyldu tilboð: 4x ostborgarar, 2L kók og stór franskar á 2.990,-

Svo það er bara misjafnt eftir stöðum að þú þurfir að borga HELLING... Veit um margar sjoppur, sem eru töluvert dýrari og með mikið verri mat... (segi þetta út frá umsögnum kúnna) :D


Intel® Core™ i5-9400F - RTX™ 2060 6GB - 16GB DDR 4 2666 Mhz ( Dual channel) - 500GB Samsung SSD M.2 Nvme

Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6401
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 470
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Tengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf worghal » Þri 22. Jan 2013 14:50

Ostborgara tilbod i snaelandi.
Finn ostborgari
0.5L kók
Franskar
Thetta kostar 790kr og kokteilsosa er a 100kr


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow


andrespaba
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fim 12. Nóv 2009 12:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf andrespaba » Þri 22. Jan 2013 15:04

Ef þú ferð á McDonalds úti í Bna og færð þér miðstærðar Angus Bacon & Cheese máltíð þá máttu búast við því að borga 7-9 $ og svo bætirðu söluskatti þess fylkis sem þú ert í, getur verið frá 5-10%. Þarna ertu kominn með máltíð fyrir 1000-1300 kr, fer eftir því hvar þú kaupir þetta.
Wendy's Baconator máltíð, miðstærð, er 6-8 $. Með skatti er þetta því 900-1200 kr.

Barnamáltíð Burger King er t.d frá 5,50-7,50 plús skattur. 800-1100 kr.

Verðið úti er ekkert mjög langt frá verðinu hérna heima, það er þó aðeins ódýrara úti.

Tók fyrir þessa borgara þar sem ég er nýkominn frá BNA og fékk mér einmitt þessa borgara. Borgaði rúmlega 8$ fyrir ABC á McD. 7$ fyrir Baconator á Wendy's. Tæplega 6,50$ fyrir Barnamáltíð á BK. Svo var 10% skattur ofan á þetta.


i7-3770 - Z77X-UD5H - 16GB 1600MHz - GTX670 - SSD 256GB 840Pro - Antec CP-850W & P183 - Dell U2412M 22“Acer - ASUS Xonar Essence STX
unRAID NAS Server 10.5TB

Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf Dagur » Þri 22. Jan 2013 15:21

Það þýðir lítið að bera þetta saman við útlönd þar sem að gengi gjaldmiðla kemur inn í þetta. Þú getur fengið Big Mac í kína á góðu verði hérna en fyrir marga kínverja er þetta stór hluti af mánaðarlaununu þeirra. Big Mac vísitalan var búin til út af þessu.

Annars er ég sammála með að skyndibiti er orðinn allt of dýr. Þegar McDonalds var lokað hér á landi var gefin sú ástæða að máltíðin væri orðin of dýr en Metro var ekki lengi að hækka upp í nákvæmlega sama verð.




gibri
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Lau 04. Jún 2011 23:05
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf gibri » Þri 22. Jan 2013 15:23

Ég myndi segja að þetta sé öfugt farið, þetta er alveg jafn dýrt ef ekki dýrara úti enn hér.

Hollur skyndibitamatur er ódýrari á Íslandi en t.d. Bretlandi, hvar finnur maður stað sem er jafn góður og t.d. Saffran eða Serrano í UK?, enn kostar undir 2000 kall? Ég fann hann ekki. http://nandos.co.uk/themenu eitthvað svipað og Saffran kannski, máltíð með side og drykk að kosta yfir 2þús kallinn.


Haf X | Antec HCG 750W | Gigabyte P67A-UD4-B3 | i5 2500k | Noctua NH-D14 | Mushkin 16gB DDr3 1600MHZ | PNY GTX 570 | OCZ Vertex 2 180gB + WD 1tB Black

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf Gúrú » Þri 22. Jan 2013 16:12

Dagur skrifaði:Þegar McDonalds var lokað hér á landi var gefin sú ástæða að máltíðin væri orðin of dýr en Metro var ekki lengi að hækka upp í nákvæmlega sama verð.


Held þú misskiljir af hverju McDonalds var lokað og Metro opnað í stað þess. Þeir þurftu að hætta samstarfinu
því að McDonalds staðlarnir neyddu þá til að kaupa hráefnið dýrum dómum í erlendri mynt + borga innflutningsgjöld af innfluttum búvörum (sem eru ekki lág)
og í þokkabót að greiða útibúsgjaldið í erlendri mynt. Þetta gerði þeim ókleift að reka sig í hagnaði.

Þeir hættu ekki með McDonalds vegna þess að máltíðin var orðin of dýr heldur vegna þess að þeir hefðu annars þurft að reka sig í tapi.


Modus ponens

Skjámynd

Höfundur
hakkarin
Bannaður
Póstar: 826
Skráði sig: Mið 09. Feb 2011 01:37
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf hakkarin » Þri 22. Jan 2013 16:14

Dagur skrifaði:Það þýðir lítið að bera þetta saman við útlönd þar sem að gengi gjaldmiðla kemur inn í þetta. Þú getur fengið Big Mac í kína á góðu verði hérna en fyrir marga kínverja er þetta stór hluti af mánaðarlaununu þeirra. Big Mac vísitalan var búin til út af þessu.


Ætlaði eimitt að segja þetta.

Þeir sem segja að þetta kosti það sama út í USA eða kosti meirra annarstaðar eru að gleyma því að gjaldmiðillinn okkar eru eiglega hálf ónýtur í augnarblikinu :(

gibri skrifaði:Ég myndi segja að þetta sé öfugt farið, þetta er alveg jafn dýrt ef ekki dýrara úti enn hér.

Hollur skyndibitamatur er ódýrari á Íslandi en t.d. Bretlandi


Er til hollur skyndibiti?



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf Gúrú » Þri 22. Jan 2013 16:16

hakkarin skrifaði:Er til hollur skyndibiti?


Hvað er óhollt, eða ekki skyndilegt, við Serrano máltíð?


Modus ponens

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf ManiO » Þri 22. Jan 2013 16:30

hakkarin skrifaði:
Dagur skrifaði:Það þýðir lítið að bera þetta saman við útlönd þar sem að gengi gjaldmiðla kemur inn í þetta. Þú getur fengið Big Mac í kína á góðu verði hérna en fyrir marga kínverja er þetta stór hluti af mánaðarlaununu þeirra. Big Mac vísitalan var búin til út af þessu.


Ætlaði eimitt að segja þetta.

Þeir sem segja að þetta kosti það sama út í USA eða kosti meirra annarstaðar eru að gleyma því að gjaldmiðillinn okkar eru eiglega hálf ónýtur í augnarblikinu :(

gibri skrifaði:Ég myndi segja að þetta sé öfugt farið, þetta er alveg jafn dýrt ef ekki dýrara úti enn hér.

Hollur skyndibitamatur er ódýrari á Íslandi en t.d. Bretlandi


Er til hollur skyndibiti?



Það er hægt að borða skyndibita reglulega og lifa hollu lífi já. Að borða skyndibita í hvert mál, er hins vegar allt annar handleggur.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf Dagur » Þri 22. Jan 2013 16:40

Gúrú skrifaði:
Dagur skrifaði:Þegar McDonalds var lokað hér á landi var gefin sú ástæða að máltíðin væri orðin of dýr en Metro var ekki lengi að hækka upp í nákvæmlega sama verð.


Held þú misskiljir af hverju McDonalds var lokað og Metro opnað í stað þess. Þeir þurftu að hætta samstarfinu
því að McDonalds staðlarnir neyddu þá til að kaupa hráefnið dýrum dómum í erlendri mynt + borga innflutningsgjöld af innfluttum búvörum (sem eru ekki lág)
og í þokkabót að greiða útibúsgjaldið í erlendri mynt. Þetta gerði þeim ókleift að reka sig í hagnaði.

Þeir hættu ekki með McDonalds vegna þess að máltíðin var orðin of dýr heldur vegna þess að þeir hefðu annars þurft að reka sig í tapi.


Hvað misskildi ég? Þeir þurftu annaðhvort að hækka verðið á matnum eða hætta með McDonalds og ég get alveg skilið það, en málið er að þeir voru búnir að hækka verðið á máltíðunum 2-3 skipti áður en þeir lokuðu McDonalds en núna er Metro orðið jafndýrt.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf Gúrú » Þri 22. Jan 2013 16:54

Dagur skrifaði:Hvað misskildi ég? Þeir þurftu annaðhvort að hækka verðið á matnum eða hætta með McDonalds og ég get alveg skilið það, en málið er að þeir voru búnir að hækka verðið á máltíðunum 2-3 skipti áður en þeir lokuðu McDonalds en núna er Metro orðið jafndýrt.


Þú ert að orða þetta eins og að þeir hafi hætt með staðinn "Af því þetta var orðið svo dýrt" en málið var að þetta var "Orðið svo dýrt og þeir voru ekki að skila hagnaði".


Modus ponens


Frussi
Tölvutryllir
Póstar: 625
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 130
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf Frussi » Þri 22. Jan 2013 17:36

Asía! Færð sjúklega góðar samlokur á klink í Víetnam og fínasta götumáltíð í Indlandi kostar innan við 100 kall, svo dæmi séu tekin ;)


Ryzen 9 5900x // X470 Aorus Gaming // RTX4080 Super // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz


Vignirorn13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 19:26
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf Vignirorn13 » Þri 22. Jan 2013 17:47

Hvað er ekki orðið dýrt á Íslandi? Ég spyr nú bara ? :)




littli-Jake
Skrúfari
Póstar: 2401
Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
Reputation: 153
Staðsetning: Árbærinn
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf littli-Jake » Þri 22. Jan 2013 17:52

Frussi skrifaði:Asía! Færð sjúklega góðar samlokur á klink í Víetnam og fínasta götumáltíð í Indlandi kostar innan við 100 kall, svo dæmi séu tekin ;)


En er meðal verkamaður ekki líka með 200-300 kall á tíman þar?


i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180


bixer
</Snillingur>
Póstar: 1022
Skráði sig: Lau 14. Nóv 2009 14:38
Reputation: 1
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf bixer » Þri 22. Jan 2013 17:53

væri snilld að fá í þráðinn hvar er hægt að fá ódýrasta skyndibitann á íslandi!



Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2409
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 156
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf Black » Þri 22. Jan 2013 17:54

Prufaðu að kaupa þér Alvöru mat þá fyrst færðu að sjá hvað er dýrt.


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |

Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1582
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf Xovius » Þri 22. Jan 2013 18:01

bixer skrifaði:væri snilld að fá í þráðinn hvar er hægt að fá ódýrasta skyndibitann á íslandi!

Kauptu bara núðlur í bónus...
Það er hinsvegar annað hvar hægt er að fá besta hlutfall gæði/króna.




steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Tengdur

Re: Af hverju er skyndibitamatur svona dýr á Íslandi??!?!

Pósturaf steinarorri » Þri 22. Jan 2013 18:59

littli-Jake skrifaði:
Frussi skrifaði:Asía! Færð sjúklega góðar samlokur á klink í Víetnam og fínasta götumáltíð í Indlandi kostar innan við 100 kall, svo dæmi séu tekin ;)


En er meðal verkamaður ekki líka með 200-300 kall á tíman þar?


Ætli 2-300 kr séu ekki nær því að vera dagslaun í stað tímakaupa.