Pósturaf Danni V8 » Mán 21. Jan 2013 03:14
Ég er mikill aksturs áhugamaður og hef þá áhuga á öllum þeim akstri sem telst ólöglegur. Ég hef keyrt all verulega yfir hámarkshraða, en ég er samt ekki einn af þeim sem keyrir eins og vitleysingur með aðra í bílnum bara til að sýna mig, eða monta mig af því eða álíka.
Ég mun aldrei reyna að réttlæta svona akstur. Ég veit full vel að það er ekkert öruggt við þetta og að ég er enginn ofur ökumaður ef að eitthvað kemur uppá. Enda með aldrinum hef ég þroskast og breytt akstrinum til muna. Ég keyri ekki næstum því eins hratt og ég gerði. Sérstaklega eftir að hafa keyrt á hraðbrautum í Þýskalandi þá er ég einfaldlega hræddur við að keyra hratt á Íslandi, þó að það er á tvöföldum kafla á Reykjanesbrautinni.
Reykjanesbrautin býður auðveldlega upp á miklu meiri hraða. Það er léttilega hægt að keyra vel yfir 150 km/h þar án þess að vera í mikilli hættu á að eitthvað fari úrskeiðis, þó að það er vissulega aukin hætta. En það er ekki nóg að vegur býður upp á þetta. Umferðin og hitt fólkið í kring býður alls ekki upp á þetta. Það eru allir hinir ökumennirnir sem ég er hræddur við hérna á Íslandi. Fólki er ekki kennt hvernig á að haga sér á tveggja akreina hraðbrautum og þess vegna virkar ekki að hafa hærra hámarkshraða þar.
Í Þýskalandi keyrði ég á 160 km/h á miðju akrein á þriggja ákreina hraðbraut. Ég gat stefnuljós tímanlega og fylgdist vel með vinstri akrein ef að ég þurfti að taka frammúr bíl sem var að keyra hægar á miðakrein, ef ég sá bíl á vinstri akrein sem blikkaði háu ljósunum þá fór ég ekki inná, því ég veit að hann var að keyra hraðar en ég. Þegar maður sér bíla keyra á vinstri akrein með háu ljósin stöðugt á, þá er hann að keyra mjög hratt, oft langt yfir 200 km/h. Þetta gengur upp í Þýskalandi því að fólkinu í kring er kennt á svona akstursvenjur. Maður skiptir ekkert yfir á hraðari akrein þegar manni sýnist. Ef að þú svínar fyrir bíl sem er að keyra of hratt og hann neglir aftaná þig, þá ert þú í órétti. Annað en á Íslandi þar sem sá sem var að keyra hratt væri í órétti (enda ólöglegt að keyra svona hérna). Ég lenti oft í því í Þýskalandi að það komu bílar vinstra megin við mig og tóku frammúr mér þegar ég var að keyra á 160 km/h, og það er bara talið eðlilegt.
Bara eftir þessa reynslu, að sjá svona agaða ökumenn og örugga umferð, þá er ég skíthræddur í umferðinni á Íslandi. Ökumönnum hér er ekki treystandi. Ökukennsla er ekki góð og margir sem hafa keyrt í mörg ár, áratugi jafnvel og gera það útaf þörf, en ekki ánægju, eru ennþá alveg arfaslappir ökumenn. Þess vegna þori ég ekki að keyra mjög hratt á Íslandi. Ég veit að þegar ég keyri hratt er ég að fylgjast alveg töluvert betur með öllu í kringum mig. Ég er að reyna að sjá hvað bílar langt fyrir framan mig eru að gera á sama tíma og ég er að fylgjast með hvað er að gerast akkurat í kringum mig. En það hefur bara sýnt sig í gegnum tíðina hérna að hraðakstur er ekki í boði hér. Þó að vegar leyfa það, þá gerir umferðin það ekki.
Og það sem er talað um með lokaðar brautir á Íslandi og að keyra bara greitt á Akstursbrautinni í HFJ og á Kvartmílubrautinni, þeir einu sem að geta sagt þetta eru þeir sem hafa engan áhuga á akstri.
Þessi akstursbraut er djók. Þetta er eld gömul rallýkross braut sem er með heilan hring malbikaðan. Hún er svo lítil að ég kemst ekki einusinni úr öðrum gír þegar ég keyri hana. Sama má segja um kvartmílubrautina. Hún dugar fyrir 13-14 sekúndur af hraðakstri áður en það þarf að bremsa.
Þessir valmöguleikar gera akkurat ekki neitt fyrir mig. Ég hef mætt á báðar brautir á æfingum og keyrt og mér fannst það hreint út sagt leiðinlegt. Núna er fátt sem mig langar meira til að gera en að keyra bílinn minn til útlanda og fara á honum á alvöru braut. Braut með löngum beinum köflum og stórum beygjum. Þar sem ég fæ tækifæri til að nota alla sex gírana og 250 km/h tölvu limiterinn er það eina sem kemur í veg fyrir að ég fer ekki hraðar en það. En fjárhagurinn leyfir það bara ekki. Ef það væri svona braut hérna, þá held ég að margir akstursáhugamenn myndu keyra töluvert rólegra á götum landsins, þó að það mun ekki útiloka glæfraakstur alveg. Það verða alltaf einhverjir glannar sem spá ekkert í neinu og keyra bara eins og vitleysingar af því bara.
Oooog með radarvara, þá eru þeir useless IMO. Ég hef einusinni verið tekinn fyrir of hraðan akstur og misst prófið og þá var ég með radarvara. Að vera með radarvara gefur manni falskt öryggi til að keyra of hratt miðað við aðstæður og ég styð ekki notkun þessara tækja.
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x